Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Þ ó svo að Páll Hauksson spili hvorki á hljóðfæri né syngi opinberlega er óhætt að segja að hann sé tónlistarunnandi af guðs náð. Dags daglega sinnir hann jarðvinnu hjá sveitarfélaginu og vinnur á stórvirkum vinnuvélum. „Ef eitthvað bilar hér í Vestur- byggð; vatnsveita, sími eða raf- magn, þarf gröfumaðurinn að vera heima til að geta gert við,“ segir Páll þegar hann útskýrir fyrir blaða- manni að starfsins vegna hafi hann sjaldnast tök á að skreppa til höf- uðborgarinnar til að sækja tónleika. „Þannig að ég kalla tónlistarfólkið bara til mín,“ segir hann. Tímasetning hátíðarinnar er vandlega úthugsuð. „Hátíðin hefur verið fyrstu helgina í september en tilgangurinn með því að hafa hana á þessum tíma er sá að það er aðeins farið að rökkva og þessi tegund tón- listar er ekki beint fyrir sól og sum- aryl. Það þarf aðeins að vera „blúsí“ umhverfi,“ segir Páll en hugmyndin er líka sú að teygja örlítið á ferða- mannatímanum því gestir hátíð- arinnar ættu að geta ferðast aðeins að dagskrá lokinni. Gleypti við blúsnum Páll segist hafa óskaplega gam- an af tónlist og þá sérstaklega blús. „Ég alveg elska þessa músík og hef gengið fyrir músík síðan ég var barn, en þá hlustaði maður bara á Ríkisútvarpið,“ segir hann. Hippa- tíminn var kærkominn í augum Páls, svo ekki sé meira sagt. Þá kynntist hann blúsnum. „Það var mikill blús á hippatímanum og á þeim tíma var þetta mikið í tísku og þá alveg hreint gleypti ég við blúsn- um og hef bara ekkert losnað við hann síðan,“ segir Páll. „Þetta er mikil tilfinningatónlist og ég held að tilfinningaríkt fólk skilji hana betur Blúsinn heldur manni gangandi Þegar tekið er að rökkva er tilvalið að skella góðum blús á fóninn eða jafnvel að bregða sér á alvörublúshátíð. Þriðja árið í röð stendur blúsunnandinn Páll Hauksson fyrir hátíðinni „Blús milli fjalls og fjöru“ sem haldin er í Sjóræningja- húsinu á Patreksfirði þar sem svo stutt er á milli fjallsins og fjörunnar „að maður stingur bara tánum ofan í sjóinn og styður sig við fjallið“, eins og Páll segir. Facebooksíða hátíðarinnar Innlifun Það er blúsað af lífi og sál á hátíðinni, enda tónlistin full af tilfinn- ingum sem margir tónlistarmenn ná að koma á framfæri með leik sínum. Facebooksíða hátíðarinnar Gleði Blúsað í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fyrir ári. Þarna má sjá Pál sjálfan fremstan í flokki þar sem hann dansar af innlifun. Hannesarholt er á Grundarstíg 10 í Reykjavík og þar er bæði hægt að njóta veitinga, fræðast og auðga and- ann. Þar eru haldnir tónleikar, mál- þing og fyrirlestrar svo eitthvað sé nefnt. Eins og fram kemur á vef Hann- esarholts er markmið þess „að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sög- unnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru“. Það er fjölmargt á döf- inni og er vetrardagskrá Hannesar- holts komin á vefinn og hana má skoða undir lið sem nefnist viðburðir. Þess má til gamans geta að á morgun, laugardaginn 6. september, kl. 14 verður nýtt málverk eftir Egg- ert Pétursson, Fjalldrapi, afhjúpað í Hannesarholti. Auk þess verður menningardagskrá haustsins kynnt með stuttri samverustund í tónleika- sal hússins, Hljóðbergi, þar sem Kristjana Stefánsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson gefa forsmekkinn af dagskrá vetrarins. Áhugasamir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis á viðburði morgundagsins. Vefsíðan www.hannesarholt.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðburðir Haust- og vetrardagskrá Hannesarholts verður kynnt á morgun. Fjölbreytni í Hannesarholti Starf Q, félags hinsegin stúdenta, hefst að nýju eftir sumarfrí og byrjar vetrarstarfið á barsvari (pubquiz) á Bravó, Laugavegi 22 í kvöld kl. 20:30. Þemað verður tónlist og dægurmenn- ing 1990-2000 þar sem skemmtilegir tímar í tónlistinni verða rifjaðir upp: SpiceGirls, Whitney Houston, Björk, Nirvana og Metallica eru á meðal efn- is. Tveir til þrír verða í liði, 250 kr. kostar inn í leikinn og eru allir vel- komnir á barsvarið í kvöld. Endilega … … mætið á Q-barsvar REUTERS Manstu? Þemað er tónlistartengt. Skákfélagið Hrókurinn, í samvinnu við fleiri, stendur nú fyrir söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn á Austur-Grænlandi og er um að gera að gefa barnaföt sem ekki er verið að nota í þessa ágætu söfnun. Skólar víða um land, fyrirtæki og ein- staklingar taka þátt í söfnunni sem stendur út september. Verndari söfn- unarinnar er frú Vigdís Finnboga- dóttir, fv. forseti Íslands og er tekið við fötum hjá Norræna félaginu, Óð- insgötu 7, Reykjavík, milli kl. 9 og 16. Þá er söfnun að hefjast á vegum Rimaskóla og Barnaskóla Hjallastefn- unnar í Reykjavík. Um síðustu helgi stóð Skákfélagið Huginn fyrir mjög vel heppnaðri söfnun á Húsavík, söfnun er hafin á vegum Naustaskóla á Akureyri og Dalvíkurskóla, og á næstu dögum bætast við Þelamerk- urskóli, Grunnskólinn á Grenivík, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og fleiri. Fyrsta sendingin fór til Ittoqqorto- ormiit, afskekktasta þorps Græn- lands, í gær og er von á fleiri send- ingum á næstunni ef vel gengur að safna barnafötum. Fötum safnað fyrir grænlensk börn Til styrktar ná- grönnunum Morgunblaðið/Ómar Söfnun Hlý barnaföt eru vel þegin. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. NÝ SENDING AFTÚNIKUM STÆRÐIR L - XL - XXL EINNIG NÝ SENDINGAF JÖKKUM, PEYSUM OG LEGGINGS Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 Finndu HYGEA á facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.