Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 33
stöðvar í Köln í Þýskalandi auk þess sem tónleikabókari sveitarinnar er þar í landi. – Kanntu einhverja skýringu á vin- sældum ykkar í þessum löndum? „Nei, það er náttúrlega nokkuð snúið að komast inn á Bandaríkja- markað og inn í Bretland sem stjórn- ar dálítið poppinu í Evrópu. Þeir eru dálítið uppteknir af sínu og Gus Gus er ekki tískuband þannig að við erum aldrei samstilltir við eitthvað sem er í tísku, erum bara að gera okkar, inn- blásnir af ólíkum tímabilum í sögu elektrónískrar tónlistar en samt með sterka tengingu inn í klúbba-sándið. Og þetta hafa Austur-Evrópubúar fílað, þeir fíla mjög mikið svona dans- skotið popp sem er frjálsara í form- inu. Þeir eru ekki eins háðir þessum fyrirmælum frá bresku og amerísku pressunni,“ segir Biggi og hlær. Rúta betri en flugvél Gus Gus heldur 36 tónleika á ferð sinni um Evrópu og Bandaríkin. „Þetta er slatti,“ segir Biggi um tón- leikafjöldann. Hljómsveitin mun ferðast um Evrópu í rútu og segir Biggi að sá ferðamáti sé mun þægi- legri en að fljúga á milli staða. „Það er mjög „hellað“ að fljúga á milli, þó að það sé ódýrara. Það er svo lík- amlega erfitt,“ segir Biggi. Best sé að geta slakað á í rútu að loknum tón- leikum og vaknað endurnærður á næsta tónleikastað. tískuna Ljósmynd/Ari Magg Gus Gus Högni Egilsson, Stephan Stephensen (President Bongo), Birg- ir Þórarinsson (Biggi Veira) og Daní- el Ágúst Haraldsson. Stephan er í fríi frá tónleikahaldi og hleypur Maggi Legó í skarðið fyrir hann. www.gusgus.com MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Sin City: A Dame To Kill For Hér er komið framhald og for- saga kvikmyndarinnar Sin City frá árinu 2005, sem byggð er á teiknimyndasögum Frank Miller. Sem fyrr segir af íbúum synda- borgarinnar Basin City sem búa við afar háa glæpatíðni og þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Með að- alhlutverk fara Jessica Alba, Mickey Rourke, Rosario Dawson, BruceWillis, Joseph Gordon- Levitt, Powers Boothe og Eva Green og með smærri hlutverk fara Josh Brolin, Lady Gaga, Juno Temple, Ray Liotta, Chri- stopher Lloyd, Christopher Mel- oni, Marton Csokas, Jaime King, Jeremy Piven, Jamie Chung, Julia Garner og Stacy Keach. Leikstjórar eru Frank Miller og Robert Rodriguez. Metacritic: 45/100 Rotten Tomatoes: 46% Life of Crime Smáglæpamennirnir Ordell og Louis ræna eiginkonu vellauðugs viðskiptajöfurs og freista þess að fá milljón dollara í lausnargjald. Viðskiptajöfurinn getur hins veg- ar ekki látið lögregluna vita þar sem hann hefur stundað ólögleg viðskipti. Hann heldur auk þess framhjá eiginkonu sinni og kann betur að meta viðhaldið en eig- inkonuna. Hann ákveður því að aðhafast ekkert og sitja Robbie og Gara uppi með gíslinn. Á slík- um vandræðum áttu þeir ekki von. Með aðalhlutverk fara Isla Fisher, Jennifer Aniston, John Hawkes, Mark Boone Junior, Mos Def, Tim Robbins og Will Forte. Leikstjóri er Daniel Schechter. Metacritic: 59/100 Rotten Tomatoes: 65% París norðursins Dramatísk gamanmynd eftir leik- stjórann Hafstein Gunnar Sig- urðsson, gerð eftir handriti Huld- ars Breiðfjörð. Í myndinni segir af Huga, 37 ára kennara í kyrr- látu þorpi úti á landi sem lærir portúgölsku í frístundum og sæk- ir AA-fundi. Dag einn hringir faðir hans í hann og segist ætla að koma í heimsókn. Þetta kemur flatt upp á Huga þar sem hann hefur ekki hitt föður sinn í mörg ár og lítil samskipti haft við hann um ævina. Heimsókn föðurins reynist Huga erfið og setur allt á annan endann. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Skúlason. Bíófrumsýningar Glæpir og tilfinningaflækjur Syndaborg Stilla úr Sin City: A Dame To Kill for. Eva Green með ónefndum og heldur ófríðum manni. Myndin er byggð á sögum Frank Miller. þekkta vörumerki, sprengingar og læti, í myndina og ríflega það. Það er raunar einn stærsti kostur myndarinnar hvað atburðarásin er hröð og mikið af bardögum í henni. Þá er myndin stútfull af vísunum í fyrri myndirnar fyrir okkur gömlu „Turtles-jálkana,“ og ættu bæði ungir og aldnir aðdáendur skjald- baknanna að geta notið mynd- arinnar. Í myndum af þessu tagi má sjaldnast búast við Óskarsverð- launaframmistöðu. Megan Fox stendur þó sína vakt í aðalhlutverk- inu með mikilli prýði, og nær að ljá April O’Neil þá alvöru sem hæfir kvikmynd um fjórar talandi stökk- breyttar skjaldbökur á táningsaldri, sem einnig eru ninjur, auk þess sem Fox kemur vel til skila þeirri gremju sem O’Neil finnur fyrir vegna þess að enginn tekur hana alvarlega vegna útlitsins. Nafnarnir Will Ar- nett og William Fichtner skila sínu einnig vel. Á móti kemur að myndin er nokk- uð fyrirsjáanleg og reynir varla að fela það. Þá þótti undirrituðum frek- ar vafasamt að April O’Neil vinnur líklega fyrir eina verstu fréttastofu í heimi, en fréttastjórinn, sem Whoopi Goldberg leikur, virðist vart geta séð stórfrétt fyrir framan nefið á sér. Þá er fullmikið af auglýsingum í myndinni, en Pizza Hut og Nokia hafa bæði eflaust lagt drjúgan skerf til myndarinnar. Myndin um skjaldbökurnar er lík- lega ekki allra, en eins og Vern segir við April snemma myndar: „Það þarf ekki allt að vera alvarlegt, það er í lagi stundum að gera froðu.“ Tee- nage Mutant Ninja Turtles er algjör froða, en það er stundum barasta í fínu lagi. Froða Teenage Mutant Ninja Turtles er algjör froða, en það er stundum barasta í fínu lagi, segir í gagnrýni um skjaldbökuninjumyndina. EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 10 JENNIFER ANISTON ISLA FISHER Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 ÍSL. TAL L L 12 12 14 PARÍS NORÐURSINS Sýnd kl. 8 - 10:10 LIFE OF CRIME Sýnd kl. 5 - 8 TMN TURTLES 3D Sýnd kl. 5 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 10:10 LUCY Sýnd kl. 8 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.