Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þessi söfnun er ein sú mikilvægasta fyrir starfsemi Rauða krossins hér á landi,“ segir Björn Teitsson, upplýs- ingafulltrúi hjá Rauða krossinum, um landssöfnunina „Göngum til góðs“. Söfnunin hófst í gær og stendur út helgina, til miðnættis sunnudaginn 7. september. Söfnunin gengur þannig fyrir sig að sjálfboðaliðar ganga í hús með söfnunarbauka en einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma og veita framlag í gegnum söfnunarapp Rauða krossins. Þetta er í áttunda sinn sem söfnunin fer fram en hún er haldin annað hvert ár. Að þessu sinni er hugað að söfnun sem nýta á innanlands til ólíkra verkefna. Hvar þrengir að? Stærstu verkefni samtakanna á Íslandi snúa að neyðaraðstoð og áfallahjálp. Björn segir að einnig eigi að nýta söfnunarféð í samræmi við niðurstöður skýrslu sem Rauði krossinn gerði undir yfirskriftinni „Hvar þrengir að?“ „Hún sýndi að ungt fólk glímir í meira mæli við atvinnuleysi og ein- angrun. Sérstaklega á þetta við um unga karla og eldra fólk sem glímir við félagslega einangrun. Þá eykst bilið á milli ríkra og fátækra. Meira er um fíkniefnaneyslu og sjúkdóma tengda henni. Markmið söfnunar- innar er að styrkja það starf sem getur komið á móts við þessa þætti samfélagsins,“ segir Björn. Í auglýsingum fyrir söfnunina hefur Rauði krossinn haft uppi á fólki sem safnaði fé fyrir samtökin á tombólum sem börn. Björn segir að fólk hafi verið mjög jákvætt þegar haft var samband við það. „Við vit- um til þess að gamlir vinir sem hafa séð mynd af sér saman sem börn ætla að ganga saman og safna fram- lögum um helgina,“ segir Björn. Kynslóðir hafa safnað Tombólusöfnun fyrir Rauða krossinn á sér langa hefð á Íslandi. „Þetta nær langt aftur og fyrstu kynslóðir eru jafnvel orðnar afar og ömmur í dag. Eins eru þetta orðnir foreldrar í dag og þeir minna börn sín á að láta gott af sér leiða. Börnin eru yfirleitt minna að hugsa um pen- ingana en það að fá mynd af sér í Moggann þótt ekkert nema gott sé um það að segja. Myndbirtingin á stóran þátt í þessu og býr til góðan hvata fyrir börn til þess að láta gott af sér leiða. Það er gott veganesti fyrir þau út í lífið,“ segir Björn. Gamlir vinir sameinast í söfnun  Landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, hófst í gær og lýkur á sunnudag  Ein mikilvægasta söfnun samtakanna  Tombólusöfnun á sér áratugalanga hefð og „afar og ömmur“ hafa verið með Morgunblaðið/Brynjar Gauti Göngum til góðs Sjálfboðaliðar munu ganga um landið og safna fé fyrir Rauða krossinn. VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra. Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.Sölustaðir Bambo Nature Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature BamboNature – er annt um barnið þitt. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 31 46 Spilakassar Rauða kross Íslands hafa lengi verið ein helsta tekjulind samtakanna. Mjög hefur dregið úr spilun og fyrir vikið hafa tekjur dregist saman. Að sögn Björns Teitssonar fékk RKÍ rúman milljarð króna að nú- virði frá kössunum árið 1998 en í fyrra voru tekjurnar um 400 milljónir króna. „Á milli áranna 2012 og 2013 lækkuðu tekjurnar um 2% en 6% þegar tekið er tillit til vísitölu neysluverðs,“ segir Björn. Starfsemin byggist að mestu á frjálsum framlögum frá fólki. „Þess vegna er lands- söfnunin ein mikilvægsta fjáröflun félagsins,“ segir Björn. 600 milljóna tekjurýrnun MINNA FRÁ SPILAKÖSSUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.