Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 ✝ Auður JóhannaBergsveins- dóttir fæddist í Ólafsvík 24. sept- ember 1936. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 28. ágúst 2014. Foreldrar hennar voru Magdalena Ásgeirsdóttir hús- móðir, f. 13. nóv- ember 1903, d. 14. október 1992, og Bergsveinn Haraldsson, kennari, f. 7. sept- ember 1895, d. 6. október 1945. Systkini Auðar eru: Knútur, f. 1925, d. 2011, Auður Ólína, f. 1927, d. 1928, Auðunn, f. 1929, Ragnhildur Guðrún, f. 1931, Hreinn, f. 1934, og Bergljót, f. 1942. Auður ólst upp í Ólafsvík til níu ára aldurs er faðir henn- ar féll frá. Móðir hennar með börnin sín sex flutti suður og settist að í Kópavogi. Ung að smiður og hljómlistarmaður, f. 1902, d. 1952. Auður og Reynir eignuðust 5 börn: 1) Ásgeir, f. 1960, maki Hildur Anna Hilm- arsdóttir, f. 1967, börn: Reynir Már, Yrsa og Ösp. 2) Nína María, f. 1963, maki Ingólfur Guðmundsson, f. 1965, börn: Birgitta Lind, Þórólfur Hersir og Betúel. 3) Kristín Erna, f. 1966, börn: Atli Freyr, Þráinn og Úlfar. 4) Ragnhildur Sif, f. 1969, maki Gísli Sigurðsson, f. 1972, börn: Hlín, Egla Sif og Gauti Þór. 5) Sara Steina, f. 1974, maki Trausti K. Trausta- son, f. 1973. Barnabörnin eru tvö: Evelyn Auður Atladóttir og Aþena Mjöll Betúelsdóttir. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau hjá móður Reynis við Fjölnisveg. Við Rauðalæk áttu þau heima næstu 10 árin þar til þau byggðu sér hús í Fossvogi 1972. 1993 fluttu þau í þjón- ustuíbúð við Lindargötu og fyr- ir tveimur og hálfu ári flutti Auður á Hjúkrunarheimilið Sól- túni. Auður Jóhanna Bergsveins- dóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, í dag, 5. sept- ember 2014, kl. 15. árum hóf Auður tónlistarnám, lék og söng meðal ann- ars í barnatím- anum hjá Þorsteini Ö. Stephensen. Að loknu unglinga- prófi var hún við verslunarstörf, m.a. í KRON með- fram tónlistarnámi þar til hún söðlaði um og hélt til Sví- þjóðar. Þar var hún 2 ár við nám í hótelfræðum. Í Kaupmannahöfn á heimleið frá Svíþjóð kynntist hún manni sínum Reyni Guðlaugssyni gull- smið. Þar starfaði hann á verk- stæði Georg Jensen. Þau gengu í hjónaband 29. desember 1959. Reynir var fæddur 3.4. 1930, d. 24.12. 2001. Foreldrar hans voru María Hermannsdóttir húsmóðir, f. 1905, d. 2001, og Guðlaugur A. Magnússon, gull- Elsku mamma mín, ég get ekki annað en hreinlega glaðst með þér, loksins komin til pabba. Hugsunin ein hjálpar svo á þess- um tímamótum og huggar. Þú varst engri lík, svo litrík og skemmtileg persóna, alltaf svo já- kvæð og hress, kraftmikil, sjálf- stæð, hnyttin, glaðleg og alltaf var stutt í brosið og hláturinn. Þú lést allt flakka, ekkert að skafa ofan af hlutunum þeir voru bara eins og þeir voru, þú varst skemmtilega öðruvísi. Þú vildir hafa fallegt og snyrtilegt í kring- um þig, fórst ekki út úr húsi öðru- vísi en með hárið vel snyrt, litaðar varir og lakkaðar neglur. Eins og nafnið þitt ber með sér varstu auðug af svo mörgu, þú áttir besta eiginmann og vin sem hægt var að hugsa sér, þú áttir fimm börn, fjögur tengdabörn, tólf barnabörn og tvö barna- barnabörn. Þú komst úr stórum, einstökum systkinahópi, næst- yngst