Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grímur Hákonarson hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við að leikstýra mönnum og hrútum í Bárðardal. Tökur á kvikmynd hans, Hrútar, hófust þar 18. ágúst og lauk nú í vikunni en hefjast á ný í nóv- ember. Í Hrútum segir af bræðr- unum Gumma og Kidda, sauðfjár- bændum á sjötugsaldri sem búa í afskekktum dal og eiga einhverja allra bestu hrúta landsins. Þó svo að bæir þeirra standi hlið við hlið hafa Gummi og Kiddi ekki talast við í fjóra áratugi en þegar riðuveiki greinist hjá Kidda neyðast þeir til að hefja samskipti á ný. Bræðurna leika tveir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Grímur segir Hrúta dramatíska mynd með gamansömum undirtóni, húmor í ætt við þann sem hafi ein- kennt fyrri myndir hans, m.a. stutt- myndina Bræðrabyltu. „Það er svip- aður tónn í þessari mynd og henni, þetta er dramatísk eða alvarleg saga en lúmskur húmor með. Ekki kannski húmor sem fær fólk til að skella upp úr, það hlær meira inni í sér,“ segir Grímur. Húmorinn sé skandinavískur. Högg fyrir samfélagið Gummi og Kiddi deila bæði hliði og hlaði, búa svo nálægt hvor öðrum að ekki eru nema um 50 metrar milli húsa. „Þessar aðstæður þekkjast nú víða, fólk býr nálægt hvað öðru í af- skekktri sveit og talast ekki við og svo kemur eitthvað upp á. Þú býrð kannski með púðurtunnu í næsta húsi og veist ekki hvenær hún mun springa,“ segir Grímur og bendir á að tvær sögur séu sagðar í mynd- inni, sagan af bræðrunum annars vegar og hins vegar af samfélaginu í sveitinni. „Ef það kemur upp riðu- veiki þarf að skera niður kindurnar og ef menn eru bara með sauð- fjárrækt í heilli sveit er það svolítið högg fyrir samfélagið,“ bendir Grím- ur á. Með „samfélagi“ eigi hann einnig við menninguna sem tilheyrir sauðfjárrækt. Grímur segir að lík- lega hafi engin íslensk kvikmynd kafað jafn djúpt ofan í þessa menn- ingu og samband bóndans við fé sitt. – Nú er myndin m.a. tekin upp á tveimur bæjum í Bárðardal, Bólstað og Mýri. Mér skilst að Atli Örvars- son, sem semur tónlist við myndina, tengist þessum bæjum? „Jú, mamma hans ólst upp á Mýri og hann er ættaður úr dalnum, á hús hérna. Fyrir mjög mikla tilviljun komumst við í samband við hann og þegar hann frétti að við ætluðum að gera svona mikla sveitamynd í daln- um hans varð hann mjög áhuga- samur um að semja tónlistina. Við hittumst og spjölluðum og mér finnst mjög gott að fá hann í þetta, held að það muni gefa góða raun,“ segir Grímur og bætir við að myndin sé „bárðardælsk“ í húð og hár. Gæfir hrútar – Hvaðan fenguð þið hrúta í tökurnar? „Við fengum þá héðan og þaðan, aðalmálið var að finna gæfa hrúta til að gera okkur auðveldara fyrir. Kindur eru misgæfar eftir bæjum og það fer líka eftir því hversu duglegir bændurnir eru að klappa þeim, hversu miklum tíma þeir verja með þeim. Við völdum kindur sem eru gæfar og þá helst kindur sem geta gert það sem maður vill að þær geri. Við notuðum heimalninga svolítið, þeir eru hændir að fólki og vanir að vera á heimabæ,“ svarar Grímur. – Þurftu Siggi og Teddi að fara í e.k. hrútaþjálfun fyrir tökur? „Já, við fórum í eina ferð í vor, í Biskupstungur, töluðum við bændur um riðuveiki og tókum aðeins í hrúta. Svo komu þeir hingað í sveit- ina í þrjá daga á æfingar og þá eydd- um við töluverðum tíma í fjárhús- unum þar sem þeir voru að fara í gegnum allar dýrasenurnar. Ég kveið dálítið fyrir þeim, þær eru dá- lítið flóknar en hafa gengið fárán- lega vel,“ segir Grímur. -Hafa einhver óvænt vandamál eða leikstjórnaráskoranir komið upp í