Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 ✝ Þórhildur Vil-borg Skúla- dóttir fæddist á Litla-Bakka í Hró- arstungu 15. júlí 1937. Hún lést á sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar 16. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Skúli Sig- björnsson, f. 17.10. 1903, d. 3.6. 1970, og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, f. 27.4. 1903, d. 31.10. 1954. Systir Þórhildar er Svandís Skúladótt- ir, f. 29.12. 1938, eiginmaður hennar er Gunnar A. Guttorms- son, f. 3.4. 1929. Hinn 20. sept- ember 1959 giftist Þórhildur Jóni Magnússyni fyrrverandi rafveitustjóra á Seyðisfirði, f. 21.9. 1930, foreldrar hans voru Magnús Jónsson, f. 6.10. 1900, d. 21.11. 1953, og Vigfúsína Bjarn- sambýlismaður hennar er Hjalti Heiðar Þorkelsson, eiga þau einn son og b) Gauti. 3) Ingi- björg, f. 2.9. 1969, eiginmaður hennar er Reynir Þór Jónsson, f. 8.1. 1960, börn þeirra eru Drífa Þöll, Friðrik Skúli, Þórhildur Alda og Hinrik Jón. Sonur Reyn- is er Jón Óðinn, eiginkona hans er Þórdís Birna Lúthersdóttir og eiga þau eina dóttur. Þórhildur gekk í farskóla sveitarinnar frá 10 ára aldri til 14 ára. Hún stundaði nám í Eiða- skóla veturinn 1953-1954 og við Húsmæðraskólann á Varma- landi veturinn 1957-1958. Þór- hildur var ráðskona hjá Sigríði Jónsdóttur á símstöðinni á Eg- ilsstöðum veturinn 1956-1957. Veturinn 1958-1959 var Þórhild- ur ráðskona við heimavist- arskólann á Stóra-Bakka í Hró- arstungu. Árin 1959-1975 var Þórhildur húsmóðir, eftir það hóf hún að starfa við Frystihúsið á Seyðisfirði og starfaði þar allt til ársins 2007. Útför Þórhildar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 23. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 14. heiður Bjarnadótt- ir, f. 16.10. 1908, d. 27.7. 1989. Börn þeirra eru: 1) Bjarnheiður, f. 10.2.,1960, eig- inmaður hennar er Gunnlaugur Frið- jónsson, f. 22.10. 1956, börn þeirra eru a) Hildur Jóna, sambýlismaður hennar er Þórður Mar Þorsteinsson, eiga þau tvö börn. b) Friðjón, sambýliskona hans er Fura Sóley Hjálm- arsdóttir og c) Hjörtur. Dóttir Gunnlaugs er Júlía, eiginmaður hennar er Heiðar Gunnólfsson og eiga þau 3 börn. 2) Skúli, f. 10.4. 1962, eiginkona hans er Napapharin Krobputsa, f. 31.7. 1972, barnsmóðir Skúla er Katr- ín Reynisdóttir, f. 24.5. 1965, þeirra börn eru a) Sandra Rut, Mikið er nú skrítið að sitja við eldhúsborðið á Miðtúni seint um kvöld og þú hvergi nálæg. Hér sátum við oft saman og ræddum um heima og geima. Oftast varst þú eitthvað að bauka, því þér féll aldrei verk úr hendi. Þú naust þess að vinna húsverkin og ég man þeg- ar þú sagðir að þér þætti gaman að vaska upp, það var ótrúlega skrítið að heyra. Sinntir öllu af mikilli alúð og vandvirkni. Heimilið bar þess merki að þú vildir hafa snyrtilegt og allt í röð og reglu. Garðurinn var þitt líf og yndi. Þú naust þess að skríða um beðin og undir runna til að snyrta. Öll orkan sem þú áttir eftir langan dag í frysti- húsinu var ótrúleg, það var besta slökun að fara út í garð og róta í moldinni. Þú vildir ætíð vera heima á vorin, það var uppáhaldstíminn þegar gróður- inn var að lifna. Þá fylltist þú hamingju og ljómaðir af gleði. Þess vegna var svo erfitt að horfa upp á að sakir sjúkdóms þíns gastu ekki unnið vorverkin í garðinum. Það var svo sárt að heyra þig óska þess að þú feng- ir aftur mátt til að sinna því sem þér þætti skemmtilegast. Það er eflaust rétt hjá pabba, þegar hann hafði á orði í sumar að jarðarberin væru lakari en vanalega. Það segir sína sögu. Þú varst svo góð og blíð og vild- ir öllum vel, sást það góða og já- kvæða hjá öllu fólki. Aldrei hall- mæltir þú nokkrum manni og varst ætíð fljót að sussa á þann- ig tal. Í hugann koma minningar úr ferðalögum okkar, toppurinn var að gista á tjaldstæðinu á Akureyri, vakna við kirkju- klukkurnar, fara í Amaró og rúllustigann á meðan þið amma skoðuðuð glingrið. Í útilegu var það þú sem fórst fyrst á fætur og helltir upp á. Enn finn ég kaffilyktina ef ég loka augunum og þótt ég drekki ekki kaffi þá er lyktin enn í dag eitt það besta sem ég finn og tengi þess- um góðu minningum. Í hugan- um er Miðtún 16 alltaf heim og það er ekki síst þér að þakka, elsku mamma mín. Að koma heim var alltaf svo góð tilfinn- ing, allt var til reiðu þegar fjöl- skyldan frá Njarðvík kom. Uppábúin rúm, heitur matur og búið að baka skúffuköku og jólaköku. Börnin eru heppin að hafa átt þig sem ömmu og notið þess að dvelja hjá ykkur í lang- an tíma oft á ári. Aldrei stóð á þér að passa þegar ég var í námi og þurfti aðstoð. Síðasta sumar urðum við Baddý systir þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með þér til Danmerkur til að heimsækja fjölskyldu mína þar. Þau Dorthe og Finn stjönuðu við okkur og endurguldu þá vin- semd og góðu móttökur sem þau nutu í heimsóknum sínum til Seyðisfjarðar. Í tæplega tvö ár hefur þú barist við illvígan sjúkdóm og þurft að lúta í lægra haldi. Það var svo sárt að horfa upp á það hvernig máttur þinn þvarr smám saman og að lokum gastu ekki talað við okk- ur. Það er svo sárt að þú sért farin frá okkur en á sama tíma trúum við því að nú sértu laus úr álögum, getir talað og jafnvel gengið og hjólað. Þessar vikur sem við áttum saman í sumar eru mér svo dýr- mætar. „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“ segir í einum söngtexta og ósköp væri heimurinn betri ef til væri fleira fólk eins og þú. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Ingibjörg. Á sólríkum sumardegi hlýnar bónda í hjarta sínu við að ganga um þerrivöllinn og finna ilminn af töðu sinni. Sunnanvindurinn æðir um vit og vanga. Álengdar leika sér litlir engl- ar og skoppa um varpann, slíta upp fífur og flétta sóleyjar- kransa. Oft má líta í anda liðna tíð með viðlíka ljóma. Sveitin er heillandi staður og gefur ríku- lega af sér. Slíkur var heimur Þórhildar, uppvaxtarárin þó ef- laust blandin einhverjum trega þar sem hún missti móður sína á unga aldri en naut samt ást- ríkis í faðmi systur, föðursystra og kærleiksríks föður á æsku- heimili sínu í Hróarstungunni. Þar sleit hún skónum til fullorð- ins ára, varð snemma vinsæl og umsetin og í fyllingu tímans tók hún sér far með myndarlegum manni til næsta byggðarlags. Þórhildur var yndisleg per- sóna. Einlæg og hjartahlý og unni öllu fólki. Fjölskyldan var henni allt og í hvívetna beindi hún augum sínum að því sem orðið gæti börnunum til skaða. Segja má að hún hafi upprætt allan illan gróður áður en hann náði að skjóta rótum, innan heimilis sem utan og þannig má segja að hún hafi einnig látið garðinn sinn vaxa og dafna með sömu tilþrifum. Þar eyddi hún mörgum stundum við að nostra við blómin og allan gróður ann- an. Þar var fallegt að líta. Á ein- hverju augnabliki varð þessi vísa til; Arfann slítur upp með rótum, er þó besta skinn. Þórhildur á fjórum fótum fegrar garðinn sinn. Þórhildur var dugleg og ósér- hlífin til allrar vinnu. Henni féll aldrei verk úr hendi. Þannig kemur hún okkur fyrir hug- skotssjónir, rennandi sveitt við heimilisstörfin með afþurrkun- arklútinn eða þvottakörfuna. Svo að allt liti nú sómasamlega út. Matseld og framreiðsla var einn hennar sterkasti þáttur, hún trúði mér fyrir því að við það hefði hún kosið að starfa við utan heimilis. Kaus þó heldur hitt að gera heimilið og fjöl- skylduna að aðalvettvangi lífs síns og njóta þeirra ávaxta sem þaðan komu. Börnin og stór hópur mannvænlegra barna- barna skreytir þar alla veggi. