Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 34
H vað er það sem heillar þig við tísku? Þegar maður hefur þekkt og unnið með mismunandi hönnuðum áttar maður sig fljótt á því hversu mikil vinna er á bak við eina fatalínu. Hugmyndavinnan og hönnunarferlið sjálft finnst mér mjög áhugavert. Ég elska líka þegar fólk er óhrætt við að vera öðruvísi, og sýnir einskonar uppreisn gegn einhverju „normi“ með stíl og hönnun sinni – það er heillandi. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég mátaði Chanel-jakkapels þegar ég bjó í París sem ég hef aldrei alveg hætt að hugsa um. Ætli ég myndi ekki byrja á honum og Alexander Wang-leðurtösku. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Alexander McQueen, hann var algjör braut- ryðjandi. Ætlar þú að fá þér eitthvað sérstakt fyrir veturinn? Ég er búin að hafa auga á mohair-peysunum frá Won Hundred og Kyrju lengi, og ætla fá mér þær. Svo verð ég líka að fjárfesta í nýjum leður ökklastígvélunum frá ann- aðhvort Won Hundred eða Vagabond. Þau eru svo þægileg, búin að ganga endalaust í gömlu reimuðu Vagabond-stígvélum mínum. En ég á það til að ganga skó alveg niður ef ég er sátt með þá. Hvað er þín uppáhalds tískustefna þennan veturinn? Ég fylgi voðalega lítið stefnum. Ég klæðist því sem mér finnst flott og klæðir mig í leiðinni – þá líður mér best. En ég hlakka alltaf til að taka fram síðu kápurnar, leð- urjakkana og pelsana mína þegar fer að kólna. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Ég er orðin pínu sérfræðingur á flóamörkuðunum hérna í Köben. Hef gert mjög góð kaup á flottum og vönduðum fylgihlutum og flíkum. En flest mín uppáhaldsföt og fylgihlutir í dag koma frá mörkuðum hér og þar. Mér finnst því gott mottó vera að: endurvinna hlutina (með því t.d. að selja og kaupa notað), kynna sér hvaðan varan kemur, kaupa frekar vandaðari flíkur heldur en eitthvert fjöldaframleitt drasl og styðja við bakið á upprennandi hönnuðum. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Pönk, rokk og hippatíminn, þá fékk tískan einskonar rödd og hélst fastar í hendur við tónlistina og pólitíkina. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann hefur eiginlega alltaf verið frekar dimmur og rokkaður og er ég því langmest í svörtu, kóngabláu eða hvítu. Mér hefur nefnilega alltaf fundist rauða hárið mitt virka eins og einskonar plássfrekur „fylgihlutur“ í sjálfu sér, og vil því aldrei hafa of mikið af litum í gangi. Ég er samt alveg óhrædd við að prófa nýja hluti og blanda oft allskonar stílum saman. Einnig elska ég að ganga í kvenlegum sniðum, síðum kjólum, gulllituðu og láta falleg munstur njóta sín. Þó að ég gangi oft í leðurjökkum og hljómsveitabolum er ég samt mikil „stelpu-stelpa“ og er eiginlega alltaf í upphækkuðum stígvélum og brýt upp dökka stílinn með kvenlegum sniðum, einhverju töff skarti, varalit, eyeliner eða öðr- um snúningi. Kannski er hægt að kalla stílinn fágaðan hippa/goth. Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg af því? Ég á mjög mikið af allskonar yfirhöfnum og mér finnst ég alltaf geta bætt fleirum í safnið, svo kaupi ég líka alltaf mikið svart þó að ég eigi nóg af því. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mjög mikið af tónlistarmönnum sem ég hlusta á finnst mér hafa flottan stíl, eins og Marilyn Manson, Patti Smith, Jimmy Hendrix og Robert Plant. Shirley Manson var líka algjör tískufyrirmynd hjá mér þegar ég var 13 ára. Meðal fyrirsætna finnst mér Abbey Lee Kershaw hafa skarað fram úr í að vera öðruvísi og smekkleg á sama tíma. RAUÐA HÁRIÐ PLÁSSFREKUR FYLGIHLUTUR Kristín er óhrædd við að blanda allskonar stílum saman. Leðurjakkann keypti hún af mótor- hjólagæja á Vesterbro. Ljósmynd/Helgi Ómars Óhrædd við að prófa nýja hluti KRISTÍN LARSDÓTTIR DAHL NEMUR KVIKMYNDA- OG FJÖLMIÐLAFRÆÐI Í KAUPMANNAHAFNARHÁSKÓLANUM. KRISTÍN, SEM BÝR Í KAUPMANNAHÖFN, STARFAR SAM- HLIÐA NÁMI SEM TÓNLISTARSTJÓRI BAST MAGAZINE OG FYRIRSÆTA. KRISTÍN HEFUR FREKAR DIMMAN STÍL OG KLÆÐIST OFTAST SVÖRTU, KÓNGABLÁU EÐA HVÍTU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Alexander McQueen heitinn var hæfileikaríkur hönnuður. Kristín heldur upp á tónlistar- manninn Marilyn Manson. Fyrirsætan Abbey Lee Kershaw er með flottan stíl. Flott ökklastígvél frá Vaga- bond eða Won Hundred eru á óskalistanum. Notaleg mohair- peysa frá Won Hundred. Tíska Hannaðu draumaskóinn *Adidas hefur þróað nýtt og spennandi smá-forrit sem gerir fólki kleift að hanna sína eiginstrigaskó. Smáforritið virkar þannig að fólk velur myndir úr snjallsíma eða lófatölvu og setur yfir á Adidas-skósnið og hannarþannig sína eigin strigaskó. Appið,sem kallast MiZxFlux, hefur því fært strigaskó-æðið á næsta stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.