af sjö systkinum. Strax í æsku léstu að þér kveða og ylja sögurnar frá þeim árum mér um hjartarætur. Það hefur án efa verið móður þinni og ykkur systkinum erfitt þegar faðir þinn féll frá þegar þú varst einungis níu ára gömul. Þegar þú varðst eldri menntaðir þú þig í tónlist og söng sem þú nýttir þér aðallega á yngri árum og síðar fórstu í hót- elnám í Svíþjóð þar sem þú lærðir að töfra fram dýrindis kræsingar svo eftir var tekið. Rúmlega tvítug hittir þú stóru ástina í Kaupmannahöfn og þar hófst ástarævintýrið. Pabbi hafði stundað gullsmíðanám í Þýska- landi og eftir það vann hann hjá Georg Jensen í Kaupmannahöfn. Þú varst að koma frá Svíþjóð, á leið heim, með drauma um fram- haldsnám í vasanum. Ástin tók völdin og það varð ekki aftur snú- ið. Ég man þegar pabbi sagði okkur frá fallegu litlu stúlkunni sem afgreiddi bensín á Ferstiklu. Pabba, þá sautján ára, fannst þessi stúlka fullung til að afgreiða bensín enda einungis ellefu ára gömul. Þessi unga stúlka varst þú, framtíðareiginkona hans pabba. Heilsan er okkur öllum dýr- mæt en því miður fóru veikindi að hafa mikil áhrif á líf þitt fyrir fer- tugt, sem var ekki auðvelt fyrir kraftmikla konu eins og þig. Árin liðu og smátt og smátt hrakaði heilsunni meira og margt sem angraði þig, það var „vitlausi fót- urinn“ og síðar „vitlausi fóturinn og hinn vitlausi fóturinn“ en alltaf var markmiðið að verða aftur dansfær. Elsku mamma, takk fyrir allt, ég hef og mun halda áfram að taka þig til fyrirmyndar í svo mörgu og þá helst að brosa út í líf- ið og hafa gaman af. Það tók mik- ið á þig þegar pabbi féll frá enda hann stór hluti af þínu lífi. Þegar ég sat hjá þér við dánarbeðinn er ég ekki frá því að ég hafi séð pabba uppáklæddan og iðandi af spenningi að fá Diddu sína loks- ins, Sara systir sá honum líka bregða fyrir. Ég leyfi mér að sjá ykkur fyrir mér prúðbúin, þú með rauðan varalit á þykku fal- legu vörunum þínum og lakkaðar neglur í fínum kjól dansandi við fallega fjörmikla tónlist, glöð og ánægð. Mig langar að nota tæki- færið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa annast þig síðustu ár og gert allt til þess að láta þér líða betur. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, megi ljós og friður umleika þig. Þín dóttir, Ragnhildur Sif Auðar- og Reynisdóttir. Elsku, hjartans mamma mín. Ég er svo þakklát fyrir yndisleg- ar samverustundir í gegnum tíð- ina. Þú veittir mér innblástur með dug þínum og þrótt. Komst mér til að brosa með gleði þinni og kímnigáfu og gafst mér orku með ást þinni og hlýju. Þín verður ætíð saknað en ég trúi að nú sért þú komin í faðm pabba og stiginn hafi verið dans í mikilli gleði. Guð umvefji þig ljósi sínu og gefi þér frið. Þín dóttir, Nína María. Í dag kveð ég Auði Bergsveins- dóttur tengdamóður. Ég minnist konu sem var með hnyttinn og lúmskan húmor og hafði gaman af samræðum um dagsins mál. Auður var ávallt vel tilhöfð í klæðaburði og snyrtimennsku. Á þeim bænum var engin yfirborðs- mennska og kom hún til dyranna eins og hún var klædd. Auður hafði mikla unun af söng og dansi og hún talaði oft um hversu erfitt það var að vera ekki dansfær síð- ari ár vegna