Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 6
AFP NATO Við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins var haldin stutt minningarathöfn um þá hermenn sem fallið hafa í átökum í Afganistan. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það var fremur þungt yfir mönn- um, en líklega hefur samstaðan og krafturinn sjaldan verið meiri í þess- um hópi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið, en hann situr ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni forsætisráðherra leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem fram fer í Wales. Málefni Úkraínu er meðal þess sem til umræðu er á fundinum. „Það er ljóst að atburðir þeir sem gerst hafa í Úkraínu og ann- ars staðar í heim- inum munu móta Atlantshafs- bandalagið til framtíðar,“ segir Gunnar Bragi, en í yfirlýsingu fundarins kemur fram að hernaðarinngrip og aðgerð- ir Rússa í Úkraínu ógni öryggi Evr- ópu. „Það sem Rússar eru að gera er brot á alþjóðalögum og hér er ein- hugur um að við það verður ekki un- að.“ Á sama tíma hvetja leiðtogarnir til frekari viðræðna um vopnahlé í Úkraínu svo koma megi í veg fyrir enn frekara mannfall í röðum al- mennra borgara. Hermenn NATO ekki sendir Aðspurður segir Gunnar Bragi fundargesti hafa ítrekað stuðning sinn við fullveldi og sjálfstæði Úkra- ínu. Jafnframt voru stjórnvöld í Rússlandi hvött til að láta af aðgerð- um sínum og styðja friðsamlega lausn mála. „Það er alveg ljóst að þau ríki sem aðild eiga að Atlantshafsbandalag- inu munu hvert og eitt skoða hvern- ig þau geta hjálpað Úkraínumönn- um með framlögum, en ég tel alla gera sér grein fyrir því að Atlants- hafsbandalagið mun ekki senda her- menn inn í Úkraínu,“ segir Gunnar Bragi. Spurður út í stuðning Íslands við Úkraínu svarar utanríkisráðherra: „Við höfum lagt til mannskap í eft- irlit auk þess sem við höfum und- irritað viljayfirlýsingu sem snýr að uppbyggingu Úkraínu og tengist það einkum jarðhitaleit. Að öðru leyti hefur framlag okkar snúist um leiðangra ÖSE [Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu].“ Það mun hins vegar vera ljóst að einstök bandalagsríki eru reiðubúin til að veita íbúum Úkraínu fjárhags- aðstoð sem og tæknilega aðstoð. Átakanleg frásögn forseta Meðal þeirra sem til máls tóku á leiðtogafundi Atlantshafsbandalags- ins var Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu. Spurður hvort lýsingar forsetans á ástandinu hafi verið átakanlegar kveður Gunnar Bragi já við. „Það má vitanlega skilja af orðum hans að ástandið sé nú með þeim hætti að verði það ekki stöðvað muni menn endanlega missa tökin. Á fundinum lýsti hann yfir vilja til að ræða við Rússa á sanngjörnum for- sendum og kallaði enn og aftur mjög skýrt eftir aðstoð vestrænna ríkja.“ Öryggi Evrópu ógnað af framferði Rússa  Atlantshafsbandalagið áréttar stuðning sinn við Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 8. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Gunnlaugur Scheving Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Haustuppboð í Gallerí Fold Fleiri fjarskiptafyr- irtæki undirbúa nú að bjóða upp á raf- ræn skilríki í snjall- síma og Auðkenni, sem hefur umboð fyrir framleiðslu slíkra skilríkja, ætl- ar að endurskoða verðskrá sína. Þetta kom fram í yfir- lýsingu frá Auðkenni í gær. Rafræn skilríki verða nauðsynleg til undir- skriftar fyrir niðufellingar ríkis- stjórnarinnar á húsnæðislánum. Umsækjendur munu þó ekki þurfa að nota þau fyrr en útreikningi á niðurfellingunum verður lokið. Hingað til hefur aðeins Síminn boðið upp á rafræn skilríki í snjall- síma. Í tilkynningunni kom fram að viðskiptavinir Vodafone gætu nálg- ast þau á næstu dögum og hjá Nova og Tali væri unnið að innleiðingu skil- ríkjanna. Einnig er hægt að fá rafræn skilríki í debet- og kredit- kort. Um 220.000 einstaklingar eru með slík kort en um 100.000 af þeim hafa virkjað raf- rænu skilríkin, að því er kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Einnig hefur verið hægt að fá skilríki frá Auðkenni