Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Hörður Ægisson hordur@mbl.is MP banki tapaði 159 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við hagnað upp á 460 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum er bent á að afkoman hafi batnað veru- lega sé miðað við seinni hluta árs 2013 þegar tap bankans nam tæpum millj- arði króna, að stærstum hluta vegna niðurfærslu á viðskiptavild. Tap MP banka á fyrri árshelmingi litast af gjaldfærðum kostnaði vegna hagræðingaraðgerða sem nema um 100 milljónum króna. Þá var geng- istap bankans um 50 milljónir. Eftir að ljóst varð sl. haust að áform MP banka um að stækka efna- hagsreikninginn með aðkomu nýrra fjárfesta að hluthafahópnum myndu ekki ganga eftir hefur bankinn ráðist í umfangsmiklar hagræðingarað- gerðir. Frá fjórða ársfjórðungi 2013 hefur starfsmönnum bankans fækkað um 30% og rekstrarkostnaður, að teknu tilliti til starfslokakostnaðar, lækkaði um 200 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Sigurður Atli Jóns- son, forstjóri bankans, segir í tilkynn- ingu að það hafi verið nauðsynlegt að breyta fyrri áætlunum sem miðuðu við aðgang að vaxtafjármagni. „Það kom harðast niður á bankastarfsem- inni sem krefst mests eigin fjár. Þess vegna þurfti að stokka spilin upp á nýtt og endurskipuleggja rekstur.“ Verulegur árangur hafi náðst í þeirri vinnu og kostnaðargrunnur bankans lækkaður verulega sem muni skila sér í bættri afkomu af grunnrekstri eftirleiðis. Sigurður Atli segir að salan á Lykli, eignaleigusviði bankans, til Lýsingar fyrr á árinu hafi gengið mjög vel. Þau lán sem fluttust yfir til Lýsingar námu um 7% af heildar- eignum MP banka, eða um 4 millj- örðum. Hreinar vaxtatekjur MP banka lækkuðu um 12% frá seinni hluta árs 2013 og námu 674 milljónum króna. Skýrist sú lækkun af minnkun út- lánasafns. Á sama tíma jukust hins vegar þóknanatekjur bankans um 10% og voru samtals 814 milljónir króna á tímabilinu. Sigurður Atli segir ánægjulegt að sjá „mjög góðar og vaxandi þóknana- tekjur“ af eignastýringu og starfsemi á verðbréfamörkuðum. MP tapar 159 milljónum  Hagræðingaraðgerðir setja mark sitt á afkomu MP banka á fyrri árshelmingi  Starfsmönnum fækkað um 30%  Þóknanatekjur hafa aukist um 10% Uppgjör Eigið fé MP banka nemur 4,8 milljörðum og er eiginfjárhlutfall bankans 15,1% samanborið við 14,2% á sama tíma í lok júní 2013. Afkoma MP banka » Bankinn tapaði 159 millj- ónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Gjaldfærður kostnaður vegna hagræðing- araðgerða var 100 milljónir. » Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 12% og námu 674 millj- ónum. Þóknanatekjur hækk- uðu hins vegar um 10%. » Rekstrarkostnaður lækkaði um 200 milljónir. Tap á rekstri samstæðu Olíuverzl- unar Íslands, betur þekkt sem Olís, nam 154 milljónum króna á síðasta ári samanborið við tap upp á 105 milljónir árið áður. Tekjur félagsins af vörusölu juk- ust um tæplega 1,6 milljarða króna og námu samtals 38,7 milljörðum króna á árinu 2013. Framlegð af vörusölu var 6,8 milljarðar og jókst um 420 milljónir á milli ára. Rekstrarhagnaður án fjármagns- liða batnaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 895 milljónir króna. Heildareignir Olís námu 16,8 milljörðum króna í árslok 2013. Eigið fé félagsins er 3,7 milljarðar og er eiginfjárhlutfall Olís því lið- lega 22%. Greint var frá því í maí síðast- liðnum að hætt