Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 47
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 fyrir heim teiknimynda heldur allar kvik- myndir. Frozen hefur náð slíkum vinsældum að söngleikur er á döfinni en söngleikir á borð við Lion King, Litlu hafmeyjuna, Fríðu og Dýrið og Aladdín eftir Disney hafa verið settir á svið. Lee hafði enga reynslu af að leikstýra teiknimyndum en hafði þó tekið þátt í að skrifa handrit, en hún skrifaði söguna um Wreck-It Ralph. Það er því bjart framundan hjá flottum leikstjóra og eflaust fjöl- breytt tækifæri sem hennar bíða. Hún virðist vera opin fyrir því að leikstýra hvers konar kvikmynd- um, ekki aðeins teiknimynd- um. Í viðtali við The Holly- wood Reporter segir hún að draumurinn væri að leikstýra vísindaskáld- skap. „Það væri frábært að vera einnig fyrsta konan til þess að leik- stýra vísindaskáldskap. Ég er mjög hrifin af slíkum kvikmyndum. Virkilega hrifin af þeim,“ sagði Lee. Þ að þykir afar sjaldgæft að leikstjóri sétilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir frumraun sína í kvik- myndum, hvað þá að bera sigur úr býtum. Hins vegar hrifsaði Jennifer Lee, leikstjóri Frozen, til sín Golden Globe-verðlaunin fyrir leikstjórn teiknimyndarinnar vinsælu. Einnig fékk Frozen óskarinn fyrir besta lagið og bestu teiknimyndina. Lee skrifaði handritið að Froz- en og vakti það mikla athygli að hún skyldi einnig landa hlut- verki leikstjóra, enda er hún fyrsti kvenkyns leikstjórinn til að leikstýra Disneymynd í fullri lengd. Það vekur einnig mikla athygli að hún er fyrsti kvenkyns leikstjór- inn sem hefur náð jafn- miklum vinsældum með mynd sinni og raun ber vitni. Aldrei hefur nokkur kvikmynd í heiminum orðið jafn- tekjuhá með kvenkyns leikstjóra í fararbroddi. Þetta er því ákveðinn vendipunktur, ekki aðeins KVENKYNS LEIKSTJÓRI MALAR GULL Kom, sá og sigraði Jennifer Lee AFP 7 skemmtilegar staðreyndir um Frozen 1. Elsa áttu upphaflega að vera „vondi kallinn“ í teiknimyndinni. 2. Idina Menzel (sem talar fyrir Elsu) hafði áður sótt hlutverk að tala fyrir Rapunzel í teiknimyndinni Tangled sem hún landaði þó ekki. Disney leitaði síðan til hennar að fyrra bragði fyrir hlutverk Elsu, sem hún þáði. 3. Teiknarar Disney skoðuðu viðbrögð leikaranna sem töluðu fyrir persónur Frozen og notuðu svipbrigði þeirra fyrir persónur hvers og eins. 4. Í skranbúðinni, þar sem Anna hittir Kristoff í fyrsta sinn, er lítil stytta af Mikka mús falin í einni hillunni. Disney hefur iðulega falið hluti hér og þar í teiknimyndum sínum úr öðrum Disney teiknimyndum. 5. Elsa er eina prinsessan í Disney teiknimyndum sem ekki er táningur.Að sögn Jennifer Lee, leikstjóra Frozen, er Elsa 21 árs og Anna, systir hennar, er 18 ára. 6. Josh Gad, sem talaði fyrir snjókarlinn Olaf, betrumbætti langflestar setningar sínar í Frozen og gerði sitt besta til að fá framleiðendurna, leikstjórann og aðra á bakvið tjöldin til þess að hlægja. Næstum allt grínið hans var notað, enda fór snjókarlinn góði á kostum. 7. Leikstjóri Frozen, Jennifer Lee, er fyrsti kvenkyns leikstjóri teiknimyndar hjá Disney.Allir aðrir leikstjórar hingað til hafa verið karlar. V arningur í tengslum við teiknimyndina Frozenhefur ekki síður notið mikilla vinsælda enmyndin sjálf. Skólatöskur, pennaveski, litir, lita- bækur, bangsar, dúkkur, barbídúkkur, glös, diskar, hnífapör, búningar og fleira er á meðal þess sem fram- leitt hefur verið. Leikföngin, sem hafa verið fram- leidd eftir persónum úr teiknimyndinni, hafa meira eða minna verið uppseld hér á landi frá því að sala hófst sem og annars staðar í heiminum. Í samtali við mbl.is í vor sagði forsvarsmaður Toys ’R’ Us á Íslandi að öll leikföng sem tengdust myndinni væru uppseld, bæði hjá versluninni hér á landi en einnig hjá vöruhúsi Toys ’R’ Us í Dan- mörku sem er vöruhús 270 verslana á Norð- urlöndunum. Leikföngin hafa öll verið vinsæl en þó voru öll leikföng sem tengdust annarri söguhetjunni, Elsu, fyrst til þess að verða uppseld. Disney og leik- fangabúðir hafa ekki náð hafa undan við eftirspurn og því eflaust mörg börn sem hafa gengið út úr leik- fangabúðum með sárt ennið. Disney reyndi að bregðast við þessum vanda og gaf út yfirlýsingu þess efnis að settur hefði verið kvóti á leikföngin. Allir viðskiptavinir sem hygðust kaupa Fro- zen-leikföng máttu aðeins kaupa tvær vörur. Þá máttu viðskiptavinir aðeins kaupa einn Elsu- kjól hver. Í samtali við Sunnudags- blaðið í vikunni sagði for- svarsmaður Toys ’R’ Us að enn væri lítið af leik- föngum úr teiknimyndinni að hafa. Um leið og sendingar koma í hús rjúki leikföngin jafn- óðum út. EKKI ER HÆGT AÐ FÁ LEIKFÖNG ÚR FROZEN Frozen-leikföng ýmist uppseld eða illfáanleg Snjókarlinn Olaf verður jafnvel enn krúttlegri sem bangsi. Dúkkurnar eru Elsa og Anna þeg- ar þær voru litlar. Hver væri ekki til í að eignast kastala Elsu? Barbie-dúkkurnar af Elsu og Önnu eru mjög vinsælar. Búningar af Elsu eru fyrstir til að seljast upp.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.