Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á þing Alþýðusambands Íslands 2014. Kjörnir verða 85 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmannaVR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12:00 á hádegi þann 12. september næstkomandi. Kjörstjórn VR Leiðtogar Atlantshafs-bandalagsins halda nú fund í Wales við sérstakar aðstæður.    Eftir fall Múrs-ins og upp- lausn Sovétríkj- anna þótti mörgum að „Nató hefði misst glæpinn sinn“ eins og það var orðað.    Á mikilvægum fundi var spurt íalvöru hvort ekki væri rétt að Rússland gengi í Nató. Kiss- inger svaraði spurningunni efn- islega þannig að ætti slík spurn- ing rétt á sér væri nær að spyrja hvenær bæri að leysa Nató upp.    Kalda stríðinu lauk og fækkaðvar í hefðbundnu herliði, en ekki var þó öllum kjarnorkuvopn- um fargað. Því fór nokkur hrollur um þá sem muna gömlu tímana, þegar Pútín benti í framhjáhlaupi á að Rússland væri enn eitt mesta kjarnorkuveldi í heimi. En spurn- ingin sem hangir yfir fundinum í Wales er þó ekki um kjarnorku- vopn, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Spurningin snýst um hvort 5. grein sáttmála bandalagsþjóðanna um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll haldi eða hvort hún verði ómöguleikanum að bráð.    Eftir atburðina í Úkraínubrennur þessi spurning á vörum Eystrasaltsþjóða, en í raun þýðir hún hvort árás á þær verði í raun túlkuð sem árás á Bandarík- in.    Bandaríkjaforseti sagði í heim-sókn sinni þangað í vikunni að þannig væri það. Stóra spurn- ingin er sú, hvort aðildarþjóð- irnar treysti þessu í raun og hvort Rússland líti yfirlýsinguna sömu augum og litið er á „blöff“ í póker. Barack Obama Þar er efinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 8 skúrir Þórshöfn 11 súld Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 21 skýjað Dublin 21 skýjað Glasgow 22 léttskýjað London 20 skýjað París 20 alskýjað Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 23 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 24 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 16 þrumuveður Montreal 22 léttskýjað New York 29 heiðskírt Chicago 23 skúrir Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:23 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 6:22 20:42 SIGLUFJÖRÐUR 6:04 20:25 DJÚPIVOGUR 5:51 20:02 Gjaldskylda við bílastæði í miðbænum hefst nú klukkan níu um morguninn en áður fóru bíla- stæðaverðir af stað klukkan 10. Breytingarnar tóku gildi þann fyrsta september. „Samtök kaupmanna hafa alltaf lagst gegn allri útvíkkun á tíma sem og gjaldskrárhækkunum,“ segir Björn Jón Bragason framkvæmdarstjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Hann bætir því við að það sé ósann- gjarnt að Laugarvegur sé eina verslunarsvæðið þar sem gjald er innheimt. „Borgin á fullt af stæð- um við Suðurlandsbraut og rukkar ekki þar. Ekki er rukkað við Kringluna og ekki við Smáralind. Tax free verslun er að aukast en önnur verslun er að minnka mjög hratt. Þeir sem eru með verslanir bæði í Kringl- unni og á Laugaveginum eru að selja meira í Kringlunni en hér í miðbænum þrátt fyrir að búð- in í miðbænum sé yfirleitt mun glæsilegri. Þetta segir okkur að aðgengi er of erfitt.“ Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, er hinsvegar ánægð með breyt- inguna. „Ég held að fólk fari í Kringluna til að vera inni – ekki vegna þess að það er frítt í bílastæði. Ég er sannfærð um að ef það væri ekki gjaldskylda á Laugaveginum þá væru stæðin uppfull af bílum starfsmanna frá 9-17 og þá kæmist kúnninn aldrei í búðina.“ benedikt@mbl.is Bílastæðaverðir fyrr af stað  Bílastæðaverðir fara nú klukkutíma fyrr af stað og byrja klukkan 9 Dagana 5.-8. september fer fram í félagsheimilinu á Blönduósi ráð- stefna um norðurevrópskt sauðfé (stuttrófufé), ull, ullarvinnslu og textíl. Aðild að henni eiga auk Ís- lands: Færeyjar, Grænland, Hjalt- landseyjar, Noregur, Orkneyjar og Suðureyjar. Fyrirlesarar koma víða að en flestir erlendu þátttakendur- nir eru frá Norður-Evrópu. Jafn- framt verður lista- og handverks- sýning með munum úr ull o.fl. Þá verður farið í kynnisferðir til að skoða sauðfé og skilyrði til sauð- fjárræktar hér á landi. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðu Textílsetursins á Blönduósi textil- setur.com, en þar er jafnframt birt dagskrá ráðstefnunnar. „Íbúar í löndum og eyjum Norð- ur-Atlantshafs eiga mjög sterka, sameiginlega arfleifð er felst í sauðfjárkynjum sem heyra til norð- ur-evrópsku stuttrófufé (dindilfé). Þar er einnig sterk hefð fyrir nýt- ingu ullar og skinna í ýmsum til- gangi og ber þar hæst nýtingu til klæða en síðar í handverki og list,“ segir í tilkynningu. Ræða um stutt- rófufé á ráðstefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.