Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 extra stórar og flottar Hágæða flísar frá Ítalíu Frábært verð Sérpöntunarvara Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nýjum ræðustól hefur verið komið fyrir í þingsal Alþingis og hefur að- gengi fatlaðra þannig verið bætt til mikilla muna þegar þingmenn koma saman við þingsetningu næstkom- andi þriðjudag. Þingmenn sem bundnir eru í hjólastól munu fram- vegis geta flutt ræður sínar úr ræðu- stólnum, sem hannaður er fyrir hjólastóla. „Þetta er fyrst og fremst gert til að allir þingmenn njóti sama rétt- ar í þingsalnum, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. Allir þingmenn töluðu úr sæt- um sínum allt til ársins 1952 „Ræðustóll varð ekki hluti af innréttingunni í þingsalnum fyrr en árið 1952 en fram til þess tíma töl- uðu þingmenn og ráðherrar úr sæt- um sínum,“ segir Helgi. „Þá var segulbandstæknin tiltölulega nýtil- komin og var þingið með þeim fyrstu sem tóku hana í notkun hér á landi. Farið var að taka upp allar þingræð- ur en þá var það ófrávíkjanlegt skil- yrði tæknimanna að ræður yrðu fluttar úr ræðustól. Það var því af tæknilegum ástæðum sem því var hætt að þingmenn töluðu úr sætum sínum,“ segir hann. Upp frá þessu hafa þingmenn alltaf talað úr ræðustól með örfáum undantekningum þegar fatlaðir menn sem hafa átt sæti á Alþingi og ekki getað staðið í ræðupúltinu hafa fengið að tala úr sætum sínum. Ræðustólar voru í báðum þing- deildum frá 1952 á meðan Alþingi var deildaskipt og frá því um 1960 hefur ræðustóllinn verið beint fyrir framan forsetastúkuna í neðri deild og sameinuðu þingi. Þegar deild- irnar voru sameinaðar árið 1991 var ræðustóllinn sem stóð í neðri deild og sameinuðu þingi fjarlægður og stendur hann í dag í anddyri Skála Alþingis en forsetastúkunni og ræðustólnum sem voru í efri deild var komið fyrir í þingsalnum. ,,Allar götur frá því um miðjan áttunda áratuginn þegar þeir sátu hér í salnum Jóhann Hafstein [fyrrv. forsætisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins] og Magnús Kjartansson [fyrrv. ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins] en þeir voru báðir í hjólastól, þá hófst umræða um að búa þyrfti þannig um hnútana að fatlað fólk gæti talað úr ræðustól þingsins. Þetta hefur svo verið til um- ræðu annað slagið undanfarin ár en síðan var látið til skarar skríða síð- ast liðinn vetur. Niðurstaðan varð sú að láta smíða nýjan ræðustól, sem væri eins líkur gamla ræðupúltinu og kostur væri á og þannig frá því gengið að þingmaður í hjólastól kæmist í ræðupúltið,“ segir Helgi. Hægt að lækka stólinn mikið Nýi stóllinn stendur aðeins framar í salnum en áður og meira bil er því á milli hans og forsetastúk- unnar, sem var færð lítið eitt nær veggnum. Í nýja stólnum er búnaður svo hægt er að hækka hann og lækka eftir þörfum og láta hann síga mun neðar en gamla stólinn svo auð- veldlega er hægt að koma hjólastól að honum. Einnig geta starfsmenn þingsins sem sitja við hlið forseta hækkað eða lækkað fótstallinn sem ræðumenn standa á við púltið og lát- ið það síga niður í gólfhæð til að auð- velda aðgengi að púltinu. Freyja Haraldsdóttir,varaþing- maður Bjartrar framtíðar, sem hef- ur nokkrum sinnum tekið sæti á Al- þingi hefur fram til þessa ekki getað talað úr ræðustólnum vegna fötlunar og þurft að flytja ræður úr sæti sínu. Að sögn Helga mun hún framvegis geta farið í ræðustól þingsins. ,,Við höfum verið í mjög mikilli samvinnu við forsætisnefnd þingsins um þessar breytingar og hefur Ein- ar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikla áherslu á að breytingar og frágangur allur sé gerður í góðu samkomulagi allra flokka, bæði í samvinnu í forsætisnefnd þingsins og eins hefur hann haft samráð við formenn þingflokkanna um þetta,“ segir Helgi. Alþingishúsið er alfriðað og má engar breytingar gera á útliti þing- salarins nema í samráði við Minja- stofnun. Fulltrúar hennar skoðuðu nýja ræðustólinn í gær og eru þeir mjög sáttir við hvernig til hefur tek- ist, að sögn Helga. Sjáanlegar breytingar eru litl- ar. Stóllinn er nokkurn veginn á sama stað og lítur nokkurn veginn eins út og gamli ræðustóllinn, að sögn hans. Helgi segir að gamli ræðustóllinn verði varðveittur, enda er engu fargað sem tekið hefur verið úr notkun í þinghúsinu. Það var Stálsmiðjan-Framtak sem sá um smíði nýja ræðustólsins fyrir Alþingi. Fatlaðir geta talað úr nýja