Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Fram kemur í að borgarstjórn Rotherham hafi margsinnis verið reynt að koma í veg fyr- ir að upplýsingar um kynferð- islegt ofbeldi yrðu birtar. Eft- irlit með meðferð gagna var hert til að skrúfa fyrir leka. Aðeins örfáir embættis- menn hafa sagt af sér vegna málsins. Mesta athygli hefur vakið að yfirmaður lög- reglurannsókna á svæðinu, Shaun Wright, hefur látið nægja að segja sig úr Verka- mannaflokknum sem stýrir Rotherham. Wright hefur hafnað ósk ráðamanna flokksins og innanríkis- ráðherrans um að víkja úr emb- ætti. Lýsingarnar eru svo hroðalegarað þær minna helst á atburðií stríðshrjáðum löndum þriðja heimsins. Ungar stúlkur, al- veg niður í 11 ára aldur, voru á 16 ára tímabili sem rannsakað var, notaðar kynferðislega af um 50 manna hópi. Þeim var nauðgað af fjölda manna, rænt, þær seldar mansali til annarra hluta landsins. Og að sjálfsögðu voru þær líka barðar og sættu hótunum. Dæmi voru um að „hellt væri bensíni yfir börn og hótað að kveikja í þeim, þeim hótað með byssum, þau þvinguð til að verða vitni að mjög grófum og ofbeldis- fullum nauðgunum og sagt að þau yrðu næst ef þau segðu einhverjum frá þessu,“ segir í nýrri skýrslu um málið. En staðurinn var Rotherham, lítil og friðsæl borg í norðanverðu Eng- landi. Málið skekur nú Bretland, að nokkru leyti vegna þess að það kemur í kjölfar dæmalaust ógeð- felldra mála sem ljóstrað var upp eftir andlát sjónvarpsstjörnunnar Jimmy Savile. Þjóðin var varla búin að jafna sig á þeim ósköpum. Og aftur er það þöggunin sem veldur reiði og sorg, þöggun í gegnum mörg ár af hálfu ábyrgra aðila sem annaðhvort vissu betur eða höfðu a.m.k. kosti grun. Áður höfðu þrisvar verið gerðar skýrslur þar sem bent var á að pottur væri brotinn í barnavernd í Rotherham. En lögreglumenn og liðsmenn CSC, barnaverndareftirlits Rotherham, töldu að um ýkjur væri að ræða í þeirri fyrstu, ekkert að marka tölurnar. Hinar tvær voru einfaldlega hundsaðar. Virtur pró- fessor úr röðum kvenna, Alexis Jay, fór fyrir nefnd sem skilaði fyrir skömmu nýrri skýrslu um málið að beiðni borgarstjórnar. Jay segir að það sé varfærnislegt mat að fórn- arlömbin á tímabilinu 1997-2013 séu um 1.400, þau gætu verið mun fleiri. Í skýrslu Jay er hörð gagnrýni á stjórnkerfi Rotherham. Lögreglan og ráðamenn barnaverndarmála hafi lagt ofuráherslu á að afsanna fullyrðingar þeirra sem kærðu brotamennina en ekki skráð málin einfaldlega sem hugsanleg brot er þyrfti að rannsaka. Nær allir glæpamennirnir eru af pakistönskum uppruna eða rekja ættir sínar til Kasmír. Vakið hefur athygli að sumir starfsmenn fé- lagsþjónustu segjast hafa hikað við að taka á málinu vegna þess að um var að ræða þjóðarbrot og þar að auki múslíma. Þeir hafi óttast að fá á sig rasistastimpil. Skilaboðin frá æðstu yfirmönn- um hafi ekki alltaf verið skýr í þessum efnum. Margir því valið þá leið að gera sem minnst til að verja börnin, láta lítið fyrir sér fara. Pólitísk rétthugsun og „tillits- semi“ við minnihlutahóp, múslíma frá Pakistan, virðist hafa átt þátt í að mannréttindi fjölda barna voru fótum troðin. Þess má geta að víða í umfjöllun yfirvalda og sumra fjöl- miðla