Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 ✝ Þórður Heiðar(Doddi) Jónsson var fæddur á Akra- nesi 3. júlí 1959. Hann lést af slysför- um á sjúkrahúsi í Köln í Þýskalandi 12. ágúst 2014. Foreldrar hans eru Guðrún Karítas Albertsdóttir, f. 1 . janúar 1927, og Jón Sigurðsson Jónsson, f. 20. janúar 1925, d. 18. október 2003. Börn Þórðar eru: 1) Petrina, búsett í Þýskalandi, f. 8. sept. 1990, maður hennar er Christian, f. 7. maí 1980, sonur þeirra er Al- exander, f. 7. sept. 2013, fyrir á Christian soninn Nico. 2) Alex- ander Jon, búsettur í Danmörku, f. 7. apríl 2005. Unn- usta Þórðar er Lise Alexandersen. Systkini Þórðar eru Jón Ægir, f. 11. júlí 1951, d. 13. nóv. 2002, Albert, f. 20. júlí 1952, Petrína, f. 27. mars 1956, Sig- urður, f. 27. sept. 1966, og Karítas, f. 27. sept. 1966. Þórður ólst upp á Akranesi. Hann lærði málaraiðn en helgaði líf sitt hestamennsku, sem hann stundaði í áratugi á Ís- landi, í Þýskalandi og í Dan- mörku. Útför Þórðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 5. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. Með fáum orðum langar mig til að minnast Dodda bróður míns. Það kom sem reiðarslag yfir okkur öll þegar við heyrðum að Doddi hefði dottið af hestbaki í Þýskalandi. Hann hlaut af því svo slæma höfuðáverka að hann vakn- aði aldrei til lífsins aftur. Hjarta hans barðist þó í nokkra daga þar til allur kraftur var uppurinn. Þetta voru langir og erfiðir dagar og erfitt að vera langt frá ástkær- um bróður. En minningarnar tekur enginn frá manni og þær eru dýrmætar þegar maður missir. Elsku Doddi, við eigum svo margar minningar saman. Allt frá því þegar við vorum lítil í útilegu með mömmu og pabba. Þegar þú fórst á böllin sem unglingur og spurðir mig hvort þú værir ekki fínn, þar sem þú stóðst fyrir fram- an spegilinn á ganginum heima á Brekkubrautinni. Og þegar ég hljóp fyrir þig eða hoppaði yfir girðingarnar, til Hadda frænda, til að ná í launaseðilinn þinn. Margar minningar eru líka úr hesthúsinu hans pabba. Þú talaðir oft um pabba og ykkar góðu stundir í hesthúsinu, þegar þurfti að sækja vatn í brunninn, brjóta ísinn fyrst með fötunni, og þegar gufan dampaði af hestunum þegar þeir komu inn í hús. Ég man það líka vel, það var svo gott að sitja í hest- húsinu þegar búið var að gefa og hlusta á hestana éta hey. Eftir að við urðum eldri bjugg- um við bæði í Danmörku um tíma. Það var alltaf gaman að heim- sækja ykkur Anke og Petrinu í sveitina og fá að fara á hestbak. Síðan fluttuð þið aftur til Þýska- lands, á heimaslóðir Anke. Seinna komstu aftur til Danmerkur, og á Fjón, nálægt okkur Herði. Þar kynntist þú Lone og með henni eignaðist þú Alexander Jon. Eftir að þið slituð samvistir komstu oft í heimsókn með Jon til okkar Harð- ar. Við eigum eftir að sakna þess mikið að hafa ykkur í heimsókn, sakna þess að sitja og spjalla á bekknum á leikvellinum og horfa á krakkana leika sér og sakna þess að spila fótbolta með ykkur í garð- inum. Sakna þess að heyra í þér þegar þú hringdir, en þú hringdir oft „bara til að heyra“, ekki til að segja neitt sérstakt, en bara til að heyra hvernig við hefðum það. Elsku Doddi; innst inni held ég að þú hafir fundið á þér að þú ættir ekki langt eftir ólifað. Þú varst allt- af svo næmur, á einhvern ein- kennilegan hátt sem erfitt er að út- skýra. Þegar ég hugsa til baka til okkar síðasta fundar sagðir þú hluti sem ég hef hugsað mikið um. Þú baðst mig til