heilsuleysis. Þótt Auður hafi um langt skeið átt við veikindi að stríða bar hún sig ávallt vel. Auður hafði í nokkur skipti risið upp úr miklum veik- indum sem lýsir hversu sterkt var í henni. Í brúðkaupi okkar Ragnhildar Sifjar dóttur þinnar fyrir nokkrum árum varstu efins um að geta tekið fullan þátt í brúðkaupsdeginum og þitt áhyggjuefni var hvort þú gætir dansað ef til þess kæmi þar sem veiki fóturinn var ekki í takti. En þegar tónlistin ómaði varstu farin að slá taktinn og við réttu stemn- inguna við harmóníkuleik varstu tilbúin. Í framhaldinu stigum við eftirminnilegan dans þar sem þú gafst ekkert eftir og það var ein- stök stund. Þótt heilsu hafi hrak- að mikið síðustu misseri og þú treystir þér ekki til margra verka komstu í stúdentsveisluna í vor hjá dóttur okkar Ragnhildar, henni Hlín, sem er virðingarvert. Ég veit að Reynir þinn hefur beð- ið eftir þér um stund og mun nú taka vel á móti þér í guðsríki. Ég vil senda samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Megi guð blessa minningu þína. Gísli Sigurðsson. Enn hefur klukkan glumið og nú er það systir mín hún Auður Jóhanna sem kvödd er úr heimi. Hún var alltaf Didda systir í mínum huga og verður svo áfram í minningunni um einlæga, káta og kotroskna stelpu, sem lét sig allt varða og þurfti alltaf að vera þar sem einhver átti bágt og þurfti félagsskap. Meðan hún var lítil var það ærinn starfi að leita að henni í kvöldmatinn og það þurfti hugkvæmni til að vita hvar skyldi leita því alls staðar átti hún vini, ekki síst hjá öldruðum og einmana. Fyrir henni var eitt- hvað sem hét tími ekki til, því það þurfti að sinna svo mörgum verk- efnum og í mörg hús að venda því fólkið átti bágt sagði hún. Svo liðu árin og hún flutti úr litla sjávarþorpinu og nú varð Kópavogur hennar heimabær, skólinn tók við og síðan mann- dómsárin. Alltaf átti hún bros til handa öllum til reiðu og gleðigjaf- inn var ávallt til staðar að veita jákvæða gleði og gaman. Á yngri árum vann hún við verslunarstörf og síðar réðst hún til starfa í Svíþjóð og hafði með sér litlu systur sína enda stutt í mömmueðlið. Að lokinni dvöl ytra sneri hún heim með Gullfossi og þar mætti hún örlögum sínum og hitti Reyni sinn og þau felldu hugi saman, sem leiddi til hjónabands þeirra. Þau bjuggu sérfyrst hreiður við Rauðalæk og börnin kvöddu dyra falleg og mannvæn- leg og þar með þurfti stærra hreiður og ráðist var í byggingu á einbýli í Fossvogi, þar sem þau bjuggu meðan börnin uxu upp. Lífið er ekki alltaf dans á rós- um og skúrir falla frá heiðskírum himni og hlaut systir mín sinn skerf af sjúkdómum og erfiðleik- um, en það var seigt í henni og ávallt náði hún landi, en áfallið er eiginmaðurinn féll frá var erfiður hjalli. Börnin hennar hafa hlúð að henni og aðstoðað með eindæm- um vel og þar er blessað barna- lán. Síðustu árin átti hún í Sóltúni og hlaut góða umönnun og átti undur góðan tíma. Nú hefur hún fengið hvíldina og eins og börnin hennar sögðu: „Nú eru þau farin að dansa saman að nýju, því hann pabbi beið eftir henni.