Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 49
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Síðasti dagur sýningar á mál-
verkum Rúnu K. Tetzschner
og þæfðum ullarverkum
Kömmu Níelsdóttur í
hlöðunni við Krók á Garðaholti, við
Garðakirkju í Garðabæ, er á morgun,
sunnudag. Opið er milli kl. 13 og 17.
2
Hljómsveitin Á móti sól
leikur á hinum árlega
kjötsúpudansleik í Hvoli á
Hvolsvelli í kvöld, laugar-
dagskvöldið 30. ágúst. Hljómsveitin
hefur leik á miðnætti, en húsið verð-
ur opnað kl. 23. Fyrr um kvöldið
stjórnar Magni Ásgeirsson, söngvari
sveitarinnar, vallarsöng við snarkandi
varðeld.
4
Skynjun nefnist sýning á verk-
um listakonunnar Ragnhild-
ar Stefánsdóttur sem opn-
uð verður í safnaðarheimili
Neskirkju á morgun, sunnudag. Sýn-
ingin samanstendur af þremur verk-
um listakonunnar.
5
Lokadagur alþjóðlegu leik-
listarhátíðarinnar Lókal er í
dag, laugardag. Í kvöld kl. 19
er í Tjarnarbíói hægt að sjá
sýninguna Petru sem Pétur Ár-
mannsson samdi til minningar um
langömmu sína, Petru Sveinsdóttur
sem flestir þekktu sem Steina-Petru
enda var hún öflugur steinasafnari
meðan hún lifði.
3
Reykjavík Dance Festival
stendur sem hæst um helgina.
Í dag, laugardag, er hægt að sjá
Wilhelm Scream í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu kl. 17 og í kvöld kl.
21.30 verður sýningin Reið frumsýnd
í Borgarleikhúsinu.
MÆLT MEÐ
1
Yfirleitt nenni ég ekki að gera neitt í til-efni dagsins, en svo fékk ég þá hug-mynd að gaman væri að halda tón-
leika,“ segir djasspíanistinn Agnar Már
Magnússon, sem heldur einleikstónleika í
Hannesarholti í dag, laugardag, kl. 16. Agn-
ar Már segist lengi hafa langað að halda tón-
leika í Hannesarholti.
Aðspurður segist Agnar Már ekki ætlast
til þess að allir vinir og vandamenn hans
mæti á tónleikana, sem eru öllum opnir því
hann ætlar að bjóða þeim til samsætis ann-
ars staðar að tónleikum loknum. „Það er
auðvitað vandmeðfarið að halda tónleika á
þessum tiltekna degi, því mann langar auð-
vitað að bjóða öllum sem er ekki hægt.“
Inntur eftir efnisskránni segist Agnar Már
munu leika eigin verk í bland við þekkta
djassstandarda sem og eigin spunaverk.
Ljóst er að af nógu er að taka því Agnar
Már hefur gefið út fjóra diska með eigin efni
frá árinu 2001. „Samkvæmt upplýsingum frá
STEF eru skráð á mig eitthvað í kringum
hundrað lög, þar af eru 24 verk af spuna-
diskinum Hyl sem ég gaf út fyrir tveimur
árum,“ segir Agnar Már og viðurkennir að
heildarfjöldinn hafi komið sér nokkuð á
óvart. Spurður hvort hann hyggist leika af-
mælissönginn á tónleikunum í tilefni dagsins
segir Agnar Már það aldrei að vita. „Þetta
er reyndar uppáhaldslag dóttur minnar sem
er þriggja ára þannig að ég spila það mjög
oft. Ég er búinn að búa til mína eigin útgáfu
af laginu,“ segir Agnar Már og útilokar ekki
að tónleikagestir fái að heyra hljómsetningu
hans. silja@mbl.is
EIGIN VERK Í BLAND VIÐ ÞEKKTA DJASSSTANDARDA SEM OG EIGIN SPUNAVERK
Tónleikar í tilefni dagsins
AGNAR MÁR MAGNÚSSON HELD-
UR EINLEIKSTÓNLEIKA Í HANN-
ESARHOLTI Í DAG, LAUGARDAG, Í
TILEFNI AF FERTUGSAFMÆLI SÍNU.
Agnar Már Magnússon spilar afmælislagið oft fyrir dóttur sína, enda er það uppáhaldslagið hennar.
Ljósmynd/Daníel Starrason
„Þó að við höfum klippt þetta niður í hæfilega tímalengd þá má ekkert vera að ritstýra þessu of mikið. Þetta eru tilraunir, stundum tókust þær ótrúlega
vel og stundum ekkert svo vel. Við ætlum ekkert að fegra þetta, þetta var ekki alltaf dans á rósum,“ segir Albert meðal annars um afsprengi Úslands.
Morgunblaðið/Þórður