dæmis að passa vel upp á Jon þinn og leyfa honum að halda áfram að koma í heimsóknir til okkar Harðar. Þegar ég kvaddi þig síðast fannst mér eins og ég væri að kveðja þig í síðasta sinn. Elsku mamma, Petrina, Jon, Lise, ættingjar og vinir. Megi minningin um góðan dreng lifa og ylja okkur um ókomin ár. Karitas, Hörður og Freyja Rún. Síðustu sjö ár og sjö mánuði hef- ur þú verið stór hluti af lífi mínu. Ég man þegar þú komst til mín og ég heillaðist af þér frá fyrstu stund. Þú varst stórbrotinn maður, gæddur einstökum persónutöfr- um, með heillandi framkomu og mikla útgeislun. Ávallt vingjarn- legur og hjálpsamur og ekki feim- inn við að deila af þinni miklu kunnáttu á sviði hestamennsku. Í mörg ár bjóstu bæði í Þýska- landi og í Danmörku. Þú eignaðist þína fjölskyldu í Þýskalandi og áttir þar mörg góð ár. Þú átt svo marga vini, bæði í Þýskalandi, Danmörku og á Íslandi. Þú varst bundinn sterkum böndum við fjöl- skyldur þínar í þessum þremur löndum. Þú varst hlýr og tilfinn- ingaríkur maður, settir sjálfan þig aldrei í fyrsta sæti. Í þínum huga var svo mikilvægt að þínir nán- ustu og hestarnir hefðu það sem best, á eftir þeim komst þú. Doddi, ég mun alltaf muna eftir þér sem mikilfenglegum einstak- lingi, hlýjum og tilfinningaríkum. Þú varst hestamaður af lífi og sál. Þú varst sögumaður. Síðustu sjö árin hefurðu sagt mér svo margt sem á daga þína hefur drifið öll þín 55 ár og bæði góðu og slæmu sögurnar og frá uppvaxtarárum þínum á Íslandi. Þegar þú hafðir gert af þér skammastrik þá varð pabbi þinn aldrei reiður, en sagði við þig að þú yrðir sendur til vonda kallsins, hans Jónasar í Bakkakoti. Þetta var víst sagt all- oft við þig. Einn daginn hlýtur þú að hafa gert eitthvað mikið af þér því þú fórst sjálfur til pabba þíns og sagðir honum að nú væri senni- lega best að hann hringdi til hans Jónasar í Bakkakoti og segði hon- um að þú værir á leiðinni … Ég hef heyrt ótalmargar sögur úr sumarfríunum þínum í sveit- inni í Lambhaga, þar sem þú áttir margar stundir í æsku og fram á unglingsár. Ég hef hlustað á sög- urnar þínar af athygli og saman höfum við hlegið mikið að þeim. Ég var beðin fyrir kærar kveðj- ur til þín frá (viðskipta)vinum þín- um í Danmörku. Margir þeirra hafa verið þér samferða og þekkt þig í yfir tvo áratugi. Þú komst og járnaðir hestana. Þú varst ekki bara járningamaður, heldur líka góður vinur og félagi sem alltaf var reiðubúin að miðla af reynslu sinni með hrossin. Ég fékk að njóta samvista við þig í sjö ár og sjö mánuði og þakka fyrir tímann sem við áttum sam- an. Á þessari erfiðu stund mun ég geyma minninguna um þig í sálu minni og aldrei gleyma. Vertu sæll, elsku íslenski kú- rekinn minn. Þú munt vera í hjarta mínu alla tíð. Lise Alexandersen. Þórður Heiðar Jónsson ✝ Gunnar Jóns-son fæddist í Reykjavík 7. júní 1933. Hann lést á Landspítalanum 31. ágúst 2014. Foreldrar Gunn- ars voru Jón Eiður Ágústsson, mál- arameistari, f. í Reykjavík 24. októ- ber 1909, d. 27. mars 1974 og Helga Þorbergsdóttir, húsmóðir, f. á Þingeyri 5. nóvember 1909, d. 14. ágúst 1978. Systir Gunnars er Þorbjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, f. í Reykjavík 20.desember 1939. Eiginmaður hennar var Þórarinn Þ. Jónsson, löggiltur endurskoð- andi, d. nóvember 2009. Gunnar giftist Erlu Dórotheu Magnúsdóttur, f. 20. maí 1936, d. soninn Jóhannes Felix. Fyrir átti Unnur synina Ágúst Atla og Tóm- as Atla, faðir þeirra er Atli