Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 BÓK VIKUNNAR Þeir sem vilja viðburðaríka og æsilega spennusögu ættu að lesa Síðasta hlekkinn eftir Fredrik T. Olsson, en þar er allt mannkynið í stórhættu. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is K ristján Jóhann Jónsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, er höfundur bókarinnar Grímur Thomsen – þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. „Ef horft er á Grím Thomsen, sögu hans, ritgerðir hans og bækur, ljóðagerð hans og þátttöku í stjórnmálum og veraldarvafstri þá kemur maður aftur og aftur að þessum efnisþáttum: þjóðerni, skáldskap, þversögn- unum og valdinu,“ segir Kristján Jóhann. „Segja má að Grímur hafi gert það sem ekki var talið hægt á hans tíma, að vera bæði einn af okkur og einn af hinum. Grímur náði miklum árangri erlendis. Hann varð háttsettur valdsmaður, eins og marga Ís- lendinga dreymdi um að verða þó að þeim fyndist útlönd óræð og ógnvekjandi. Þjóðin vildi í senn slíta sambandi við Dani og verða eins og þeir, svo þversagnakennt sem það kann að virðast. Alls kyns þjóðsögur fóru af stað um Grím, hann spilaði á spil við kónginn, sögðu menn, og var sagður búa við alls konar lúxus og eiga til dæmis þrenna skó og skyrtu fyrir hvern dag vikunnar. Hann kom svo öllum á óvart með því að verða bóndi, koma heim og fara að búa á Bessastöðum. Það er ekki fallega gert að koma út úr draumnum og hetjusögunni og setjast að í veruleikanum. Ferill Gríms gekk hvað eftir annað þvert á það sem þjóðin bjóst við og reiknaði með að hann gerði. Það skilaði sér í margvíslegum sögnum og sögum sem menn bjuggu til og eru margar hverjar bölvuð vitleysa, en ef menn skilja ekki eitthvað vilja þeir gjarnan útskýra það með sögu. Í bókinni bendi ég á það sem menn hafa yf- irleitt ekki tekið inn í myndina sem er að Grímur Thomsen var iðnaðarmannssonur. Í frásögnum og túlkunum hér heima hefur verið talað um hann sem aristókrat en faðir hans var gull- og úrsmiður. Þess vegna féll Grímur að mörgu leyti vel inn í danskan félagsskap á sínum tíma því þar voru synir iðnaðarmann- anna að vinna sig upp. Borgarastéttin var að ýta aðlinum úr sessi og taka við valdastöðum og eignast peninga og þessir menn skildu Grím og hann þá. Hér heima var ekki orðin iðnbylting og stéttarstaða Gríms var þess eðlis að menn hér á landi skildu ekki þverstæðuna í því að verða bæði valdsmaður í Danmörku og íslenskur bóndi. Grímur var á undan sinni samtíð, en hér heima var hann talinn vera á eftir sinni samtíð, sennilega vegna þess að ís- lenskri þjóð gekk illa að átta sig á umheim- inum á þessum tíma.“ Maðurinn sjálfur var ekki bara umdeildur heldur einnig skáldskapur hans, eins og Krist- ján Jóhann rekur í bók sinni. „Í bókinni er sagt frá tveimur rætnustu níðgreinum sem skrifaðar voru um skáldskap hans þar sem ausið var yfir hann svívirðingum og niðrandi yfirlýsingum og hann sagður vera skaðvaldur í íslenskum skáldskap. Þar fléttast þjóðernið og skáldskapurinn saman og honum er legið á hálsi fyrir að vera útlendingur, gamalmenni og bóndi. Það voru talin spjöll á hreinum ís- lenskum skáldskap að svona maður væri að gefa út ljóð. Ef nánar er að gáð þá eru mörg af ljóðum Gríms með rómantísk þemu. Þetta eru kvæði eins og þau sem verið var að yrkja í Evrópu á þessum tíma þar sem fjallað var um dyggðir sem tengja má við riddaraskap og menn sem standa með sjálfum sér og hafa sterka sam- visku. Í sumum birtist nútímalegur ótti og til- vistarkvíði. Veruleikinn