ræðustólnum  „Allir þingmenn njóti sama réttar í þingsalnum,“ segir Helgi Bernódusson Morgunblaðið/Golli Í lægstu stöðu Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, við nýja ræðu- stólinn. Hægt er að hækka og lækka stólinn mikið eftir þörfum hverju sinni. Nýr ræðustóll settur upp í þingsal Alþingis og aðgengi fatlaðra stórbætt Breytingar í þingsal » Oft hefur komið til um- ræðu á Alþingi að bæta þurfi aðstöðu fyrir fatlaða í þing- salnum. » Gamli ræðustóllinn hefur nú verið fjarlægður og nýjum stól komið fyrir með búnaði svo hægt er að koma hjólastól að honum. » Þingsetning fer fram næstkomandi þriðjudag. Oslóarborg mun áfram færa Reykjavíkurborg jólatré að gjöf. Því lýsti borgar- stjórinn í Osló, Fabian Stang, yfir í bréfi sem hann sendi Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Í bréfinu er einnig upplýst að skipa- félagið sem hefur flutt tréð á milli landanna borgunum að kostnaðar- lausu muni gera það áfram. Nokkur umræða varð um Osló- artréð í vetur sem leið en borgar- stjórn Oslóar tók þá ákvörðun um að hætta við að gefa Reykjavíkur- borg tréð. Í tilkynningu frá borg- inni segir að ákvörðun Oslóar- borgar hafi verið dregin til baka og norskt tré mun áfram prýða Austurvöll á aðventunni borgar- búum til mikillar gleði en mikill mannfjöldi hefur jafnan verið við- staddur þegar ljós Oslóartrésins eru tendruð. Áfram verður Osló- artré á Austurvelli yfir jólahátíðina Frá Osló Jólatréð á Austurvelli. Síðasta lag fyrir hádegisfréttir hefur hljómað á rás 1 í Ríkis- útvarpinu lengur en elstu menn muna, en nú hef- ur verið tekin sú ákvörðun að færa dagskrár- liðinn fram fyrir auglýsingar og koma þær því á milli lagsins og fréttanna. Una Margrét Jónsdóttir dag- skrárgerðarmaður, sem velur að jafnaði lagið, segir að stjórnendur hafi tekið þessa ákvörðun til þess að einfalda útsendinguna, þar sem meira sé um það en áður að dag- skrárgerðarmenn sjái um útsend- ingar en ekki tæknimenn. Áratuga hefð er fyrir því að spila síðasta lag fyrir fréttir, en í stað þess að byrja um 18 mínútur yfir 12 hefst spilun lagsins um 10 til 12 mínútur yfir 12 og er nú síðasta lag fyrir auglýsingar. Fyrir nokkru var tilkynnt að ákveðið hefði verið að hætta með dagskrárliðina morgunbæn, morg- unandakt og orð kvöldsins á Rás 1 en eftir töluverð viðbrögð úr sam- félaginu við fyrirhuguðum breyt- ingum var ákveðið að halda morg- unbæn áfram á dagskrá. steinthor@mbl.is Síðasta lag fyrir auglýsingar Afgreiðslu á tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar um úrbætur á mötuneyti Hagaskóla var frestað á fundi ráðsins síðastliðinn miðvikudag. „Við viljum leysa málið sem fyrst og koma því í skýrari og öruggari far- veg,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um tillöguna. Eldhúsið í Hagaskóla er orðið of lítið til að anna þeim fjölda nemenda sem nú er í skólanum og því hefur þurft að draga verulega úr fjölbreytni á hádegismatseðli skólans. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku. Í tillögunni er lagt til að ráðist verði í „viðeigandi úrbætur á húsnæði skólans í því skyni að tryggja sam- bærilega þjónustu mötuneytisins og veitt var sl. vetur“. Einnig er óskað eftir að heilbrigðiseftirlitið samþykki að mötuneytið starfi áfram á und- anþágu þar sem framkvæmdir á hús- næði munu liggja fyrir. „Það er hefð fyrir því að tillögur sem lagðar eru fram á fundi séu skoð- aðar á milli funda og afgreiddar jafn- vel á þeim næsta,“ segir Skúli Helga- son, formaður skóla- og frístundaráðs, um frestunina. Skúli vildi ekki tjá sig efnislega um tillöguna. „Afstaða okkar til málsins er sú að skóla- og frístundaráð hefur þegar lagt fram þær óskir inn í fjár- hagsáætlun fyrir 2015 að mötuneyti í fjórum skólum séu í forgangshópi til úrbóta. Við munum fylgja því fast eft- ir og erum öll á sömu blaðsíðu um að knýja fram endurbætur,“ segir Skúli. Á síðasta fundi ráðsins voru ýmsar hugmyndir ræddar varðandi úrlausn- ir. Það liggur fyrir að fundað verður með stjórnendum Hagaskóla á næst- unni. Hagaskóli er á meðal fjögurra skóla sem eru efst á lista yfir skóla þar sem brýnast þykir að bæta mötu- neyti. Ekki fékkst uppgefið hverjir hinir skólarnir væru. thorunn@mbl.is Úrbótatillögu frestað  Tillögu um úrbætur á mötuneyti Hagaskóla frestað  Allir vilja knýja á um úrbætur, segir formaður Hagaskóli Mötuneytið er of lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.