Sig- urðsson. Stjúpdóttir Unnar er Re- bekka Rún, dóttir Jóhannesar. Gunnar kvæntist Ingibjörgu Ara- dóttur, þau skildu. Gunnar kvæntist Bergljótu Ellertsdóttur, þau skildu. Gunnar útskrifaðist sem raf- virki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Hann hlaut meistararétt- indi í iðn sinni árið 1959. Lengst af var Gunnar sjálfstætt starfandi rafverktaki. Síðar starfaði hann hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Starfsferli sínum lauk hann hjá Olíuverslun Íslands. Gunnar var ákaflega bók- hneigður maður og víðlesinn. Hann söng um árabil með Karla- kór Reykjavíkur. Útför Gunnars fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 5. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. 25. ágúst 1988. Þau skildu. Gunnar og Erla eignuðust tvö börn. 1. Jón Gunn- arsson, alþingis- maður, f. í Reykja- vík 21. september 1956. Maki Halla Ragnarsdóttir, kaupsýslukona, f. á Hvammstanga 16. ágúst 1956. Þau eiga börnin, a) Gunnar Bergmann, maki Halla Hallgeirsdóttir, þau eiga þrjú börn, b) Arndís Erla, maki Freyr Steinar Gunnlaugsson, þau eiga þrjú börn, c) Arnar Bogi, unnusta Helga Kristinsdóttir. 2. Unnur Helga Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri, f. í Reykjavík 15. ágúst 1963, maki Jóhannes Fel- ixson, bakarameistari. Þau eiga Þú varst öðruvísi, þú varst ein- stakur, þú varst einlægur og trúr þínu og gast verið stríðinn. Þú varst sjálfstæðismaður og fórst ekki leynt með skoðanir þínar, Þú elskaðir guð og góða menn. Þú varst náttúrubarn, elskaðir fjöllin blá, íslenska náttúru, fjólubláa drauma og Vestfirðina. Þú naust þín í veiðiskap og hvað ég grét þegar þú skaust álftina, svan- inn minn. Þú varst söngelskur með einstaklega næmt tóneyra og fagra rödd. Þú varst bókaormur, vildir helst ævisögur, eitthvað raunveru- legt, vildir finna til og njóta. Við dýrkuðum Davíð frá Fagra- skógi. Ég var ung þegar þú færðir mér Svartar fjaðrir. Hún á heima á náttborðinu mínu. Við höfum lesið hana saman – deilt ástríðunni á ódauðlegum ljóðum hans. Ég var ung þegar þú keyptir og sendir pí- anó heim með sendiferðabíl. Ég var barn þegar þú fórst með mig á Þingeyri við Dýrafjörð. „Pabbi er- um við að keyra á hausnum núna?“ Þú varst afi, langafi, bróðir og pabbi, þín er sárlega saknað. Þú kallaðir mig Unnsluna þína, skottið þitt. Ég var dóttir þín – þú varst pabbi minn. Ég kveð þig með sökn- uði. Guð blessi eilíflega minningu þína. Ég skal vaka og gráta af gleði yfir þér, því guð átti ekkert betra að gefa mér. (Davíð Stefánsson) Þín dóttir, Unnur Helga. Þú varst virkilega sérstakur kvistur. Þú hafðir ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum sem þú fórst ekki dult með. Við tók- umst á þó að við værum sammála um grundvallaratriðin. Þér þótti gaman að tala hátt þegar það átti við, þú vildir ögra, stundum þannig að maður hefði gjarnan viljað hverfa. Þú varst mikið náttúru- barn, fróður um landið sem þér var mjög kært. Þú varst mikið fyr- ir bókalestur en ekki alæta á bæk- ur. Einhverja höfunda taldir þú ekki þess virði að eyða tíma í lestur verka þeirra, pólitískar skoðanir voru ákveðnar. Grunngildi Sjálf- stæðisflokksins voru þér mikil- væg, sem og kristin gildi. Ég naut þess þegar þú stöðugt færðir mér bækur og varst gjarnan búinn að merkja við það sem ég átti að þínu mati ekki að sleppa í bókinni. Þú hristir upp í ættfræðinni, minntir okkur á rætur okkar, það má eng- inn gleyma uppruna sínum. Ég mun