Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir er í hópi öflugustu atvinnuveit- enda í Stykkishólmi. Fyrirtækið gerir út Breiðafjarðarferðuna Baldur sem siglir allt árið til Brjánslækjar með viðkomu í Flat- ey. Þá rekur það bátinn Særúnu sem siglir um Breiðafjörð með ferðafólk sem vill skoða og njóta fuglalífs og náttúru. Við höfnina í Stykkishólmi eru Sæferðir síðan með minjagripaverslun og kaffi- stofu. Öflugur vinnuveitandi „Sæferðir eru mikilvægt fyr- irtæki fyrir Stykkishólm og Snæ- fellsnes,“ segir Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að árs- veltan sé vel yfir hálfan milljarð króna. Fyrirtækið skilar hagnaði, en hefur fram að þessu ekki greitt eigendum arð heldur nýtt féð til uppbyggingar og fjárfestinga. „Stöðugildin hjá okkur allt ár- ið eru fimmtán,“ segir Páll, „síðan ráðum við fólk aukalega til starfa yfir háannatímann. Þetta eru þá kannski 35 til 40 manns hjá okk- ur,“ segir hann. Annatíminn hefur lengst Sæferðir voru stofnaðar árið 1986 og hétu þá Eyjaferðir. Hjón- in Pétur Ágústsson og Svanborg Sigurgeirsdóttir hafa annast reksturinn frá upphafi. Lengi vel var starfsemin bundin við sum- armánuðina, en nú er einhver starfsemi allt árið. Ferðamenn koma fyrr á vorin og straum- urinn er alveg fram í október. Yfir veturinn koma síðan ferðahóp- ar og einstaklingar á eigin vegum. Meðal nýjunga í starfsemi Sæferða eru hinar svokölluð Viking Sushi-ferðir og einnig er boðið upp á sérstakar veisluferðir fyrir hópa. Þá hafa Sæferðir tekið upp samstarf við fyrirtækið Láki- tours um hvalaskoðun frá Ólafs- vík. Hvergi hér við land eru möguleikar á að sjá jafn margar tegundir af hvölum og við utan- vert Snæfellsnes. Steypireyður, langreyður, hnúfubakur, hrefna og háhyrningar eru algengir á þess- um slóðum. Veltan er vel yfir hálfum milljarði á ári  Mikil gróska í ferðaþjónustu Sæferða í Stykkishólmi Mynd/Sæferðir Matarkista Sjávarfangið er heillandi, ungir sem eldri fylgjast með af eftirvæntingu. VI TINN 2014 Bréfin í Búðardal Í hverju þorpi er pósthúsið ein mikil- vægasta stofnunin. Þar fara í gegn gluggabréfin, bæklingarnir og blöðin og bögglar litlir sem stórir. „Hér eru vegalengdirnar miklar og þá nýtir fólk sér að panta að sunnan, lítið sem stórt. Stundum koma hingað með póstinum ísskápar, húsgögn, bækur, varahlutir í vélar og svo framvegis. Bögglar og pakkar eru stór hluti af því sem hér fer í gegn,“ segir Rakel Magnea Hansdóttir sem vinnur í af- greiðslu Íslandspósts í Búðardal. Rakel og maður hennar, Svavar Magnús Jóhannsson, eru sauð- fjárbændur í Hlíð í Hörðudal og eiga tvö börn. Að loknu orlofi eftir fæð- ingu yngra barnsins fór Rakel að líta í kringum sig eftir starfi og fékk vinnu hjá Póstinum. „Ég er um 20 mínútur að keyra hingað í Búðardal úr sveitinni,“ segir Rakel. Vinnudagurinn hefst kl hálf níu á morgnana og þá er fyrsta verk að lesa sundur póstinn, bæði það sem fer innanbæjar eða til landpóstanna þriggja sem dreifa pósti í sveitirnar. Einn þeirra fer í sunnanverða dalina og á Skógarströndina, annar í Hvammssveit, Fellsströnd, Skarðs- strönd, Dali og Saurbæ og sá þriðji í Reykhólasveit. Sum tíðindi berast seint í sveitina. Póstflutningabíllinn sem droppar við í Dölunum á leið vestur á firði fer um hlöð í Búðardal klukkan tíu á kvöldin. Mogginn fer því alltaf dagsgamall í sveitirnar. „Jú, auðvitað finnur mað- ur að æ fleiri nýta sér netið og heima- bankann. Gluggabréfunum fækkar. Og nú er netsambandið til dæmis í Hörðudalnum orðið betra. Nú getum við t.d. náð fleiri sjónvarpsstöðvum en bara RÚV, en erum þó ekki svo vel sett að hafa GSM-samband. Það truflar okkur þó lítið. Slíkt getur bara verið kostur,“ segir Rakel á pósthús- inu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Dalakonan Rakel Magnea Hansdóttir selur frímerki og er jafnframt bóndi. Morgunblaðið/Eggert Pósthúsið Ein af helstu lykilstofnunum, því allir þurfa sínar sendingar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Planið var að vera eitt ár en þau eru nú orðin níu. Þegar maður var búinn að vera hér í smátíma sá maður að Grundarfjörður er gott samfélag. Maður er ekki á förum héðan alveg á næstunni,“ segir Baldur Orri Rafnsson, tónlistar- kennari, veitingamaður og bongó- trommuleikari á Grundarfirði. Hann fluttist frá Mosfellsbæ til að kenna á ásláttarhljóðfæri og lúðra við Tónlistarskóla Grundar- fjarðar en hefur ílengst í bænum ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir utan kennsluna hefur Baldur rekið pylsuvagn undanfarin sumur en nú í sumar bætti hann við sig rekstri kaffihússins Emils sem hýsir einnig upplýsingamiðstöð, bókasafn og byggðasafn bæjarins. Hann segir helsta kost samfélagsins þar vera fólkið. „Það þekkjast allir og það eru allir tilbúnir að ganga inn og hjálpa náunganum. Ég sé mikla kosti þess að búa í svona litlu og þægilegu um- hverfi,“ segir hann. Tónlistarskólinn er stór hluti af lífi bæjarins en Baldur áætlar að um 70% af öllum grunnskólabörn- um bæjarins séu í tónlistarnámi. „Fólk var opið fyrir hug- myndum þegar ég kom fyrst. Við tókum starfið í skólanum og breytt- um því svolítið. Höfðum meira sam- spil og meira popp frekar en klass- ík. Það tóku allir vel í það og það er mjög vel mætt á tónleika,“ segir hann. Til að byrja með hafi um þrjá- tíu manns mætt á tónleika nemenda skólans en nú komi alltaf um og yfir tvö hundruð manns til að hlýða á þá. Eftirsóttur af Tólfunni Baldur hefur verið betur þekktur sem Baldur bongó en hann sló taktinn fyrir stuðningsmannalið Vals í Reykjavík með bongótromm- um og sambafjöri lengi vel. Gekk hann jafnvel svo langt að keyra suður á leiki liðsins til að halda uppi stemningunni. Hann hefur þó dreg- Slær sambataktinn áfram á Snæfellsnesi  Tónlistarkennarinn Baldur „bongó“ er með fjölmörg járn í eldinum Morgunblaðið/Eggert Trommari Baldur með trommuna fyrir utan kaffihúsið Emil. SNÆFELLSNES OG DALIR2014 Á FERÐ UM ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.