Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 23
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
S
igurbjörn Hreiðarsson er einn þekktasti knattspyrnumaður
landsins en hann ólst upp á Dalvík og varð fyrsti landsliðs-
maðurinn frá því svæði. Hann byrjaði ungur að spila meðal
þeirra bestu en hann var einungis 15 ára þegar hann fékk að
spreyta sig fyrst í meistaraflokki. Knattspyrnuferill hans er langur
og glæsilegur enda leikjahæsti leikmaður Vals frá upphafi og var
fyrirliði sem bæði Íslands- og bikarmeistari. Spilaði einnig í Svíþjóð
upp úr aldamótum með Trelleborg í allsvenska. Fyrir þremur árum
tók hann að sér þjálfun hjá Haukum, fyrst sem aðstoðarþjálfari og
nú sem aðalþjálfari liðsins. Sigurbjörn á konu og tvær dætur og er
því fjölskyldufaðir. Hann kláraði stúdentspróf frá FB og íþróttafræði
frá Laugavatni. Þá hefur stafað sem kennari í 13 ár, fyrst í Linda-
skóla í Kópavogi og nú í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Gælunafn: Bjössi.
Íþróttagrein: Knattspyrna.
Hversu oft æfir þú á viku? Fimm eða sex sinnum í viku.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Skýr og raunhæf markmið og
vinna ótrauður að þeim. Passa upp á allt sem viðkemur; s.s. æfingar,
mataræði, hvíld og hugarþjálfun. Ekki gefa afslátt af neinu og taka
ábyrgð á sjálfum sér. Vera jákvæður gagnvart öllu og meðvitaður
um að það koma þungir dagar líka. Árangur er bara vinna og kemur
alls ekki af sjálfu sér.
Hvernig er best að koma sér af stað? Velja sér eitthvað sem
manni þykir skemmtilegt að gera. Ekki fara eftir því endilega
hvað aðrir eru að gera heldur finna sitt áhugasvið. Þá er hægt
að byrja og gleyma sér í hreyfingunni. Það albesta er þegar
maður er búinn að hreyfa sig eða gera bara eitthvað í ákveð-
inn tíma og gleymir sér bara alveg í því, lendir
eiginlega í tímaleysu og hlakkar til næsta
skiptis. Mjög gott að finna
sér félaga að æfa með, einn
eða fleiri, sem drífa mann
áfram þegar á þarf að
halda.
Hvað ráðleggurðu fólki
sem vill hreyfa sig
meira? Hafa hreyfinguna
fjölbreytta og líflega. Ég
skipti t.d. dögunum niður og hef
nokkur atriði í hverri viku. Ég
t.d. hleyp, lyfti, syndi, geng og er
í fótbolta í hverri viku. Lyfti oft
bara heima hjá mér. Set upp
þrekhring þar sem ég einblíni á eig-
in líkmasþyngd. Ekki láta stoppa sig
að komast ekki í ræktina þennan
dag. Margir aðrir hreyfikostir í
stöðunni.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar
þú ferð í frí? Ég passa mig á því að vera
aldrei háður einhverri einni líkamsræktarstöð
eða einni tegund af hreyfingu. Hver maður er sitt
musteri eins og einhver sagði og ég nýti mér alltaf
umhverfið sem ég er í hverju sinni. Það er alltaf
hægt að hlaupa, ganga, vinna með eigin líkams-
þyngd og mjög víða hægt að fara í sund. Maður er með bolta í skott-
inu og jafnvel frisbídisk eða badmintonspaða. Bara spurning um að
hreyfa sig.
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, en ekki fanatískur.
Borða allt en fylli diskinn ekki alltaf. Ég passa að borða mikinn
morgunmat og er alveg meðvitaður um, ef ég hef verið í einhverju
misgóðu að borða, að passa upp á næstu máltíðir.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Alla flóruna. Passa alltaf
að hlaða vel eftir æfingar og dæli þá í mig sykri sem er ein af fáum
stundum sem ég borða sykur með góðri samvisku. Fæ mér alltaf
lýsi og vítamín extra á morgnana og drekk mikið vatn. Reyni bara
að passa jafnvægið milli hleðslu og eyðslu.
Hvaða óhollusta freistar þín? Ég borða alveg inn á milli óhollt en
reyni að hafa jafnvægi í þessu. Ég fæ mér t.d. mjög reglulega royal-
búðing og nóakropp.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Kynna sér mál-
in og borða fjölbreytt. Reyna að finna jafnvægi í því að innbyrða
jafnmikið af kaloríum og þú eyðir. Borða alltaf kjarngóðan morg-
unmat sem heldur manni söddum langt fram eftir. Vera ekki alltaf
að narta og drekka mikið vatn.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing er þannig fyrir mig
að ef ég er ekki búinn að hreyfa mig í tvo daga þá er ég
gjörsamlega viðþolslaus, verð að komast í hreyfingu.
