Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 2
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn eykst rúmmál kvikugangsins undir Holuhrauni og Dyngjujökli. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlis- fræði, segir það sýna að meiri kvika streymi inn í ganginn en upp úr hon- um komi í eldgosinu í Holuhrauni. Óvissa er um þró- unina og segir Páll hægt að draga upp furðu- lega margar mis- munandi sviðs- myndir um hugsanlega þró- un. GPS-mælingar síðasta sólar- hrings sýndu að hægt hefur á hreyfingum. Kviku- gangurinn sem nú gýs úr hefur lík- lega ekki lengst til norðurs síðustu daga, að mati Páls. Hann hafi frekar breikkað. Svo geti verið að það hafi grynnkað á honum sums staðar, kvik- an hafi færst ofar í jarðskorpunni. Sigdalurinn liggur yfir sprungunni, frá gosstaðnum og inn undir jökul, og sprungur sýna að gangurinn er grunnt undir yfirborði. Páll skýrir þetta út með því að benda á að þegar gangur myndast í jarðskorpunni gliðni skorpan í kring. Ef kvikan nái ekki upp á yfirborðið myndist sprung- ur og sig vegna þess að efni vanti til að mæta gliðnuninni. Breiddin á sigdaln- um svarar til dýptarinnar niður á kvikuna. Hún ætti samkvæmt því að vera á hálfs til eins kílómetra dýpi norðan við Dyngjujökul og inn undir hann. Sprunga gæti opnast í sigdal Ekki er hægt að fullyrða um þróun mála, að sögn Páls, raunar hægt að draga upp margar mismunandi sviðs- myndir. Ein er sú að gangurinn nái upp á yfirborðið með gosi á fleiri stöð- um. Þá væri líklegast að það gerðist á sprungu í sigdalnum og gæti þá jafn- vel náð inn undir jökul. Páll minnir jafnframt á að mögulegt sé að kviku- innstreymið og gosið fjari út eða þá að jafnvægi skapist með því að núver- andi gossprunga nái að skila meira efni upp á yfirborðið. Til þess þyrfti gosið að færast í aukana frá því sem nú er. „Þá gæti gosið haldið áfram býsna lengi.“ Páll telur mestar líkur á að eitthvað gerist á núverandi gossprungu, ef kvikan heldur á annað borð áfram að streyma inn, en vill þó minna á aðra möguleika. „Það sem gerðist í Gjálp- argosinu 1996 er enn í fersku minni. Því var hrundið af stað með stórum skjálfta í Bárðarbunguöskjunni. Ein- hver svoleiðis atburðarás gæti farið af stað,“ segir Páll og rifjar upp þá mörgu stóru skjálfta sem orðið hafa í öskjunni í hrinunni sem nú stendur yfir. Hann segir hugsanlegt að þessir skjálftar setji af stað kvikuhlaup í aðra átt. „Þá taka menn eftir því að Bárðarbunga er búin að pota í ná- grannaeldfjöllin. Það hafa komið skjálftar í Lokahrygg þar sem Skaft- árkatlar eru, í Tungnafellsjökli og í Kverkfjöllum,“ segir Páll. Gæti minnkað í Dettifossi Holuhraun er besti staðurinn fyrir hraungos. Þar getur ekkert tjón orðið og nóg pláss fyrir hraunið. Mesta hraunrennslið er undan vatnshallan- um, í austnorðaustur, og stefnir því á Jökulsá á Fjöllum. Þótt enn sé nokk- uð í að hraunið nái þangað segir Páll að það hljóti að enda í ánni ef það á annað borð haldi áfram. Ekki verður nein hætta á ferðum við það en búast má við mikilli gufumyndun þegar heitt hraun mætir jökulvatninu og að verulega dragi úr vatnsrennsli út af því. Áin gæti stíflast um tíma þangað til hún færi að renna yfir hraunið. Því gæti minnkað verulega í Dettifossi um tíma og aflmesti foss landsins yrði aðeins svipur hjá sjón. Bárður potar í granna  Eldgosið hefur ekki undan kvikuinnstreymi í ganginn  Eldgosið gæti staðið lengi  Hrinan gæti tekið aðra stefnu Útbreiðsla hrauns Grunnkort/Loftmyndir ehf. Útbreiðsla hrauns 1. sept. 