Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 32
reyndar, því aðeins þarf að halda hnappi á því inni í smá tíma og þá birtist Seagate-netið í WiFi-stilingum símans. Til þess að tengjast því úr síma eða spjaldtölvu þarf reyndar sérstakt forrit, Sea- gate Media app, sem er ókeypis og fáanlegt fyrir Android, Windows 8 og iOS (iPad og iPhone). Þegar tenging er komin á er svo hægt að fletta upp því efni sem er á disknum, hvort sem það er lesefni, tónlist eða kvikmyndir. Fleiri en einn geta verið að horfa í einu og þurfa ekki að vera að horfa á sama efnið og þannig streymdi ég þremur mismunandi bíómyndum í þrjú tæki án vandkvæða og það myndum í miklum gæðum. Það má líka nota diskinn til að streyma efni beint í sjónvarps- tæki, þ.e. ef viðkomandi tæki styður Samsung Smart TV, DNLA eða AirPlay. Einsog getið er þá er diskurinn með hleðslurafhlöðu og framleiðandi heldur því fram að hún endist í allt að tíu tíma, þó að það fari væntanlega eftir því hve mikið hann er notaður, til að mynda hve mörgum myndum hann streymir samtímis. Hann var skotfljótur að ná fullri hleðslu, en hann er ýmist hlaðinn með því að tengja hann beint við tölvu með USB- snúru (USB 3.0), sem fylgir, eða með meðfylgjandi straum- breyti. Þrælsniðugt apparat til að hafa á ferðalagi, hvort sem það er í bíl, í flugvél á hótelherbergi eða í sumarbústaðarferð. Hægt er að fá diskinn ýmist 500 GB, 1 TB eða 2 TB. 1 TB Seagate Wireless plus diskur kostar 32.990 kr. í Tölvulist- anum. Zepp Golf Til að forðast allan misskilning þá spila ég ekki og hefaldrei spilað golf. Að því sögðu þá féll ég fyrir agnar-litlu mælitæki, Zepp, sem ætlað er golfgeggjurum og þá í því skyni að gera þá betri golfara, að bæta sveifluna. Tækið er ekki nema 28 x 28 mm að stærð og 11 mm að þykkt og fis- létt, ekki nema 6 g. Því er smellt á vinstri golfhanskann og mælir síðan allt það sem yfirleitt er hægt að mæla í einni golfsveiflu. Tækið talar við síma notandans, hvort sem hann er með Android-síma eða iPhone, en til þess að nota það þarf að sækja forrit í viðkomandi síma. Símann má reyndar líka nota til að mæla sitthvað í högginu, því ef maður er með hann í vasanum gefur hann upplýsingar um líkamsstöðu og hreyf- ingu á meðan Zepp-sveiflugreinirinn einbeitir sér að högginu. Það er einfalt að setja tækið upp, en maður þarf að skrá sig með netfangi og tilheyrandi og einnig að skrá hvernig gripið er, þ.e. hve ofarlega á kylfunni, hvort viðkomandi er rétt- hentur eða örvhentur, aldur, þyngd, forgjöf og tilheyrandi og svo einnig hvernig kylfu slegið er með. Það er náttúrlega spurning hversu gagnlegar upplýsing- arnar eru og líklega er tækið helst fyrir lengra komna, þ.e. þá sem þekkja veikleika sína og vinna að því að losna við þá, og svo er það líklega þarfaþing fyrir þá sem eru með kennara sem getur þá rýnt í tölurnar og gefið góð ráð í framhaldinu. Zepp er líka til fyrir horna- bolta (baseball) og tennis. Þess má geta að tækið er svo létt að maður gleymir því eiginlega um leið og það er komið á hanskann. Tækið geymir allt að 2.000 sveiflur í minni og rafhlaðan dugir í ríf- lega fimm tíma af samfelldum sveifl- um. Zepp Golf kostar 20.792 kr. í iStore.is. LG G 3 Flestir ef ekki þekkja Android-stýrikerfið á símum ogspjaldtölvum, en það er líka á fleiri tækjum, nú síðastsmátækjum eins og úrum eða tölvur í úralíki, sem verða sífellt algengari. Samsung var með þeim fyrstu sem kynntu slíkt apparat, Samsung Galaxy Gear, sem var með Android- afbrigði til að byrja með en keyrir nú Tizen, sem er Linux- kyns. Sú útgáfa af Android sem notuð var í fyrstu gerðir slíkra smátækja, sem kalla má snjallúr, var frumstæð um margt, en fyrsta útgáfa af Android Wear var kynnt í vor og fyrstu tækin komu á markað í sumar, Samsung Gear Live og LG G Watch. LG G Watch snjallúrið er nokk- uð þykkt, ferkantað með rúnnuð horn. Skjárinn á því er fínn, 1,65" og upplausnin 280x280 dílar. Sára- einfalt er að tengja úrið við hvaða Android-síma sem er, svo fram- arlega sem hann sé að keyra ný- lega útgáfu af