Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 42
Sérviska 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 S érviska, viska sem er eitthvað sér- stök, er þokukennt hugtak yfir ýmiss konar hegðun og venjur sem eru kannski ekki alveg eftir bókinni – eitthvað sem er frá- brugðið meðalhegðuninni eða meðalvenj- unum. Viðhorf til sérvitringa getur birst á alla vegu í daglegu tali og umræðu. Árið 1980 birtist grein í Helgarpóstinum þar sem þær áhyggjur voru viðraðar að fólk leyfði sér ekki lengur að vera sérviturt og sérvitr- ingum færi óðum fækkandi. „Allir eru orðnir keimlíkir. Frumleikinn er óðum að hverfa,“ skrifar blaðamaðurinn Guðjón Arngrímsson meðal annars og vitnar svo til Helga Hálf- danarsonar þýðanda sem á að hafa sagt að betra væri að vera sérvitur en samheimskur. Nokkrum árum síðar skrifaði Ólafur Orms- son grein um sérvisku í Morgunblaðið og sagði það af sem áður væri; að fólk væri virt fyrir sjálfstæði sitt og frumleika. Sérviska er í skrifum gjarnan tengd greindum og skapandi einstaklingum og ein- staklingarnir sjálfir tengja sérvisku sína oft einhvers konar hjátrú eða hreinlega aukinni vellíðan. Ekki skal fullyrt að viðmælendur í þessari grein séu sérvitringar enda virðast það vera fremur duttlungafullar ákvarðanir sem ákvarða hverjir falla undir þá skilgreiningu og hverjir ekki. Hins vegar eiga viðmæl- endur á næstu síðum sameiginlegt að hafa tileinkað sér, meðvitað og ómeðvitað, ein- hvers konar hegðun, sem trúlegt er að sé eitthvað frábrugðin hinu „venjulega“. Sumir tengja þessa hegðun einhvers konar hjátrú en þessir ávanar hamla viðmælendum þó ekki í hinu daglega lífi heldur gefa þeim í flestum tilfellum skemmtilegan lit og skreyta mannlífsflóruna í augum okkar hinna. Þess má geta að árið 2012 var gerð úttekt á sérvitrustu einstaklingum heims af banda- ríska samskiptafyrirtækinu Natural Valley og greint frá niðurstöðum í fjölmiðlum á þeim tíma. Einn Íslendingur, Björk Guð- mundsdóttir söngkona, komst á þann lista en hún lenti í 10. sæti yfir sérvitrustu ein- staklinga heims. Ekki eftir bókinni Í DAGLEGU AMSTRI GEFUR ÞAÐ LÍFINU LIT AÐ VITA TIL ÞESS AÐ ÞARNA ÚTI ERU EINSTAKLINGAR SEM BRJÓTA UPP DAGLEGT MYNSTUR OG SKREYTA MANNLÍFIÐ MEÐ EINHVERJU EILÍTIÐ ÖÐRUVÍSI Í HEGÐUN SINNI OG VENJUM. MISMIKIÐ OG MISOFT OG VISSULEGA SPURNING HVAÐ MÁ KALLA MEÐVITAÐ OG HVAÐ ÓMEÐVITAÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þóra Sigurðar- dóttir í einni af sínum hefðbundnu innkaupaferðum. Morgunblaðið/Þórður „Ef þú færð sms og ég er nálægt geturðu gert ráð fyrir að heyra hljóðið tvisvar,“ segir Hannes Þórður Þorvaldsson lyfja- fræðingur og útskýrir þetta nánar. „Ég á það sem sagt til að ósjálfrátt end- urtaka hljóð sem ég heyri í umhverfinu. Allt frá símhringingum, tónlist og tali annars fólks upp í hljóð úr prenturum.“ Þetta geta verið ansi flókin hljóð sem fólk lærir ekki svo glatt eins og sumar sms-meldingar, sem eru oft í fimmundum að sögn Hannesar. „Ef fólk segir hlutina á einhvern afger- andi hátt endurtek ég oft ýktu hljóðin eða syng þau í kjölfarið. Ef sími hringir eða einhver fær facebook-skilaboð sem hljóma yfir rýmið muntu heyra þau hljóð í annað sinn. Þetta getur jafnvel farið í taugarnar á manni sjálfum,“ segir Hannes og bætir við að reyndar heyri hann oft að það eru fleiri en hann í því að bergmála. Þegar hann hafi bent fólki á það komi það hins vegar yfirleitt af fjöllum og átti sig ekki á því. „Kannski tek ég frekar eftir þessu því ég hef verið mikið í söng og pæli í hljóð- um. Hljóð úr prentara minnir til dæmis svolítið á Star Wars-stefið og mér finnst það skemmtilegt.“ Þegar eitt blað prent- ast út í vinnunni hjá Hannesi má því búast við að önnur ósýnileg blaðsíða, úr smiðju Hannesar, fylgi í kjölfarið. HANNES ÞÓRÐUR ÞORVALDSSON LYFJAFRÆÐINGUR Morgunblaðið/Kristinn Bergmálar prentara Hannes Þórður Þor- valdsson með prent- aranum vini sínum. Sé Kjartan Guðmundsson staddur í stigagangi er hann rækilega með hugann við það hvernig hann gengur hann upp og niður og al- mennt ef hann er að feta sig upp og niður þrep. „Þegar ég geng upp og nið- ur tröppur verð ég að enda á hægri fæti þegar ég er kom- inn á síðasta þrepið eða ef þetta er stigagangur þá verð ég að enda á hægri fæti á hverjum palli milli hæða.“ Þetta getur verið sérlega flókið því Kjartan vill ekki þurfa að skipta um fót í miðjum stiganum og hann reynir því að reikna út tröpp- urnar áður en hann leggur af stað. Hann er þó orðinn nokkuð lunkinn í því með aldrinum og segist yfirleitt örsnöggur að því. „Ef útreikningurinn klikk- ar, þar sem eru til dæmis mjög margar tröppur, reyni ég frekar að hoppa yfir eitt þrep á öðrum fæti í stað þess að væflast með að skipta um fót á sama þrepi. Þetta er undarlegt vegna þess að ég hef alltaf verið glataður í stærðfræði og vonlaus með allt er viðkemur tölum.“ KJARTAN GUÐMUNDSSON ÚTVARPSMAÐUR Morgunblaðið/Þórður Reiknar út áður en lagt er af stað Kjartan Guðmunds- son útvarpsmaður í frekar auðveldum stiga sem þægilegt er að reikna út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.