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni allar góðar stundir. Minningin um góða konu lifir. Reynir Jónsson. Þórhildur amma okkar var sú hjartnæmasta og yndislegasta manneskja sem við höfum þekkt. Hún mátti ekki heyra á illt minnst, vildi allt fyrir alla gera og oft fékk hún tækifæri til þess. Sem dæmi má nefna að amma hugsaði svo afskaplega vel um afa okkar, undantekn- ingarlaust þá var matur á borð- inu á slaginu sjö og það mátti sko ekki vanta að hafa kartöflur og góðu sósu sem meðlæti fyrir hann afa. Yfirleitt voru þétt setin sætin við matarborðið, því hjá henni var best að vera, hún bakaði oft svo góða skúffuköku, sem var borðuð upp til agna alveg um leið af okkur barnabörnunum. Við systkinin hlæjum oft að skemmtilegu atviki sem henti eitt sinn þegar þau afi komu alla leið frá Seyðisfirði til þess að passa okkur, þá fengum við að velja pítsu í kvöldmat eitt kvöld- ið og þá fylgdi auðvitað ein gos- flaska með. Þar sem amma var svo umhyggjusöm þá hellti hún auðvitað í glösin fyrir okkur öll og einnig afa. Ekki vildi betur til en svo að það helltist allt gosið yfir afa greyið. Það sem við hlógum. Þetta hefur ekki verið kvöldið hans afa, pítsa og gossturta í kvöldmat. Hún hugsaði alltaf svo vel um okkur systkinin og á einhverjum tímapunkti þá höf- um við öll búið hjá henni og afa, við þekkjum öll í dag frasana sem amma var svo vön að nota: farðu nú varlega, passaðu þig á hálkunni, mundu eftir sokka- leistunum, farið ykkur ekki að voða, viltu ekki setja á þig húfu?, láttu þér ekki verða kalt, því alltaf bar hún hag okkar fyr- ir brjósti. Uppá síðkastið grínuðumst við oft með það hversu oft hún sagði já, í símann og í daglegu spjalli við kaffiborðið. Maður gat oft setið tímunum saman og eina orðið sem þurfti nánast að notast við var já, það var hægt að segja það á svo marga vegu, einkennandi fyrir hana og fyndnast var þó jáið á innsog- inu. Þó svo að amma hafi hugs- að afskaplega vel um afa, þá var það sko sannarlega ekki á einn veg. Fallegast finnst okkur hvað afi hugsaði líka vel um hana, hjálpaði henni að brjóta saman þvottinn, keyrði hana þangað sem hún þurfti að komast (því hún fékk sér sko ekki bílpróf, það þýddi ekkert, sagði hún) og ef það vantaði eitthvað úr búð- inni, þá var hann fljótur að stökkva af stað fyrir hana. Þó hún sé farin frá okkur núna þá lifir hún alltaf í hjört- um okkar, hún er skynsemis- röddin í hugum okkar, og best er að geta alltaf minnst hennar auðveldlega með einu flottu já-i á innsoginu. Drífa og Þórhildur. Hann er skrýtinn þessi tími. Hleypur með okkur frá fæðingu til grafar á stigmagnandi hraða. Aldur okkar sjálfra sjáum við á börnunum sem vaxa úr grasi en sumir í kringum okkur breytast lítið. Hún Hulla frænka var ein af þeim sem mér fannst aldrei eldast. Ekki er langt síðan ég fann í gömlum ljósmyndum myndir sem þær systur höfðu tekið hvor af annarri heima á Litla- Bakka þegar þær voru ungling- ar. Á þeim myndum sést vel hið dökka yfirbragð Hullu, ættar- svipur sem fylgir mörgum í Skúlaættinni. Hún móðursystir mín bjó handan við háa Fjarðarheiðina. Flutti ung í kaupstaðinn þar sem hún náði sér í myndar- manninn Jón Magnússon. Í æsku minni lá leiðin oft til Seyð- isfjarðar með mömmu og pabba og þau eru eftirminnileg háu snjógöngin sem keyrt var gegn- um snemmsumars til að heim- sækja Hullu og Jón. En eft- irvæntingin yfirskyggði hættur heiðarinnar því að í Miðtúni 16 var von á ýmsu sem ekki var til í sveitinni. Hulla frænka tók