Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 42
Sérviska 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 S érviska, viska sem er eitthvað sér- stök, er þokukennt hugtak yfir ýmiss konar hegðun og venjur sem eru kannski ekki alveg eftir bókinni – eitthvað sem er frá- brugðið meðalhegðuninni eða meðalvenj- unum. Viðhorf til sérvitringa getur birst á alla vegu í daglegu tali og umræðu. Árið 1980 birtist grein í Helgarpóstinum þar sem þær áhyggjur voru viðraðar að fólk leyfði sér ekki lengur að vera sérviturt og sérvitr- ingum færi óðum fækkandi. „Allir eru orðnir keimlíkir. Frumleikinn er óðum að hverfa,“ skrifar blaðamaðurinn Guðjón Arngrímsson meðal annars og vitnar svo til Helga Hálf- danarsonar þýðanda sem á að hafa sagt að betra væri að vera sérvitur en samheimskur. Nokkrum árum síðar skrifaði Ólafur Orms- son grein um sérvisku í Morgunblaðið og sagði það af sem áður væri; að fólk væri virt fyrir sjálfstæði sitt og frumleika. Sérviska er í skrifum gjarnan tengd greindum og skapandi einstaklingum og ein- staklingarnir sjálfir tengja sérvisku sína oft einhvers konar hjátrú eða hreinlega aukinni vellíðan. Ekki skal fullyrt að viðmælendur í þessari grein séu sérvitringar enda virðast það vera fremur duttlungafullar ákvarðanir sem ákvarða hverjir falla undir þá skilgreiningu og hverjir ekki. Hins vegar eiga viðmæl- endur á næstu síðum sameiginlegt að hafa tileinkað sér, meðvitað og ómeðvitað, ein- hvers konar hegðun, sem trúlegt er að sé eitthvað frábrugðin hinu „venjulega“. Sumir tengja þessa hegðun einhvers konar hjátrú en þessir ávanar hamla viðmælendum þó ekki í hinu daglega lífi heldur gefa þeim í flestum tilfellum skemmtilegan lit og skreyta mannlífsflóruna í augum okkar hinna. Þess má geta að árið 2012 var gerð úttekt á sérvitrustu einstaklingum heims af banda- ríska samskiptafyrirtækinu Natural Valley og greint frá niðurstöðum í fjölmiðlum á þeim tíma. Einn Íslendingur, Björk Guð- mundsdóttir söngkona, komst á þann lista en hún lenti í 10. sæti yfir sérvitrustu ein- staklinga heims. Ekki eftir bókinni Í DAGLEGU AMSTRI GEFUR ÞAÐ LÍFINU LIT AÐ VITA TIL ÞESS AÐ ÞARNA ÚTI ERU EINSTAKLINGAR SEM BRJÓTA UPP DAGLEGT MYNSTUR OG SKREYTA MANNLÍFIÐ MEÐ EINHVERJU EILÍTIÐ ÖÐRUVÍSI Í HEGÐUN SINNI OG VENJUM. MISMIKIÐ OG MISOFT OG VISSULEGA SPURNING HVAÐ MÁ KALLA MEÐVITAÐ OG HVAÐ ÓMEÐVITAÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þóra Sigurðar- dóttir í einni af sínum hefðbundnu innkaupaferðum. Morgunblaðið/Þórður „Ef þú færð sms og ég er nálægt geturðu gert ráð fyrir að heyra hljóðið tvisvar,“ segir Hannes Þórður Þorvaldsson lyfja- fræðingur og útskýrir þetta nánar. „Ég á það sem sagt til að ósjálfrátt end- urtaka hljóð sem ég heyri í umhverfinu. Allt frá símhringingum, tónlist og tali annars fólks upp í hljóð úr prenturum.“ Þetta geta verið ansi flókin hljóð sem fólk lærir ekki svo glatt eins og sumar sms-meldingar, sem eru oft í fimmundum að sögn Hannesar. „Ef fólk segir hlutina á einhvern afger- andi hátt endurtek ég oft ýktu hljóðin eða syng þau í kjölfarið. Ef sími hringir eða einhver fær facebook-skilaboð sem hljóma yfir rýmið muntu heyra þau hljóð í annað sinn. Þetta getur jafnvel farið í taugarnar á manni sjálfum,“ segir Hannes og bætir við að reyndar heyri hann oft að það eru fleiri en hann í því að bergmála. Þegar hann hafi bent fólki á það komi það hins vegar yfirleitt af fjöllum og átti sig ekki á því. „Kannski tek ég frekar eftir þessu því ég hef verið mikið í söng og pæli í hljóð- um. Hljóð úr prentara minnir til dæmis svolítið á Star Wars-stefið og mér finnst það skemmtilegt.“ Þegar eitt blað prent- ast út í vinnunni hjá Hannesi má því búast við að önnur ósýnileg blaðsíða, úr smiðju Hannesar, fylgi í kjölfarið. HANNES ÞÓRÐUR ÞORVALDSSON LYFJAFRÆÐINGUR Morgunblaðið/Kristinn Bergmálar prentara Hannes Þórður Þor- valdsson með prent- aranum vini sínum. Sé Kjartan Guðmundsson staddur í stigagangi er hann rækilega með hugann við það hvernig hann gengur hann upp og niður og al- mennt ef hann er að feta sig upp og niður þrep. „Þegar ég geng upp og nið- ur tröppur verð ég að enda á hægri fæti þegar ég er kom- inn á síðasta þrepið eða ef þetta er stigagangur þá verð ég að enda á hægri fæti á hverjum palli milli hæða.“ Þetta getur verið sérlega flókið því Kjartan vill ekki þurfa að skipta um fót í miðjum stiganum og hann reynir því að reikna út tröpp- urnar áður en hann leggur af stað. Hann er þó orðinn nokkuð lunkinn í því með aldrinum og segist yfirleitt örsnöggur að því. „Ef útreikningurinn klikk- ar, þar sem eru til dæmis mjög margar tröppur, reyni ég frekar að hoppa yfir eitt þrep á öðrum fæti í stað þess að væflast með að skipta um fót á sama þrepi. Þetta er undarlegt vegna þess að ég hef alltaf verið glataður í stærðfræði og vonlaus með allt er viðkemur tölum.“ KJARTAN GUÐMUNDSSON ÚTVARPSMAÐUR Morgunblaðið/Þórður Reiknar út áður en lagt er af stað Kjartan Guðmunds- son útvarpsmaður í frekar auðveldum stiga sem þægilegt er að reikna út.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.