hótar því að hverfa inn í órætt myrkið á Sprengisandi. “ Kristján Jóhann segist lengi hafa haft áhuga á Grími. „Þessir sterku einstaklingar hans sem sýna þvermóðsku þegar höfðingjar eru annars vegar, ögra siðareglum, fara sína leið og gera það upp við sig sjálfir hvað þeim finnst rétt og rangt, heilluðu mig mjög snemma. Ég vissi kannski ekki af hverju en þeir hafa komið til mín aftur og aftur. Ég varði doktorsritgerð um Grím Thomsen fyrir tveimur árum. Sveinn Yngvi Egilsson pró- fessor var leiðbeinandi. Ég hélt þeirri vinnu svo áfram og útkoman er þessi bók.“ GRÍMUR THOMSEN VAR SAGÐUR VERA SKAÐVALDUR Í ÍSLENSKUM SKÁLDSKAP „Ferill Gríms gekk hvað eftir annað þvert á það sem þjóðin bjóst við og reiknaði með að hann gerði. Það skilaði sér í margvíslegum sögnum og sögum sem menn bjuggu til“, segir Kristján Jóhann. Morgunblaðið/Golli KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON ER HÖFUNDUR BÓKAR UM GRÍM THOMSEN SEM VAR Í LIFANDA LÍFI BÆÐI UMDEILDUR SEM MAÐUR OG SKÁLD OG ÓTAL SÖGUR VORU SAGÐAR AF HONUM. Einn af okkur og einn af hinum Uppáhald er afstætt, þar er oft dagamunur á. Í sérstöku uppáhaldi núna eru bækurnar um Einar Áskel. Ég finn fyrir undarlegri sam- kennd með honum Einari, kannski er það bara klippingin. Svo er ég að lesa dásamlega gamansögu um indverskan fakír sem festist inni í IKEA-skáp, hún er að koma út í haust. Alveg skríkj- andi skemmtileg vellíðunarbók eftir franskan landa- mæravörð. Af uppáhaldsbókum æskunnar verð ég að nefna hina ógleymanlegu Kapitolu sem kom út í seríunni Sögusafni heimilanna um miðja síðustu öld. Sú sería var algjör fjársjóður af melódrama og átökum fyrir óharðnaða sál. Ég las Kapitolu alltof snemma og þori eiginlega ekki að lesa hana aftur því þá gæti dýrðar- ljóminn farið af henni. Það skiptir öllu að hitta bækur á réttum tíma. Þegar mig vantar andlega næringu og meiri trú á mannkynið les ég hina stórlega vanmetnu sögu Alveg glymjandi einvera eftir Boh- umil Hrabal. Það er í það minnsta einu sinni á ári. Oftast í febrúar. Og fyrir fólk sem hefur fengið nóg af hefðbundnu spennusögunum mæli ég eindregið með bókum Svíans Anders de la Motte. Hann er fáránlega flinkur höfundur sem ég hef miklar mætur á. Sögurnar hans gerast í nútíma sem við þekkjum, í ofmiðluðu og snjallvæddu upplýsingasamfélagi. Bækurnar geim og buzz eru svona stafrænn has- ar á bókarformi – sögur sem fá mann líka til að hugsa öðruvísi um glæpi og völd. Það þarf ekki gor í allar glæpasögur. Í UPPÁHALDI KRISTRÚN HEIÐA HAUKS- DÓTTIR VERKEFNASTJÓRI Það er dagamunur á því hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá Kristrúnu Heiðu, en hún les Alveg glymjandi einveru minnst einu sinni á ári. Morgunblaðið/Eggert BÓKSALA 1.-31. ÁGÚST 2014 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 4 Amma biður að heilsaFredrik Backman 5 Fyrstu 100 tölurnar, litirnirog formin 6 Anna og Elsa eignast nýjan vinWalt Disney 7 MánasteinnSjón 8 Bragð af ástDorothy Koomson 9 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 10 Risasyrpa : Á framandi slóðumWalt Disney Kiljur 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 3 Amma biður að heilsaFredrik Backman 4 MánasteinnSjón 5 Bragð af ástDorothy Koomson 6 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 7 Lífið að leysaAlice Munro 8 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 9 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 10 Eða deyja ellaLee Child

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.