Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 23. ágúst kl. 10-22: Menningarnótt, ókeypis aðgangur og fjölbreytt dagskrá 14-16: Listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur 17: Boð, bönn og dátaböll - Fyrirlestur Ölmu Ómarsdóttur 18: Tónskrattanum skemmt með tvísöng 19: Tvíhöfði - nokkur atriði sýnd í fyrirlestrarsal 20: Gamla(berháttaða) bændasamfélagið-Fyrirlestur Eiríks Valdimarssonar 20.30: Á huggulegum nótum með Heimilistónum Selfieratleikur og ratleikur bannaður innan 18 ára Safnbúð og kaffihús Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ummerki sköpunar Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar Síðasta sýningarhelgi Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. MENNINGARNÓTT Í REYKJAVÍK 23. ágúst Fjölbreytt dagskrá í öllum söfnunum Sjá: listasafn.is SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 LEIÐSÖGN Á ENSKU fimmtudaga kl. 12-12:40 >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins HÁDEGISTÓNLEIKAR - föstudaginn 29. ágúst kl. 12:10-12:40 - Íslenski flautukórinn SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2014 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Jakob Frímann, framkvæmda- stjóri Miðborg- arinnar okkar, opnar formlega menningarmiðju Menningarnætur á Hverfisgötu í dag kl. 14. Alls verður boðið upp á um 50 viðburði við götuna í dag. Má þar nefna að Söngfjelagið Góðir grannar syngur íslensk og erlend lög í Bíó Paradís kl. 15, Kristján Jó- hannsson óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Þóris í versl- uninni Sjáðu kl. 17, spunasýningin Haraldurinn verður sýnd í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu kl. 18, en þar er spunnið út frá orðum áhorfenda. Álfrún Örnólfsdóttir býður upp á fjölskyldujóga á Dansverkstæðinu kl. 11 og Birna Þórðardóttir og Jón Proppé leiða gesti niður Hverf- isgötuna kl. 13. Hverfisgata iðar af lífi Kristján Jóhannsson Kvartett söngkonunnar Andreu Gylfadóttur kemur fram á tónleikum á Jómfrúartorginu í dag kl. 15, en tónleikarnir eru hluti af sumardjasstón- leikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Kvartettinn skipa auk Andreu þeir Eðvarð Lárusson á gítar, Pétur Sigurðsson á kontra- bassa og Birgir Baldursson á trommur. Þau munu flytja sígræn lög úr söngbók djassins. Tón- leikarnir, sem fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu, hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Andrea Gylfadóttir syngur á Jómfrúnni Andrea Gylfadóttir Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta hefur alltaf verið draumur, elektróníkin hefur alltaf blundað í mér. Ég hef samt aldrei þorað að leggja í hana. Ég hef aldrei haft tök á því, hef ekki átt hljóðkort eða tölvu og þar fram eftir götunum en nú á ég til að mynda hljóðkort í fyrsta skiptið á ævi minni,“ segir tónlistar- maðurinn Logi Höskuldsson, betur þekktur sem Loji, en hann fór ný- lega af stað með elektróverkefnið Wesen og hyggst gefa út plötu með haustinu. Indírokkið hefur ætíð ver- ið í forgrunni hjá kappanum, meðal annars undir formerkjum sveitar- innar Sudden Weather Change, en hann segir stefnurnar tvær gjarnan eiga leið saman. „Verður maður ekki indíplebbi allt sitt líf? Fólk á eflaust eftir að túlka þetta sem eitthvert indídót þó svo að mér finnist ég vera að gera eitthvað rosaleg elektró akkúrat núna. Þetta helst oft í hendur,“ segir hann. Hoppað í djúpu laugina Hin nýtilkomna sveit kom fram á Innipúkanum fyrir skemmstu og var Loji ánægður með framgöngu mála. „Tónleikarnir gengu bara vonum framar. Ég var mjög skeptískur fyr- ir kvöldið þar sem ég var að demba mér ofan í dýpstu laug sem ég hef