Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Heiðursgestur Halldór Bragason er vel þekktur fyrir tónlistarflutning sinn og framlag til blúsmenningarinnar á Íslandi. Í ár er hann sérstakur heiðursgestur á hátíðinni, Blús milli fjalls og fjöru, sem hefst í dag á Patreksfirði. og nái betra sambandi við blúsinn. Það er alla vega mín tilfinning,“ seg- ir Páll. Það er Patreksfirði eflaust til happs að blúsáhugi Páls hefur hvergi dofnað því blúshátíðin setur svip sinn á bæinn og ekki verra að vera með lifandi tónlist í Sjóræn- ingjahúsinu. Fjölmargir tónlistar- menn, meðal annars þeir sem spiluðu á síðustu blúshátíð, hafa sagt að það sé einstaklega ánægju- legt að spila í Sjóræningjahúsinu, enda búið að gera húsið afar skemmtilegt og er það vel til tón- leikahalds fallið. Allir mega „djamma“ Blúshátíðin hefst í kvöld klukk- an 21 með tónleikum hljómsveit- arinnar Kveinstafa. „Það er sex manna hljómsveit sem spilar blús og létt rokk þannig að við höfum það svona með til að seðja alla. Þeir mega spila eins lengi og þeir vilja en þegar þeir hætta ætlar fólk inn á milli að „djamma“ eins og það er kallað. Þá fer fólkið í salnum sem kann að spila á hljóðfæri upp á svið og blúsar saman, hverjir sem það eru. Það er rosalega gaman að því. Blúsinn gerir svo litlar kröfur til samhæfingar og hljóðfærin leiða hvert annað í gegnum þetta þannig að það skiptir engu hvort menn hafa spilað saman áður eða ekki,“ segir Páll. Djammið er nokkurs konar tón- listarspuni þar sem menn þurfa að ákveða tóntegundina og byrja svo bara að spila. Gangi þetta vel getur djammið staðið lengi og oftar en ekki kemur eitthvað skemmtilegt út úr því. Páll segir að nokkuð hafi ver- ið gert af þessu á hátíðinni í fyrra og eftirminnilegt sé þegar nokkrir ung- ir piltar fóru að djamma á sviðinu og voru að í tvo eða þrjá tíma. „Og þeir nutu sín í botn. Mér finnst þetta vera komið til að vera,“ segir Páll. Á laugardagskvöldinu klukkan 21 í Sjóræningjahúsinu hefjast tón- leikar að nýju en þá leika þeir Jonni Ólafs á bassa, Guðmundur Gunn- laugsson trommuleikari og gít- arleikarainn Tryggvi Hübner en Halldór Bragason verður heið- ursgestur hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um blús- hátíðina er að finna á vefnum www.com/bluespatro. „Það var mikill blús á hippatímanum og á þeim tíma var þetta mikið í tísku og þá alveg hreint gleypti ég við blúsnum og hef bara ekk- ert losnað við hann síðan.“ Facebooksíða hátíðarinnar „Djamm“ Þegar menn djamma fer fólk sem leikur á hljóðfæri upp á sviðið og er blúsinn leikinn af fingrum fram, yfirleitt beint frá hjartanu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Að ferðast með börn er alltaf ákveð- inn hausverkur. Hvernig þau verði í flugi, hvernig þau bregðist við nýju umhverfi og síðast en ekki síst hvernig sé best halda í þau á spenn- andi nýjum stöðum? Í sumar fór ég í langþráð sumarfrí með ungum syni mínum. Ég hafði haft gífurlegar áhyggjur af því að ferðast með forvitinn fimm ára gorm. Helst hafði ég auðvitað áhyggur af því að týna barninu, við myndum óvart reika í sitthvora átt- ina hugfangin af borgarlandslaginu. Nokkru fyrir brottför fór ég því í vandræðalega ferð í verslunina Baby Sam og tjáði þar starfs- manni að ég væri að fara að ferðast með barn og þyrfti allan mögulegan öryggisbúnað sem verslunin byði upp á því helst langaði mig að vefja barnið í blikkandi jólaseríu. Þarna stóð ég með handbeisli, beisli, fullt af vatnsheldum merkimiðum og kerru á meðan starfsmaður verslunarinnar horfði brosandi á mig. Handbeislinu var síðan pakkað efst í handfarang- urinn og sonurinn merktur í bak og fyrir í flugstöð- inni, þar sem hann jú ráfaði í burtu en fannst blessunarlega strax aftur. Þegar við lentum í Barcelona kl. 22 var fimm ára barni komið fyrir í kerru þar sem móðirin dröslaði því og tveimur töskum um mannmergð- ina á flugvellinum í leit að leigubíla- röðinni. Til þess að gera langa sögu stutta var beislið aldrei tekið upp úr tösk- unni. Sonurinn var merktur en það hefur kannski eitthvað með móður- eðlið að gera að ég var að sjálfsögðu fullkomlega meðvituð um nærveru sonarins alla ferðina. Það er auðvitað aldrei of varlega farið en það er líka mikilvægt að leyfa börnunum að upplifa heiminn og njóta þess með þeim. »Ég fór því í vand-ræðalega ferð í verlsunina Baby Sam og tjáði þar starfsmanni að ég væri að fara að ferðast með barn og þyrfti allan mögu- legan öryggis- búnað sem verslunin byði upp á. Heimur Sigurborgar Selmu Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Í byrjun árs hóf nýr söngskóli kennslu og heitir hann VOCALIST og er til húsa að Laugavegi 178 í Reykjavík. Að baki skólanum er söngkonan og söngkennarinn Sólveig Unnur Ragn- arsdóttir. Er markmið skólans að allir geti þar fundið söngnám við sitt hæfi hvort sem fólk er að læra ánægj- unnar vegna eða til þess að ná lengra sem söngvarar. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þunga- rokks og byggist kennslan upp á Complete Vocal Technique. Marg- vísleg námskeið eru í boði fyrir alla, jafnvel fyrir þá sem telja sig vera lag- lausa en vilja samt læra rétta tækni og raddþjálfun. Námskeið hefjast þann 15. september og er allar upp- lýsingar um VOCALIST að finna á vocalist.is Morgunblaðið/Sverrir Kennarinn Sólveig Unnur Ragnarsdóttir stofnaði skólann í byrjun þessa árs. Frá klassík til þungarokks VOCALIST er nýr söngskóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.