Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 26
K
ristján Eggertsson og Kristján Örn
Kjartansson hjá íslensk-dönsku
arkitektastofunni KRADS, hafa síð-
an árið 2010 nýtt sér Lego-kubba
við kennslu og þróun verkefna í listaháskól-
um víðsvegar um heiminn. Í byrjun ágúst
kom á markað vara frá Lego, Lego Archi-
tecture Studio, í Evrópu sem byggist á hug-
myndafræði vinnustofu KRADS um að vekja
áhuga, virkja sköpunargáfuna og dýpka
skilning fólks á arkitektúr almennt. Pakkinn
inniheldur 1.200 hvíta Lego-kubba og er,
ólíkt öðrum vörum frá Lego, án leiðbeininga.
KRADS vann með Lego að þróun vörunnar
og er teiknistofan hugmyndafræðilegur rit-
stjóri veglegrar bókar sem fylgir kubbunum
og er hugsuð til þess að veita innblástur og
innsýn í hönnunarferli arkitekta.
„Það hefur verið ákveðin tilhneiging hjá
arkitektanemum síðustu ár að gera minna af
„fýsískum“ líkönum og styðjast frekar við
tölvugerð þrívíddarmódel í hönnunarferlinu.
„Fýsíska“ líkanið er þó afar mikilvægt verk-
færi og okkur langaði að setja saman vinnu-
stofu fyrir arkitektanema þar sem eingöngu
væri unnið með slík líkön. Við ákváðum að
nýta okkur Lego-kubbinn í vinnustofunum
þar sem hann er mjög demókratískur sem
byggingarefni, þ.e.a.s. það geta allir byggt
úr Lego, og fókusinn er því frekar á hug-
myndirnar að baki líkönunum en hversu vel
þau eru sett saman,“ útskýrir Kristján. Hug-
myndin að vinnustofunni var að taka burt
þessi hefðbundnu verkfæri sem arkitekta-
nemendur notast yfirleitt við, tölvuna, penn-
ann og svo framvegis, og leyfa þeim ein-
göngu að vinna í líkön.
„Það sem gerist með því er að það verður
meira samtal milli nemendanna og kubbarn-
ir ýta sjálfkrafa undir leik í hönnuninni, sem
er mjög mikilvægur þáttur í ferlinu sjálfu,“
útskýrir Kristján Örn en þeir Kristján fóru
af stað með áhugaverðar vinnustofur fyrir
arkitektanema í Listaháskóla Íslands árið
2010. Upphaflega var vinnustofan aðallega
hugsuð fyrir fyrsta árs nemendur, til þess
að koma þeim fljótt í gang og kynna þeim
grunnhugtök í faginu og ýta undir samtal
nemenda.
„Vinnustofurnar eru oftast með mjög
hratt tempó sem er að því leyti gott að sam-
tal nemendanna verður að ganga upp, það
er varla tími til þess að
vera annað en sammála. Að vissu leyti eru
vinnustofurnar þjálfun í skipulagðri sam-
vinnu og sú æfing er mjög góð fyrir nem-
endur,“ segir Kristján Örn.
Árið 2012 tók KRADS þátt í Hönn-
unarMars og í stað þess að sýna eitthvert af
hefðbundnum verkefnum arkitektastofunnar
ákváðu nafnarnir að sýna vinnustofuna sem
verkefni.
„Við vorum með innsetningu í Hafnarhús-
inu. Þar komum við fyrir stórum stöpli í
miðju rýmisins með fullt af Lego-kubbum og
öllum sem sóttu sýninguna gafst kostur á að
spreyta sig á byggingu,“ útskýrir Kristján
Örn og þá bætir Kristján við að með sýning-
unni hafi þeir uppgötvað hversu góður miðill
Lego-kubburinn sé til þess að tengja fólk og
ræða arkitektúr. „Lego-kubbarnir eru eitt-
hvað sem allir skilja og allir geta nýtt sér.
Þó svo að fólk sé stundum, eins og á sýning-
unni, bara að leika sér þá hefur þetta já-
kvæð áhrif á skilning og umræðuna um arki-
tektúr almennt,“ segir Kristján.
Hollenski arkitektinn Winy Maas, sem
hélt fyrirlestur á HönnuarMars sama ár,
varð hrifinn af sýningunni og stakk í kjölfar-
ið upp á því að KRADS kæmi með vinnu-
Kristján Örn Kjartansson
og Kristján Eggertsson hjá
arkitektastofunni KRADS.
Nemendur í George Town í Penang þar sem Kristján og Kristján Örn stýrðu tveggja daga vinnustofu.
Umhverfis hnöttinn
með Lego
NAFNARNIR KRISTJÁN EGGERTSSON OG KRISTJÁN ÖRN KJARTANSSON
HJÁ KRADS ARKITEKTUM HAFA UNDANFARIN FJÖGUR ÁR NÝTT SÉR
LEGO-KUBBA VIÐ KENNSLU Í ARKITEKTÚR OG ÞRÓUN VERKEFNA Í
LISTAHÁSKÓLUM VÍÐSVEGAR UM HEIMINN. Í KJÖLFARIÐ HÓFU ÞEIR SAM-
STARF VIÐ LEGO OG ÞRÓUÐU MEÐ ÞEIM VÖRU SEM ER TIL ÞESS GERÐ
AÐ AUKA SKILNING OG ÁHUGA FÓLKS Á ARKITEKTÚR ALMENNT.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
NÝTA LEGO-KUBBA VIÐ KENNSLU OG ÞRÓUN VERKEFNA
Morgunblaðið/KristinnLjósmynd/Okui Lala
Ljósmynd/Okui Lala
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Heimili og hönnun
H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7
AfsláttuR
3.000
kRónuR!
SALA
Svart ekta leður
Burstað stál í fótum.
TILBOÐSVERÐ:
29.990 KR.
Fullt verð 34.990
ASAMA
PU-svart og hvítt.
Krómfætur.
TILBOÐSVERÐ:
11.990 KR.
Fullt verð 15.990
PIANA
Svart, brúnt og
hvítt PU áklæði.
TILBOÐSVERÐ:
9.990 KR.
Fullt verð 12.990
ANDREW
Svart, hvítt
og brúnt leður.
TILBOÐSVERÐ:
14.990 KR.
Fullt verð 19.990
ATHENA
Ljóst og steingrátt
áklæði. Viðarfætur.
TILBOÐSVERÐ:
24.990 KR.
Fullt verð 29.990
ALEXA
Brúnt og svart ekta leður.
Burstað stál í fótum.
TILBOÐSVERÐ:
29.990 KR.
Fullt verð 34.990
AfsláttuR
4.000
kRónuR!
AfsláttuR
5.000
kRónuR!
AfsláttuR
5.000
kRónuR!
AfsláttuR
5.000
kRónuR!
AfsláttuR
5.000
kRónuR!
REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJA