Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 ✝ SigfríðurGeorgsdóttir fæddist á Brekku í Ytri-Njarðvík 31. mars 1920. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Magnúsdóttir, f. 16. apríl 1890, d. 15. júlí 1985, og Georg Emil Pétur Pétursson, f. 2. apríl 1880, d. 21. des. 1950. Auk Sigfríðar eignuðust þau 5 börn; Petreu Rós, Guðríði Elínbjörgu, Ingi- björgu, Jón Benedikt og Jónu Björgu. Sigfríður giftist 2. mars 1940 Jóni P. Einarssyni frá Vestmannaeyjum, f. 27. sept. 1914, d. 29. október 1994. Þau eignuðust 10 börn, Ottó Einar, f. 1936, d. 2010, m. Guðleif B. Andrésdóttir. Örn Snævar, f. 1938, m. Friðbjörg Haralds- dóttir. Baldur, f. 1939, m. Guð- rún Halldórsdóttir. Sigfríður, f. 1941, d. 1991, m. Sigurður Sveinbjörnsson. Jón Jónsson, f. 1943, d. 2007, m. Guðrún Sveinsdóttir. Pétur Ingiberg, f. 1947, m. Edda Guðmundsdóttir. Laufey, f. 1950, m. Eysteinn Nikulásson. Emilía, f. 1951, m. Einar Ólafsson. Ólafur, f. 1954, útsjónarsöm og nýtti hollustu úr náttúrunni eins og jurtir og ber og njólinn í garðinum var aldrei langt undan. Á árunum 1940 til 1960 vann Sigfríður ýmis störf, samhliða uppeldi á 10 börnum. Rak Litla ferðafélagið ásamt eiginmanni. Var m.a. matráðskona á Varmalandi og ein afkasta- mesta söltunarstúlkan á síldar- plönum á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði, vann í Bæjar- útgerðinni undir lok 6. áratug- arins. Í byrjun 7. áratugarins rak Fríða veitingastaðinn Skál- ann í Hafnarfirði. Hún starfaði síðan í mötuneytum, m.a. við Héraðsskólann á Laugarvatni og á sumardvalarheimilinu í Laugarási. Árið 1967 hóf hún störf við ræstingar í Straums- vík og flutti sig fljótlega yfir í mötuneytið. Þar starfaði Fríða næstu 23 árin, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1990. Síðustu 24 árin rak Fríða sína eigin félagsmiðstöð og mötuneyti á Bústaðavegi 105 sem fólst í því að hafa alltaf nóg af mat fyrir alla sem kíktu inn í hádeginu. Þær stundir notaði hún líka til að kristna ungviðið og kenna því heilræði og góða siði. Sigfríður hélt sitt síðasta matarboð að Bústaðavegi 105 örfáum klukkustundum áður en hún kvaddi þennan heim. Útför Sigfríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. m. Kristín Guð- mundsdóttir. Ragn- ar, f. 1956. Afkom- endur eru 103. Fríða, eins og hún var kölluð, lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum í Keflavík með bestu einkunn. Strax á 14. aldurs- árinu hófst þátt- taka hennar í at- vinnulífinu þegar hún fékk vinnu við að vaska fisk hjá Magnúsi Ólafssyni í Höskuldar- koti. Sú vinna stóð reyndar ekki lengi yfir þar sem hún lenti í því óláni að vörubíll bakkaði á hana og klemmdi á milli palls og fiskistæðu og brotnaði bæði lífbeinið og rófu- beinið í henni og þurfti hún að skríða heim til sín og lækna sig að mestu leyti sjálf. Þetta mót- aði Sigfríði mjög, því næstu 80 árin hafði hún það að leiðarljósi að lækna sig sjálf, helst með efni úr jurtaríkinu. 15 ára réð Fríða sig í vist í Reykjavík og á 16. aldursári kynntist hún Jóni eiginmanni sínum. Fyrstu árin í búskap þeirra var hún að mestu heimavinnandi, enda barnahóp- urinn ört stækkandi. Stundum var þröngt í búi en Fríða var Elsku mamma, núna þegar þú hefur kvatt okkur hinstu kveðju eru svo margar minningar sem leita á hugann. Mig langar að þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem telja marga ára- tugi. Fyrst þegar þið pabbi í blóma lífsins, fóruð í ferðalögin um landið, með okkur börnin, norður, suður og austur á firði. Það er varla til sá staður á land- inu sem þið pabbi fóruð ekki til og kennduð okkur Óla hvernig við ættum að þekkja landið okkar, hvað dalirnir, vötnin og fjöllin hétu. Þú og pabbi kennduð okkur það í gegnum