Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Gus Gus heldur í kvöld upp á útgáfu nýrrar breiðskífu sinn- ar, Mexico, með tónleikum í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og hefjast leikar kl. 21. „Það eru ekki margir tónleikastaðir í Reykjavík og við vorum að velta fyrir okkur ann- aðhvort Vodafone-höllinni eða lista- safninu og enduðum í safninu,“ segir Birgir Þórarinsson, jafnan kallaður Biggi Veira, spurður að því af hverju Hafnarhúsið hafið orðið fyrir valinu sem tónleikstaður. Hann segir Hörpu ekki henta hljómsveitinni því þar megi hún ekki nota þau tæki og tól sem hún vilji nota. Því hafi ekki verið margir staðir í boði. Myndefni hannað af KarlssonWilker Myndband við titillag plötunnar var fyrir skömmu sett á YouTube og vann hljómsveitin það í samstarfi við hönnunarfyrirtækið KarlssonWilker í New York, fyrirtæki grafíska hönn- uðarins Hjalta Karlssonar og Þjóð- verjans Jan Wilker sem hannar m.a. fyrir MTV, Puma, tímaritið Time og MoMA-listasafnið í New York. Biggi segir KarlssonWilker hafa hannað hreyfimyndir fyrir hljómsveitina sem verði notaðar á tónleikunum og hafi ekki sést áður. „Það má segja að þetta sé dálítið anda þess sem sést í þessu tónlistarmyndbandi. „Visual“- hlutinn af bandinu var miklu stærri þegar við vorum að byrja á tíunda áratugnum en svo var hann aðeins settur til hliðar eftir árið 2000,“ segir Biggi. Nú verði hinn sjónræni hluti Gus Gus blásinn upp á ný. Biggi segir tónleika Gus Gus á er- lendri grundu hafa farið stækkandi hin síðustu ár og þegar tónleika- staðir rúmi yfir 2.000 gesti þurfi að bæta einhverju við hvað varðar sjón- ræna þáttinn. Og berst þá talið að þriggja mánaða langri tónleikaferð Gus Gus um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 16. september í Varsjá í Póllandi og lýkur 12. desember í Búkarest í Rúmeníu, skv. vef hjóm- sveitarinnar. Biggi segir Gus Gus hafa leikið á 500-1.000 manna tón- leikastöðum í gegnum tíðina en þeir hafi á síðustu árum farið stækkandi og þá sérstaklega í löndum Austur- Evrópu. Nú sé hljómsveitin farin að leika fyrir allt að 3.000 gesti en það komi þó enn fyrir að þeir séu aðeins um 500. „Stærstu giggin eru í Rúss- landi, Litháen og Póllandi,“ segir Biggi og bætir því við að hljómsveitin eigi einnig miklum vinsældum að fagna í Rúmeníu, Úkraínu og Þýska- landi en útgáfufyrirtæki hljómsveit- arinnar, Kompakt, er með bæki- Eltast ekki við  Útgáfutónleik- ar og þriggja mánaða tónleika- ferð hjá Gus Gus April O’Neil (Megan Fox) erfréttamaður hjá hinnivirtu Stöð 6 í New York,en æskudraumur hennar var að vera í fjölmiðlum. Draum- urinn reynist hins vegar ekki alveg jafnvel og hún hafði vonað, þar sem O’Neil þykir snoppufríð, og er því sett beinustu leið í svonefndar „Smartlandsfréttir,“ en henni leiðist starfið. O’Neil reynir því allt hvað hún getur til þess að brjóta sér leið inn í „alvarlegri“ fréttir, með dyggri að- stoð tökumannsins síns, Vern (Will Arnett), en hefur ekki erindi sem erfiði, þar til einn daginn hún verður vitni að ráni við hafnarbakkann, sem hið alræmda Fótagengi stendur fyr- ir. O’Neil sér einhverja ókunnuga ná að hindra ránið, og þar með hefst at- burðarás, sem á eftir að koma henni í kynni við þá Rafael, Donatello, Michelangelo og Leonardo, stökk- breyttar skjaldbökur sem berjast gegn glæpum og borða pitsur frá Pizza Hut í holræsakerfi New York- borgar, en þeir munu þurfa að taka á honum stóra sínum, ætli þeir sér að sigrast á sínum erfiðasta andstæð- ingi til þessa, Shredder, yfirmanni Fótagengisins. Væntanlega þarf ekki að kynna skjaldbökurnar fyrir neinum á aldr- inum milli þrítugs og fertugs, en þetta voru meðal vinsælli barnaleik- fanga og teiknimynda undir lok 20. aldar, auk þess sem þrjár leiknar kvikmyndir voru gerðar um æv- intýri þeirra. Þessari kvikmynd er augljóslega ætlað að kynna hetjurnar okkar fyr- ir nýrri kynslóð aðdáenda, og tekst það bærilega. Myndin er uppfull af húmor, sem er oftast nær bráðfynd- inn, en því miður stundum of barna- legur. Þá er það augljóst að Michael Bay hefur sem einn af aðalframleið- endum myndarinnar sett sitt al- Hetjur í hálfskel snúa aftur Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó Teenage Mutant Ninja Turtles bbbnn Leikstjóri: Jonathan Liebesman. Hand- rit: Josh Appelbaum, André Nemec, Ev- an Daugherty. Aðalhlutverk: Megan Fox, Alan Ritchson, Jeremy Howard, Pete Ploszek, Noel Fisher, Will Arnett, Danny Woodburn, William Fichtner, Johnny Knoxville og Tony Shalhoub. Bandaríkin 2014, 101 mínúta. