Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 33
Philips-heyrnartól
SHP1900
Þægileg heyrnartól frá
Philips með tveggja
metra langri snúru og
mjúkum eyrnapúðum.
2.995 kr.
Beats Solo
HD-heyrnartól
Beats Solo HD eru flott og
vönduð heyrnartól og aðeins
160 g á þyngd. Hljóðgæðin
eru mikil og útlitið svalt. Í
snúrunni er innbyggður
hljóðnemi fyrir símtöl.
39.995 kr.
ÓDÝRT MIÐLUNGS DÝRT
Fyrir tónlistarunnendur
Goji Tinchy Stryder-
heyrnartól
Töff heyrnartól frá Goji sem
hægt er að leggja saman.
Heyrnartólin eru 230 g að
þyngd og hafa 1,2 metra
langa snúru.
12.995 kr.
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
* Vertu minna forvitinn umfólk og meira forvit-
inn um hugmyndir.
Marie Curie
Flestir ferðalangar kannast við það að vera vinsamleg-
ast beðnir að slökkva á farsímum við flugtak þar sem
þeir gætu haft truflandi áhrif á næm stýri- og sam-
skiptatæki flugvéla.
Það eru eflaust margir sem freistast til að hunsa
þessa beiðni þar sem það fylgja því ákveðin óþægindi
að vera síma- og tölvulaus í margar klukkustundir.
Nýleg könnun á vegum Airline Passenger Experi-
ence Association leiddi í ljós að fjórir af hverjum tíu
Bandaríkjamönnum sem ferðast með flugvél viður-
kenna að þeir slökkvi ekki alltaf á farsímanum áður
en flugvélin tekur á loft þrátt fyrir að vera beðnir um
það.
Reglur um farsímanotkun um borð í flugvélum eru
nokkuð samræmdar á milli landa. Í reglum flestra
flugfélaga er talað um að farsíma ætti ekki að nota
undir 10 þúsund feta hæð, jafnvel þótt síminn sé
stilltur á svokallað flight mode.
Þessar reglur eiga ekki bara við um farsíma heldur
einnig aðrar græjur, svo sem Kindle-spjaldtölvur,
iPod-spilara og fartölvur þar sem þessi tól eru sögð
geta truflað viðkvæm rafræn stjórn- og samskiptatæki
flugvéla.
Þegar vélin er komin upp fyrir þessa tilteknu hæð
er oft leyfilegt að nota fartölvur og mp3-spilara en á
símum ætti áfram að vera slökkt. Farþegum er sagt
að þessar reglur séu mikilvægar til að koma í veg fyrir
truflun á viðkvæmum rafrænum kerfum um borð í
vélinni en ástæðurnar eru sjaldan útskýrðar.
Petre Ladkin, prófessor við Bielefeld-háskólann í
Þýskalandi, gerði tilraun til að lýsa þeim áhrifum sem
tæki á borð við farsíma geta haft á stjórntæki flug-
vélar. Hann líkti samskipta- og stjórntækjum flugvélar
við hitalagnir húss sem laga sig að hitastigi umhverf-
isins. Þá sagði hann að farsímar og aðrar græjur gætu
haft ruglandi áhrif á stjórntæki flugvélar sem læsu um-
hverfi hennar.
En eru til einhver dæmi sem sanna þessa kenningu?
Það eru ekki til nein marktæk dæmi um að truflun frá
farsíma eða annarri græju hafi valdið flugslysi en flug-
öryggisstofnun Bandaríkjanna gaf þó nýverið út
skýrslu yfir um 50 atvik þar sem rafræn tæki farþega
ollu truflunum í stjórn- og samskiptatækjum flugvéla.
Því ættu farþegar flugvéla möglunarlaust að hlýða til-
mælum flugfélaga um að slökkva á farsímum og öðr-
um tækjum meðan á flugi stendur. gudnyhronn@mbl.is
NOTKUN RAFTÆKJA Í HÁLOFTUNUM
Farsímar eru sagðir geta haft truflandi
áhrif á stjórntæki flugvéla en ótal
farþegar hunsa þessar upplýsingar.
AFP
Vinsamlegast slökkvið
á farsímum
Árið 2012 urðu snjallsímanotendur einn
milljarður og talið er að þeir muni ná 1,75
milljörðum fyrir lok ársins 2014. Ódýrir
snjallsímar á markaði eru taldir ástæðan
fyrir mikilli fjölgun snjallsímanotenda.
Snjallsímar eru
að lækka í verði.
Snjallsímanot-
endum fjölgar
Sequel hliðartöskur 13-15”
Fartölvutöskur sem passa vel
fyrir fartölvuna, spjaldtölvuna
og aukahluti.
Verð13.990.-
Office skólaútgáfa
Inniheldur eitt leyfi fyrir
Word, Excel og PowerPoint.
Verð 24.990.-
11" verð frá 159.990.-
13" verð frá 179.990.-