söng, þið kunnuð svo mikið af lögum. Það var svo gaman í þessum útilegum, því að það var jú alltaf gist í tjaldi og svo eldaðir þú á prímusnum. Hvernig þú pumpaðir prímusinn til þess að fá líf í hann var líka svo spenn- andi og svo eldaðir þú dýrindis mat við þessar frumstæðu að- stæður í íslenskri náttúru, þetta var lífið. Allar sumóferðirnar í sumarbústaðinn við Eyjatjörn, þegar við Óli vorum að vaða í tjörninni og þú varst að elda eða baka á kolavélinni. Saltfiskurinn sem þú útvatnaðir í tjörninni og hornsílin nörtuðu í, fannst mér bestur og svo voru pönnukökur í kaffitímanum. Svo kveiktum við Óli upp í arninum og pabbi las fyrir okkur sögu fyrir svefninn. Þegar þú leyfðir mér að spila Botníu á handsnúna grammófón- inn, úti á túni, aftur og aftur, án þess að vera á nálum yfir því að ég bryti plötuna. Ég verð að minnast á þá ótrúlegu ræktar- semi sem þér var eiginleg. Þú varst óþreytandi í því að hafa samband við bæði vini og vanda- menn. Mundir alla afmælisdaga eða aðra hátíðisdaga í lífi afkom- enda þinna og vina. Það er svo margt sem hægt væri að telja upp, það er efni í heila bók. Ég verð samt að minnast á hvað þú varst ljóðelsk og söngur var þér í blóð borinn. Þú varst óþreytandi í því að syngja gömul lög sem þú hafði lært í barnæsku. Daginn áð- ur en þú, elsku mamma mín, kvaddir okkur hinstu kveðju, dreymdi þig ljóð sem þú fórst með fyrir okkur, sem vorum stödd hjá þér þennan dag. Þú geislaðir af gleði og varst svo ánægð með að muna þetta ljóð, eitt af þeim ótalmörgu lögum sem þið pabbi sunguð, því þú hafðir fyrir löngu verið búin að gleyma því, sagðir þú. Ljóðið „Svíf þú blær“ sem mömmu dreymdi síð- ustu nóttina sem hún lifði; Ó, þú svífur á vorbjarmanns vængjum eins og vindur frá fjarlægri strönd. Yfir sædjúpin blá, þínum svanbrjóstum á, berðu sumar í fannþakin lönd. Svíf þú blær um bláan himingeim. Blíðu og unað vorsins flyttu heim. Faðmi vefðu fjörð og dal, fannir leystu úr jöklasal. Ljáðu hverri von sem vorið á, vængi til að svífa um loftin blá. Gef þú öllum gull í mund, glaða morgun stund. Móðir mín, þú sólin bjarta, gafst mér líf, af þínu hjarta. Í þínu lífi, ást og kærleik vildir færa, Þú varst ætíð lindin tæra. (RJ) Elsku mamma mín, hvíl í Guðs friði. Þinn sonur, Ragnar. Elsku mamma mín var hæglát kona sem átti tíu börn og þegar ég hugsa til baka þá man ég aldr- ei eftir því að hún eða pabbi hafi hækkað röddina við okkur börn- in, þótt okkur sinnaðist eins og gengur í stórum barnahóp. Mamma var skemmtileg kona, félagslynd og var alltaf til í allar veislur sem henni var boðið í. Alltaf var hún til í bíltúr ef maður bauð henni að fara með, bara að sitja í bíl og keyra um fannst henni óskaplega gaman. Hálfnað er verk þá hafið er sagði hún gjarnan ef við vorum að gera slátur og önnur verk sem voru ekki alveg í uppáhaldi hjá mér, en mamma elskaði að gera slátur og um nírætt fór hún í laumi og keypti þrjú slátur og gerði það bara ein. Svo fór hún aftur þarnæsta dag og tók aftur þrjú slátur, þetta gerði hún kannski fjórum sinnum, hún var ótrúlega dugleg. Eitt var það sem hún lét eftir sér og það var að fara á heilsu- hælið í Hveragerði til að hlaða batteríin, það gerði hún í u.