Fráhvarfseinkenni mikil. Þetta er lífsstíll hjá mér.
Ég veit að hreyfingin hefur gríðarleg áhrif á lík-
amlega og andlega heilsu eins og rannsóknir sýna
og líðanin verður öll önnur eftir hreyfingu. Því
segi ég að heilsuhraustur maður á sér ótal
drauma en sá heilsulausi aðeins einn.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar?
Það fer of geyst af stað og fer oft eftir ster-
íótýpum sem það reynir að líkjast af því eitthvað
er í tísku á þeim tíma. Byrjar á fullum krafti í
einhverju sem er ekki í grunninn þeirra
áhugi eða alltof geyst og er því hætt
eftir nokkrar vikur, hefur hvorki
úthald né áhuga. Fólk á að
hreyfa sig fyrir sjálft sig, við-
halda eða bæta heilsuna og
líða vel andlega og lík-
amlega. Alls ekki gera eitt-
hvað bara af því að það er í
tísku. Þegar fólk fer og fær
ráð um hreyfingu er mikilvægt
að fá rökstuðning á öllu sem
verið er að setja fyrir.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
Á yngri árum hinir og þessir fót-
boltamenn. Í dag er það meira að
ég lít á ákveðna mannkosti sem
fyrirmynd. Það er að fara jákvæður
inn í daginn og halda því nokkuð
fersku sama á hverju gengur, huga að
heilsunni, gefa af sér og taka ábyrgð á
eigin gjörðum.
KEMPA VIKUNNAR SIGURBJÖRN HREIÐARSSON
Umgengst líkama sinn sem musteri
Morgunblaðið/Eggert
Þátttakendum Reykjavíkurmaraþonsins hefur stöðugt farið fjölgandi
frá árinu 1984 en þá skráðu aðeins 214 manns sig til leiks. Í ár var
þátttökumetið slegið því 15.654 manns tóku þátt í hlaupinu, meirihluti
þátttakenda hljóp tíu kílómetra vegalengd eða 7.005 einstaklingar.
Flestir fóru tíu kílómetra*Í hvert sinn sem þú borðarertu annaðhvort að nærasjúkdóm eða vinna gegn honum.
Heather Morgan
Margt fólk sem stundar íþróttir reglulega þjáist
af beinhimnubólgu. Beinhimnubólga orsakast af
of miklu eða röngu álagi sem veldur bólgum í
sköflungunum. Beinhimnubólga lýsir sér þannig
að sá sem þjáist af henni finnur fyrir verk á inn-
anverðum og/eða neðanverðum sköflunginum,
verkurinn ágerist þá við aukið álag. Hlauparar
sem hlaupa á hörðu undirlagi fá gjarnan bein-
himnubólgu og þeir sem nota rangan skóbúnað
í líkamsrækt. Þess vegna er nauðsynlegt að
nota réttan skóbúnað og jafnvel fara í göngu-
greiningu til að finna út hvað hentar manni
best. Þegar beinhimnubólga gerir vart við sig
er nauðsynlegt að bregðast rétt við og draga
úr álagi því langvarandi beinhimnubólga getur
orsakað álagsbrot. Þeir sem finna fyrir bein-
himnubólgu ættu að kæla sköflunginn með
köldum bakstri og gera styrkaræfingar fyrir
fætur, bólgueyðandi lyf geta einnig hjálpað til.
Þeir sem eru gjarnir á að fá beinhimnubólgu
ættu að gæta þess að verða ekki kalt á æfingum
því kuldi getur ýtt undir beinhimnubólgu, þá er
einnig mælt með að nota uppháa hlaupasokka
sem halda hita á fætinum og auka blóðflæði.
Þjáist þú af bein-
himnubólgu?
Þeir sem þjást af beinhimnubólgu ættu að kæla
auma svæðið með köldum bakstri.
D-vítamínskortur er al-
gengur hjá þeim sem ekki
njóta nægilega mikillar sól-
ar. Mannslíkaminn þarf á
D-vítamíni að halda til að
viðhalda góðri heilsu og
því ættu þeir sem sjá lítið
af sól að hafa d-vítamín í
huga. D-vítamínskortur getur haft slæm áhrif á
m.a. sjón, frammistöðu í íþróttum og frjósemi.
Á vetrarmánuðunum er sniðugt að taka d-
vítamín inn sem fæðubótarefni og borða d-
vítamínríka fæðu, svo sem fitumikinn fisk.
D-vítamín
mikilvægt
D-vítamín er hægt að
taka inn í töfluformi.
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
VIÐ EIGUM SÓFANN HANDA ÞÉR MIKIÐ ÚRVAL ÁKLÆÐA OG LEÐURS