Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Sálfræðingurinn Anna Kristín New- ton segir nauðsynlegt að hið opin- bera bjóði fólki með barnagirnd upp á meðferðarúrræði. Anna vinnur um þessar mundir að sérverkefni hjá Fangelsismálastofn- un sem miðar að því að setja saman meðferðar- og matsleiðbeiningar um hvernig megi mæta þörfum dæmdra kynferðisbrotamanna svo hægt sé að koma í veg fyrir endurtekin brot en hún vill leita leiða til að grípa inn í áður en brotin eiga sér stað til að byrja með. „Við þurfum að geta boðið þeim sem þurfa aukalegan stuðning eftir að tími þeirra í fangelsiskerfinu rennur út og einnig þeim sem eru ekki í kerfinu hjá okkur og þurfa aldrei að stíga fæti í fangelsi,“ segir Anna. „Það er sá hópur sem mik- ilvægast er að ná til en það þarf að vera gert með stuðningi opinberra aðila.“ Allir eru í feluleik Anna segir ástandið í dag minna á feluleik. Fólk með barnagirnd felur sig af ótta við þær afleiðingar sem það hefur að játa hugsanir sínar og þeir meðferðaraðilar sem geta hjálp- að við að halda hugsununum í skefj- um eru einnig faldir. Flestir þeirra sem vinna að slíkum meðferðum eru sálfræðingar sem mega ekki auglýsa þjónustu sína samkvæmt siðareglum stéttarinnar og því er erfitt að vita hvert eigi að leita. „Við erum mjög fá sem erum með þekkingu á þessu sviði og það er erf- itt að finna okkur,“ segir Anna. „Við höfum ekki fengið formlegan stuðning frá ríkinu eða opinberum aðilum þó svo að brugðist hafi verið vel við þegar við höfum haft sam- band.“ Hún nefnir hjálparsíma á við hinn sænska PrevenTell, sem Morgun- blaðið fjallaði um á miðvikudag, sem dæmi um aðferð sem sérfræðingar vilja reyna hér á landi en ekki fengið hljómgrunn fyrir. Fólk með óæski- lega kynóra og hvatir getur fengið ráðgjöf nafnlaust og sér að kostn- aðarlausu í gegnum PrevenTell og þau meðferðarúrræði sem bjóðast í kjölfar símtalsins eru niðurgreidd af sænska ríkinu. Sinnir sjúklingum án greiðslu „Þjónusta íslenskra sálfræðinga er ekki niðurgreidd svo fólk hefur ekki möguleika á að sækja hana nema með talsverðum kostnaði,“ segir Anna, sem rekur eigin stofu meðfram sérverkefni sínu fyrir fang- elsismálastofnun. Hún segir mikil- vægt að halda uppi slíkri þjónustu fyrir fólk með barnagirnd en að sál- fræðingar þarfnist stuðnings. „Í augnablikinu er ég að veita nokkrum einstaklingum þjónustu án þess að fá borgað fyrir það. Þeir geta ekki borgað mér en mér finnst það vera mín siðferðislega skylda,“ segir Anna. „En ég get auðvitað ekki rekið heimili á því.“ Vandi sem hægt er að stjórna Anna segir þá sem leitað hafi til sín vegna barnagirndar vera á mis- munandi aldri og í mismunandi stöð- um og aðstæðum. Þá séu sjúklingarnir bæði einstak- lingar sem aldrei hafi brotið gegn börnum sem og einstaklingar sem vilja koma í veg fyrir endurtekin brot en Anna tekur fram að sálfræð- ingar séu bundnir tilkynningar- skyldu verði þeir áskynja um brot af hálfu sjúklingsins. „Þetta er mjög misleitur hópur. Sammerkt með þeim er kannski það að þeir eiga við vanda að stríða sem við getum gert eitthvað í,“ segir Anna. Hún segir greinilegt að stór hópur þeirra sem finna fyrir barna- girnd vilji stjórna hegðuninni og að margir sjúklinga hennar þjáist mjög vegna kynóra sinna og vilji losna við þá. „Það er ekki einhver ein ástæða fyrir barnagirnd en við vitum að við getum stutt fólk og dregið úr líkum á því að það framkvæmi brot gegn barni. Við getum kannski ekki sagt að við getum tekið allar hugsanir í burtu en það að við getum dregið úr skaða það er náttúrlega þess virði að styðja við.