þ.b. 25 skipti. Hún kunni vel að meta fæðið sem er þar á boðstólum, hún hugsaði mjög vel um sig hvað mataræði varðar, notaði t.d. ekki sykur stærstan hluta ævinnar, ekki hveiti, salt, pakkavörur o.m.fl. Sápur notaði hún í miklu hófi, samt var hvergi hvítari þvottur en hjá mömmu. Hún var alla tíð bindindismanneskja á vín, tóbak og kaffi, og hún notaði ekki snyrtivörur í neinni mynd nema varalit til hátíðabrigða, enda var hún bara falleg af guðs náð, hún var góð fyrirmynd afkomenda sinna. Mamma og pabbi ferðuðust mikið um landið á hverju sumri með okkur krakkana, það var ekki sumar nema fara norður í land og stundum á Austfirði. Það voru mjög skemmtilegar ferðir, alltaf sungu þau í bílnum, þá lærðum við mikið af söngvum og landafræði því þau kunnu landið, örnefni, fjöll og firnindi utan að. En mest þótti henni gaman að fara í sumarbústaðinn sem þau áttu í 52 ár við Eyjatjörn í Kjós með okkur börnin og síðan barnabörnin. Þar kenndi hún þeim ýmislegt, t.d. að baka. Þá þurftu þau að hræra allt í hönd- um því þar var ekki rafmagn, og þetta fannst þeim mjög gaman. Hún stundaði félagsmiðstöðina í Hæðargarði um nokkurra ára skeið og hafði mjög gaman af að gera tækifæriskort ýmiss konar, bæði saumuð, þrívíddar og straujuð, og hún var orðin mjög flink í þessu. Síðustu tuttugu árin sendi hún í kringum 65 til 90 kort, öll handgerð og handskrifuð af henni. Það var alltaf tilhlökkun að fá kort frá mömmu. Elsku mamma, svo fékkstu hvíldina alveg eins og þú óskaðir þér; að fá að sofna í þínu rúmi með þína sæng, fyrir það er ég þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér mörgum stundum síðustu ár- in þín, sumarið var einstakt hjá okkur líka, og þú varst alltaf svo ánægð að vera með okkur í sum- arbústaðnum og sérstaklega í sumar. Við munum sakna þín mikið, elsku mamma, því það var gott að hafa þig í kringum sig. Ég gæti skrifað heila bók um þig sem væri mjög falleg, kannski á ég það eftir, en minningarnar lifa og gleymast ei, þær eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Farðu í friði, elsku mamma. Kveðja, Laufey og Eysteinn. Sigfríður Georgsdóttir, móðir mín, er látin. Það eru forréttindi að hafa móður sína með sér í 94 ár. Mamma var dugleg, ósérhlíf- in, gáfuð, umburðarlynd, einstak- lega vel gerð kona sem mundi ná- kvæmlega allt á milli himins og jarðar. Það var oft sem ég hringdi í mömmu í þeim tilgangi að spyrja hana um ættir fólks og margt annað og hafði hún oftar en ekki svör á vörum sínum. Að keyra með mömmu um Reykjavík var mikil og skemmti- leg sögustund, hún mundi og þekkti fólk sem bjó hér og þar um bæinn og sagði skemmtilega frá, t.d. þegar pabbi skreið inn um glugga á ball í Bárunni, mamma bjó þá í Suðurgötu mjög ung stúlka. Önnur saga var af mjög fatlaðri konu sem bjó á Hverfis- götu með syni sínum sem var móður sinni svo góður en sú kona tók þvotta fyrir heldri menn bæj- arins. Þetta er bara lítið brot af mjög mörgum sögum sem hægt væri að hafa eftir mömmu. Það var alveg eins að fara með mömmu í ferðalög um landið, hún hafði ótrúlegar tengingar við hina ýmsu landshluta, þekkti bændur og bú. Pabbi og mamma voru mjög dugleg að ferðast um Ísland með okkur krakkana, jafn- vel fimm börn í bílnum, og sátum við ofan á farangrinum í aftur- sætinu sem þætti víst ekki gott í dag. Við mamma gerðum margt skemmtilegt saman, lögðum spil og spáðum í bolla og þóttumst sjá fram í framtíðina. Þetta var skemmtileg dægradvöl hjá okk- ur, svo lagði hún kapal til að „prufa sjálfa sig“ eins og hún sagði gjarnan. Dag einn fyrir stuttu sátum við mamma inni í stofu á Bústaðaveginum, and- spænis hvor annarri eins og við gerðum gjarnan, þegar mamma réttir fram hendurnar sínar og segir við mig: „Emilía mín, sérðu, ég er komin með hendur eins og á gamalli konu.