Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 27
við búið nánast samfellt í 22 ár.“ Hjá Hafró hefur Agnar unnið með ýmsar nytjategundir s.s. ígul- ker, sæeyru, lúðu, sandhverfu, þorsk og bleikju. Helsta viðfangs- efni stöðvarinnar í dag er fram- leiðsla á hrognkelsaseiðum fyrir Færeyjamarkað: „Hrognkelsin éta lús á eldislaxi en laxalúsin er gríðarlegt vandamál í laxeldi í dag.“ Agnar hefur skrifað tugi greina í vísindatímarit og haldið erindi á al- þjóðlegum vísindaráðstefnum. Frjálsíþróttamaðurinn Agnar keppti lengi í frjálsum íþróttum með ÍR og varð Íslands- meistari í 800 m og 1.500 m hlaupum innanhúss árið 1991: „Eftir að ég hætti að keppa hef ég samt alltaf haldið mér í ágætis formi og náði því að verða Norðurlandameistari í flokki 45-49 ára í fjórum greinum ár- ið 2009. Ég hef alltaf sagt að ég ætl- aði að fara að æfa fyrir alvöru þegar ég yrði fimmtugur og nú þarf ég að standa við stóru orðin!“ Agnar hefur nýtt íþróttabakgrunn sinn til góðra verka í Grindavík og nokkrum sinnum séð um þrek- þjálfun hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu. Útsvarið og áhugamálin Agnar hefur verið í keppnisliði Grindavíkurbæjar í Útsvari frá árinu 2009. Hann var í sigurliði bæj- arins árið 2012 og komst í undan- úrslit með nýju liði síðastliðið vor: „Útsvarstímabilið hefur verið afar spennandi ævintýri og okkur þótti mjög vænt um að vera útnefnd Grindvíkingar ársins árið 2012. Eftir fjögur ár í liðinu er þó kominn tími til að stíga til hliðar og hleypa öðrum að.“ Agnar er söngmaður, líkt og móð- ir hans, Mjöll Hólm, og hefur verið félagi í sönghópnum Stigamönnum frá 2009. Hann hefur verið vall- arþulur á Grindavíkurvelli um árabil og veislustjóri á ýmsum samkomum s.s. fjáröflunarsamkomum og ljóða- kvöldum. Fjölskylda Eiginkona Agnars er Matthildur Þorvaldsdóttir, f. 16.10. 1966, grunn- skólakennari. Foreldrar hennar eru Þorvaldur Benediktsson, f. 28.7. 1945, fyrrv. lögregluvarðstjóri, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 12.1. 1946, húsfreyja og skólaliði. Þau búa í Kópavogi. Börn Agnars og Matthildar eru Andrea Karen Jónsdóttir (stjúpdótt- ir hans) f. 8.8. 1986, húsfreyja og skólaliði í Grindavík en maður henn- ar er Birgir Laufdal Sigurbjörnsson og börn þeirra Diljá Ösp, f. 2004, og Sigurbjörn Laufdal, f. 2009; Aron Ingi Agnarsson, f. 20.11. 1991, versl- unarmaður í Reykjavík; Steinar Sindri Agnarsson, f. 24.6. 1993, nemi í Reykjavík; Tómas Orri Agnarsson, f. 8.6. 2004, nemi í Grindavík. Hálfsystir Agnars er Kristín Eva Þórhallsdóttir, f. 29.7. 1972, dag- skrárgerðarmaður í Bandaríkj- unum. Stjúpbróðir Agnars er Ellert Þór Júlíusson, f. 29.6. 1974, kerfisstjóri hjá Kópavogsbæ, býr í Reykjavík. Foreldrar Agnars eru Mjöll Hólm, f. 19.7. 1944, söngkona og fyrrv. aðstoðarmaður á rann- sóknastofu, búsett í Kópavogi, og Steinar Rafn Erlendsson, f. 16.9. 1941, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík. Stjúpfaðir Agnars er Júlíus Jón- asson, f. 17.9. 