í farið. Ég kom frá útlöndum viku fyrir tónleikana og leiddi saman þrjár manneskjur sem höfðu aldrei hist áður, Júlíu Hermannsdóttur úr Oyama, Grím Örn Grímsson og Grétari Gunnarsson,“ segir hann. Fjórmenningarnir náðu vel saman að hans sögn en um var að ræða blöndu af lifandi hljóðfæraleik og tölvutónlist. „Mig langar ekki að vera með allt á tölvunni. Mér finnst heillandi að blanda hljóðfæraleik við tölvu- tónlistina. Ég reyni að gera sem minnst af því að ýta bara á „play“ á iTunes og þykjast síðan spila. Ég gerði það í einu laginu á umræddum tónleikum, það var eins og að vera hálfnakinn að standa svona aðgerðarlaus á sviðinu,“ segir Loji kíminn. Berskjaldaður með tölvuna „Ég er að byrja mjög seint í þessu tölvufikti. Ég vildi að ég hefði byrjað að pæla í þessu um leið og ég byrjaði að dútla á gítar. Þá kynni ég eflaust meira. Ég held að ég fari miklu lengri leiðir að öllum þessum tölvu- pælingum, það eru örugglega til auðveldari leiðir að flestu því sem ég er að gera,“ segir hann og nefnir í sömu andrá að hinn bandaríski Fly- ing Lotus sé meðal áhrifavalda. Loji hefur fengið talsverða hjálp frá vin- um og vandamönnum við útsetningu og gerð laganna, en Gunnar Örn Tynes úr múm er meðal þeirra sem aðstoðuðu hann við verkefnið. „Þetta er bara að klárast, lögin eru komin en það þarf bara að blanda þetta. Ég vinn svolítið grunn- inn í lögunum og svo kemur Júlía inn með athugasemdir. Verkefnið byrj- aði eiginlega þannig að næsta plata Sudden Weather Change átti að verða hreinræktuð poppplata. En svo hætti Sudden og þá sat ég bara uppi með fullt af skissum fyrir næstu plötu. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við það og missti svolítið áhugann á tónsmíðum í einhvern tíma. Áhuginn var þó fljótur að kvikna aftur og ég spurði Júlíu hvort hún væri til í að gera eitthvað með mér og sýndi henni drögin að lög- unum. Gítarinn var minn þæginda- rammi. Það var alltaf auðvelt, maður ýtti bara á einhvern pedala og eitt- hvað gerðist. Mér leið alltaf rosalega vel með það. Það er því eiginlega ekkert þægilegra að hafa tölvuna, maður er ennþá berskjaldaðari. Ég er rosalega vanmáttugur með hana. Ég þurfti að hringja í fullt af vinum til að spyrja út í það hvernig ætti að setja rafmagnstrommusett inn í ein- hver kerfi og fleira í þeim dúr. Það var oft á tíðum hlegið að mér,“ segir Loji en hann kveður þó gerð plöt- unnar á lokastigi. Tónleikar í dag Næstu tónleikar sveitarinnar verða einmitt í dag, en Wesen kemur fram á listaviðburðinum Mucho Grandi ásamt fjölda annarra tón- og myndlistarmanna. „Tónleikarnir verða upp í æfinga- húsnæði hjá okkur á Granda, Járn- braut. Við bjóðum alltaf fólki að koma þangað á Menningarnótt í opið hús og einhverja gleði,“ segir hann. Skipun hljómsveitarinnar á þó eftir að breytast með tíð og tíma, en Jón Þorsteinsson á meðal annars eftir að bætast í hópinn. „Grétar býr í Danmörku og Jón Þorsteinsson kemur inn í þetta. Hann er bara búinn að vera erlendis en kemur aftur heim innan tíðar. Hann mun þá munda bassann þrátt fyrir að hann sé vanari á gítar. Mér skilst að hann sé drulluþéttur á bassann. Annars er þetta ekki full- mótað band og það verður bara að koma svolítið í ljós hvernig þetta endar allt saman. Við reynum bara að spila sem mest og sjá hvernig þetta fer,“ segir Loji bjartsýnn að lokum. Indíplebbi með elektróblæti Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómleikar Loji kemur fram ásamt sveitinni Wesen á viðburðinum Mucho Grandi á Granda í dag. Þar verður elektrói gert hátt undir höfði.  Loji leggur í elektróið  Sveit- in Wesen stofnuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.