Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg K ennarar hafa víða átt undir högg að sækja, má þar nefna lönd eins og Bandaríkin, England og Svíþjóð. Starfið hefur verið illa borgað og kröfur til menntunar kennara ekki verið nægilega miklar. Kennarar hafa komið úr neðsta en ekki efsta lagi háskólans. Núna eru þjóðir á hinn bóginn loksins orðnar sammála um að kennarar séu mikilvæg stétt. Krafist er aukinnar fagmennsku og gæða og skilningur hefur aukist á því að fólk vilji gera kennslu að ævi- starfi sínu.“ Þetta segir dr. Andy Hargreaves, prófessor í kennslufræðum við Bost- on College í Bandaríkjunum, en hann var einn af aðalfyrirlesurunum á alþjóðlegri ráðstefnu um kennslu- mál í Reykjavík á dögunum. Har- greaves heldur því fram í nýrri bók, Professional Capital, að kennsla sé á ákveðnum krossgötum á heims- vísu. Í huga Hargreaves snýst málið um fjárfestingu. Vilji menn byggja upp öflugt kennslukerfi þurfi að setja peninga í það. Eins og með annað í þessu lífi. „Lykilatriðið í þessu sambandi er að tjalda ekki til einnar nætur, fórna ekki stórum hagsmunum fyrir skjótfenginn gróða. Það getur komið vel út til skemmri tíma að skipta kennurum út fyrir tækni og spara þannig launakostnað. Dæmin sanna hins vegar að til lengri tíma litið bitnar þetta á gæðum kennslunnar og skólarnir skila þar af leiðandi lakari nemendum út í þjóðfélagið. Hver hagnast á því?“ Grettistak Finna Hann segir Finna hafa lyft grett- istaki í sínum kennslumálum und- anfarna tvo áratugi með því að horfa til lengri tíma. „Finnar gera sér grein fyrir því að framtíð sam- félagsins veltur á öflugri kennslu. Þess vegna gera þeir vel við sína kennara. Þeir eru vel menntaðir, njóta virðingar og þiggja góð laun fyrir sín störf. Það er engin tilviljun að rannsóknir sýni að starfsánægja kennara er óvíða meiri en í Finn- landi.“ Samvinna er líka mikilvægur þáttur í kennslu, að sögn Har- greaves. Þess vegna gladdist hann í heimsókn sinni í Langholtsskóla, þar sem hann fékk að kynnast Bi- ophiliu-verkefninu. „Það verkefni gerir ráð fyrir bæði tónlistar- og raungreinakennara. Hvorugur getur kennt það einn síns liðs, þeir verða að gera það saman. Þetta snýst ekki bara um samvinnuna sem slíka, heldur djúpa samvinnu. Fleiri en einn kennari þurfa að koma að skipulagningu og kennslunni sjálfri sem gefur þeim tækifæri til að gægjast hvor inn í heim annars. Þannig þroskast þeir og eflast, hvor á sinn hátt. Í samvinnunni er í senn fólgin áskorun, spenna og hvatning. Það á ekki bara við um kennarana, heldur nemendurna líka. Það er svo mikilvægt að víkka sjóndeildarhring barnanna okkar og örva sköp- unargáfu þeirra. Biophiliu-verkefnið er mjög vel til þess fallið og mér skilst að það sé farið að vekja at- hygli út fyrir landsteinana.“ Ekkert að íslenska fiskinum Hargreaves er Englendingur en undanfarin þrjátíu ár hefur hann starfað í Kanada og Bandaríkj- unum. Spurður hvort hann þekki til stöðu kennslumála hér á landi kink- ar Hargreaves kolli. „Ég hef sett mig aðeins inn í þau mál og það vekur athygli mína að árangur ís- lenskra nemenda á Pisa-prófunum hefur dalað frá efnahagshruninu. Ég veit að íslenska skólakerfið hef- ur sérstakar áhyggjur af lestr- arkunnáttu drengja. Þær áhyggjur eiga eflaust rétt á sér en á móti kemur að Ísland býr að mörgum kostum. Fáar þjóðir hafa betri að- gang að netinu og Ísland er í hópi þeirra landa í heiminum, þar sem velmegun er mest. Þá er ég að tala um geðheilsu, samskipti fjölskyldna og annað slíkt. Við megum heldur ekki gleyma því að öll börn á Ís- landi eiga svo að segja jafna mögu- leika á að mennta sig. Það er alls ekki sjálfgefið.“ Hargreaves tekur fram að minnk- andi lestraráhugi drengja og barna almennt sé ekki séríslenskt fyr- irbæri, flest lönd glími við þann vanda. „Það amar ekkert að ís- lenska fiskinum,“ segir hann sposk- ur. „Þetta er alþjóðlegt vandamál. Það eru ýmsar kenningar í gangi en engum hefur tekist að finna skýr- inguna. Sumir segja að við þurfum að hugsa kennsluskrána upp á nýtt út frá áhugamálum drengja og ef- laust er eitthvað til í því. Við lifum á tækniöld og það er margt sem glep- ur hugann, nægir þar að nefna tölvuleiki og netið. Skólar þurfa að laga sig að þessu og finna leiðir til að láta tæknina vinna með börn- unum en ekki á móti þeim.“ Laun verða að vera boðleg Lág laun eru víða vandamál í kennslu og Hargreaves er ljóst að það á við hér á landi. „Laun verða að vera boðleg og samkeppnishæf ef ekki á að missa hæft fólk úr stétt- inni. Mér skilst að vonir íslenskra kennara standi til þess að launakjör þeirra batni á næstu þremur árum en það er mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Hann segir lykilatriðið ekki að hafa launin góð, heldur að hafa þau ekki slæm. Þannig sé Finnland bara í miðjum hópi OECD-ríkjanna þeg- ar kemur að kennaralaunum. „Kennarar mega ekki fá á tilfinn- inguna að aðrar sambærilegar stétt- ir hafi það betra en þeir og hækki hraðar í launum. Þá verða þeir von- sviknir. Í Singapúr þiggja nýútskrif- aðir kennarar sömu laun og verk- fræðingar. Þar snýst val á starfsgrein ekki um laun, heldur ástríðu. Þannig á það auðvitað að vera.“ AUKIN KRAFA UM FAGMENNSKU OG GÆÐI Kennsla metin að verðleikum Dr. Andy Hargreaves segir þjóðir heims geta lært margt af Finnum í kennslumálum. Þeir kunni að forgangsraða. ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ ER ÓÐUM AÐ ÁTTA SIG Á MIKILVÆGI KENNSLU SEM ENDURSPEGLAST Í MEIRI KRÖFUM TIL KENNARA OG VONANDI BETRI LAUNUM. ÞETTA SEGIR DR. ANDY HAR- GREAVES, PRÓFESSOR Í KENNSLUFRÆÐUM Í BOSTON, SEM VAR STADDUR HÉR Á LANDI Á DÖGUNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hargreaves lýkur lofsorði á Biophiliu-verkefni Langholtsskóla enda sé samvinna milli ólíkra greina afar mikilvæg. Morgunblaðið/Eggert *Lykilatriðið íþessu sambandier að tjalda ekki til einnar nætur, fórna ekki stórum hags- munum fyrir skjót- fenginn gróða. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Fjölskyldan *Hið eina sanna markmið menntunar er að gera manninn hæfan til að haldaendalaust áfram að spyrja spurninga. Mandell Creighton, sagnfræðingur og biskup

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.