en þau kort hafa kostað 10.900 krónur fyrir eitt ár. Í tilkynningu Auðkennis kemur fram að á meðan á skuldaniðurfell- ingunni standi muni fyrirtækið bjóða þeim sem geta ekki eða velja að vera ekki með rafræn skilríki í snjallsíma einkaskilríki á 1.500 krónur. Bjóða rafræn skilríki fyrir niðurfellingar Á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins sem fram fer í Wa- les funduðu einnig utanríkis- ráðherrar bandalagsríkja og utanríkisráðherrar Bosníu og Her- segóvínu, Georgíu, Makedóníu og Svartfjallalands um hvernig ríkj- unum gengur að vinna að úrbót- um þeim sem miða að aðild þeirra að bandalaginu. Kemur þetta fram í tilkynningu sem utanríkis- ráðuneytið hefur sent frá sér. Segir þar einnig að leiðtogar 48 þátttökuríkja alþjóðaliðsins í Afganistan hafi fundað með varnarmálaráðherra landsins. Verkefnum alþjóðaliðsins, sem staðið hafa í rúman áratug, lýkur um næstu áramót, en ríkin, þar á meðal Ísland, munu halda áfram að styðja við uppbyggingu í land- inu. Munu halda áfram að styðja við mikilvæga uppbyggingu LEIÐTOGAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS Morgunblaðið/Ómar Náttúra Vaxandi ferðamanna- straumur veldur auknu álagi. Íslensk náttúra hefur gegnt lykil- hlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar og sem aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Mikill árangur hefur náðst á ýmsum sviðum umhverf- ismála en úr öðru þarf að bæta og þurfa Íslandingar að takast á við ýmsar áskoranir á næstunni. Þetta kemur fram í niðurstöðum heildarúttektar Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001-2013, sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er lögð áhersla á að Íslendingar verði að finna jafnvægi á milli orkunýtingar og feðamanna- iðnaðarins annars vegar og verndar náttúru og umhverfis hins vegar. Bent er á að ferðaþjónustan stendur undir 6% af landsfram- leiðslu hér á landi en sívaxandi fjölda ferðamanna yfir stuttan sum- artímann fylgi aukið álag á við- kvæmt vistkerfi og innviði sam- félagsins. Þörf sé úrbóta varðandi aðgang að vinsælum ferðamannastöðum og aðstöðu sem tryggi að umhverfinu sé hlíft. Í sumum tilvikum vanti fjármagn til þessa. Nefnt er að sveitarfélög hafi t.a.m. ekki næga fjárhagslega burði til að fylgja eftir stefnumörkun í umhverfismálum. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að gildi fyrir vatns- og loftmengun séu í sögulegu lágmarki og Ísland sé með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku af öllum þjóðum OECD. Á árunum 2000 til 2011 jókst losun gróðurhúsaloftteg- unda um 14% en var þó engu að síð- ur innan viðmiða sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja skv. Kyoto-bókuninni. Þá segir að dregið hafi úr losun eftir árið 2008. Í skýrslunni er farið yfir bæði styrkleika í umhverfismálum Ís- lendinga og helstu áskoranir. Þann- ig hafi t.d. landeyðing löngum verið vandamál og fari versnandi vegna ofbeitar, sem styrkjakerfið í land- búnaði ýti undir. Þá sé hætta á að ágreiningur verði um landnýtingu vegna ólíkra hagsmuna þeirra sem vilja annars vegar nýta náttúruna til orkufram- leiðslu og hins vegar þeirra sem vilja auka náttúrutengda ferðaþjón- ustu, að því er segir í samantekt um niðurstöðurnar. Segja brýnt að finna jafnvægi  Landeyðing vaxandi vegna ofbeitar Samspilið á milli endurnýjanlegra orkuauðlinda og einstakrar nátt- úru sem er aðdráttarafl fyrir ferða- menn veitir Íslandi tækifæri til að vera í fararbroddi í heiminum í þróuninni í átt að að grænum hag- vexti. Þetta kom fram í máli Simons Uptons, sem fer með yfirstjórn umhverfismála á vettvangi OECD, þegar hann kynnti í gær niður- stöður heildarúttektar OECD á umhverfismálum á Íslandi á ár- unum 2001 til 2013. Þetta er í þriðja sinn sem OECD gerir úttekt af þessu tagi á um- hverfismálum hér á landi. Gætum verið í fararbroddi í áttina að grænum hagvexti YFIRMAÐUR UMHVERFISSVIÐS OECD KYNNTI SKÝRSLUNA Úttekt Simon Upton kynnir niður- stöðurnar á Hótel Natura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.