Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er auðvelt að láta hugfallast í dag og jafnvel að finnast minni máttar. Leit- aðu ráða ef þess gerist þörf. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er oft lærdómsríkt að vera bak- sviðs og fylgjast með því sem gerist á bak við tjöldin. Svo virðist sem enginn vilji sýna samstarfsvilja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rafmagnsleysi, tölvubilanir og önn- ur skakkaföll tengd tækjabúnaði verða lík- lega í vinnunni í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það leysir engin vandamál að sópa þeim undir teppið. Ef einhver réttir þér verk á silfurfati skaltu njóta þess til hins ýtrasta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu við þegar deilur um viðkvæm málefni hafa farið úr böndunum. Notaðu nú tækifærið og talaðu hreint út um hlutina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt það sé freistandi að leggja ýmis- legt á sig til þess að komast hjá rifrildi eru takmörk fyrir því sem öðru. Einangraðu þig ekki um of, því það skerðir möguleika þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir selt snjó á norðurheimskaut- inu ef því væri að skipta þessa dagana. Gefðu heiminum tíma til að skilja þig. Ekki er víst að allir skilji það en það skiptir engu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það virðist stundum auðveldara að biðja aðra fyrirgefningar en að biðja þá um leyfi. Vertu opin/n fyrir því sem viðkom- andi hefur að segja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur haldið þig til hlés í ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós við viðkomandi. Láttu gagnrýni sem vind um eyru þjóta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Trú þín gæti á einhvern hátt dýpk- að í dag. Forðastu samt alla áhættu því fá- nýtt titlatog hefur ekkert upp á sig og ein- falda leiðin er oft farsælust. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki drengilegt gagnvart vinum sínum að hrósa sér yfir óförum þeirra með því að segja „ég var búinn að segja þér þetta“. Nú dreymir þig um þegar þú varst lít- il/l. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu varkár í samtölum þínum við ástvini í dag. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. Ólafur Stefánsson þóttist ásunnudag „svolítið spávís, í gær, og setti þessa vísu á Draft, eftir að hafa hlustað á allskonar að- varanir frá Veðurstofu og Al- mannavörnum“: Það er ekki ónýtt hjal, og ágæt fyrirsorgun, þegar kemur Cristobal og kannski gos á morgun. Og bætti svo við þann sama dag: Fór út að braska í morgun og kom votur inn. Margur er til fjörsins fús, feginn að vera inni. Kominn er ég heill í hús holdvotur að skinni. Og enn gerist það á sunnudaginn að Davíð Hjálmar Haraldsson skrá- ir í Leirinn: „Koldimmt í lofti, Vaðlaheiðin sést ekki í sortanum sem stafar af moldar- og öskufoki af hálendinu. Alvörugos byrjað í Holuhrauni samkvæmt fréttum. Gamli Landroverinn hans Pálma mágs fer í gang í svörtum sót- mekki. Brúni klárinn hristir sig eftir að hafa velt sér í þurru flagi á skurðbakkanum.“ Sortnar loftið, syðra gýs, sótar bíll á stræti. Hristir sig með hregg og frýs hrossakjöt á fæti. Bjarki Karlsson stenst ekki mátið: Oft mig svíkur sinni og von uns sálarhjálpin kemur er Davíð Hjálmar Haraldsson hrossavísu semur. Hér leikur Bjarki sér á öðrum nótum og segist hafa heyrt á skot- spónum: Lið sem er lélegur pappír og lið sem er síst betri pappír berst á ljót banaspjót um aldeilis afleitan pappír. „Sjálfur myndi ég aldrei segja neitt þessu líkt um sómakært fólk og virðulega fjölmiðla þannig að ekki getur þetta verið eftir mig,“ bætir hann við að vísu. Davíð Hjálmar Haraldsson vísar í Fréttablaðið á bls. 6 á mánudag, en þar stendur að nú bjóðist aðstoð öllum konum sem berja manninn sinn. Er meðferð í boði átaksins „Karlar til ábyrgðar“. Mörgum blöskrar misréttið að vonum, meðvirkur til ábyrgðar ég finn: Ég mun bjóða öllum eiginkonum aðstoð við að berja manninn sinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af spávísi, gosum og lélegum pappír Í klípu „ÞESSI HEFUR VERIÐ MJÖG VINSÆLL Í HRINGALEIGUNNI OKKAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER EKKI AÐ STELA ÞVÍ, ÉG ER AÐ FÆRA ÞAÐ NÆR HÚSINU MÍNU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem heldur á þér hita. S Biðs töðTRÚLOFUNA R- HRINGAR DEMANTAR ER ÉG OF SEINN Í FJÖRIÐ?! OF SNEMMA?! HVAR VARSTU ÞEGAR ORRUSTAN BYRJAÐI, LEIFUR ÓHEPPNI? ÉG VAR FREMSTUR, OG LEIDDI ÁRÁSINA! EINMITT ... OG ÞEGAR ÞÚ LEIÐIR ÁRÁSIR, HLEYPURÐU ÞÁ VENJULEGA AFTUR Á BAK? Hver stórviðburðurinn rekur ann-an í íþróttalífinu og eftir helgi hefst enn ein Evrópukeppnin í knattspyrnu karla. Þátttaka íslenska landsliðsins að þessu sinni markar ákveðin tímamót því yfirlýst stefna er að komast í úrslitakeppnina 2016. x x x Íslenska landsliðið sýndi í nýliðinniundankeppni heimsmeistaramóts- ins að það hefur eflst við hverja raun. Stuðningsmenn liðsins létu heldur ekki sitt eftir liggja og Vík- verji líkir því ekki saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera á Laug- ardalsvellinum þegar hvert sæti er skipað, eins og gjarnan var í HM, en þegar horft er á nánast auða stúkuna gegnt aðalstúkunni, eins og mörg dæmi eru um frá fyrri tíð. x x x Víkverji bíður spenntur eftir kom-andi keppni. Það er mikill hugur í landsliðsmönnunum og þjálfararnir ætlast til árangurs. Þetta er gott veganesti. x x x Í vikunni var greint frá því í vef-útgáfu breska blaðsins Daily Mail að Ísland og Finnland hefðu komið í veg fyrir sameiginlegt framboð Evr- ópuþjóða í komandi kjöri um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði við Rúv að fréttin væri reyndar ekki rétt, hann hefði þvert á móti hvatt til samstöðu innan FIFA á þingi UEFA á dögunum. Samstaðan hentaði ekki fréttaflutningnum en hún er ekki síður mikilvæg í sam- bandi við íslenska landsliðið. x x x Auðvitað er ekkert sjálfgefið íkeppni eins og Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Það geta komið leikir þar sem ekkert gengur upp og stig geta tapast. Við því er aðeins eitt svar: Að bretta upp erm- ar og reyna að gera betur næst. Það á ekki aðeins við um landsliðshópinn heldur skiptir máli að stuðnings- menn fylgi liðinu í gegnum sætt og súrt. Það gera þeir best með því að fylla Laugardalsvöllinn á hverjum heimaleik, njóta gleðistundanna og vera jákvæðir. víkverji@mbl.is Víkverji Náðugur og miskunnsamur er Drott- inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. (Sálmarnir 103:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.