sakna símtalanna á hverjum degi, þó að það viðurkennist fús- lega að stundum þótti mér nóg um. Þú fylgdist vel með sjónvarpi frá vinnustað mínum og vaktir mig oft til umhugsunar með athugasemd- um þínum. Einstaka gullkorn frá þér rötuðu sína leið í umræðuna. Þú varst einfari í eðli þínu en fjöl- skyldan skipti þig miklu. Alltaf varstu boðinn og búinn ef leitað var til þín, máttir ekkert aumt sjá og vildir öllum gefa, stundum meira en efni voru til. Barnabörnin sakna afa Gunna, átta sig á því að allt er í heiminum hverfult. Minn- ingarnar streyma fram á þessum tímamótum, þær hverfa ekki og það er margs að minnast. Kærar þakkir fyrir samfylgd- ina, pabbi minn. Jón Gunnarsson. Hann tengdafaðir minn er lát- inn. Það er margs að minnast á þeim tæplega 40 árum sem leiðir okkar hafa legið saman. Í eigin- legri merkingu komstu með ljósið í sveitina mína, á heimilið mitt, þegar þú tengdir okkur við raf- magnið. Þú færðir einnig ljós í líf mitt þegar ég tengdist þér fjöl- skylduböndum. Á þessum tíma- mótum er mér þakklæti fyrir liðna tíð efst í huga. Elsku vinur, þú skilur eftir margar minningar sem ég er þakklát fyrir að eiga. Börn- um mínum og barnabörnum varstu ómetanlegur afi og áhugi þinn fyrir velferð þeirra var aðdá- unarverður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Þín tengdadóttir, Halla. Bróðir minn, Gunnar Jónsson rafvirkjameistari, er fallinn frá. „Margs er að minnast og margs er að sakna.“ Gunnar fæddist árið 1933, rúmum sex árum eldri en ég. Við ólumst upp á Njálsgötunni og gengum í barnaskóla Austurbæj- ar en svo fór Gunnar í Ingimars- skóla sem stóð við Lindargötu. Snemma byrjaði hann í rafvirkj- anámi og lauk því með sóma og bætti svo við sig meistaranámi í sömu grein. Hann fann sér lífs- förunaut, glæsikonu og góða, Erlu Magnúsdóttur – síðan gifting og einn gullmoli, Jón, og síðar annar gullmoli, Unnur Helga, yndisleg börn og góð við „frænku gömlu“. Gunnar og Erla byrjuðu bú- skap í húsi foreldra minna á Njáls- götunni, svo ég var aufúsugestur í kjallaranum og mjög liðtæk í að passa. Þau fluttu síðan á Bugð- ulæk – þá var ég um það bil að gifta mig og byrjaði búskap á Laugarnesvegi – sko ekki langt á milli, þar kom svo minn Jón. Ekki skemmdi það fyrir að pabbi okkar og mamma reistu sér hús á Otra- teigi og var þá kominn þríhyrn- ingur á milli húsa okkar. Ferðir strákanna okkar voru ekki fáar á Otrateig til afa Jóns og ömmu Helgu og þar fengu þeir sín ynd- islegu „gælunöfn“. Afi Jón, Nonni Jón og svo litli Jón, gjarnan var líka bætt við mömmu „amma Jón“. Þarna urðu til vináttubönd milli Nonna Jóns og litla Jóns sem hafa aldrei slitnað. Árin liðu og þau Gunnar og Erla reistu sér glæsihús í Kópa- vogi – þar kom svo perlan Unnur Helga öllum til mikillar gleði og árin liðu við leik og störf. Erla og Gunnar slitu samvistir, en börnum sínum sinnti hann af bestu getu. Nú stikla ég á stóru; þau orðin fullorðin, komin með börn og barnabörn. Gunnar sinnti barnabörnunum vel, elskaði þau og dáði. Hann elskaði landið okk- ar, ferðaðist mikið seinni árin og var heill hafsjór af fróðleik um fjöll og dali og síðast og ekki síst einstakur í ættfræði og mjög vel lesinn. Hann sinnti mági sínum vel, honum Kela mínum, í veikindum hans – kom margar ferðir á Hóla- brautina til að stytta honum stundir, hafðu þökk fyrir það elsku Gunni. Ég á eftir að sakna símhring- inganna: „Ertu heima systir mín – fæ ég kaffisopa?