1952, tæknimaður í Salnum í Kópavogi. Úr frændgarði Agnars Steinarssonar Agnar Steinarsson Ingibjörg Hróbjartsdóttir húsfr. í Rvík, bróðurdóttir Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds, og Sigrúnar, móður Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona Ólafur Ólafsson frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum bókbindari í Rvík. Sigurlaug Ólafsdóttir Hólm húsfr. í Rvík Friðbjörn F. Hólm vélsmiður í Rvík Mjöll Hólm Friðbjörnsdóttir söngkona og aðstoðarm. á rannsóknastofu Karlína Katrín Árnadóttir Hólm húsfr. á Seyðisfirði, Eskifirði og í Kanada Friðbjörn Hólm Einarsson vélsmíðameistari á Seyðisfirði, Eskifirði og í Kanada Björgvin Hólm kerfisfræðingur, tugþrautarkempa og golfmeistari Ingimar Eydal tónlistarmaður og kennari Finnur Eydal tónlistamaður og kennari Gunnar Eydal fyrrv. skrifstofustjóri borgarstjórnar Pálína Indriðadóttir Eydal húsfr. á Akureyri Anna Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfr. á Búlandshöfða Arngímur Magnússon b. og verkam. á Búlandshöfða á Snæfellsnesi Vilhelmína Arngrímsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Erlendur Indriðason fisksali í Hafnarfirði Steinar Rafn Erlendsson skrifstofum. í Rvík Guðný Þórdís Magnúsdóttir húsfr. á Búðum í Fáskrúðsfirði Indriði Finnbogason sjóm. á Fáskrúðsfirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Guðmundur skólaskáld fæddistí Hrólfsskálahelli á Landi5.9. 1874. Hann var sonur Guðmundar Guðmundssonar, bónda þar, og k.h. Guðrúnar Jónsdóttur frá Þorkelsgerði í Selvogi. Eiginkona Guðmundar var Ólína Þorsteinsdóttir frá Ísafirði og eign- uðust þau þrjár dætur, Hjördísi, Steingerði leikkonu og Droplaugu. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum sem voru fremur efnalitlir. Hann þótti bráðger í æsku og með áhuga foreldranna og hjálp góðra sveitunga komst Guðmundur í Latínuskólann 1890 og lauk þaðan stúdentsprófum 1897. Guðmundur var orðinn þekktur fyrir skáldskap sinn, strax í skóla, og fékk þá viðurnefnið skólaskáld sem festist við hann. Hann lauk cand. phil.-prófi í Reykjavík, las læknis- fræði við Læknaskólann um hríð en hvarf frá því námi og sinnti síðan rit- störfum, kennslu, blaðamennsku og skáldagyðjunni. Að námi loknu bjó hann fyrst í Reykjavík, síðan á Akureyri um tíma og á Ísafirði á ár- unum 1906-1909, en þar var hann blaðamaður, kennari og bókavörður. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1913 og bjó þar til dauðadags. Guðmundur var afkastamikið og mjög dæmigert skáld hinnar nýróm- antísku stefnu – tilfinningaríkur, trúhneigður og bjó yfir ríkum hæfi- leikum til að túlka dulúð og trega hins nýrómatíska tíðaranda. Eftir hann liggja ljóðabækur, vinsæl sönglög, smásögur og leikrit. Þá var hann afbragðs þýðandi, ekki síst á ljóðum eftir Tennyson. Hann var undir sterkum áhrifum af Kristjáni fjallaskáldi og var einlægur aðdá- andi Jónasar Hallgrímssonar. Ýmsis ljóð Guðmundar voru á hvers manns vörum á sínum tíma og mörg þeirra sungin við þekkt lög. Má þar nefna Vormenn Íslands og sálminn Friður á jörð. Í dag muna þó líklega flestir eftir Kirkjuhvoli, sungið við lag Árna Thorsteinsson. Minnisvarði um Guðmund var af- hjúpaður við menningarmiðstöðina á Laugalandi árið 1991. Guðmundur lést 19.3. 