Android. Það er lít- ið um hnappa á því, enginn hnappur reyndar, nema ef telja má örlítinn hnapp sem er nánast falinn á bakinu sem hægt er að nota til að kveikja á úrinu eða slökkva, en þá þarf legg á bréfaklemmu eða eitthvað álíka nett. Alla jafna er alltaf kveikt á úrinu og því stýrt með því að með því að smella á skjáinn eða nota raddstýringu Google Now, sem virkar bara býsna vel. Úrið er vatns- og rykvarið. Ólin á því er ekkert ósvipuð ól á venjulegu úri og því einfalt að skipta um hana ef vill. Á úrinu birtast boð úr símanum, til að mynda ef það er nýr tölvu- póstur eða álíka, dagbókaráminningar og viðlíka. Það getur líka ræst forrit á símanum ef við á, en alla jafna má líka á það sem (litinn) aukaskjá fyrir símann. Google Now-væðingin gef- ur því þó verulega aukið notagildi, en einhver bið á íslenskust- uðningi. Örgjörvinn í úrinu er 1,2 GHz Qualcomm Snapdragon 400 sem er með einum kjarna. Vinnsluminni er 512 MB og gagna- minni 4 GB. rafhlaðan dugir daginn, þ.e. hlaða þarf úrið á hverju kvöldi líkt og símann. LG G Watch kostar 39.900 kr. Segate Wireless plus Sú var tíðin að maður brenndi allt á geisladiska, en svokom tími utanáliggjandi diska – ekki hef ég tölu á hvemargir diskar eru í neðstu skúffunni og sumir svo gamlir að þeir eru með IDE-tengi (Parallel ATA). Með tímanum hef- ur skýið tekið við, þ.e. gögnin eru komin til himna, í vistum hjá Microsoft (OneDrive), Dropbox, Box og Mega. Það er hag- ræði af því, en getur líka verið óhagræði til að mynda ef mað- ur þarf aðgang að miklu gagnamagni, til að mynda kvikmynd, og er ekki með annað netsamband en 3G eða 4G þjónustu símafyrirtækja, sem er alla jafna seld okurverði. Þá er vissu- lega hægt að hafa harðan disk í vasanum, en þá þarf rafmagn og svo leið til að koma gögnunum í síma eða spjaldtölvu. Góð leið til að leysa slík vandamál er að hafa harðan disk með sér í ferðalagið eða bíltúrinn, en hængurinn sá að lófa- og vasatæki eru ala jafna ekki fær um að tengjast hörðum disk- um með USB-snúru. Segate Wireless plus leysir þann vanda a snyrtilegan hátt, því hann er með innbyggt eigið WiFi-net og síðan með innbyggðri hleðslurafhlöðu. Það er einfalt að koma tækinu í samband, ótrúlega einfalt NÝ TÆKNI: SNJALLÚR, ÞRÁÐLAUS DISKUR OG GOLFSVEIFLUGREINIR * Með snjallúrieins og LG G Watch er hægt að tengjast snjallsíma og fylgjast með tölvupósti, lesa dag- bókaráminningar, telja skref dagsins og fylgj- ast með líkamsrækt- inni, fá tilkynningar frá ýmsum þjónustum og svo er hægt að raddstýra símanum. * Segate Wireless plus leysir margt það leiðinlegasta viðað vera með utanáliggjandi diska – hann keyrir eigin þráðlaust net og því hægt að streyma efni frá honum í farsíma eða spjaldtölvur (eða aðrar tölvur sem eru með aðgang að þráð- lausu neti). Innbyggð rafhlaða eykur notatgildið svo til muna. * Sveiflan er þráhyggja hjá golfiðk-endum og Zepp Golf-apparat til að vinna í henni; mælirinn, sem er örlítill og fisléttur, er festur á hanskann og mælir síðan hraða, stefnu, stöðu, sláttuhorn og fleira. Upplýsingar um höggin er svo hægt að skoða mynd- rænt í símaforriti eða á vefsíðu. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON ÞAÐ AÐ HAFA FARSÍMA Í VASANUM ER AÐ VERA MEÐ TÖLVU OG ÞAÐ BÝSNA FULLKOMNA OG ÖFLUGA TÖLVU. ÞAÐ TÖLVUAFL MÁ NOTA Í ANNAÐ EN FACEBOOK- STATUSA OG ISTAGRAM-MYNDIR, TIL AÐ MYNDA MÁ TENGJA ALLS KYNS MÆLA OG TÆKI VIÐ SÍMANN OG SVO MÁ KOMAST HJÁ EILÍFU PLÁSSLEYFI MEÐ ÞVÍ AÐ FÁ SÉR ALMENNILEGAN UTANÁLIGGJANDI – ÞRÁÐLAUSAN – HARÐAN DISK. Græjur og tækni Ástin vinsælust á Instagram AFP *Instagram-smáforritið er feikivinsælt en forritiðgerir notendum kleift að deila ljósmyndum ogmyndböndum með vinum sínum auk þess aðskoða myndir hjá öðrum. Nýlegar tölur gefa tilkynna að um 200 milljón einstaklingar noti for-ritið mánaðarlega. Notendur Instagram kann-ast þá eflaust flestir við kassamerkið (hashtag) sem gerir myndina þína sýnilegri. Allra vinsæl- asta kassamerkið er að sjálfsögðu love eða ást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.