“ en þær upp- hringingar verða ekki fleiri. Þá kom hann gjarnan með smá í poka frá Jóa Fel., tengdasyni sínum. Við höfðum líka seinni árin gleði af að heimsækja frændfólk okkar á Akranesi og fórum við yndislega ferð þangað núna í sumar til Ernu frænku og Steina, með poka frá Jóa Fel. Við áttum líka góðar stundir í sumar hjá hans elskulegu börnum í sumarhúsum þeirra – Jón og Halla á Syðri-Brú í Grímsnesi og Unnur og Jói í Grímsnesi, en börnin hans tvö hafa svo sannar- lega hugsað vel um hann og borið hag hans fyrir brjósti. Ferðalögin verða ekki fleiri. Gunnar dó á Landspítala, Hringbraut, 31. águst. Banamein- ið var hjartað eins og hjá foreldr- um okkar og forfeðrum. Ég votta börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð og vona að tengsl okkar megi haldast óbreytt og met ég það mikils. Gunnar minn, far þú í friði, skil- aðu kveðju til allra. Takk fyrir allt og allt. Þín systir, Þorbjörg (Tóbbý). Elsku hjartans afi minn, nú hef- ur þú kvatt þennan heim. Mikið sakna ég þess að heyra röddina þína og ég hugsa svo hlýtt til allra þeirra stunda sem við höfum átt saman síðan ég fæddist. Það getur enginn fyllt þann dýrmæta stað sem þú átt í hjarta mínu. Öll ferða- lögin okkar hérlendis og þekking þín á landinu hefur mótað mig sem einstakling. Ég lofa þér því, elsku afi minn, að halda áfram að fræð- ast um land og þjóð. Allra ljóðabókanna sem þú hef- ur kynnt fyrir mér mun ég gæta vel og halda áfram að lesa ljóð, sem var okkar uppáhaldsdægra- stytting ásamt því að fá okkur humarsúpu niðri við höfn og skoða skipin. Ég er ævinlega þakklát fyrir allar okkar samverustundir. Vinir mínir elskuðu þig og öll sú skilyrðislausa ást sem þú bjóst yf- ir er veganesti sem mun endast mér allt lífið. Við gátum setið sam- an heilu klukkustundirnar í bíl- ferðum víða um land og ekki sagt stakt orð, nærveran talaði sínu máli. Elsku afi, þú varst mikill húmoristi og við hlógum mikið saman. Kímnigáfa þín og glettni er mér ofarlega í huga og ég brosi þegar ég hugsa um svipbrigði þín við sérstök tilefni. Mikið hlakka ég til að geta sagt mínum börnum frá þeim mikla fjársjóði sem þú gafst mínu lífi. Umhyggjan fyrir þeim sem minna mega sín einkenndi þig og þú máttir ekkert aumt sjá. Þú hafðir einstakan karakter og varst framúrskarandi handlaginn að hvaða verki sem þú gekkst. Allt handbragð þitt vandað og útsjón- arsemin engu lík. Mér er mjög minnisstætt þegar við fórum í eina af mörgum hringferðum okkar og vorum í bústað í Dýrafirði á þeim slóðum sem þú varst ungur við vegavinnu. Vestfirðir voru í sér- stöku uppáhaldi hjá þér og þá helst Þingeyri. Afi minn, hjarta- hlýjan þín mun lifa með mér um ókomna tíð og allar þær ógleym- anlegu stundir sem við áttum saman. Þú áttir stærsta faðm og stærsta hjarta sem ég hef nokk- urn tíma kynnst. Elska þig meira en orð fá lýst. Þín Karen Bergljót, eða „skottið þitt“eins og þú kall- aðir mig svo oft. Hvíldu í friði, elsku afi. Karen Bergljót Knútsdóttir. Gunnar Jónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON, Kópavogsbraut 93, sem lést af slysförum fimmtudaginn 28. ágúst verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarfélag Hornafjarðar, reikningsnr. 1147-26-56, kt. 640485-0439. Inga Lucia Þorsteinsdóttir, Kristín Harpa Halldórsdóttir, Guðmundur Steinar Halldórsson, Þórdís Fjóla Halldórsdóttir, Magnús Árnason, Vignir Már Halldórsson, Jón Halldór Kristínarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.