Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Matur og drykkir M ér finnst mjög gaman og mikilvægt að eiga góða nágranna og Egill og Gyða Rán eru afar góðir og skemmtilegir grannar,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen en hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, buðu nágrannahjónum heim í mat í vikunni. Pörin eru á svipuðum aldri og eiga börn á sama aldri og Jógvan segist ekki þekkja annað úr æsku sinni en að nágrannavinátta sé ræktuð. Jógvan bauð upp á grindhval í forrétt, fisk í aðalrétt og uppskriftina að eftirréttinum fékk hann lánaða af bloggsíðunni eldhussogur.com. „Ég hef fengið samskonar forrétt á Ísafirði nema í þann rétt var notuð nautalund en núna notaði ég grindhval í staðinn. Ég er mikið fyrir fisk- meti en ég elda þó fisk yfirleitt á fremur einfaldan máta. Þessi uppskrift sem ég eldaði er því í það flóknasta fyrir minn smekk en eflaust þykir öðrum hann fremur einfaldur. Hann er rosalega góður. En ég elska allan fisk, siginn fisk, soðinn fisk, steiktan fisk, get borðað endalaust af fiski.“ Eftirréttinn var Jógvan að prófa í fyrsta skipti en hann segir hann hafa ver- ið guðdómlegan. Sérstaklega hafi musco- vado-sykurinn, sem hann var að prófa í fyrsta skipti, gefið gott bragð og kakan hafi verið jafnvel enn betri daginn eftir. Jógvan er annars í óða önn að undirbúa Frank Sinatra tónleika sem verða föstudagskvöldið næstkomandi, 19. september í Salnum í Kópavogi þar sem hann flytur öll helstu lög söngvarans ásamt hljómsveit. Hann segir lög Frank Sinatra einmitt vera frábæra tónlist til að keyra upp stemningu í upphafi matarboða en hann hefur verið aðdáandi söngvarans frá því hann var 13 ára. En hvernig borðar hann fyrir tónleika? „Ég passa að borða ekki pítsur og mat sem er þyngri í maga en í raun borða ég hvað sem er – aðalmálið er að borða litla skammta yfir daginn svo maður sé alls ekki of saddur. Ég myndi til dæmis ekki fara í mat- arboð sama dag þótt ég sé yfirleitt duglegur að bæði halda og fara í mat- arboð.“ Enda er fátt betra að Jógvans mati en sameinast í góðra vina hóp yfir góðum mat á notalegri stund. Fiskurinn með girnilega maukinu á leið inn í ofn. Jógvan skenkir vín í glös áður en fólki er boðið að snæða forréttinn. TÓNLISTARMAÐURINN JÓGVAN HANSEN Nágrannarn- ir komu yfir *Ég elska all-an fisk, sig-inn fisk, soðinn fisk, steikan fisk, get borðað enda- laust af fiski JÓGVAN HANSEN OG EIGINKONA HANS, HRAFN- HILDUR JÓHANNESDÓTTIR, BUÐU NÁGRÖNNUM SÍNUM Í MAT Á DÖGUNUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Grindhvalskjötið fékk Jógvan hjá vinkonu sinni, Hlédísi Sveinsdóttur, en kjötið er af hval sem rak á land á Snæfellsnesi í fyrra. Uppskriftin sjálf er frá ísfirskum vini Jógvans. Hægt er að nota nautakjöt í staðinn fyrir hvalkjöt. 500 g nautalund, hrefnukjöt eða grind- hvalur 1 msk. timjan 1-1,5 msk. rósmarin 1 msk. mynta 1-2 lárviðarlauf 1 msk. sítrónupipar 1,5-2 kg gróft sjávarsalt Snyrtið kjötið og fjarlægið sinar. Myljið kryddið, allt nema saltið, saman og nuddið því inn í vöðv- ann. Setjið helminginn af saltinu á mátulega stórt glerfat undir kjötið. Leggið kjötið ofan á saltbeðið og takið því næst afganginn af saltinu og dreifið of- an á. Látið standa á borði í um það bil 4 klst. Fjar- lægið saltið af kjötinu, pakkið inn í álpappír og setjið in í frysti. Þar skal það geymt þar til það á að nota kjötið en takið það samt út 1-2 klst áður en það skal snætt. Skerið það þá í þunnar sneiðar þegar það hefur þiðnað aðeins. HVÍTLAUKSSÓSA MEÐ 2 dl sýrður rjómi 5-6 hvítlauksrif, smátt skorin, marin eða rifin 1 tsk. sítrónupipar nokkrir dropar tabascosósa Blandið öllu vel saman í skál Grafinn grindhvalur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.