Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2014 Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari flýgur á mánu- dag til Íran, þar sem hún verður meðal dómara í al- þjóðlegri höggmyndasamkeppni sem stendur nú yfir. Keppnin er liður í alþjóðlegu höggmyndamálþingi í Pa- dide, úthverfi annarrar stærstu borgar Íran, Mashhad. Í Padide á sér stað gríðarleg uppbygging þar sem mynd- list kemur mikið við sögu. „Þetta er mjög spennandi verkefni en umsjónarmaður þess, Behdad Lahooti, hafði samband við mig og bað mig að taka sæti í þriggja manna dómnefnd,“ segir Steinunn. 35 keppendur, þar af átta erlendir, hafa að undanförnu unnið að verkum í fullri stærð og verða úrslit kunngjörð um næstu helgi. Efnið er valfrjálst. Steinunn segir áhugavert að lokað land á borð við Íran sem sætir viðskiptaþvingunum sé að halda alþjóðlega keppni af þessu tagi en á móti kemur að margir íranskir myndlistarmenn hafi látið að sér kveða undanfarin ár. Nægir þar að nefna Shirin Neshat sem búsett er í New York en hún er þekktust fyrir myndbands- og ljós- myndaverk sín sem mörg hver eru af pólitískum toga. Einnig má geta þess að einn þriggja dómnefndarmanna er Hossein Valamanesh, þekktur íranskur listamaður sem búsettur er í Ástralíu. „Írönsk menning stendur á gömlum merg og það verð- ur mjög fróðlegt að koma þangað og kynna sér strauma og stefnur. Ég hlakka mikið til,“ segir Steinunn en fyrir liggur að hún fær að skoða ýmsa merka staði í fylgd leið- sögumanns, svo sem hina fornu borg Shiraz. „Ég er byrj- uð að æfa mig að bera slæðu en það er algjört skilyrði.“ Behdad Lahooti, stjórnandi verkefnisins hefur sýnt verkum Steinunnar mikinn áhuga. „Það er merkilegt í ljósi þess að oft er því haldið fram að múslimar séu al- mennt ekki hrifnir af nekt í myndlist,“ segir Steinunn sposk en fígúrur hennar eru iðulega án klæða. Steinunn Þórarinsdóttir á vinnustofu sinni í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI Dæmir skúlptúra í Íran Miyazaki, 103 ára, kom fyrstur í mark. AFP HUNDGAMALL HLAUPAGARPUR WMA eða World Masters Athletics hefur staðfest að Hide- kichi Miyazaki frá Kyoto í Japan sé sneggsti hlaupari í heimi á tíræðisaldri. Kappinn er hvorki meira né minna en 103 ára gamall og verður 104 á árinu og er við hestaheilsu. Hann fæddist árið 1910, en þá var enn verið að smíða stórskipið Tit- anic. Hann hljóp 100 metra í Masters Athletics-keppninni í Japan á innan við 30 sekúndum, nánar tiltekið 29,83 sek- úndum. Miyazaki er grannur og smávaxinn, aðeins 1,53 cm á hæð og 42 kíló. Með hlaupi sínu vill Miyazaki sína fram á hversu mik- ilvægt er að lifa heilsusamlegu lífi, sérstaklega á efri árum. „Ég vil halda lífi í draumi mínum. Ég reyni að halda mér í aga og þannig viðhalda góðri heilsu og góðu formi. Það er mjög mikilvægt fyrir alla,“ segir hann í samtali við fréttastofu AFP. „Þegar ég borða tygg ég hvern bita 30 sinnum áður en ég kyngi. Fyrir vikið er maginn minn hamingjusamur.“ Miya- zaki viðurkennir að töfrafæði hjálpi honum við hlaupin en það ku vera mandarínumarmelaði dóttur hans. Ekki væri verra að fá uppskrift að því. 103 ára setti heimsmet ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gabríela Friðriksdóttir listakona Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stílisti Fairuza Balk leikkona GO CRAZY 25% af öllu* ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LAUGARDAG 30/8 & SUNNUDAG 31/8 *Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa. Sparaðu 40% AF ÖLLUM SUMARVÖRUM AÐEINS ÞESSA HELGI NÚ 89.925 Bora-sófi. Áður 119.900kr. NÚ 13.425 Moon-stóll. Áður 17.900kr. NÚ 7.496 Oslo-ábreiða. Áður 9.995kr. Ballmulti pend-loftljós. Áður 99.995kr. NÚ 74.996 NÚ 2.997 Sommer-fatameð leðurhöldum. Stór. Áður 4.995kr. NÚ 29.940 Click-ruggustóll. Áður 49.900kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.