Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir að kaldastríðinulauk glímdi Atlantshafs- bandalagið við það að meginástæðan fyrir tilveru þess, hernaðar- ógnin frá Sovétríkjunum, var ekki lengur til staðar. Smátt og smátt hefur bandalagið því fet- að sig að nýjum tilgangi, hvort sem það hefur verið í Afganist- an og Líbýu eða að mynda ramma utan um björgunarstarf í norðurhöfum. Þegar boðað var til leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalags- ins sem nú stendur yfir í Wales var upphaflega gert ráð fyrir að þar yrði einungis rædd stað- an í Afganistan, en starfi bandalagsins þar er nú nýlokið. Úkraínukrísan og ástandið í Írak hafa hins vegar nánast rutt öðrum fundarefnum af borðinu. Vegna Úkraínukrísunnar er öryggi Eystrasaltsríkjanna einnig meðal helstu mála sem þarf að ræða. Þau eru full- komlega berskjölduð gagnvart hvers kyns ásælni Rússa. Heimsókn Obama til Tallinn og loforð hans um að Bandaríkin styddu við fullveldi þeirra und- irstrikar það að Eystrasalts- ríkin eru nú í raun komin í hlut- verk Vestur-Berlínar á tímum kalda stríðsins, sem veikasti hlekkur Atlantshafsbandalags- ins. Af sögulegum ástæðum hafa þessi ríki einnig ástæðu til þess að óttast björninn, en þar er innrásin 1940 og innlimun í Sovétríkin enn í fersku minni. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna hafa því krafist þess að fá var- anlegar herstöðvar bandalags- ins til sín, en tregða er til þess innan bandalagsins, vegna samkomulags frá árinu 1997, sem gert var við Rússa um að bandalagið myndi ekki staðsetja her- sveitir í ríkjum sem áður tilheyrðu Varsjárbandalaginu. Þjóðverjar hafa verið í far- arbroddi þeirra sem hafa viljað virða samkomulagið við Rússa, jafnvel þó að löngu sé orðið ljóst að allar forsendur þess séu nú brostnar. Bandaríkja- stjórn hefur einnig viljað finna lausn, sem myndi tryggja ör- yggi Eystrasaltsríkjanna, en gengi ekki gegn samkomulag- inu. Gildir þá einu þó að banda- menn Obama á Bandaríkja- þingi hafi gagnrýnt hann mjög fyrir að vilja binda hendur Bandaríkjanna vegna sam- komulags sem einungis annar aðilinn vilji standa við. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og nekt bandalags- ins er æpandi. Lausnin sem bent hefur verið á er að stofna nokkurs konar „hraðsveitir“, sem gætu brugðist við innan tveggja daga frá því að ráðist væri á Atlantshafsbandalagið, og tekið til varna á meðan safn- að væri frekara liði. Með því móti mætti reyna að koma til móts við óskir Eystrasaltsríkj- anna án þess að brjóta samn- inginn við Rússa. Atlantshafsbandalagið stendur nú á enn einum tíma- mótunum í sögu sinni. Allt velt- ur á því að sú lausn sem sam- þykkt verði hafi trúverðugan fælingarmátt á hvern þann sem kynni að vilja láta reyna á staðfestu bandalagsins og að óvissunni um staðfestu banda- lagsins verði eytt sem fyrst. Hraðsveitir hafa ekki sama fælingarmátt og herstöðvar, en hvort þær munu duga á eftir að koma í ljós. Fullnægjandi varnir Eystrasaltsríkjanna eru aðkallandi} Verður trúverðugleikinn aukinn með hraði? Skaðleysikannabis hef- ur löngum verið haldið á lofti og því hefur verið haldið fram að það sé hættu- minnst vímugjafa. Vissulega er rétt að kannabis breytir fólki ekki í tryllt óargadýr, en efnið er alls ekki skaðlaust. Áratugum saman hefur ým- islegt bent til þess að tengsl séu á milli neyslu kannabis og geðsjúkdóma. Á mbl.is var í gær sagt frá grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins eftir Arnar Jan Jónsson, Heru Birgisdóttur og Engilbert Sigurðsson þar sem segir að flestir, sem noti kannabis reglulega, virðist stundum upplifa væg en skamm- vinn geðrofs- einkenni. Ein- kennin séu háð skömmtun og styrk THC, virka efnisins í kannabis. Áhyggjuefni er að styrkur THC hefur farið vax- andi í kannabisefnum á mark- aði. Eykur það líkurnar á að neysla leiði til geðrofs, sem með tímanum geti þróast í geðklofa. Full ástæða er til að vekja athygli á þessari hættu. Kannabis er ekki meinlaus vímugjafi heldur getur verið stórhættulegt rétt eins og aðrir vímugjafar. Kannabis er ekki meinlaus vímugjafi}Geðrof og kannabis H vað er í sjónvarpinu?