Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 * Andri Freyr Viðarsson á Rás 2: „Kristinn,hvaðan kemurðu?“ Kristinn R. Ólafsson:„Ég kom vestan úr bæ, en ég er úr Eyjum.“Landið og miðinSIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND AKRANES Myndlistarkonan Erna Hafnes var útnefnd bæjarlistamaður Akraness 2014 við hátíðlega athöfn á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn. Erna hefur haldið fjölmargar málverkasýning síðast hélt hún samsýning í vita í Akranesvita með H Guðbrandsdóttur. Mennin óskaði eftir tilnefningum f Akranesi og fékk Erna fle HVOLSVÖLLUR Hjólreiðakeppnin Tour de Hvols- völlur fer fram á laugardag eftir viku. Nafnið vísar til frægustu hjólreiðakeppni heims,Tour de France, en keppendur geta valið á milli tveggja vegalengda; annars vegar frá Reykjavík að Hvolsvelli, 110 km, hins vegar frá Selfos 48 km. Netskráning er á www.hjolam SÚÐAVÍK Murr ehf. í Súðavík hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að sögn bb.is. Murr var stofnað 2008 og framleiddi gæludýrafó rir hunda og ketti. Fasteignafé gið Langeyri ehf. og SAH afurðir ehf. fóru fram á gjaldþrotaskip AKUREYRI Líklegt er að nýnemar viðVerkmenntaskólann á Akureyri verði fleiri í haust en undanfarin ár en r alls 1.2 knigreinum að sögn Hjalt tara og hefur aðsókn ar aldrei verið jafnmikil; t.d. í véltæknigreina og grunndeild rafi SEYÐIS Hljómsv Dúkk óhélt á Ö S J óhannes Jóhannsson skógar- bóndi á Silfrastöðum í Skagafirði áformar að gróðursetja allt að 15.000 skógarplöntur í landareign sinni á þessu sumri. Liðin eru 23 ár síðan Jóhannes snéri sér að skógrækt og fyrir fimm árum þótti saga til næsta bæjar þegar 1.000.000. skógarplantan í Silfra- staðalandi var sett í jörð. Nú nálg- ast þær 1,1 milljón og dafna vel. Það sjá vegfarendur sem aka fram Skagafjörð. Silfrastaðir eru syðsti bær í Blönduhlíð og eru skógarlönd jarðarinnar frá Bólugili í norðri að Kotá í Norðurárdal, skammt áður en ekið er upp á Öxnadalsheiði. Þetta belti er alls um tíu km langt og eru efstu trén í um 400 metra hæð uppi við kletta. „Þetta starf er heilmikið púl en afar skemmtilegt. Við getum farið á fjórhjólum hér um brekkurnar með plöntur til gróðursetningar. Okkur hefur gengið vel að undanförnu og á góðum degi náum við að koma 700 til 800 plöntum í jörð. En þeg- ar við erum hér uppi í svona brött- um hlíðum verður þetta tafsam- ara,“ sagði Jóhannes þegar Morgunblaðsmaður hitti þau Þóru Jóhannesdóttur eiginkonu hans í síðustu viku. Þau voru þá að gróð- ursetja sprota við Kotá í Norður- árdalnum – og hvað annað en lerki? Reynslan sýnir að lerkið dugar einkar vel til dæmis í grýttum jarð- vegi og þar sem hvassviðrasamt eða snjóþungt getur orðið. Tek ekki peninga í gröfina Skógræktarstarf á Silfrastöðum hófst 1991 og eru hæstu trén á svæðinu nú orðin um 10 m há. Talsvert er síðan byrjað var að grisja skóginn. Þó að það sé í smáum stíl enn sem komið er eru nytjarnar orðnar talsverðar. Nokk- uð fellur til af spírum sem notaðar eru sem girðingarstaurar. Þá er sprek góður eldiviður. „Tekjurnar af bændaskógrækt- inni eru ekki miklar til að byrja með. En peningarnir koma í fyll- ingu tímans. Eftir þrjátíu ár eða svo verður þessi skógur farinn að skila góðum smíðaviði – og raunar eru margir farnir að nýta tiltækt íslenskt timbur við framkvæmdir sínar. Skógurinn eykur verðgildi þessarar jarðar en sjálfsagt mun ég ekki lifa þá tíma að hafa mikinn af- rakstur af þessu ræktunarstarfi. Hitt ber á að líta að maður tekur ekki peningana með sér í gröfina svo þetta breytir kannski ekki miklu. Það er góð tilfinning að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og skila landinu af sér í betra horfi en var. Að þessu leyti er ég rækt- unarmaður þó að mér hafi ekki verið sýnt um slíkt meðan ég stundaði fjárbúskap,“ segir Jóhann- es. Hann segir þau Þóru munu stunda búskap á Silfrastöðum fram á næsta ár. Er þá ætlunin að Hrefna, dóttir Jóhannesar, sem er skógfræðingur, og Johann Holzt eiginmaður hennar taki við. Á ann- að hundrað bændur eiga aðild að Norðurlandsskógum. Skógrækt þessi er stunduð með timburfram- leiðslu í huga en einnig til landbóta, það er bætt skilyrði fyrir fuglalíf, ferðaþjónustu og fleira. Fyrir hverja gróðursetta plöntu fá bænd- ur greiddar 15 kr. auk greiðslna fyrir sértækari verk. Sama ætt hefur setið Silfrastaði í 130 ár. Jóhannes, sem er 65 ára að aldri, kom í sveitina með foreldrum sínum tveggja ára gamall og hefur átt þar heima síðan. Skýr afrakstur „Í fáu sér maður afrakstur starfs síns jafn skýrt og í skógrækt. Hér erum við með alls 470 hektara und- ir. Þá eru birkisprotar farnir að stinga sér upp hér á bökkum Norð- urár og Héraðsvatna og ef að lík- um lætur verður þar kominn fal- legur birkiskógur eftir nokkra áratugi,“ segir Jóhannes að síðustu. SKAGAFJÖRÐUR Milljón tré og dafna vel SKÓGURINN SETUR SVIP SINN Á SILFRASTAÐALANDIÐ. MEÐ SPROTA UM BREKKUR. AFURÐIR EFTIR ÁRATUGI. TÍU METRA HÁ TRÉ. LANDABÆTUR OG BÚIÐ Í HAGINN. Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir hér stödd þar sem „menningin vex í lundi nýrra skóga,“ eins og skáldið orti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Það er fallegt að líta heim að Silfrastöðum og kirkja setur svip á staðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.