Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Reksturs Baldurs hefur frá upphafi verið kjarninn í starfsemi Sæferða. Núverandi ferja, sem tekin var í notkun árið 2006, er hætt að anna farþega- og bíla- fjöldanum og hefur fyrirtækið fest kaup á nýrri ferju í Noregi. Getur hún flutt 60 bíla í hverri ferð í stað 40 núna. Skipið hefur verið í siglingum í Lofoten og uppfyllir öll skilyrði norskra siglingamála- yfirvalda. Yfirvöld hér hafa hins vegar gert athugasemdir, sem for- ráðamenn Sæferða segja óljósar, og gæti það leitt til truflunar á áætlunarsiglingum um Breiða- fjörð, þar sem búið var að semja um að lána Baldur til að leysa Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum frá og með næstu helgi. Páll Kr. Pálsson sagðist vonast til að þetta mál leystist í næstu viku. Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Stjórnendurnir F.v. Pétur Ágústsson, Svanborg Siggeirsdóttir og Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ferjan Baldur hefur verið mikilvægt samgöngutæki á Breiðafirði. Sóknarkirkja Búðdælinga að Hjarðarholti í Laxárdal er reisu- leg að sjá. Þetta er krosskirkja sem vígð var 1904 og er byggð eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar, fyrsta Íslendingsins sem nam húsagerðarlist. Að grunnformi er kirkjan í Hjarðar- holti krosslaga og um 10 metrar á hverja síðu. Þakið er krossreist og í norðvesturhorni er fer- strendur píramítaturn. Þeir sem í Hjarðarholt koma veita því kannski athygli að sitt- hvað við stíl þessarar kirkju er kunnuglegt. Rögnvaldur Ólafs- son átti eftir að grípa aftur skiss- ur að kirkjunni í Dölunum og fylgdi þeim þegar hann teiknaði Húsavíkurkirkju sem var vígð árið 1907. Þriðja kirkja Rögn- valdar Ólafssonar í þessum sama stíl er að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, reist árið 1912. Má um þessi guðshús segja að þetta séu syst- urnar þrjár; enda býsna líkar. Þegar Hjarðarholtskirkja var reist þótti hún vera stílbrjótur, enda kirkjur með risþaki og turni á framgafli þá algengastar. Og raunar teiknaði Rögnvaldur nokkrar slíkar, svo sem kirkj- urnar í Hafnarfirði, Keflavík og á Þingeyri. sbs@mbl.is Hjarðarholtskirkja í Laxárdal er listaverk Systurnar þrjár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Guðshús Breiðabólstaður í Fljótshlíð og til hægri Húsavíkurkirkja. Hjarðarholt Kirkjan í dalnum. ið úr þeim ferðum undanfarið en hefur gripið í trommurnar fyrir lið- in á Snæfellsnesi við og við. Þá hafi Tólfan, stuðningsmannafélag knattspyrnulandsliðsins, falast eftir kröftum hans í komandi undan- keppni Evrópukeppninnar. Baldur segir það vissa list að slá taktinn á kappleikjum. „Það verður að hugsa tromm- urnar út frá tónlist. Þetta eru ekki bara barsmíðar og hávaði. Þetta er til að sameina krafta stuðnings- mannanna og hvetja liðið áfram í einhverjum takti. Þetta eru miklar pælingar. Hvenær eru réttu augna- blikin, hvenær á maður að vera ró- legur og hvenær á maður að fylgja takti leiksins. Þetta er músík,“ seg- ir Baldur. Morgunblaðið/Sverrir Stuðningur Fjörlegur taktur sleginn á leik með Val. Hlaðborð upp af sjávarbotni VIKING SUSHI-FERÐIR UM BREIÐAFJÖRÐ Í svonefndum Viking sushi-ferðum Sæferða býðst farþegum á siglingu um Breiðafjörð færi á að bragða á góðgætinu úr hafinu sem er veitt í ferðinni. „Þá skröpum við af sjávarbotninum og upp kemur hlaðborð. Fólk getur þá smakkað ígulker og hörpuskel beint úr sjónum og út af Viking sushi- þemanu setjum við wasabi, sojasósu, engifer og prjóna með. Þú færð ekk- ert ferskara en þetta,“ segir Nadine Walter, markaðs- og sölustjóri Sæ- ferða. Ferðirnar hafa hlotið góðar viðtökur og segir Nadine að jafnvel þeir sem hafi ekki lyst á að smakka hafi gaman af því að sjá hvað kemur upp af sjávarbotninum. „Þetta er okkar sérstaða. Fólk getur farið í margar báts- ferðir á Íslandi en það getur hvergi fengið að fylgjast með svona veiðum og enn síður að smakka ferskan mat beint upp úr sjónum,“ segir Nadine. Ný námskeið Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is Komdu og svitnaðu með okkur! Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Hefjast í næstu viku Start 13-16 Námskeið fyrir unglinga sem eru ekki vanir að hreyfa sig. Hentar einstaklingum á aldrinum 13-16 ára sem vilja komast af stað í hreyfingu. Start 16-25 Hentar einstaklingum á aldrinum 16-25 ára sem vilja komast af stað í hreyfingu. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.