“ Ég gat ekki annað en brosað og svarað henni að hún væri gömul kona, svona var mamma ung í anda til þess síð- asta. Hún hafði mjög sterkar skoðanir og það var virkilega skemmtilegt þegar hún komst í ham í dægurmálum, andstæða við konuna sem ekki gerði kröfur og var frekar umburðarlynd fyrir sína hönd. Við mamma fórum í nokkrar utanlandsferðir saman og þá eins og svo oft áður sýndi hún á sér alveg einstaka mynd, hún var svo einstaklega sjálfstæð og óhrædd að takast á við eitt- hvað nýtt. Þetta eru bara lítil brot af stórri mynd sem mamma skilur eftir í huga mér. Nú kveð ég móður mína með miklum söknuði, það verður ekki auðvelt að sætta sig við að strengurinn milli mín og mömmu er rofinn. Í lokin vil ég segja það sem hún Þórhildur heitin tengdamóðir mín skrifaði eitt sinn í kort til mömmu eftir dvöl hjá henni, eft- irfarandi er í raun allt sem segja þarf. Það er svo margt sem þakka ber þar um vil ég ljóða. Hamingjan sé hliðholl þér heiðurskonan góða. (Þ.K.J.) Emilía Guðrún Jónsdóttir. Sigfríður Georgsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigfríði Georgsdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gústaf AdolfNjálsson húsa- smíðameistari fæddist 2. apríl 1930 á Hvoli í Glerárþorpi. Hann lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri hinn 25. ágúst 2014. Foreldrar Gúst- afs voru hjónin Guðrún Kristjáns- dóttir, f. 23. janúar 1895, d. 26. febrúar 1963, og Njáll Jakobs- son, f. 26. ágúst 1901, d. 17. des- ember 1971. Bróðir Gústafs var Karl Andrés Njálsson, f. 2. maí 1923, d. 6. janúar 1966. Eiginkona Gústafs er Halla Kristmunda Sigurðardóttir sagnfræðingur, f. 30. janúar 1936. Börn Gústafs eru: 1) Guð- rún, f. 1955, arkitekt, maki Sö- ren Lystlund arkitekt, barn þeirra er Stella Klara. 2) Sig- urður, f. 1962, arkitekt, barn hans er Gústaf. 3) Karl Gústaf flug- stjóri, f. 1970, börn hans eru Guðrún, Mikael og Þórdís. Gústaf ólst upp í Glerárþorpi við Ak- ureyri. Sem ungur drengur sótti hann sjó með föður sín- um og bróður, en fyrir tvítugt fór hann til sjós og stundaði síðan allar almennar fiskveiðar á Íslandsmiðum til 1960. Árið 1963 tók Gústaf sveinspróf í húsasmíðum. Meist- arabréf fékk hann 24. júní 1966 og stundaði hann smíðar fram til 83 ára aldurs. Hann fékkst við ýmsar smíðar, svo sem húsbygg- ingar, viðhald friðaðra bygg- inga og húsgagnasmíði. Lengst af rak hann eigið fyrirtæki. Útför Gústafs fer fram frá Glerárkirkju í dag, 5. september 2014, klukkan 13.30. Leiftur liðinna ára eru sterk þessa dagana. Ég var ekki hár í loftinu þegar Gústaf, eða Dúddi eins og hann var yfirleitt kallað- ur, kom inn í líf mitt og tók seinni stóru systur mína frá mér. Ein- hvern veginn finnst mér eins og hann hafi alltaf fylgt Dalabæjar- fjölskyldunni alla tíð enda með sama bakgrunn og við systkinin. Hann var skírður í höfuðið á sænskum síldarspekúlant og fór ungur til sjós rétt eins og systir mín. Oft reri hann með þekktum aflamönnum og sjórinn og skip áttu hug hans allan upp frá því. Hann átti sjálfur lengi litla trillu og alla tíð var spurt frétta af sjón- um þegar við töluðum saman, sem var oft. Dúddi var orðinn fullorðinn maður þegar hann fór að læra smíðar og taldi þær æðst- ar allra iðngreina og smiði merki- legasta allra iðnaðarmanna. Hann var sjálfur listasmiður, þess bera margir hlutir sem eftir hann liggja glögg merki. Hvorki voru lögheimili hans í lífinu mörg né langt á milli þeirra og þau hjónin byggðu sér hús í nokkurra tuga metra fjarlægð frá húsi því þar sem hann fæddist í Glerár- þorpi enda sagðist hann alla tíð vera innfæddur Þorpari. Í þessu húsi bjuggu þau síðan og hefur gestagangur á heimili þeirra ver- ið mikill svo ekki sé meira sagt. Eldhúsið í Þverholtinu líktist á stundum meira almenningskaffi- stofu hjá einhverri hjálparstofn- un en venjulegu heimiliseldhúsi þar sem húsbóndinn var æðsti prestur í horninu sínu og prédik- aði yfir úlfunum sem sátu hring- inn í kringum borðið og gödduðu í sig úr staflanum sem á því var. Æði oft var undirritaður í þeim hópi. Ef húsmóðurinni líkaði ekki orðræðan tók hún stjórnina og las honum pistilinn yfir borðið. Þetta voru ógleymanlegar