Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 22
V
ið erum með þrjá, sjö og tíu kíló-
metra þannig að við teljum að allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Þetta er auðvitað svo stuttu
eftir Reykjavíkurmaraþonið að þeir sem vilja
hlaupa lengri vegalengdir eru örugglega búnir
að fá útrás. Þessar vegalengdir ættu að henta
þessari týpísku fjölskyldu,“ segir Vikar Sig-
urjónsson sem hefur haft umsjón með
Reykjanesmaraþoninu síðastliðin tíu ár. „Það
er töluverður fjöldi barna sem tekur þátt í
hlaupinu, sérstaklega í þremur kílómetrum,
og sjö kílómetrar henta unglingum vel,“ úr-
skýrir Vikar sem telur Reykjanesmaraþonið
sannkallaða fjölskylduskemmtun.
Í ár verður Reykjanesmaraþonið á miðviku-
degi líkt og í fyrra en ekki á Ljósanótt sjálfri.
„Við vorum alltaf með Reykjanesmaraþonið á
laugardeginum í tengslum við Ljósanótt en nú
er Ljósanótt orðin svo stór viðburður að á
seinasta ári ákváðum við að færa hlaupið yfir
á miðvikudaginn, við töldum það skynsamleg-
ast, og það kom svakalega vel út. Þess vegna
verður hlaupið einnig á miðvikudegi í ár,“ seg-
ir Vikar og bendir á að 500 krónur af hverju
þátttökugjaldi renni til Barnaspítala Hrings-
ins. „500 krónur af hverri skráningu renna til
Barnaspítala Hringsins til minnigar um lítinn
dreng sem lést fyrir ári, hann Björgvin Arnar
Atlason. Við viljum láta gott af okkur leiða,“
segir Vikar.
Vikar mun ekki hlaupa í sjálfu Reykjanes-
maraþoninu en hann situr ekki auðum höndum
meðan á hlaupinu stendur. „Ég hleyp örugg-
lega sjö eða tíu kílómetra á miðvikudaginn,
bæði í undirbúningnum og meðan á hlaupinu
stendur,“ segir Vikar sem mun sjá til þess að
allt gangi vel fyrir sig á hlaupadeginum ásamt
fleira góðu fólki.
Mesti sigurinn að mæta og vera með
Í lok dags verða svo veitt vegleg verðlaun fyr-
ir meðal annars besta árangurinn. „Svo erum
við einnig með slatta af útdráttarverðlaunum,
bæði peningaverðlaun og annað. Mesti sig-
urinn er bara að mæta og hlaupa, maður þarf
ekki endilega að vera bestur til að fá verð-
laun,“ segir Vikar sem lumar á nokkrum góð-
um ráðum fyrir þá sem hyggjast hlaupa á mið-
vikudaginn. „Mitt helsta ráð til hlaupara er
auðvitað að borða næringarríka fæðu áður en
haldið er af stað. Svo langar mig að benda
fólki á að taka það bara rólega og fara ekki að
stressa sig á einhverjum óþarfa rétt fyrir
hlaup. Þá er auðvitað mikilvægt að vera vel
skóaður og vel klæddur.“
Áhugasamir geta skráð sig til leiks til klukk-
an 22:00 á þriðjudaginn á www.hlaup.is eða í
líkamsræktarstöðinni Lífsstíl en þátttakendur
eru hvattir til að kynna sér hlaupaleiðirnar áð-
ur en haldið er af stað. Rásmark og endamark
verður við líkamsræktarstöðina Lífsstíl/Hótel
Keflavík og ræst verður í allar vegalengdir
klukkan 18:00.
HLAUPIÐ UM GÖTUR REYKJANESBÆJAR
Reykjanesmaraþonið er sann-
kölluð fjölskylduskemmtun
Vikar Sigurjónsson er hérna við rásmark
Reykjanesmaraþons ásamt dóttur sinni,
Snædísi Glóð sem mun hlaupa á miðvikudaginn.
MIÐVIKUDAGINN NÆSTKOMANDI, HINN ÞRIÐJA SEPTEMBER, FER REYKJA-
NESMARAÞONIÐ FRAM. REYKJANESMARAÞONIÐ ER ÁRLEGUR VIÐBURÐUR
SEM FER FRAM Í TENGSLUM VIÐ LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ OG ER BOÐ-
IÐ UPP Á AÐ HLAUPA ÞRJÁR MISMUNANDI VEGALENGDIR. Í ÁR RENNA
500 KRÓNUR AF HVERJU ÞÁTTTÖKUGJALDI TIL BARNASPÍTALA HRINGSINS.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Í fyrra hlupu þátttakendur
Reykjanesmaraþonsins
í blíðskaparveðri.
* 500 krónur af hverriskráningu renna tilBarnaspítala Hringsins til
minningar um lítinn
dreng sem lést fyrir ári.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Heilsa og hreyfing
Paraben er rotvarnarefni sem gjarnan er notað í snyrtivörur. Á seinni árum hefur umræðan um skað-
semi parabens verið mikil en það er talið geta valdið brjóstakrabbameini. Þeir sem vilja forðast paraben
ættu þá að lesa vandlega utan á umbúðir á snyrti- og hreinlætisvörum. Innihaldslýsingarnar geta stundum
verið villandi og ætti fólk að vera vakandi fyrir orðum sem innihalda orðið paraben, t.d. methylparaben.
Skaðsamt rotvarnarefni
AFP
1. Næringin er mikilvæg. Borðaðu
hollan og orkuríkan mat fyrir hlaupið
sem fer vel í magann. Til dæmis er til-
valið að fá sér gríska jógúrt með múslí
og ávöxtum fyrir átökin.
2. Skórnir skipta máli. Mikilvægt er
að skóbúnaðurinn sé þægilegur og góð-
ur. Fáðu hjálp í íþróttavöruverslun við
að velja skó sem henta fótunum á þér.
Þá er sniðugt að vera með plástur í vas-
anum í hlaupinu ef ske kynni að hælsæri
gerði vart við sig.
3. Slökun gerir gæfumun. Ekki eyða
orkunni í að kreppa hnefa og spenna
axlir á meðan þú hleypur, slakaðu á öxl-
unum og hristu handleggina reglulega til
að halda slökun.
4. Ekki gleyma upphituninni. Próf-
aðu að skokka á staðnum og teygja vel á
líkamanum til að koma í veg fyrir meiðsl.
5. Hafðu vatn við höndina. Í flestum
hlaupum eru svo þar til gerðar vatns-
stöðvar þar sem hlauparar geta slegið á
þorstann, nýttu þér þær.
6. Skemmtu þér fyrst og fremst.
Hlaupið verður auðveldara þegar þú
skemmtir þér vel. Búðu til hressandi
lagalista fyrir hlaupið og komdu þér í gír-
inn.
7. Teygjur eru ómissandi. Teygðu vel
í lok hlaups og komdu þannig í veg fyrir
harðsperrur og eymsl.
SJÖ GÓÐ RÁÐ FYRIR HLAUPIÐ