1919. Merkir Íslendingar Guðmundur Guðmundsson 95 ára Hulda Óskarsdóttir 90 ára Ingibjörg Þorleifsdóttir 85 ára Guðrún Pálsdóttir Ólafía Guðrún Ágústsdóttir Sigurást Sigurjónsdóttir 80 ára Guðmundur Einarsson Gunnlaugur Valtýsson Haukur Svarfdal Jónsson Jes Einar Þorsteinsson Katrín G. Magnúsdóttir 75 ára Halldóra Karvelsdóttir Jón Bergmann Júlíusson Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir Sigurrós Magnea Jónsdóttir 70 ára Aðalheiður Maack Anna Guðrún Sigtryggsdóttir Gréta Sigrún Friðleifsdóttir Kolbrún Dísa Magnúsdóttir Lilja I. Marinósdóttir María Lára Atladóttir 60 ára Anna Sigríður Garðarsdóttir Ásdís Þórsdóttir Erlendur Sigurður Sigurjónsson Hinrik Óskarsson Hulda A. Kristjánsdóttir Jón Sigurður Þorsteinsson Pétur Gunnarsson Reynir H. Karlsson Svandís Ragna Sigurðardóttir 50 ára Ching-Mei Yang Gemma Alegre Ásgeirsson Halldóra M. Hermannsdóttir Irena Bjarnadóttir Steinunn Ósk Jóhannsdóttir 40 ára Anton Örn Bjarnason Ásgeir Magnús Ásgeirsson Bjarki Ólafsson Campbell Alexander O. Munro Eygló Kristjánsdóttir Hlynur Jóhannesson Jóhann Helgi Sigurðsson Klaudia Paszko Óðinn Hugi Ágústsson Sigrún Tómasdóttir Þórólfur Jónsson Þórunn Brynja Gísladóttir 30 ára Daníel Þór Vestmann Gunnarsson Davíð Örn Bjarnason Dóra Sigrún Hjálmarsdóttir Edda Ingibjörg Eggertsdóttir Elaine Marie Cooney Guðjón Örn Helgason Halla Karen Gunnarsdóttir Ingibjörg Edda Birgisdóttir Julia Sibylle Leschhorn Kristjón Rúnar Halldórsson Nanna Hlín Halldórsdóttir Piotr Pawel Kulik Sebastian Wisniewski Til hamingju með daginn 30 ára Þuríður býr á Akureyri, lauk BA-prófi í samfélags- og hagþróun- arfræði og í lögfræði frá HA og stundar ML-nám í lögfræði þar. Maki: Benedikt Hreinn Einarsson, f. 1984, sölu- maður hjá ÁTVR. Synir: Ernir, f. 2009, og Rúrik Pétur, f. 2014. Foreldrar: María Frið- gerður Rúriksdóttir, f. 1958, og Pétur Snæ- björnsson, f. 1959. Þuríður Pétursdóttir 30 ára Pétur Valgarð ólst upp á Kjalarnesinu, býr í Reykjanesbæ og er bif- vélavirki við húsbýlaleig- una Touring Cars. Maki: María Guðgeirs- dóttir, f. 1987, starfs- maður við Fríhöfnina. Börn: Natalía Mist, f. 2009, og Aron Logi, f. 2011. Foreldrar: Helga Bára Karlsdóttir, f. 1960, og Páll Ægir Pétursson, f. 1959. Pétur Valgarð Pálsson 30 ára Sigríður Ása ólst upp á Álftanesi, býr í Reykjavík, lauk prófi í grafískri hönnun við Ger- rit Rietvelt-akademíuna og vinnur við Íslensku auglýsingastofuna. Maki: Andri Ólafsson, f. 1984, tónlistarmaður. Dóttir: Birna Andradóttir, f. 2014. Foreldrar: Elín Guðný Stefánsdóttir, f. 1954, og Júlíus K. Björnsson, f. 1954. Sigríður Ása Júlíusdóttir Styrking • Jafnvægi • Fegurð CCFlax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru aðmeðaltali með 8,5 kgminni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.