stundir enda þau bæði einstaklega skemmtilegar manneskjur. Svona ætla ég að muna mág minn, jafn- framt væri gaman að eiga nöfnin á öllum þeim sem sest hafa við þetta borð síðustu fimmtíu árin eða svo. Hann var ekki fullkominn mað- ur, var breyskur eins og við erum öll. Stundum held ég að það hafi verið erfitt hjá henni systur minni og þegar maður eldist er gott að eiga góða að og það átti hann. Eins og Drangurinn hefur skýlt lendingunni í Dalavogu fyrir út- hafsöldunni í þúsundir ára og gert Úlfsdali byggilega varði hún hann áföllum í lífinu, en fyrir nokkrum vikum fór að brjóta á Illaboða og úr því varð ekki við neitt ráðið. Síðustu sólarhringana viku hvorki hún né börn þeirra frá dánarbeði hans. Hún sat við hlið hans þegar hann skildi við og það fór vel á því. Ég kvaddi hann innan við þremur sólarhringum fyrir andlát hans. Hann vissi nákvæmlega í hvaða erindagjörðum ég var en það sá honum enginn bregða. Við kveðjum eftirminnilegan mann sem átti viðburðaríka ævi en við sem áttum hlut í honum getum brosað gegnum tárin. Hann var ekki allra og ekki veit ég hvernig sá maður liti út sem hann hefði bugtað sig eða beygt fyrir. Dúddi var einfaldlega ekki þeirrar gerðar. Mér segir svo hugur að fleiri en ég komi til með að sakna hans. Ég og fjölskylda mín þökkum langa samfylgd sem aldrei bar skugga á og var oft skemmtileg. Góða ferð, kæri mágur. Sigurður Helgi Sigurðsson frá Dalabæ. Dúddi vinur okkar hefur kvatt þessa jarðvist og situr því ekki lengur í horninu sínu í Þverholt- inu. Á undanförnum árum höfum við hjónin oft sagt hvort við ann- að: „Skreppum út í Þverholt til að hlæja með Höllu og Dúdda.“ Þeg- ar þangað var komið brást ekki að við fengjum sögur af ýmsum toga, frá skólagöngunni, frá her- námsárunum, af slarki á sjó eða ferðalögum við smíðar, af eigin prakkarastrikum og annarra. Svona má halda lengi áfram. Sög- urnar áttu það allar sammerkt að vera sagðar á ómengaðri ís- lensku, það var ekkert verið að skafa utan af hlutunum eða vera með einhverjar málamiðlanir. Stundum gátum við líka létt lund hjónanna. Oft töluðum við í kross, Halla og Hallgrímur ræddu þá um ættfræði á meðan Dúddi og Bára sögðu hvort öðru sögur. Dúddi var góður sögumaður og hafði yndi af að segja frá. Sér- staka áherslu lagði hann ávallt á sögur úr Glerárþorpi, þorpinu sem hann ann. Dúddi var nefni- lega sannur Þorpari, en undir því nafni ganga þeir sem áttu heima í Glerárþorpi áður en það rann saman við Akureyri. Þrátt fyrir allt var Dúddi alls ekki allra og stundum átti neðri vörin á honum víst til að síga eilít- ið. Við teljum okkur mikið gæfu- fólk að hafa fengið tækifæri til að eiga samskipti við hann. Hann var með eindæmum greiðvikinn og aðstoðaði okkur oft við smíðar. Þegar kom að því að við gátum gert þeim hjónunum greiða var öll hjálpin sem hann hafði veitt okkur löngu fyrnd að hans sögn. Oft þegar við komum í Þver- holtið eftir að þar hafði verið mik- ill gestagangur og við því í vafa um hvort við ættum að tefja sagði Halla ávallt að við skyldum koma inn til að skrafa. Við vorum varla komin inn þegar Dúddi byrjaði að laga kaffi og hún að taka til meðlæti. Það var alveg sama hvort við ætluðum rétt að kíkja inn eða værum nýbúin að borða, það kom ekki til greina að fara án þess að þiggja veitingar. Þótt gleðigjafinn sitji ekki lengur í horninu sínu ætlum við að halda áfram að líta inn í Þver- holtinu til að skrafa og reyna að létta henni Höllu okkar lífið eins og okkur er unnt. Elsku Halla, börn, tengdabörn og barnabörn. Megi algóður Guð hjálpa ykkur í sorg og söknuði og fylgja ykkur áfram alla tíð. Bára Ólafsdóttir og Hallgrímur Gíslason. Gústaf Adolf Njálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.