4.2 km2 Útbreiðsla hrauns 3. sept. 9.1 km2 Dyngjujökull Holuhraun Jök ulsá á Fj öllu m Jö ku lsá á F jöl lum Haldi hraunið áfram að stækka í sömu átt gæti það haft áhrif á farveg Jökulsár á Fjöllum Dyngjujökull Askja Kistu- fell Kverk- fjöll Hraunjaðar 2.9.2014 byggir á vettvangsrannsóknum Ármanns Höskuldssonar & co Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldsprunga Trölladyngja Í gær, 4. sept., var út- breiðsla hrauns 12 km2 Páll Einarsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Púttmót á milli heimilismanna á Hrafnistu og bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar fór fram í gær á vellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði. Mótið er haldið árlega. Keppt er um farandbikar sem heimilismenn vinna oftast. Morgunblaðið/Þórður Heimilismenn á Hrafnistu kepptu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar í pútti Glatt á hjalla á púttmóti Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Viss merki eru um að gosvirknin norðan Vatnajökuls gæti verið að ná jafnvægi. Gosið í Holuhrauni heldur enn áfram af krafti en dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á svæðinu. Engu að síður er enn fullkomin óvissa um hvað gerist næst með eld- virknina, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Hraun hélt áfram að vella upp úr gossprungunni í Holuhrauni í gær, fimmta sólarhringinn í röð. Þakti það nærri tólf ferkílómetra svæði í gær- kvöldi. Magnús Tumi segir athygl- isvert við gosið að það hafi byrjað með miklum krafti, svo hafi dregið úr því en síðustu tvo sólarhringa hafi það heldur vaxið aftur. Nú sé rennsl- ið um það bil helmingur þess sem var í upphafi gossins. GPS-mælingar benda til þess að hægt hafi á gliðnun jarðskorpunnar. Þá hefur dregið úr jarðskjálftum í og við kvikuganginn sem knýr gosið. Minni líkur á frekari umbrotum „Stóra spurningin er hvort hraun- rennslið [í Holuhrauni] sé nægilegt til að vega upp á móti þeirri kviku sem kemur inn að neðan. Enn sem komið er er ekki víst að það sé komið á það stig en þó er svo að sjá að það sé að nálgast einhvers konar jafn- vægi,“ segir hann. Nái gosið jafnvægi eru minni líkur til skemmri tíma á að frekari elds- umbrot eigi sér stað. Magnús Tumi segir að enn sem komið er þurfi þó að líta svo á að jafnvægi hafi ekki náðst. „Þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart því að gosið teygi sig upp í jökul eða að það opn- ist hugsanlega á öðrum stað nær Bárðarbungu. Það eru allir mögu- leikar opnir,“ segir hann. Atburðarásin nú bendi ekki til þess að gosið taki fljótt af heldur geti það hugsanlega staðið í viku eða lengur. Til lengri tíma litið sé full- komin óvissa um hvort eldvirknin haldi áfram og breiðist út eða hvort hún fjari út þegar gosinu lýkur. Óróinn fjaraði út Órói sem sást á mælum í fyrradag og varð þess valdandi að vísinda- menn voru kallaðir frá gosstöðvun- um fjaraði út í fyrrakvöld. Í gær var hann ekki mælanlegur, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. „Eins og staðan er núna er allt með eins kyrrum kjörum og hægt er að hafa það miðað við ástandið eins og það hefur verið,“ sagði Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í gærkvöldi. Mögulega að ná jafnvægi  Dregur úr skjálftavirkni og gliðnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraunflæði Meira en 40 milljónir rúmmetra af kviku hafa streymt upp úr gossprungunni í Holuhrauni og virðist ekkert lát ætla að verða á í bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.