Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 28
Matur og drykkir *Grænkál komst í tísku fyrir nokkrum miss-erum og hafa vinsældir þess aldrei veriðmeiri. Það er notað í súpur, salöt, snakk ogýmsar útgáfur af grænum drykkjum. Núnalætur fólk sér ekki lengur nægja að borðaþað heldur er komið á markað naglalakk bú-ið til úr grænkáli. Fyrirtækið NailKale frá London framleiðir þessi naglalökk og eiga þau að vera sérstaklega góð fyrir neglurnar. Borðað og lakkað á neglur Á sgeir Már Björnsson er búinn að vera á Slippbarnum frá því skömmu eftir opnun. „Sem yfirbarþjónn ber ég ábyrgð á þessu kokkteilstússi og er listrænn stjórnandi og viðburðastjóri samkvæmt ráðningar- samningi,“ segir hann í léttum dúr aðspurður hvernig eigi að titla hann. Slippbarinn hefur vakið athygli fyrir markvissa kokkteilseðla. Á hamingjustund er ávallt eitthvert þema en núna eru viskí- kokkteilarnir allsráðandi. En hvernig kom hugmyndin að því að bjóða upp á úrval viskíkokkteila? „Í rauninni var kokkteilsenan ekki í gangi þegar við byrj- uðum hérna. Menn voru hræddir við vissar tegundir af áfengi. Á „happy hour“ reyndum við að hafa þetta sem einfaldast. Við byrjuðum á vodka, fórum svo út í gin og svo var bara kominn tími á næsta skref,“ segir hann en það var viskíið. „Við fylgjum gestunum okkar,“ útskýrir hann og bætir við að kokkteilmenn- ingin hafi eflst mjög á þessum tíma. Hann segir stefnuna hjá sér að bjóða upp á „meiri gæði og leita uppi nýjungar“ og að yfirleitt sé unnið út frá þema. Áherslan er ennfremur á gott hráefni. Ásgeir var yfirþjónn á Hótel Búðum og heillaðist af sterkari vínum. Hann byggði upp öflugan bar á Búðum árið 2007 en þá var kokkteilmenningin varla til. „Fólk var bara í léttvíni og svo kaffi og koníaki eftir matinn.“ Vinnubrögðin í Kaupmannhöfn Ásgeir segist hafa verið búinn að læra bakvinnuna en hafi ekki verið kominn með vinnubrögðin og flutti til Kaupmannahafnar þar sem hann sá um daglegan rekstur á tveimur börum. „Þar er kokkteilsenan komin miklu lengra á veg og ég lærði allt sem ég veit um framkvæmdina. Þar kynntist ég fólki sem var að vinna að þessu sama markmiði, að lyfta upp þjónustustig- inu og fara að gera þetta fyrir framan gestina. Það að vera með örugg vinnubrögð og þjálfaðar hreyfingar er sýning í sjálfu sér.“ Hann segist ekki hafa haft trú á því í fyrstu að það væri hægt að koma upp sambærilegri kokkteilmenningu hér á landi. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólk tekur þessu vel. Þetta var ekki auðvelt til að byrja með því við vorum að þjálfa óvant starfsfólk á sama tíma og það var brjálað að gera. Núna náum við að gera þetta virkilega vel.“ Hann segir mikla vinnu fara í undirbúning fyrir helgarnar. „Bakvinnan er 80% af þessu. Fyrir helgi erum við byrjuð klukkan tólf að búa til safa, við þurfum líka að gera átta til tíu síróp frá grunni. Við gerum allt frá grunni og því má eiginlega líkja þessu við kalt eldhús.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári FRÍSKANDI VISKÍKOKKTEILAR FALLA VEL Í KRAMIÐ Eins og kalt eldhús KOKKTEILMENNINGIN HEFUR EFLST MJÖG HÉRLENDIS Á SÍÐUSTU ÁRUM AÐ SÖGN ÁSGEIRS MÁS BJÖRNSSONAR YFIRBARÞJÓNS Á SLIPPBARNUM, SEM LEGGUR ÁHERSLU Á ÚRVALSHRÁEFNI OG ÖRUGG VINNUBRÖGÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is NEW YORK SOUR 45 ml bourbon 15 ml hunangssíróp (80% hunang og 20% soðið vatn) 30 ml ferskur sítrónusafi eggjahvíta Allt er sett í hristara og hrist fyrst saman án klaka til að brjóta eggjahvítuna í sundur. Síðan hrist með klaka og sí- að í kokkteilglas. Ásgeir síar í gegnum tvö sigti. Loks er rauðvíni hellt yfir (10-15 ml), gott að hafa tannínríkt vín, en víninu er hellt yfir öfuga skeið til að hægja á rennslinu. FROZEN SOUR 45 ml bourbon 25 ml ferskur sítrónusafi 25 ml sykursíróp (hlutföllin eru 1½ sykur á móti 1 af vatni) barskeið (7 ml) Maraschino Angustura bitter Allt hráefnið er sett í blandara með klaka og blandað þar til drykkurinn er þykkfljótandi. Hellt í glas og Angustura bitter fer á toppinn. Efst er síðan kirsuber sem mar- inerað hefur verið í lakkrís og sykri. Ásgeir Már sýnir fagmannlega takta við barinn. Rauðvíninu er hellt yfir öfuga skeið til að hægja á rennslinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.