“ Fólk með barnagirnd þarf meðferð  Meðferðarúrræði innan heilbrigðiskerfisins fyrir fólk með barnagirnd eru óaðgengileg og kostnaðar- söm  Mikilvægt er að koma í veg fyrir endurtekin brot sem og að ná til fólks áður en það brýtur af sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Feluleikur Anna segir fólk með barnagirnd vera í feluleik fyrir samfélaginu en að meðferðaraðilar séu einnig faldir fyrir þeim sem vilji hjálp. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Anna segir samfélaginu hætta til að setja allt fólk með barnagirnd í flokk með barnaníðingum. Þó er raunin sú að sumir þeirra sem þjást af barnagirnd hafa hvorki horft á barnaklám né brotið gegn börnum með beinum hætti, en mæta samt hatri og reiði reyni þeir að leita sér hjálpar. Anna segir að viðmót samfélagsins við starfi hennar einkennist einnig oft af skilningsleysi. „Þetta er stundum svolítið mis- skilin umræða, fólk heldur að ég vilji vera góð við kynferðisbrota- menn, að ég vilji bara að þeim líði betur,“ segir Anna. Hún segir að ekki eigi að ein- blína á hjálpina sem fólk með barnagirnd fær heldur af hverju hún er veitt. „Fyrst og fremst vil ég að börn þurfi ekki að lenda í þessu, það sem knýr okkur öll áfram er að geta komið í veg fyrir brotin.“ Vilja koma í veg fyrir barnaníð MEÐFERÐ VIÐ BARNAGIRND FYRST OG FREMST FORVÖRN ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK SÖNGSKÓLINN Í REYKJAVÍKOG FAGNA 40 ÁRA AFMÆLI U 6.MEÐ TÓNLEIKUM Í HÖRP OG 7. SEPT. 2014 GIUSEPPE VERDI MIÐAVERÐ KR. 5900 MIÐASALA Á MIDI.IS OG Á HARPA.IS STJÓRNANDI: GARÐAR CORTES FLYTJENDUR: ÓPERUKÓRINN ÁSAMT EINSÖNGVURUM OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT TÓNLEIKARNIR ERU Í NORÐURLJÓSASAL UHÖRP LAUGARDAGINN 6. SEPT. KL. 20.00 SUNNUDAGINN KL. 17.00OG 7. SEPT. Í ÖÐRUM EINSÖNGSHLUTVERKUM: D'OBINGNY: DAVÍÐ ÓLAFSSON / GASTONE: EINAR DAGUR JÓNSSON DOUPHOL: GUÐMUNDUR KARL EIRÍKSSON / ANNINA: GUÐRÚN LÓA JÓNSDÓTTIR FLORA: INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR / ÞJÓNN OG SENDIBOÐI: JÓN INGI STEFÁNSSON Alfredo GermontViolettaGrenville GARÐAR THÓR CORTES BERGÞÓR PÁLSSONÞÓRA EINARSDÓTTIRVIÐAR GUNNARSSON Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyr- ir árið 2013, þar sem gerð er grein fyrir starfsemi umboðsmanns á árinu, hefur enn ekki komið út þrátt fyrir að frestur til birtingar sé nú liðinn. Í 12. gr. laga nr. 85/ 1997 um umboðsmann Alþingis seg- ir: „Umboðsmaður skal gefa Al- þingi árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert.“ Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, segir skýrsluna nú vera á lokametrunum. „Það er verið að ganga frá þessu og hluti af henni er kominn í prentsmiðju,“ segir hann. „Þing kemur saman eft- ir helgi og það er yfirleitt hægt að dreifa henni í þinginu áður en hún er sett inn á heimasíðuna hjá okk- ur.“ Þing kemur saman á þriðjudag Spurður hvort hann eigi von á því að skýrslan verði tilbúin áður en þingsetning verður þriðjudaginn 9. september næstkomandi svarar Tryggvi: „Við vitum það ekki alveg enda erum við líka háð prent- smiðju.“ Að sögn hans hafa starfsmenn embættisins verið önnum kafnir við ákveðin mál og hefur því birting skýrslunnar tafist nokkuð. „Starfs- fólkið hjá mér er nú ekki margt svo það má við litlu,“ segir Tryggvi. Skýrsla umboðs- manns er enn óbirt  Átti að koma út fyrir 1. september Morgunblaðið/Ómar Alþingi Ekki er víst að skýrslan verði birt þegar þing kemur saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.