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Hugi hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínumsem boðar komu sína er hið ein- falda líf skyndilega í uppnámi. IMDB 7.4/10 Smárabíó 15.30 Lúx, 17.45 Lúx, 17.45, 20.00, 20.00 Lúx, 22.15 Lúx, 22.15 Háskólabíó 17.45, 20.00, 22.15 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn Metacritic 34/100 IMDB 6.4/10 Smárabíó 15.30, 15.30 3D, 17.45, 20.00 3D Laugarásbíó 17.00 3D Sambíóin Álfabakka 15.40, 16.10, 17.50, 18.20, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.40 3D, 20.00 3D, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.50 Teenage Mutant Ninja Turtles 10 Metacritic 45/100 IMDB 7.1/10 Sambíóin Álfabakka 15.40, 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 3D Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Sin City: A Dame to Kill For 16 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Life of Crime 12 Tveir smákrimmar lenda í vandræðum þegar þeir ræna eiginkonu gjörspillts fast- eignasala – en hann hefur engan hug á því að greiða lausnargjaldið! Metacritic 59/100 IMDB 6.0/10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Laugarásbíó 17.00, 20,00 Fading Gigolo 12 Hinn hlédrægi blómasali Fioravante í New York reynist vera hinn fullkomni elskhugi, og gerist atvinnu- flagari. Málin vandast þegar Fioravante verður ástfanginn af einum viðskiptavininum, hinni einmana ekkju Avigal. Metacritic 58/100 IMDB 6.3/10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Álfabakka 20.30 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Guardians of the Galaxy 12 Peter Quill, öðru nafni Star- Lord, neyðist til þess að bjarga heiminum frá hinum illa Ronan, með aðstoð fé- laga sinna, sem eru af skrítnara tagi. Mbl. bbbbn Metacritic 75/100 IMDB 9.0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 3D, 20.00 3D, 22.30 3D Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Let’s Be Cops 12 Þetta er næstum því alveg dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir – nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Metacritic 27/100 IMDB 6.8/10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Smárabíó 15.30, 17.40, 20.00, 22.20 Háskólabíó 17.45, 20.00 Laugarásbíó 22.10 Expendables 3 16 Mbl.bbbmn Metacritic 36/100 IMDB 6.2/10 Smárabíó 20.00, 22.40 Laugarásbíó 22.00 Lucy 16 Mbl. bbmnn Metacritic 61/100 IMDB 6.6/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Laugarásbíó 20.00 The Giver 12 Metacritic 46/100 IMDB 7.1/10 Smárabíó 17.45, 22.15 Háskólabíó 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 18.00 Are You Here Metacritic 37/100 IMDB 5.6/10 Háskólabíó 22.40 Into the Storm 12 Metacritic 44/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.10 Flugvélar: Björgunarsveitin IMDB 5.8/10 Sambíóin Álfabakka 15.30, 15.40 3D Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Sambíóin Keflavík 18.00 Step Up: All In Metacritic 46/100 IMDB 6.2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Dawn of the Planet of the Apes 14 Mbl. bbbmn Metacritic 79/100 IMDB 8.6/10 Háskólabíó 22.15 3D Jersey Boys 12 Mbl. bbbnn Metacritic 54/100 IMDB 7.3/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Nikulás í sumarfríi Nikulás litli í sumarfríi er önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulás litla. Myndirnar eru gerðar eftir heims- þekktum barnabókum Renés Goscinny og Jeans-Jacques Sempé um Nikulás litla. IMDB 5.8/10 Háskólabíó 17.45 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8.1/10 Háskólabíó 17.20, 20.00 Að temja drekann sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 15.30 Tarzan IMDB 4.7/10 Sambíóin Álfabakka 15.30 Bönnuð innan 7 ára. Málmhaus (Metal- head) 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 18.00 Supernova Bíó Paradís 17.50 Before You Know It Bíó Paradís 22.00 Gnarr Bíó Paradís 22.00 101 Reykjavík Bíó Paradís 20.00 Monica Z 10 Bíó Paradís 17.40 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.