hefði verið við sölu á öllu hlutafé Olís en fyrirtækið hafði þá verið í söluferli frá því um haustið 2013. Fjögur kauptilboð höfðu borist í félagið en ákveðið var að hafna þeim öllum. Hluthafar Olís eru Einar Bene- diktsson, forstjóri, sem á 12,5% hlut í félaginu líkt og Gísli Baldur Garð- arsson; og Samherji og Fisk-Sea- food, dótturfélag Kaupfélags Skag- firðinga, eiga hvort um sig 37,5% hlut sem þau keyptu samhliða fjár- hagslegri endurskipulagningu Olís á árinu 2012. Einar greindi frá því í maímánuði að hann myndi láta af störfum eftir 22 ára starf. Nýr forstjóri Olís, Jón Ólafur Halldórsson, tók við starfinu 1. september síðastliðinn. Tap Olís 154 milljónir  Tekjur jukust um 1,6 milljarða 2013 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hætt við sölu Eftir að félagið hafði verið í söluferli frá því um haustið 2013 var ákveðið að hafna öllum tilboðum sem höfðu borist í það. ● Evrópski seðlabankinn lækkaði stýri- vexti sína úr 0,15% niður í 0,05% í gær, til þess að sporna við hættu á verð- hjöðnun á evrusvæðinu. Innlánsvextir voru lækkaðir úr mínus 0,1% í mínus 0,2% sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir banka að geyma fé í seðlabank- anum. Samtímis var greint frá því að bankinn ynni að áætlun um kaup á sér- tryggðum og eignatryggðum verð- bréfum, í því skyni að auka framboð lánsfjár á evrusvæðinu. Ekki voru gefn- ar nánari upplýsingar um þær áætlanir, aðrar en að stefnt væri að því að hefja kaupin í október. Stýrivextir í 0,05%                                     ! "#"$ %"$ # % #" % # % " !$$! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  %! "$% %"% ## " %% $! " !! !  " " %"# ## !% %% # ! !$"% %"!"% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Viðskiptaráð Íslands telur að boð- aðar breytingar á reglum um kaup- aukakerfi fjármálafyrirtækja séu of strangar. Með þeim séu íslenskum fjármálafyrirtækjum sett þrengri mörk en öðrum bankastofnunum í Evrópu. „Viðskiptaráð telur slík ákvæði geta skaðað samkeppn- ishæfni íslenskra fyrirtækja,“ segir í umsögn þess um drög að frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Í frumvarpinu, sem verður tekið til umræðu á Alþingi í vetur, er með- al annars lagt til að kaupaukar starfsmanna í fjármálageiranum geti numið allt að 100% af árs- launum. Núgildandi reglur kveða hins vegar á um að kaupaukar geti að hámarki numið 25% af árs- launum. Á það hefur þó verið bent, meðal annars af fjármálaráherra, að víða í Evrópu miðist þakið við 200%. Verða kaupaukagreiðslurnar, sé miðað við drög að frumvarpinu, einnig háðar samþykki frá tveimur þriðju hluthafa eigi kaupaauka- greiðslur að vera allt að 100% af árs- launum. Viðskiptaráðið leggur áherslu á að ekki verði innleiddar reglur til viðbótar við það sem fram kemur í EES-regluverki sem gæti valdið óhagræði fyrir innlend fyrirtæki. Bendir það á að frumvarpið inni- haldi ákvæði um fjárhæðarmörk um stórar áhættuskuldbindingar. Eru fjárhæðarmörkin vegna slíkra skuldbindinga gagnvart öðrum fjár- málafyrirtækjum mun lægri en í ESB-tilskipuninni, eða 20%, án þess að það sé rökstutt nánar. Við- skiptaráðið óskar eftir rökstuðningi fyrir því af hverju reglurnar séu meira íþyngjandi hérlendis. hordur@mbl.is Reglurnar of íþyngjandi  VI telur reglur um kaupauka geta skað- að samkeppnishæfni Morgunblaðið/Eggert Kaupaukar Frosti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.