alltaf á móti okkur með kossi í dyrunum og síðan var ég rokinn inn til Ingibjargar frænku sem var á sama aldri. Með henni var ýmislegt brallað og sveitastrák- urinn fékk að kynnast því sem krakkarnir í kaupstaðnum höfðu fyrir stafni. En það var sama hvað á gekk, alltaf passaði mað- ur sig á að mæta í kaffi eða mat hjá Hullu til að fá pönnukökur og annað góðgæti sem hún útbjó í eldhúsinu sínu meðan þær systur ræddu saman. Árin liðu en alltaf var jafn gott að koma í kaffi hjá þeim Hullu og Jóni í Miðtúninu og spjalla um daginn og veginn, þá sjaldan maður leit við. Þar átti maður vísan samastað og meðal annars minnist ég þess að hafa leitað þar húsaskjóls fyrir rúm- um áratug vegna óveðurs og ófærðar á Fjarðarheiði. Þá var Hulla fljót að búa um frænda sinn í gestaherbergi og góður morgunverður beið mín þegar ég vaknaði. Þá lá hinn illvígi sjúkdómur, sem nú hefur lagt hana frænku mína að velli, enn í dvala. Þær systur voru samrýndar og töluðu mikið saman í síma alla tíð. Móðir mín hélt bú- skapnum áfram á ættaróðalinu í Hróarstungu og þau af Seyð- isfirði komu oft í sveitina. Síð- asta heimsókn Hullu í heima- hagana til systur sinnar var á fallegum degi í sumar. Þá voru Hlíðarfjöllin og Hagholtsbláin böðuð birtu, sem og gamla húsið á Litla-Bakka sem þær systur fæddust í á 4. áratug síðustu aldar. Á slíkum dögum týnist tíminn. Nú hefur hún Hulla frænka lagt upp í sína lengstu ferð og við kveðjum hana með söknuði. Minningin um hjartahlýja frænku lifir. Elsku Jón, Baddý, Skúli, Ingibjörg og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Skúli Björn Gunnarsson. Hógværð, hófsemi, alúð og umhyggja. Þessi orð eru þau fyrstu sem koma upp í hugann þegar mér verður hugsað til Þórhildar Vilborgar Skúladótt- ur, eða Hullu eins og hún var jafnan kölluð af ættingjum og vinum. Þessi fjögur orð lýsa henni vel að mínu mati og ég er ekki viss um að þurfi mikið fleiri. Hulla fæddist á Litla-Bakka í Hróarstungu á Héraði. Hún hlaut þar hefðbundið uppeldi í íslenskri sveit, menntun hennar varð ekki löng á nútímamæli- kvarða, en Hulla nýtti aftur á móti brjóstvitið á sinn skynsam- lega hátt og naut þannig far- sældar í einkalífinu. Það voru áðurnefndir eðliskostir Hullu sem fleyttu henni áfram. Engu skipti hvort verið var að flaka fisk eða hlúa að blómum. Sama natni og alúð var viðhöfð, hver sem iðjan var. Hulla naut þeirrar miklu gæfu snemma í sínu lífi að hitta lífsförunaut sinn, Jón Magnús- son, og bindast honum tryggða- böndum. Saman byggðu þau sér hlý- legt og gott heimili við Miðtún á Seyðisfirði. Þar komu þau upp börnum sem öll eru mannkosta- fólk og bera ást og umhyggju Hullu og Jóns gott vitni. Samheldni er það orð sem lýsir sambandi þeirra Hullu og Jóns best. Það fann hver maður er kom á heimili þeirra að þau hjón voru einstaklega samhent og varla var nafn annars nefnt nema nefna hitt líka. Það stafaði hlýju frá heimilinu og alúð var lögð við að hafa snyrtilegt bæði inni sem úti. Hulla hafði yndi af garðrækt hvers konar og ber garðurinn að Miðtúni hennar starfi fagurt vitni. Hann var ræktaður af stakri natni og umhyggju fyrir öllum lifandi. Hulla hafði yndi af að fylgjast með barnabörnum sínum og barnabarnabörnum. Hringdi hún jafnan ef fréttist af lasleika á meðal þeirra, þó að oftast væri hann léttvægur. En langamman Hulla vildi vita af sínum börnum hraustum og spurði þá að sjálfsögðu helstu frétta í leiðinni. Hulla veiktist af MND-sjúk- dómnum fyrir um tveimur ár- um. Mjög hafði dregið af henni síðustu vikur. Hún gat ekki sinnt garðinum sínum í veður- blíðunni síðasta sumarið en naut þess þó að geta verið úti á sól- pallinum í Miðtúni