“ Við kveðjum góða systur, mág- konu og frænku með þökk fyrir samfylgdina og biðjum henni góðrar heimkomu. Hreinn Bergsveinsson og fjölskylda. Auður Jóhanna Bergsveinsdóttir✝ Guðrún Halls-dóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 8. júní 1936. Guðrún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 27. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin þar, Hallur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir. Guð- rún var eitt tólf barna þeirra. Þau eru: Einar, f. 1927, Sigríður Herdís, f. 1928, Anna Júlía, f. 1930, Sigfríður Erna, f. 1931, Ragnar, f. 1933, Margrét Erla, f. 1935, Guðrún, f. 1936, Magnús, f. 1938, Svein- björn, f. 1940, Elísabet Hildur, f. 1941, Svandís, f. 1943, og Hall- dís, f. 1945. Látnir eru Magnús og Einar. Guðrún gekk í Húsmæðraskóla á Varmalandi, var heima á sumrum en vann út í frá á vetr- um, við saumaskap í Reykjavík, og um árabil í mötuneyti Laugargerðisskóla, einnig við matseld í Ólafsvík. Guðrún hóf bú- skap með eftirlif- andi eiginmanni sínum, Rögn- valdi Guðbrandssyni, í Hraun- túni 1978 og gengu þau í hjónaband 17. júní 1979. Guðrún og Rögnvaldur bjuggu í Hraun- túni til ársins 2006 en þá fluttu þau í Borgarnes. Útför Guðrúnar fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju í dag, 5. september 2014, og hefst kl. 14. Hún Dúna er dáin. Ég trúi því varla því að við vorum nánast jafn gamlar. Aðeins munar einu ári á okkur en hún var einu ári yngri en ég. Þegar við vorum litl- ar unnum við nánast öll störf saman. Við vorum mjög nánar. Þó vann hún meira úti við en ég var meira að passa systkini okk- ar innandyra. Yfirleitt var það þannig að við skiptumst á að sækja kýrnar sinn daginn hvor. Ef það kom fyrir að önnur okkar veiktist eða forfallaðist og hin þurfti að sækja kýrnar tvo daga í röð þá var það greitt til baka á sama hátt að hin fékk frí í tvo daga. Þegar við vorum í kringum 10 ára aldurinn féll faðir okkar frá. Það voru erfiðir tímar á heim- ilinu en við systur gengum sam- an í þau störf sem við gátum. Við gengum saman í farskóla eins og tíðkaðist í þá daga. Um tvítugt fór Dúna í húsmæðraskólann á Varmalandi en ég fór annað. Þegar ég fór að búa og eignast börn gat ég alltaf treyst á hjálp frá Dúnu. Hún kom alltaf til mín þegar að ég var að fæða börnin. Hún vann þá sem ráðskona í Stykkishólmi og svo í Laugar- gerði á þeim tíma. Það var alltaf gott að koma í Hrauntún til þeirra Dúnu og Valda en myndarlegri bú var varla hægt að finna og vel hugs- að um jörðina og skepnurnar þar. Alltaf þegar krakkarnir mínir voru á hestamannamótum á Kaldármelum þótti þeim ein- staklega gott að komast í Hraun- tún til að fara í sturtu og fá smá hita í kroppinn. Elsku Dúna, það verður tóm- legt að keyra í gegnum Borgar- nes núna þar sem þú ert farin frá okkur. Það var alltaf gott að stoppa hjá ykkur í kaffisopa og spjalla. