Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  207. tölublað  102. árgangur  • AFSLÁTTUR AF FLUGI INNANLANDS • SÉRÞJÓNUSTA OG FRÍÐINDI • VIÐSKIPTAYFIRLIT FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK. Sæktu um á flugfelag.is eða sendu póst á flugkort@flugfelag.is FLUGKORTIÐ HAGKVÆMT GREIÐSLU-OG VIÐSKIPTAKORT AUKABLAÐ UM BÖRN OG UPPELDI BRÆÐRA- OG SVEITASAGA BALDUR „BONGÓ“ ER MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM KVIKMYNDIN HRÚTAR 30 GRUNDARFJÖRÐUR 14LIFUN 24 SÍÐUR Morgunblaðið/Golli Í þingsal Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, við nýja ræðustólinn.  Þingmenn í hjólastól munu í fyrsta skipti í þingsögunni geta ávarpað þingheim úr ræðustól í þingsal þeg- ar Alþingi kemur saman næstkom- andi þriðjudag. Nýjum ræðustól hef- ur verið komið fyrir í þingsalnum og hefur aðgengi fatlaðra þannig verið bætt til mikilla muna. „Þetta er fyrst og fremst gert til að allir þingmenn njóti sama réttar í þingsalnum, hvort sem þeir eru fatl- aðir eða ófatlaðir,“ segir Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Ræðustóllinn lítur nánast eins út og gamli stóllinn en hann er með bún- aði svo hægt er að lækka hann eftir þörfum. Minjastofnun hefur fylgst með breytingunum og fallist á þær. »4 Nýr ræðustóll bætir aðgengi fatlaðra í þingsal Alþingis Bogi Þór Arason Kristján H. Johannessen „Það er ljóst að atburðir þeir sem gerst hafa í Úkraínu og annars staðar í heiminum munu móta Atl- antshafsbandalagið til framtíðar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið, en hann situr ásamt Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra leiðtogafund Atl- antshafsbandalagsins sem fram fer í Wales. Málefni Úkraínu eru efst á baugi á fundinum. Fram kemur í yfirlýsingu fund- arins að hernaðarinngrip og aðgerð- ir Rússa í Úkraínu ógni öryggi Evr- ópu og séu brot á alþjóðalögum. Áréttuðu leiðtogarnir stuðning sinn við fullveldi og sjálfstæði landsins og eru stjórnvöld í Rússlandi hvött til að styðja friðsamlega lausn mála. Forseti Úkraínu var meðal þeirra sem til máls tóku á leiðtogafund- inum og segir Gunnar Bragi lýs- ingar hans á ástandinu átakanlegar. „Það má vitanlega skilja af orðum hans að ástandið sé nú með þeim hætti að verði það ekki stöðvað núna muni menn endanlega missa tökin.“ Fundinum hefur verið lýst sem mikilvægasta leiðtogafundi bandalagsins eftir að kalda stríðinu lauk. Talið er að Úkraínuher þurfi þungavopn og aðra aðstoð frá aðild- arríkjunum til að eiga möguleika á að sigra uppreisnarmenn. MLeiðtogafundur »6, 17 og 18 Árétta stuðning við Úkraínu  Mikilvægasti leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins frá lokum kalda stríðsins Nýnemar í Menntaskólanum í Reykjavík voru boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt í gær. Skiljanlega fengu sumir fiðring í magann þegar þeir voru tolleraðir af tógaklæddum sjöttubekk- ingum. Allt var þó til gamans gert og var nýnem- unum boðið upp á mjólk og köku á eftir. Með fiðring í maganum yfir móttökunum Morgunblaðið/Golli Hefðbundin nýnemavígsla fór fram í Menntaskólanum í Reykjavík í gær  Sálfræðingur- inn Anna Kristín Newton segir ástand á með- ferðarúrræðum fyrir fólk með barnagirnd minna á feluleik. Meðferðaraðilar mega ekki aug- lýsa þjónustu sína og fá ekki stuðn- ing frá hinu opinbera á meðan fólk með barnagirnd þorir ekki að leita sér aðstoðar af ótta við afleiðing- arnar. Í dag býðst dæmdum kynferðis- brotamönnum sálfræðiaðstoð með- an á fangavist þeirra stendur en Anna segir þá einnig þurfa stuðn- ing eftir að henni lýkur. Þar að auki sé nauðsynlegt að ná til þeirra ein- staklinga með barnagirnd sem ekki hafa brotið af sér svo hægt sé að hjálpa þeim að hafa stjórn á hvötum sínum. „Það er sá hópur sem mikil- vægast er að ná til en það þarf að vera gert með stuðningi opinberra aðila.“ »12 Einn stór feluleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.