Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar NATO-ríkja gagnrýndu í gær framgöngu Rússa í Úkraínu- deilunni á fundi sem lýst var sem mikilvægasta leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins eftir að kalda stríðinu lauk. Leiðtogarnir ræddu einkum átökin í austanverðri Úkra- ínu, sem sumir fréttaskýrendur telja vera alvarlegustu hernaðarógn sem bandalagið hafi staðið frammi fyrir í áratugi. Á fundinum var einnig rætt um leiðir til að takast á við hættuna sem stafar af samtök- um íslamista sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald. „Á fundinum stígum við mikilvæg skref til að sporna gegn þessum ógnum,“ sagði Anders Fogh Rasm- ussen, framkvæmdastjóri NATO, áður en tveggja daga leiðtogafund- ur bandalagsins hófst í Wales í gær. Alvarlegasta ógn frá Kúbudeilunni Fréttaskýrendur BBC sögðu þetta mikilvægasta fund NATO í áratugi og niðurstöður hans gætu ráðið miklu um það hvort bandalag- ið gæti tekist á við öryggisvanda- mál 21. aldarinnar. Michael Winiarski, fréttaskýrandi sænska blaðsins Dagens Nyheter, telur Úkraínudeiluna alvarlegustu ógn sem NATO hafi staðið frammi fyrir í rúm 50 ár, eða frá Kúbudeil- unni árið 1962. Til að mynda hafi innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 ekki stefnt heimsfriðnum í jafnmikla hættu og hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu nú. Petro Porosénkó, forseti Úkra- ínu, ræddi við leiðtoga Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands í tengslum við fund NATO. Porosénkó sagði að búist væri við því að undirritaður yrði samningur í Minsk í dag um vopna- hlé fyrir milligöngu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Leið- togar uppreisnarmanna í austurhér- uðum Úkraínu sögðust vera tilbúnir að fyrirskipa vopnahlé ef samkomu- lag næðist. Fréttaskýrendur efuð- ust þó um að friður væri í sjónmáli. Porosénkó sagði að á leiðtoga- fundi NATO yrði undirrituð yfirlýs- ing um að aðildarríki bandalagsins myndu veita Úkraínu aukna hern- aðar- og tækniaðstoð. Búist er við að Rússar taki slíkri yfirlýsingu mjög illa þar sem þeir hafa eindreg- ið lagst gegn aukinni samvinnu Úkraínu og NATO. Talið er að Úkraínuher þurfi þungavopn og aðra aðstoð frá NATO-ríkjum til að eiga möguleika á að sigra uppreisnarmennina sem eru taldir hafa notið öflugs stuðn- ings Rússa í átökunum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri NATO-ríkjum hafa hingað til verið treg til að senda Úkraínuher þungavopn því slík aðstoð gæti orð- ið til þess að Rússar gengju enn lengra í stuðningi sínum við upp- reisnarmennina og átökin mögnuð- ust. Ljóst er að Úkraínuher mætti sín lítils gegn rússneska hernum, sem er með um 750.000 manns und- ir vopnum, og NATO-ríkin vilja ekki dragast inn í átökin. Þau hafa því bundið vonir við að hertar refsi- aðgerðir dugi til að knýja Rússa til að binda enda á blóðsúthellingarn- ar. Mikið í veði Fréttaskýrandi CNN, Daniel Treisman, bendir á að NATO-ríkin tækju einnig mikla áhættu með því að veita ekki Úkraínumönnum þá aðstoð sem þeir þurfa. Það gæti orðið til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti færði sig upp á skaftið. „Fjórum sinnum í röð hefur hann gengið lengra og lagt meira í sölurnar þrátt fyrir hótanir og refsiaðgerðir Vestur- landa. Hann sendi sérsveitir á Krímskaga, innlimaði hann síðan í Rússland, stóð svo fyrir uppreisn í Austur- Úkraínu og jók nú síðast hernaðarstuðninginn við uppreisnarmennina.