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þín systir, Margrét (Maddý). Hress, skemmtileg og jákvæð, þannig minnist ég hennar Dúnu frænku minnar núna þegar ég hugsa til baka. Syngjandi og dansandi fyrir yngri kynslóðina. Ég minnist þess að vera staddur með henni upp á fjalli í smala- mennsku að ræða málin og vor- um við til dæmis sammála um að það væri kjörið að strætó væri með áætlunarferðir upp á fjall að sækja þreytta smala. Fyrsta tak- markið hjá okkur flestum var að ná henni í stærð og var það mikill sigur hjá mér þegar sá merki áfangi náðist. Heimsóknirnar í Hrauntún til hennar og Valda eru líka ferskar í minningunni og þar stendur hæst að fá að hlusta á Karíus og Baktus aftur og aft- ur. Ég get ekki annað en dáðst að þessari miklu jákvæðni sem mér fannst þú hafa þegar veik- indi þín voru rædd og er það nokkuð sem ég mun taka mér til fyrirmyndar sama hvað á geng- ur. Elsku Dúna, núna ert þú kominn til bræðra þinna og bið ég kærlega að heilsa þeim. Skarð þitt verður ekki fyllt en minning- arnar um frábæra konu lifa. Ragnar Sverrisson Hetjulegri baráttu er lokið, Dúna hefur fengið hvíldina löngu. Það er margs að minnast þegar ég sest niður og rifja upp margra áratuga samskipti mín og Dúnu frænku minnar. Dúna var einstök, alltaf hress í bragði, ákveðin og bjartsýn. Dúna var lágvaxin en samt svo stór á sinn hátt. Dúna var matráðskona í Laugargerðisskóla og mínar fystu minningar um Dúnu eru tengdar því þegar hún var að koma heim í frí. Það fylgdi henni alltaf hress andblær, hún söng, trallaði, sagði sögur og lagði kap- al. Já það lagði enginn kapal eins og Dúna, allt gerðist hratt og hún talaði líka hratt á meðan kapallinn gekk hratt upp. Dúna kenndi mér að dansa jenka og alltaf var dansað við lagið „Litlu lipurtá“. Við æfðum danssporin með tilþrifum og enduðum æf- inguna gjarnan á því að snúa bökum saman og mæla hvenær ég yrði stærri. Markmið sem ekki var svo fjarlægt og mjög of- arlega í huga flestra barna sem tengdust Dúnu. Þegar Dúna flutti til Valda í Hrauntún var sjálfsagt að koma við sem oftast þegar verið var á ferðinni. Heim- sóknin á leiðinni heim af jólaball- inu var fastur liður en þá var gjarnan ís á borðum auk þess sem jólaterturnar fylgdu með. Mest var þó varið í að koma við í fjósinu og fylgjast með þegar Dúna og Valdi voru að mjólka. Verkaskiptingin var þaulskipu- lögð og allt gekk eins og smurð vél, allt í sömu röð á sama tíma. Þau saman voru nokkurs konar róbót þeirra tíma. Samvinna þeirra hjóna var farsæl og bar búskapurinn í Hrauntúni því glöggt vitni. Snyrtimennskan í Hrauntúni var einstök jafnt inn- an sem utan dyra, bæði hvítmál- að og hvítskúrað. Fjósafötin þeirra Dúnu og Valda voru meira að segja snjóhvít. Hvít hús, hvít föt en rauðir Massey Ferguson. Dúna var afar stolt af sveitinni sinni og hafði sterkar taugar í Kolbeinsstaðahreppinn. Það kom sérstakt blik í augun og bros á varir þegar hún sagði „við Kol- hreppingar“. Hugurinn var mikið í sveitinni og vel fylgdist hún með búskapnum alveg fram á það síðasta. „Hver stendur nú fyrir með ungdómnum á mínum stað?“ spurði hún þegar við ræddum síðast smalamennskur. Svo hló hún og sagðist hafa kennt svo mörgum að smala að það væri ekki vandamál. En þeir mættu ekki tapa kindunum, það væri klaufaskapur. Þegar ég heimsótti Dúnu síðast, fárveika, á Sjúkrahúsið á Akranesi var hugurinn fyrir vestan. „Er búið að rúlla og hvað eru rúllurnar margar?