Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ekki frændi minn lengur 2. Kona hálshöggvin í London 3. Var engin hetja (myndskeið) 4. Sneri til baka með dóttur sína »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Norski kórinn Hemne og Vinje Songlag er á tónleikaferðalagi um suðvesturhorn Íslands og heldur tón- leika í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 17. Kórinn mun flytja lög frá ýms- um tímum og af ýmsu tagi, flest sam- in á undanförnum 20 árum. Kórinn hélt upp á 25 ára afmæli sitt í fyrra og var samþykkt á aðalfundi hans að hann gæfi sér fimm daga Íslandsferð í afmælisgjöf. Stjórnandi kórsins er Björn Leifsson og hefur hann undan- farnar vikur staðið í ströngu við að svara óþrjótandi spurningum kór- félaga og annarra Hemne-verja um eldfjöll og eldgos, að því er fram kemur í tilkynningu. Segir þar einnig að kórinn hafi verið staðráðinn í því að komast til Íslands og að ef það tækist væri söngvurum nokk sama hvenær eða hvernig þeir kæmust aft- ur heim. Á myndinni sjást nokkrir meðlimir kórsins. Gáfu sér kórferð til Íslands í afmælisgjöf  Menningarhúsið Mengi við Óðins- götu 2 í Reykjavík býður upp á tvenna tónleika, í kvöld og annað kvöld. Kría Brekkan, tónlistarkona og gjörninga- listamaður með meiru, mun leika og syngja frumsamin píanólög í kvöld kl. 21 og á sama tíma ann- að kvöld kemur fram tónlistarmaðurinn Loji. Með honum leika vinir hans Grímur og Jón 2013 og munu þeir flytja draumkennda popptónlist um lífið, vini og alheiminn. Kría Brekkan og Loji koma fram í Mengi Á laugardag og sunnudag Suðvestan 8-13 m/s og súld eða rign- ing með köflum, en hægari og þurrt að kalla A-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast A-til. Á mánudag Suðaustan 10-15 m/s og talsverð rigning, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti víða 9 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttskýjað A-lands, en annars sunnan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld eftir hádegi. Hiti 10 til 15 stig. VEÐUR Leiknir og ÍA leika í deild þeirra bestu í knattspyrnu karla á næsta ári. Þetta var ljóst eftir sigur liðanna í 20. umferð 1. deildarinnar sem hófst í gær. Fögnuður liðanna var mikill en þó meiri hjá Leiknismönnum enda er þetta í fyrsta sinn sem Leiknir kemst upp í efstu deild. »2-3 Leiknir og ÍA upp í Pepsi-deildina Íslandsmót karla í íshokkíi hefst í kvöld en nú senda fjögur félög lið til keppni eftir að Esja bættist í hópinn. Nýliðarnir hafa fengið mikinn liðsauka frá Reykjavíkur- liðunum tveimur sem eru veikari fyrir vikið. Skautafélag Akureyrar á Íslandsmeistaratitil að verja og þykir sigur- stranglegt í upphafi tímabils. »4 Akureyringar eru sigurstranglegir Landslið Mexíkó og Senegals hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik karla sem nú stendur yfir á Spáni. Báðum liðum tókst óvænt að komast í 16-liða úrslit. Riðlakeppn- inni lauk í gærkvöldi og framundan er 16-liða útsláttarkeppni á laugardag og sunnudag. Spánverjar, Grikkir og heimsmeistarar Bandaríkjanna eru taplausir á mótinu. »1 Riðlakeppni á HM í körfubolta er lokið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er ekki verið að ná í féð vegna eldgoss. Það get ég sagt ykkur, það er bara verið að ná í það vegna sög- unnar,“ segir Héðinn Sverrisson, bóndi á Strönd í Mývatnssveit, en bændur í sveitinni rétta á sunnudag í Reykjahlíðarrétt, sem sumir heimamenn kalla reyndar Hlíð- arrétt. Síðustu tvö ár voru erfið fyrir bændur í sveitinni en þá komu óvenjudjúpar haustlægðir og fjöldi kinda drapst í þeim veðrum. Héðinn og félagar voru að smala Gæsafjöll og veðrið lék við gangna- menn. Yfir 20 stiga hiti var þennan laugardag sem ákveðið var að smala. „Það er djöfull heitt,“ sagði Héðinn sem skartaði stuttermabol. Hrósað af stóru systur Í gangnamannahópnum voru tvær dætur Héðins; Erna, sem hef- ur farið í göngur síðan 1985 með nokkrum hléum, og hin 13 ára Diljá, sem var að fara í fyrsta sinn í göng- ur á hesti. „Þetta var ofsalega gam- an,“ segir Diljá. „Við fórum norður fyrir Gæsadal að Gæsafjöllum, meðfram Svart- hamri og svo var smalað heim,“ seg- ir hún og er greinilega vel að sér um mývetnskar heiðar. Stóra systir getur ekki annað en hrósað þeirri minni. „Hún stóð sig alveg ofsalega vel.“ Erna hefur einu sinni týnst í göngum en þá var hún bara lítil stúlka. „Ég skilaði mér nú á end- anum,“ segir hún og hlær. „Ef mað- ur finnur vatnið er auðvelt að rata hér í Mývatnssveit.“ Allur er varinn góður Í göngunum á laugardaginn var fundu bændur töluvert af dauðu fé en septemberveðrið 2012 skildi margar kindur eftir undir fönn. Allt að tíu þúsund ær drápust þegar kröftug haustlægð skall á óvenju- snemma og tjón bænda og annarra íbúa Norðausturlands var mikið. Slík haustlægð virðist ekki í kort- unum nú en síðustu tvö ár fengu bændur lítinn tíma til að bregðast við. „Allur er varinn góður,“ sagði Héðinn um leið og hann rak kind- urnar inn í hús. Í gær smöluðu bændur norður fyrir Kröflu og að Hrútafjöllum austur af Hlíðarhaga þar sem var gist. Búast má við að byrjað verði að draga í sundur og setja í dilka um tíuleytið á sunnudag. Á annað þúsund ær hafa skilað sér af fjalli og eru bændur ánægðir með heimt- ur. 13 ára í sínum fyrstu göngum  Bændur í Mývatnssveit sækja fé á fjall Morgunblaðið/Eggert Systurnar smala Erna og Diljá Héðinsdætur voru glaðar í bragði þegar þær komu heim af fjalli. Heimtur voru góðar og veðrið frábært. Mývetningar rétta næsta sunnudag en á annað þúsund ær hafa skilað sér af fjalli. Góður galli Arnþór Birgisson smalaði á mótorhjóli að þessu sinni en hann þurfti stundum að bregða sér af baki og nota tvo jafnfljóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.