Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 13
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Okkur gremst að nú skuli hafa verið lokað á makrílveiðar minni bátanna því svo sannarlega er ekk- ert fararsnið á fiskinum. Hann fitn- ar dag frá degi og verðmætið eykst eftir því sem líður á. Þessar veiðar skapa mikla atvinnu til dæmis hér á Snæfellsnesi og það er bölvað að hætta núna,“ segir Heiðar Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður Brynju SH. Síðasti dagur króka- veiða á makríl var í gær, en þá var 6.800 tonna viðmiðuninni náð. Ráð- herra hafnaði á miðvikudag ósk Landssambands smábátaeigenda um að auka kvóta minni bátanna. Aflakóngur á Brynju SH Í gær var útlit fyrir að Heiðar á Brynju SH yrði aflakóngur á mak- rílvertíðinni, en hann var þá kom- inn með um 220 tonn. Pálína Ágústsdóttir GK var einnig komin með yfir 200 tonn og 23 bátar voru með meira en 100 tonn. Alls hafa 114 smábátar landað makríl í sum- ar og voru stundaðar ólympískar veiðar úr sameiginlegum potti. Að sögn Heiðars hefur algengt verð á makrílnum í sumar verið um og yfir 90 krónur fyrir kílóið og hef- ur það aðeins hækkað undanfarið. Brúttótekjur af veiðunum hjá þeim aflahæstu hafa því verið um 20 milljónir. Mikil vinna liggur að baki veiðunum og segir Heiðar að haldið sé út klukkan fimm að morgni og hann sé ánægður ef hann komi heim fyrir klukkan 10 að kvöldi. Oft hafi verið löndunarbið og síðustu vikur hafi 50-60 minni bátar verið að makrílveiðum í Breiðafirði frá Öndverðarnesi og inn með Nesinu. Heiðar segir að makríllinn gefi sig best á morgnana og á kvöldin og síðdegis á miðvikudag hafi hann t.d. mokveitt. Þegar talað var við hann um hádegið í gær var lítið að hafa en fjöldi torfa allt í kringum bátinn. Eftir makrílinn verður lítil hvíld því þorskveiðar á línu taka fljótlega við á Brynjunni. Útgerð Heiðars heitir Bjartsýnn og segir hann nafnið tengjast bjartsýni hans. „Ég byrj- aði í þessu árið 2001 og margir spáðu því að ég myndi ekki endast árið, en ég er enn lifandi,“ segir Heiðar á makrílmiðum úti fyrir Ólafsvík. Í gær, síðasta dag vertíðar, tók gildi reglugerð um að allan makríl sem veiddur er á línu og handfæri skuli endurvigta hjá vinnslufyrir- tæki til aflaskráningar. Heiðar gagnrýnir að þetta skuli ekki hafa verið gert alla vertíðina og segir að mikið af ís hafi verið vigtað með makrílnum, sem hafi flýtt fyrir því að kvótinn er núna búinn. Morgunblaðið/Alfons Landburður Vel hefur veiðst af makríl í Breiðafirðinum síðustu vikur og er ekkert lát á. Suma dagana hefur verið löndunarbið og talað um landburð. Góður afli og bölv- að að hætta núna  Aflahæstu bátarnir með yfir 200 t.  Brúttóverðmæti yfir 20 milljónir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, harmar ákvörðun sjávar- útvegsráðherra um að auka ekki heimildir smábáta á makrílveið- um og segir hana gríðarleg von- brigði. LS hefur gert athuga- semd við auglýsingu Fiskistofu þar sem þau 1200 tonn sem tek- in voru frá vegna veiða í sept- ember hafi ekki verið veidd. Bent er á að heimild Fiskistofu um stöðvun veiða er bundin við heildarafla hvers tímabils, en ekki heildarafla- viðmiðun. „Ég hef feng- ið þau skilaboð að auglýsingin standist og þessu verði ekki breytt. Það eru gríðarlegir hags- munir tengdir þessum veiðum fyrir hundruð manna víða um land og því ekki ólíklegt að við skoðum málið frekar,“ segir Örn. Landssambandið skoðar málið GERA ATHUGASEMD VIÐ AUGLÝSINGU Örn Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.