“ spurði er- lendur gestur og mændi stór- eygur á skjáinn þar sem líta mátti pilta sem hringdu bjöllu í gríð og erg á milli þess sem þeir baunuðu út úr sér allra handa visku. „Þetta er spurningakeppni framhaldsskólanna,“ svaraði undirrituð. Vinurinn spurði þá hvort stráka- skólarnir væru að keppa í þetta skiptið. Hann hafði, af kvennafæðinni á sjónvarpsskjánum, dregið þá ályktun að hér á landi væru drengja- og stúlknaskólar líkt og víða erlendis. Þegar því var svarað neitandi var næsta spurning: „Hvers vegna eru þá bara strákar að keppa?“ Um síðustu helgi komu nokkrir tugir stelpna saman í æfingabúðum á vegum Gettu betur-stelpna, sem er félagsskapur kvenna sem hafa tekið þátt í Gettu betur. Þær vilja á þennan hátt stuðla að því fjölga stelpum í þessari vinsælu spurningakeppni. Af sömu ástæðu ákvað RÚV, sem held- ur keppnina, að koma á kynjakvóta næstu tvö árin. Það þýðir að skólum er ekki heimilt að senda inn lið eingöngu skipuð öðru kyninu. Þessi ákvörðun RÚV vakti fyrirsjáanleg viðbrögð. Til dæmis hjá þeim sem kyrja möntruna „égmyndiekkivilja- fáaðverameðbaravegnaþessaðégerkona“. Þá heyrðist líka hávært hljóð úr horni frá þeim sem henda fram setning- unni „kyn skiptir ekki máli“ við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Líklega vita strákar og stelpur álíka mikið um allt mögulegt á milli himins og jarðar og því jafnhæf til að taka þátt í keppni á borð við Gettu betur. Þrátt fyrir það taka stelpur síður þátt í for- prófum fyrir keppnina en strákar og fáar stúlkur hafa tekið þátt í henni. Ein af ástæð- unum sem hafa verið nefndar er að stelpur sjái þátttöku í Gettu betur einfaldlega ekki sem möguleika, þær hafi alist upp við að Gettu betur sé bara fyrir stráka. Áður en fyrsta Gettu betur-keppnin var haldin auglýsti RÚV eftir umsóknum frá framhaldsskólum sem höfðu hug á að taka þátt í keppninni. Í auglýsingunni segir að þátttakendur verði að vera í fullu námi og á aldrinum 16-21 árs. Hvergi er getið um kyn, en hefði reglan sem RÚV hefur nú komið á verið í gildi frá upphafi hefði þessi grein ekki verið skrifuð. Þá hefði líklega heldur ekki ver- ið ástæða til að halda sérstakar æfingabúðir fyrir stelpur haustið 2014. Í umræðunni um kynjakvótann í Gettu betur hafa þær áhyggjur verið viðraðar að stelpur sem taka þátt í keppn- inni eftir að kynjareglunni verður komið á verði kallaðar kvótastelpur þeim til háðungar. Þeir sem hafa af þessu áhyggjur eru aðallega andstæðingar reglunnar og virðast hafa misskilið tilganginn með breytingunni hrapallega. Hann er nefnilega ekki sá að troða stelpum í stöðu sem þær eiga ekkert erindi í, heldur að hvetja klárar og áhugasamar stelpur til að fara þangað sem þær eiga fullt erindi. Beri breytingin tilætlaðan árangur verður jafnvel talað um snjalla krakka í stað snjallra stráka og kvóta- stelpna. Hvernig væri það? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Snjallir strákar og kvótastelpur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is V egamálastjóri segir nauðsynlegt að setja meira fé í viðhald vega svo ekki fari illa vegna aukinnar umferðar. Batnandi efnahagur og aukinn kaup- máttur fólks er ein af helstu skýr- ingum þess að umferð eykst. Fólk hefur meiri fjármuni til að ferðast en er einnig meira á ferðinni innan þéttbýlis. Vegna mikillar aukningar um- ferðar um höfuðborgarsvæðið og hringveginn í ágúst gerir Vegagerð- in ráð fyrir að umferðin verði svipuð og þegar hún