er enn sagt að um sé að ræða fólk af „asískum“ uppruna. Notað er óljóst veigrunarorð sem getur auðvitað þýtt fólk frá Kína, Filipps- eyjum eða Víetnam engu síður en Pakistan, Indlandi eða Bangladess. Sátu fyrir stúlkunum við skólana Vitað er að stundum sátu ungu mennirnir fyrir stúlkum fyrir utan skóla og lokkuðu þær upp í bíl, þannig tókst þeim að ná tangarhaldi á þeim. En í skýrslu Jay kemur einnig fram að lögreglan hafi sýnt ungum, viðkvæmum konum „fyr- irlitningu“ og jafnvel sakað þær um afbrot en látið ofsækjendur þeirra afskiptalausa. Vísbendingar eru um að lögreglumenn hafi stundum talið að um eðlilega hegðun væri að ræða hjá fólki af pakistönskum uppruna. Dæmi er um að lögreglan hafi lýst nauðgun 11 ára barns sem kynmök- um „með samþykki beggja“. Nauðg- ararnir fengu í mesta lagi viðvörun. Um 3% íbúa Rotherham rekja ættir sínar til Pakistan eða Kasmír. Sumir heimildarmenn úr röðum þeirra segja að frammámenn í sam- félagi þeirra, klerkar og aðrir, hafi árum saman vitað um ofbeldið en ekki kært það til lögreglu. Þing- maðurinn Ahmed lávarður er frá borginni og hann segir að klerk- arnir og leiðtogar samfélags músl- íma verði að gera það sem þeir hafi gert í moskunum þegar hann var ungur: kenna ungu fólki góða siði og virðingu fyrir öðru fólki. Þá hafi fólk skammast sín ef lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af einhverjum úr þeirra röðum. „Meirihluti breskra Pakistana er milli tveggja elda, annars vegar glæpamanna sem valda þessum vandamálum og hins vegar nokk- urra hundraða manna sem tengjast hryðjuverkum og annarri glæpa- starfsemi,“ segir Ahmed lávarður. Nauðgarar fengu bara viðvörun YFIRVÖLD Í ROTHERHAM HAFA BRUGÐIST, HUNDSAÐ SKÝRSLUR UM GRIMMDARVERK GEGN UNGUM STÚLKUM AF HÁLFU UNGRA INNFLYTJENDA EÐA AFKOMENDA ÞEIRRA. HRÆÐSLA VIÐ Á FÁ Á SIG RASISTASTIMPIL VIRÐIST HAFA VERIÐ HEMILL Á VINNU SUMRA EMBÆTTISMANNA. Fórnarlömb nauðgaranna í Rotherham voru flest kornungar stúlkur og börn niður í ellefu ára úr röðum inn- flytjenda og afkomenda þeirra. Glæpamennirnir eiga nær allir rætur að rekja til Pakistans eða Kasmír. Shaun Wright SITJA SEM FASTAST * Ábyrgð allra er í reynd ábyrgð einskis manns og hvaðsnertir kynferðisbrotin … var ábyrgðin lykilatriði.Úr skýrslu Alexis Jays.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN RLANSÝ ADA mSa gja fir þr enSýr flótta kjumí öðrum rí úiá tandið fa rnær helmingur kiðhemanna, þurft að fl rnörmagna þegar þ mLísín í flóttamanna flóttaa vem eft llahaf . ÚKRAÍNA KÆNUGARÐI d vegna afskipta þeirrt á rússn gað senda bæði vopn oausturhluta Úkraí hermen l að b yna því að rússneskirbloggarar segja að reynt sé að leeskirmeð aðskilnaðar enjúk, sagðist í gær ætla aðsráðherra Úkraínu, Arsení JatsForfalliðermenn hafi sæti tshafsbandalaginu, NATO.g að umsókn um aðild að Atlanndirja þin búnin E lö mVes h veriðAfríku h ótta við ú he mstofnunin, antorveldi flu tba úrhafa orði BANDARÍKIN WHITE HILLS Embættismenn í Arizona segja að ekki verði neinn sóttur til saka vegna banaslys nýlega á skotæfingasvæ Hills í Moh ára stúlka þjálfara sin Foreldrar h d atburðinum skotinu hef þjálfaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.