Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 11
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Félagar í Lionsklúbbnum Dynk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fóru um sl. helgi í hálendisleiðangur inn með Þjórsá. Gerðu sér erindi að skoða hinn fræga og fallega foss í Þjórsá sem klúbburinn er nefndur eftir. Segja má að farið hafi verið farið bakdyramegin í málið, þ.e. að ekið var að fossinum austanmegin frá; það er norður eftir Búðarhálsi á Holtamannaafrétti. Á Suðurlandi gildir að Holtamenn tala um Gljúf- urleitarfoss en Gnúpverjar segja Dynkur. Bæði nöfnin eru því rétt. Leiðsögumaður í ferðinni var Sig- urður Páll Ásólfsson á Ásólfsstöðum. „Hann gjörþekkir svæðið eftir ára- tugastörf við vatnamælingar á há- lendinu. Er jafnframt góður sögu- maður,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri í Ásahreppi og nú ráðherra. Hann er einn liðs- manna Dynks, en starfssvæði klúbbsins er heimasveit hans. Fossinn Dynkur er 38 metra hár. Fellur fram af mörgum stöllum í smáfossum sem mynda einstaklega fallegt, formfagurt og heildstætt fossakerfi, sem er hliðstæðufátt á Ís- landi. Vatn í fossinum er minna en áður, vegna miðlunar fyrir virkjanir á svæðinu. ÞJÓRSÁ Lionsmenn úr Hreppum við fossinn fagra. Fremstur er Sigurður Páll Ásólfsson leiðsögumaður sem þekkir sjálfsagt flestum betur til á þessu svæði. Ljósmynd/Björgvin G. Sigurðsson Skoðuðu Dynkinn Bæjarráð Hornafjarðar er ósátt við þá ætlan að sveitarfélagið, sem nær frá Hvalnesskriðum á Skeið- arársand, eigi að tilheyra embætti lögreglustjórans á Austurlandi, skv. breyttri skipan í lögreglu- málum. Áður hafa Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga látið sama í ljós. Segir að mikilvægt sé að þeir sem hagsmuna eigi að gæta eigi kost á því að leita til þingmanna kjördæmisins með mál sem snerta málefni umdæma sýslumanna og lögreglustjóra. Hornafjörður er nú í Suðurkjördæmi en tilheyrði forð- um gamla Austurlandskjördæminu. Hornfirðingar vilja raunar að sjálfstæður lögreglustjóri sé áfram á svæðinu, ella löglærður yfirlög- regluþjónn. Þá verði að tryggja að á Höfn verði áfram tveir varð- stjórar og aðrir tveir óbreyttir. HORNAFJÖRÐUR Lögregla sé í kjördæmi Bæjaryfirvöld á Hornafirði vilja koma lögreglumálunum í örugga höfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í vikunni hófust skipulagðar rútu- ferðir á leiðinni milli Patreksfjarðar, Brjánslækjar á Barðaströnd og Ísa- fjarðar. Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf. samdi við Fjórðungssamband Vestfirðinga um þetta verkefni og sinnir því með Vestfjarðaleið ehf. og Sæferðum hf. Ferðir milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar verða daglega allt árið í tengslum við ferjusiglingar Bald- urs yfir Breiðafjörð. Með þessu skapast fólki á ferðinni tækifæri á að tengjast ferðum Baldurs og þar með kerfi Strætó úr Stykkishólmi til Reykjavíkur þaðan sem leiðirnar liggja áfram um allt land. Ferðir milli Ísafjarðar og Brjáns- lækjar verða þrisvar í viku til 15. september næstkomandi, á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudög- um. Gert er ráð fyrir að þær hefjist að nýju 15. maí á næsta ári – eða um leið og Dynjandis- og Hrafnseyr- arheiðar eru orðnar færar en þær eru snjóþungar enda yfir há fjöll að fara. PATREKSFJÖRÐUR Baldursrúta af stað Frá Patreksfirði er nú greið leið með strætó til Brjánslækjar í skip þar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heimilisiðnaðurinn býðurupp á marga möguleika.Ég vona að þegar fram líða stundir geti þetta kannski orðið eitthvað meira,“ segir Að- alheiður Lára Guðmundsdóttir í Grundarfirði. Hún opnaði á dög- unum á félagsmiðlinum Facebook síðuna Kafla-prjónavörur þar sem hún kynnir handavinnu sína. Þarna getur fólk sem áhuga hef- ur kynnt sér það sem Aðalheiður prjónar – og lagt inn pantanir. Lærði kúnstina ung Aðalheiður segir að prjónaskapur og öll handavinna hafi alltaf verið stór þáttur í lífi sínu. „Ég var bara stelpa þegar ég lærði þessa kúnst og fannst strax gaman. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Ég fylgi bæði uppskriftum og hef fikrað mig áfram með ýmislegt nýtt,“ segir Aðalheiður, sem síðasta vetur sótti námskeið við Háskólann á Bifröst sem bar yfirskriftina Máttur kvenna. Það var ætlað konum sem vilja hefja atvinnurekstur eða standa á tíma- mótum í lífinu og vilja róa á ný mið eins og að afla sér frekari menntunar. En aftur að prjónaskapnum. Síðasta haust bar Aðalheiður Lára, sem er fædd og uppalin í Breiðuvík á sunnanverðu Snæ- fellsnesi, sigur úr býtum í sam- keppni Landssamtaka sauðfjár- bænda og Ístex. Þar var keppt um bestu íslensku óveðurspeys- una og Kafla, sem var hennar uppskrift, þótti best. Grænn, svartur, hvítur og blár eru lit- irnir í peysunni, sem er hneppt, og tölurnar unnar úr klaufbeinum kinda. „Einhverju sinni þegar ég var á vakt í sauðburði að nóttu sá ég grænan mosann, dökkt hraun- ið og himinblámann. Þetta greip mig og ég ákvað að prjóna út frá þessu. Í prjónaskapnum finnst mér alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað sem sker sig úr fjöldanum,“ segir Að- alheiður sem á vefsíðu sinni kynnir húfur, peysur, vettlinga, púða, pottaleppa og annað slíkt. Allt prjónað og gert af meist- arahöndum. GRUNDARFJÖÐUR Prjónar eftir pöntunum PRJÓNAKONAN FÓR Á BIFRÖST. OPNAÐI SVO VEFSÍÐU TIL AÐ KYNNA SIG OG SITT. ÞAR MÁ LEGGJA INN ÓSKIR UM VÖRUR. Aðalheiður Lára í snoturlega hannaðri peysu sem hún prjónaði. Hún sést hér halda á púða þar sem Kirkjufellið er fyrirmynd. Fjallið sjálft í baksýn. Morgunblaðið/ Skapti Óánægja er með þá ætlun heilbrigðisráðherra að heilbrigðisstofnanir norðanlands sameinist í eina. Það segir byggðaráð Skagafjarðar gegn vilja Skagfirðinga og vill yfirtaka rekstur sjúkrahússins á Króknum. Skagafjörður Ferðum strætó í Árborg, sem fara milli Selfoss, Eyrar- bakka og Stokkseyrar, var fjölgað í vikunni. Var m.a. bætt við tveimur ferðum síðdegis, svona að koma til móts við t.d. krakka á ströndinni sem æfa íþróttir á Selfossi. Árborg Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gla›legar bóka- sto›ir Ugla eða Kisa Kr. 3.600 settið (2 stk.)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.