og að fara í göngutúra með fjölskyldu sinni. Sá sem för okkar ræður hér í heimi gaf Hullu einstakt blíð- viðri síðasta sumarið hennar. Síðan tók hann Hullu okkar til sín og gaf henni hvíldina. Þórður Mar Þorsteinsson. Með þessum orðum langar okkur að kveðja og þakka ára- löng kynni. Þegar ég hugsa til baka þá á ég svo margar minningar um Þórhildi Skúladóttur, eða Hullu eins og hún var kölluð. Þegar ég var lítill strákur var ég í Mið- túninu hjá henni og Jónsa í nokkur skipti í pössun og naut þar mikillar gestrisni og um- hyggju. Til dæmis þegar ég kom heim úr skólanum var hún búin að smyrja brauð og setja kakó í bolla, þannig var það allt- af. Gaf hún sér alltaf tíma til að setjast niður og ræða málin, þó hún hefði unnið fulla vinnu og hugsað um heimilið. Málin voru rædd ofan í kjölinn og engum hallmælt, þannig var Hulla. Eft- ir að ég flutti frá Seyðisfirði um tvítugt hef ég komið allmargar ferðir austur og notið yndis- legra samverustunda með þeim hjónum. Fjölskylda mín naut góðs af gestrisni hennar, þar var alltaf heimagert brauð á borðum og voru bollurnar hennar í sér- stöku uppáhaldi. Dóttir okkar kom að umönnun Hullu síðustu mánuði af ást og kærleik, hafi hún þökk fyrir það. Elsku Hulla, hvíldu í friði, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Vignir, Aldís, Guðmundur Ragnar, Valdís og Hafþór Már. Þórhildur Vilborg Skúladóttir Axel Pálmason er látinn. Ég minnist hans sem nemanda er ég var kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, veturinn 1980-1981. Hann var skeleggur skapmaður og glað- beittur, og kappsamur við að hafa orð á því sem betur mætti fara. Virtist manni að ef sá mað- ur legði einhver hagnýt fræði fyrir sig myndi hann taka þau mjög alvarlega. Hann hafði viðurnefnið Saxi á heimavistinni. Var það hann sem samdi og söng lag við kvæði Matthíasar Jochumssonar um Eggert Ólafs- son? Allavega man ég eftir um- mælum hans um einhverja skussa er höfðu gengið illa um framköllunarherbergi ljós- myndaklúbbsins þar! Einnig mun hann hafa verið í forystu gleðskaparins er útskriftarhóp- urinn fór í utanlandsferð. Ég hitti hann síðast í Reykja- vík 17. júní 1991. Þóttu mér þá mikil tíðindi að heyra hve hann hafði haslað sér völl í henni Am- eríku! Spurði hann mig þá hvað ég segði í fréttum; en ég sagði það helst, að ég hefði hrokkið illa við nýlega, er ég hefði orðið fertugur. Hitti ég þar þá einnig konu hans frá Bandaríkjunum; og Axel Pálmason ✝ Axel Pálmasonfæddist 28. september 1961. Hann lést 10. júlí 2014. Útför Axels var gerð 24. júlí 2014. benti henni á að mamma mín sáluga, sem einnig hafði verið frá Bandaríkj- unum; hefði skrifað hina sígildu bók um Ísland á ensku, sem höfðaði sérstaklega til nýbúakvenna hingað frá Banda- ríkjunum (Ripples from Iceland, eftir Amalíu Líndal, 1962 og 1988). Lofaði hún mér þá að lesa hana. Leyfi ég mér því sérstaklega núna að senda hluttekningarkveðju mína til hennar. Einnig vil ég biðja að heilsa öllum nemendum, kennurum og starfsliði skólans sem þekktu til mín þá! Ég vil grípa tækifærið og láta hér fylgja með efni úr fimm- tándu ljóðabók minni, Væringja- ljóðum (2014), en þar segir á einum stað í löngu ljóði sem heitir Lífið sjálft: Lífið er svo hversdagslegt og napurt hvort sem það var bernska mömmu í Amríku eða sveitaæska pabba fyrir norðan; ellegar þá húsþræls Ingólfs fyrir löngu; hvað þá skylmingaþrælsins glataða í Rómaveldi! Við horfum til framtíðar; en framtíðin er eins og keila sem endar í þröngum oddi; svo beittum, að andi okkar fær ei numið nema með líkingum útfrá því sem kunnuglegra er. Tryggvi V. Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.