var mest fyrir hrun. Við því er búist að umferðin á höf- uðborgarsvæðinu aukist um 3,4% frá fyrra ári og verði meiri en nokkru sinni. Gamla metið var sett 2008 en umferðin verður um 1% meiri í ár, ef spár ganga eftir. Umferð um hringveginn var 7,5% meiri í ágúst en í sama mánuði í fyrra. Vegna þessarar óvæntu og miklu aukningar gerir spálíkan Vegagerðarinnar nú ráð fyrir að um- ferðin um hringveginn aukist um tæp 5% frá síðasta ári. Aksturinn yrði því sá sami og á árinu 2009 en aðeins undir metárinu 2007. Vegagerðin mælir umferð á fjölda staða um allt land og á höfuð- borgarsvæðinu en samanburðurinn byggist á nokkrum vel völdum stöð- um sem taldir eru gefa góða mynd af þróuninni. Ferðamenn hafa lítil áhrif Vegagerðin hefur ekki beina skýringu á mikilli aukningu á akstri um hringveginum í ágúst. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá umferðardeild, segir hugsanlegt að einhverjar skammtímasveiflur hafi orðið en þær séu ekki þekktar. Ef fólk hafi flykkst út á vegina í ágúst vegna breytinga á sumarleyfum hefði það átt að koma fram í minni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Töl- ur um aukna umferð þar sýni að það hafi ekki verið. Almennt skiptir fjölgun lands- manna mestu máli við þróun um- ferðar ásamt akstri á hvert ökutæki. Þá hefur fjölgun bíla og aukinn kaupmáttur almennings einnig mik- ið að segja. Fjölgun erlendra ferða- manna hefur lítil áhrif inn í þessar tölur. Þeir aka svo litlum hluta þeirra bíla sem eru á ferðinni að breytingarnar hreyfa heildartölur lítið. Þá tekur Friðleifur Ingi fram að verð á bensíni virðist ekki hafa áhrif á þróun umferðar enda séu breytingar á því væntanlega í takt við kaupmátt landsmanna. Þarf meira fé í viðhald Forsvarsmenn Vegagerðar- innar hafa sagt að of litlum pen- ingum sé varið til viðhalds og nefnt að fjárveitingarnar séu aðeins um 60% af því sem þörf væri á. Sam- kvæmt því hafa vegirnir verið að slitna. Allavega er ljóst að nokkrir fjölfarnir kaflar eru í hættu. „Ég hef sama svarið og við höf- um verið með allt þetta ár og raunar síðustu ár. Það verður að setja meira fé í viðhald vega eða taka meira fé af fjárveitingum Vegagerðarinnar í það. Við höfum forgangsraðað verk- efnum sem við myndum nýta fjár- magnið í,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um aðgerðir til að mæta aukinni umferð. Hann segir vitað hvar vegakerf- ið sé veikast fyrir. Vissir kaflar megi ekki bíða. Endurbyggja þurfi þá vegi og leggja nýtt slitlag svo þeir fari ekki illa. Aukin umferð merki um batnandi efnahag Þróun umferðar Hringvegurinn Höfuðborgarsvæðið 115 113 111 109 107 105 103 101 99 97 95 125 120 115 110 105 100 95 2005 2005 2006 2006 2007 2007 2008 2008 2009 2009 2010 2010 2011 2011 2012 2012 2013 2013 2014 2014 Heimild: www.vegagerdin.is 100,0 100,0 105,8 104,3 112,9 113,5 111,0 114,7 112,0 111,9 109,5 110,8 103,6 107,8 103,2 109,4 106,8 112,0 112,0* * áætlun * áætlun 115,8* „Slitlagið er víða orðið lélegt. Það þarf ekki annað en hlákur til þess að það fari að blæða og vaðist upp með dekkjunum,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri flutningafyr- irtækisins Vörumiðlunar. Hann nefnir Holtavörðuheiði og veginn á milli Blönduóss og Skaga- strandar sem dæmi um kafla sem orðnir eru lúnir og þurfti að breikka og laga. Magnús tekur fram að margt gott hafi verið gert í vegamálum og ástandið gott miðað við það sem áður var. Flutningabílstjórar verða mik- ið varir við ferðafólk á sumrin. Magnús segir að bæta mætti við útskotun fyrir þá því algengt sé að þeir stökkvi út úr bílunum og skilji jafnvel dyrnar eftir opnar á meðan þeir taki myndir af hross- um eða einhverju öðru spenn- andi við veginn. Vegirnir víða orðnir lúnir MARGT GOTT VERIÐ GERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.