“ Lífið hennar Dúnu var fjöl- skyldan, sveitin og búskapurinn. Ég trúi því að Dúna sé aftur komin í hvítu fötin sín, hraust og glöð, tilbúin í mjaltir á nýjum stað. Sigrún Ólafsdóttir. „Hún var alltaf svo kát“ sagði Gréta 10 ára dóttir mín þegar ég sagði börnunum mínum að Dúna væri dáin. Þær náðu svo vel sam- an frænkurnar inni í Brekkum þar sem þær stóðu fyrir safninu sem rann suður með Hafurstað- aránni í suður og gættu þess að féð breytti um stefnu og héldi í vestur um Gálutóftirnar út Hnappadalinn í áttina að Hall- kelsstaðahlíð. Það var haustið 2012. Það var eftir þá smala- mennsku sem Dúna sagði mér að hún væri með krabbamein sem ekki væri unnt að lækna. En það væri unnt að berjast gegn því og hægja á því. Og það gerði hún af því æðruleysi og seiglu sem ein- kenndi alltaf þessa yndislegu, frábæru konu. Dúna var mikil manneskja. Ekki að burðum enda reyndar frekar lágvaxin. Viðmið flestra barna í ættinni sem voru að stækka og þroskast var að miða sig við Dúnu. „Bráðum næ ég Dúnu“ var viðkvæðið. Og kímni- glampinn í augunum hennar Dúnu þegar börnin höfðu náð henni á hæðina er ógleymanleg- ur. Dúna var að mörgu leyti sér- stök í systkinahópi sínum. Hún var ráðskonan í mötuneytinu í Laugargerðisskóla sem stjórnaði því sem stjórna þurfti af festu. Hún var konan sem átti VW- fólksvagn og gat keyrt hvert sem er. Hún var líka ævintýrakonan sem ákvað að hætta sem ráðs- kona og fara sem „au pair“ í eitt ár með skólastjórahjónunum úr Laugargerði til Danmerkur þar sem þau voru að sækja sér við- bótarmenntun. Ég gleymi aldrei deginum í sveitinni þegar Dúna kom aftur heim til Íslands. Það var frá- bært! Ég gleymi heldur ekki degin- um þegar Valdi frændi okkar frá Tröð, sem hafði byggt upp nýbýl- ið Hrauntún, kom með flotta traktorinn sinn til að plægja kartöflugarðinn – og Dúna fór með til að pæla út grjótið úr moldinni. Ég gleymi því aldrei þegar amma Hrafnhildur sagði okkur að nú væru þau Dúna og Valdi búin að trúlofa sig. Á „gamals aldri“. Það var mikil hamingja og eftir það var Dúna ekki bara Dúna, heldur Dúna og Valdi í Hrauntúni. Því miður varð þeim ekki barna auðið. En þess í stað fengu önnur börn að njóta hlýju og umhyggju Dúnu og Valda. Álfrún mín Elsa átti góðar stund- ir með Dúnu og Valda í þau skipti sem við komum við og gist- um. Það var alltaf ævintýri að kíkja í fjósið, gefa kúnum og sjá Dúnu og Valda mjólka. Það var líka ævintýri nokkrum árum síð- ar fyrir Styrmi minn, Magnús og Grétu að kíkja í fjósið. Ævintýri sem ég vona að þau muni geyma í minni sínu um ókomna tíð. Það var svo rétt það sem Gréta mín sagði. Dúna var alltaf svo kát. Og glettin. Á sama tíma svo ákveðin. Átti svo gott með að tengjast börnum. Þær voru góð- ar vinkonur Álfrún mín, Gréta mín og Dúna mín. Þegar ég heyrði „hún var allt- af svo kát“ áttaði ég mig fyrst á þessum mikla missi. Og ég áttaði mig á því að við af Hallkelsstaða- hlíðarættinni erum búin að missa svo mikið af glettni. Því það sem einkenndi fyrst og fremst þau þrjú systkin af tólf sem amma Hrafnhildur og afi Hallur eign- uðust og hafa yfirgefið þessa jarðvist, Dúnu, Einar og pabba Magnús, var einmitt þetta glettna augnaráð sem gat brætt allt og alla. Glettið augnaráð sem ég mun aldrei gleyma. Hallur Magnússon. Guðrún Hallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.