tengslum við dýrin? „Já, já, hrútarnir eru ekkert alltof hrifnir af því að vera bundnir aftan í sexhjól og keyrðir milli staða,“ segir Grímur kíminn og bætir við að tökur á slagsmálum og skotárás hafa einn- ig reynst nokkuð erfiðar. Allt hafi þó farið vel en þeir Teddi og Siggi býsna lúnir að loknum degi. Að lokum er Grímur spurður að því hvernig honum hafi dottið þessi saga í hug en hann skrifaði handrit myndarinnar. Hann segist hafa ver- ið töluvert mikið í sveit og kynnst fólki sem hefur orðið að skera niður fé vegna riðu. Þá séu margar átaka- sögur úr sveitinni þaggaðar niður og hann hafi viljað draga eina slíka upp á yfirborðið. Púðurtunna í næsta húsi  Grímur Hákonarson segir dramatíska bræðra- og sveita- sögu með gamansömum undirtóni í kvikmyndinni Hrútar Ljósmyndir/Grímar Jónsson Á tökustað Grímur Hákonarson með aðalleikurum Hrúta, Sigurði Sigurjónssyni og Theódóri Júlíussyni. Ljósmynd/Sturla Brandth Grovlen Bundinn Grímur með Sigurði á sexhjóli og hrúti bundnum á kerru. VINNINGASKRÁ 18. útdráttur 4. september 2014 89 9479 19705 29020 39175 49791 59628 70005 361 9485 19793 30192 39429 49924 61542 70023 866 9531 20383 30235 39520 50808 61680 70997 1077 9830 21393 30498 39561 51223 61778 71471 1195 10068 21447 30963 39962 51899 61858 72109 1407 10513 21781 31209 40019 52148 62412 72821 1967 11013 22033 31378 41303 52255 62521 72881 2119 11311 22674 31477 41577 52576 62844 73056 2261 11391 22923 31660 41982 52818 62996 73232 2533 11403 23109 31987 42590 53323 63002 74267 2540 11786 23401 32281 42671 54652 63125 74457 2706 11828 23722 32628 43753 54841 63356 74519 2929 11868 23778 32708 43914 54917 63528 74737 3386 12005 23993 33195 44630 55086 64376 74902 3921 12206 24076 34662 44695 55245 64584 75464 4578 12541 24509 34736 45969 55381 65505 75999 4854 12603 24651 35756 46141 55538 65988 76121 4899 13291 25055 35808 46577 55550 66097 76160 4963 13656 25132 35976 46600 55571 66159 77291 6811 13691 25239 36100 46618 55743 66353 77668 6867 13708 25559 36405 47483 55959 66669 78337 7086 13864 25983 36715 47494 56009 67614 78514 7232 14128 26166 37002 47822 56030 67974 78580 7237 14134 26434 37254 48084 56537 67983 79239 7787 14781 26447 37388 48173 56861 68014 79682 7828 15286 26451 37409 48329 57576 68156 79984 8306 15393 27346 37431 48436 57649 68187 8328 15543 27433 37473 48488 57675 68433 8481 16596 27611 37847 48641 57779 69542 8763 17331 27631 38493 49136 58647 69547 9358 19433 27917 38739 49343 59100 69728 9461 19454 28644 39014 49594 59499 69946 284 9516 17888 26344 37267 45988 53177 66732 565 9767 18428 26690 38141 46093 53441 69047 1905 10669 19273 27043 38457 46166 53602 69618 2480 11971 19480 27316 39965 47053 54549 70022 3316 12354 19957 29602 40207 47439 54689 70280 4714 13671 20771 30388 41881 48815 60808 70473 5869 14048 21364 30568 42177 48950 62577 72323 7548 14236 22332 32388 42317 50638 63731 76566 8103 14448 22809 32817 42827 51111 64507 78243 8911 14640 25008 33470 44010 52287 65189 9272 14967 25157 35515 44084 52755 65350 9299 15121 25525 35996 44105 52816 65902 9399 17267 26237 36783 45635 53148 66664 Næstu útdrættir fara fram 11., 18., 25. sept. & 2. okt. 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 13783 31286 46139 64177 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6965 20157 30193 40035 60116 62835 9676 22591 30988 40997 60246 66790 10857 22999 37451 44328 60607 71687 19137 26503 38599 48109 61793 72019 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 1 7 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.