Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 11
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Félagar í Lionsklúbbnum Dynk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fóru um sl. helgi í hálendisleiðangur inn með Þjórsá. Gerðu sér erindi að skoða hinn fræga og fallega foss í Þjórsá sem klúbburinn er nefndur eftir. Segja má að farið hafi verið farið bakdyramegin í málið, þ.e. að ekið var að fossinum austanmegin frá; það er norður eftir Búðarhálsi á Holtamannaafrétti. Á Suðurlandi gildir að Holtamenn tala um Gljúf- urleitarfoss en Gnúpverjar segja Dynkur. Bæði nöfnin eru því rétt. Leiðsögumaður í ferðinni var Sig- urður Páll Ásólfsson á Ásólfsstöðum. „Hann gjörþekkir svæðið eftir ára- tugastörf við vatnamælingar á há- lendinu. Er jafnframt góður sögu- maður,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri í Ásahreppi og nú ráðherra. Hann er einn liðs- manna Dynks, en starfssvæði klúbbsins er heimasveit hans. Fossinn Dynkur er 38 metra hár. Fellur fram af mörgum stöllum í smáfossum sem mynda einstaklega fallegt, formfagurt og heildstætt fossakerfi, sem er hliðstæðufátt á Ís- landi. Vatn í fossinum er minna en áður, vegna miðlunar fyrir virkjanir á svæðinu. ÞJÓRSÁ Lionsmenn úr Hreppum við fossinn fagra. Fremstur er Sigurður Páll Ásólfsson leiðsögumaður sem þekkir sjálfsagt flestum betur til á þessu svæði. Ljósmynd/Björgvin G. Sigurðsson Skoðuðu Dynkinn Bæjarráð Hornafjarðar er ósátt við þá ætlan að sveitarfélagið, sem nær frá Hvalnesskriðum á Skeið- arársand, eigi að tilheyra embætti lögreglustjórans á Austurlandi, skv. breyttri skipan í lögreglu- málum. Áður hafa Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga látið sama í ljós. Segir að mikilvægt sé að þeir sem hagsmuna eigi að gæta eigi kost á því að leita til þingmanna kjördæmisins með mál sem snerta málefni umdæma sýslumanna og lögreglustjóra. Hornafjörður er nú í Suðurkjördæmi en tilheyrði forð- um gamla Austurlandskjördæminu. Hornfirðingar vilja raunar að sjálfstæður lögreglustjóri sé áfram á svæðinu, ella löglærður yfirlög- regluþjónn. Þá verði að tryggja að á Höfn verði áfram tveir varð- stjórar og aðrir tveir óbreyttir. HORNAFJÖRÐUR Lögregla sé í kjördæmi Bæjaryfirvöld á Hornafirði vilja koma lögreglumálunum í örugga höfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í vikunni hófust skipulagðar rútu- ferðir á leiðinni milli Patreksfjarðar, Brjánslækjar á Barðaströnd og Ísa- fjarðar. Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf. samdi við Fjórðungssamband Vestfirðinga um þetta verkefni og sinnir því með Vestfjarðaleið ehf. og Sæferðum hf. Ferðir milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar verða daglega allt árið í tengslum við ferjusiglingar Bald- urs yfir Breiðafjörð. Með þessu skapast fólki á ferðinni tækifæri á að tengjast ferðum Baldurs og þar með kerfi Strætó úr Stykkishólmi til Reykjavíkur þaðan sem leiðirnar liggja áfram um allt land. Ferðir milli Ísafjarðar og Brjáns- lækjar verða þrisvar í viku til 15. september næstkomandi, á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudög- um. Gert er ráð fyrir að þær hefjist að nýju 15. maí á næsta ári – eða um leið og Dynjandis- og Hrafnseyr- arheiðar eru orðnar færar en þær eru snjóþungar enda yfir há fjöll að fara. PATREKSFJÖRÐUR Baldursrúta af stað Frá Patreksfirði er nú greið leið með strætó til Brjánslækjar í skip þar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heimilisiðnaðurinn býðurupp á marga möguleika.Ég vona að þegar fram líða stundir geti þetta kannski orðið eitthvað meira,“ segir Að- alheiður Lára Guðmundsdóttir í Grundarfirði. Hún opnaði á dög- unum á félagsmiðlinum Facebook síðuna Kafla-prjónavörur þar sem hún kynnir handavinnu sína. Þarna getur fólk sem áhuga hef- ur kynnt sér það sem Aðalheiður prjónar – og lagt inn pantanir. Lærði kúnstina ung Aðalheiður segir að prjónaskapur og öll handavinna hafi alltaf verið stór þáttur í lífi sínu. „Ég var bara stelpa þegar ég lærði þessa kúnst og fannst strax gaman. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Ég fylgi bæði uppskriftum og hef fikrað mig áfram með ýmislegt nýtt,“ segir Aðalheiður, sem síðasta vetur sótti námskeið við Háskólann á Bifröst sem bar yfirskriftina Máttur kvenna. Það var ætlað konum sem vilja hefja atvinnurekstur eða standa á tíma- mótum í lífinu og vilja róa á ný mið eins og að afla sér frekari menntunar. En aftur að prjónaskapnum. Síðasta haust bar Aðalheiður Lára, sem er fædd og uppalin í Breiðuvík á sunnanverðu Snæ- fellsnesi, sigur úr býtum í sam- keppni Landssamtaka sauðfjár- bænda og Ístex. Þar var keppt um bestu íslensku óveðurspeys- una og Kafla, sem var hennar uppskrift, þótti best. Grænn, svartur, hvítur og blár eru lit- irnir í peysunni, sem er hneppt, og tölurnar unnar úr klaufbeinum kinda. „Einhverju sinni þegar ég var á vakt í sauðburði að nóttu sá ég grænan mosann, dökkt hraun- ið og himinblámann. Þetta greip mig og ég ákvað að prjóna út frá þessu. Í prjónaskapnum finnst mér alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað sem sker sig úr fjöldanum,“ segir Að- alheiður sem á vefsíðu sinni kynnir húfur, peysur, vettlinga, púða, pottaleppa og annað slíkt. Allt prjónað og gert af meist- arahöndum. GRUNDARFJÖÐUR Prjónar eftir pöntunum PRJÓNAKONAN FÓR Á BIFRÖST. OPNAÐI SVO VEFSÍÐU TIL AÐ KYNNA SIG OG SITT. ÞAR MÁ LEGGJA INN ÓSKIR UM VÖRUR. Aðalheiður Lára í snoturlega hannaðri peysu sem hún prjónaði. Hún sést hér halda á púða þar sem Kirkjufellið er fyrirmynd. Fjallið sjálft í baksýn. Morgunblaðið/ Skapti Óánægja er með þá ætlun heilbrigðisráðherra að heilbrigðisstofnanir norðanlands sameinist í eina. Það segir byggðaráð Skagafjarðar gegn vilja Skagfirðinga og vill yfirtaka rekstur sjúkrahússins á Króknum. Skagafjörður Ferðum strætó í Árborg, sem fara milli Selfoss, Eyrar- bakka og Stokkseyrar, var fjölgað í vikunni. Var m.a. bætt við tveimur ferðum síðdegis, svona að koma til móts við t.d. krakka á ströndinni sem æfa íþróttir á Selfossi. Árborg Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gla›legar bóka- sto›ir Ugla eða Kisa Kr. 3.600 settið (2 stk.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.