“ Treisman varar við því að ef Pútín fer með sigur af hólmi í Úkraínudeil- unni geti það orðið til þess að einræðisstjórnir í lönd- um á borð við Kína, Íran og Norður-Kóreu færi sig einnig upp á skaftið. „Kínverjar fylgj- ast örugglega grannt með atburð- unum í Úkraínu nú þegar þeir leggja undir sig Suður-Kínahaf. Ír- anar geta huggað sig við óeininguna á Vesturlöndum þegar þeir semja um kjarnorkuáætlun þeirra. Norður-Kóreumenn gætu freistast til þess að virða viðvaranir Banda- ríkjastjórnar að vettugi.“ Pútín kynnti í fyrradag áætlun í sjö liðum um ráðstafanir til að koma á friði í Úkraínu, en frétta- skýrendur telja tímasetningu áætl- unarinnar benda til þess að fyrir Pútín vaki aðeins að koma í veg fyr- ir harðari refsiaðgerðir af hálfu Vesturlanda. Alvarlegasta ógn í áratugi  Leiðtogar NATO-ríkja gagnrýna framgöngu Rússa í Úkraínudeilunni, alvarlegustu hernaðarógn sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í áratugi  Mikilvægasti fundur NATO eftir kalda stríðið AFP Hættuástand Leiðtogar NATO-ríkja ræða hernaðinn í Úkraínu á fundi Atlantshafsbandalagsins í Newport í Wales. Ríkisstjórn Danmerkur er tilbúin að leggja til 250-300 her- menn í hrað- lið sem NATO hyggst koma á fót í austanverðri Evrópu, að sögn Helle Thorning-Schmidt, forsætisráð- herra landsins. Gert er ráð fyrir því að danska herliðið starfi í allt að 90 daga í senn og taki þátt í heræfingum, einkum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, þar sem margir íbúanna eru af rúss- neskum ættum eins og íbúar austurhéraða Úkraínu. „Við viljum senda mjög skýr skilaboð til NATO-ríkja sem telja öryggi sitt í hættu. Þau þurfa að vita að þau geta reitt sig á stuðning annarra NATO-ríkja,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Thorning-Schmidt. Erna Solberg, forsætisráð- herra Noregs, sagði að Norð- menn myndu senda 150 her- menn á heræfingar í Eystrasaltslöndunum. „Við þurfum að sýna bandalagsríkj- unum í austri fram á að 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, um að árás á eitt NATO- landanna sé árás á þau öll, sé enn í gildi,“ sagði Solberg. „Mikilvægt er að ríkin, sem hafa áhyggjur af yfirlýsingum Pútíns, komi af þessum fundi með þá tilfinningu að þau hafi NATO að bakhjarli.“ Vilja senda skýr skilaboð DANIR OG NORÐMENN LEGGJA TIL HERMENN Helle Thorning Schmidt Danskur sérfræðingur í rússneskum stjórnmálum telur að spennan í samskiptum Rússlands og NATO geti orðið til þess að Rússar breyti hernaðarstefnu sinni þannig að þröskuldur- inn fyrir beitingu kjarnavopna verði lækk- aður. Flemming Spidsboel Hansen, rektor í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnar- háskóla, segir að Rússar hafi lagt mikla áherslu á mikilvægi kjarnavopna í hern- aðarstefnu sinni og líti á þau sem leið til að fyrirbyggja ósigra í hefðbundnum hern- aði. „Fræðilega hafa menn talað um að þeir geti frekar snemma í hefðbundnum hernaði beitt kjarnavopnum á óbyggðum svæðum, til dæmis Kyrrahafi, því þannig geta þeir spyrnt við fótum og sagt: Við teljum okkur vera aðþrengda og ef þið þjarmið meira að okkur beitum við kjarna- vopnum,“ hefur fréttavefur danska ríkis- útvarpsins eftir honum. HERNAÐARSTEFNU RÚSSLANDS BREYTT Kjarnorkuþröskuldur lækkaður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.