Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 11
Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Morgunblaðið/Golli Lestur Guðrún skoðar bókina Ástarsaga úr fjöllunum, með börnum í leik- skólanum Sælukoti árið 1999. Hún segir brýnt að lesið sé fyrir börn. til. Guðrún segir að gjörbreyting hafi orðið á útgáfu barnabóka skömmu síðar og nefnir þar meðal annars Silju Aðalsteinsdóttur sem gert hefur margt fyrir barnabók- menntirnar. „Ég segi nú stundum að það sé eins með mig og Bítlana: Ég hefi verið á réttum tíma og á réttum stað. Þegar ég var byrjuð gat ég bara ekki hætt,“ segir Guðrún og vísar þar til þess frjósama jarðvegs sem verk hennar féllu í og þeirra góðu breytinga sem orðið hafa á síð- ustu áratugum í bókmenntum barna. Uppátækjasamir piltar Það var ekki ætlun Guðrúnar að sögurnar af Jóni Oddi og Jóni Bjarna kæmu út á prenti því þetta voru sögur sem hún sagði krökk- unum sínum á kvöldin. Spurð hvort tvíburarnir hefðu átt sér fyrir- myndir segir hún svo ekki vera. „Ég þekkti satt að segja enga tvíbura. Þetta varð nú bara til þannig að þeir væru þarna tveir og gætu leikið sér saman,“ segir Guðrún og bætir svo við að Silja, sem þá var með barna- tímann í útvarpinu, hafi frétt af sög- unum af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og fundist þær svo sniðugar að hún gerði þeim skil í útvarpinu. „Þá komst Valdimar Jóhannsson í Ið- unni, sá mæti maður, í þetta og þar með var bókin komin í prent.“ Vinsældir þessara uppátækja- sömu tvíbura urðu slíkar að Guðrún varð að skrifa meira um þá. „Þessar sögur náðu þjóðinni og ég fékk upp- hringingar frá sjómönnum á hafi úti sem grátbáðu mig að halda áfram að skrifa,“ segir Guðrún sem tók óskum fólks vel. Ári síðar, 1975, kom út bókin Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Þriðja bókin, Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna kom út árið 1980 en sögurnar hafa ratað bæði á hvíta tjaldið og á fjalir leikhússins við mikinn fögnuð barna og fullorð- inna í gegnum tíðina. Allir horfðu á Pál Þó svo að fimm ár hafi liðið á milli seinni bókanna tveggja um bræðurna er ekki þar með sagt að Guðrún hafi lagt frá sér skriffærin. Í millitíðinni komu út bækurnar Í afa- húsi og Páll Vilhjálmsson auk þess sem Guðrún skrifaði leikritið Óvitar. Bókin Páll Vilhjálmsson er sú bók Guðrúnar sem selst hefur í flestum eintökum fyrir jól en hún kom út ár- ið 1977 og fyrir jólin það árið seldust 13.000 eintök af henni. Strákurinn Páll var upphaflega brúða í barna- tíma sjónvarpsins og var aðkoma Guðrúnar að brúðunni dálítið skemmtileg. „Gísli Rúnar Jónsson talaði fyrir strákinn og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir talaði við strákinn í Stundinni okkar. Svo voru þau komin í einhver vandræði með texta handa Palla svo ég var beðin um að annast það og gerði í tvö ár,“ segir Guðrún. Vinsældur Páls Vil- hjálmssonar voru með ólíkindum. „Það varð bara sprengja. Allir, ungir sem aldnir, settust við sjónvarpið á hverjum einasta sunnudegi og horfðu á Palla,“ segir hún. Eftir tvö ár var hún búin að fá nóg af texta- skrifum fyrir Pál. „En þá fór ég að hugsa að það yrði leiðinlegt ef hann væri þar með bara búinn og horfinn og ákvað að snara upp bók um strák- inn,“ og fyrir vikið lifir Páll, líkt og aðrar sögupersónur þessa afkasta- mikla rithöfundar. Guðrún lítur yfir árin fjörutíu sem hún segir hafa fært sér mikla hamingju. En stóra spurningin er hvort hún ætli sér að skrifa meira? „Já, svo sannarlega. Ég er að vinna að bók núna en er ekkert að flýta mér. Það kemur bara þegar það vill koma. Mér finnst alveg óskaplega mikilvægt að skrifa fyrir börn og ég heyri það langar leiðir á börnum hvort lesið hefur verið fyrir þau eða ekki. Það er bara svo gjörsamlega greinilegt á öllu málfari barnanna og að því búa þau alla ævi,“ segir rithöf- undurinn Guðrún Helgadóttir. Nán- ari upplýsingar um hátíðardagskrá Borgarbókasafnsins á sunnudaginn er að finna á vefnum www.borgar- bokasafn.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Í dag á milli klukkan 12 og 13 flytur doktorsneminn Elisabeth Stubberud fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins. Nefnist hann „Frá nánum kynnum til borgararéttinda. Mögu- leikar au pair til samfélagslegrar þátttöku.“ Stubberud er doktorsnemi í þver- faglegum menningarfræðum við NTNU háskóla í Noregi og er fyrirlest- urinn haldinn af RIKK, Rannsóknar- stofnun í jafnréttisfræðum í sam- starfi við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og eru allir velkomnir. Stubberud mun fjalla um hvaða möguleika ungar konur sem koma til Noregs sem „au pair“ eiga á að öðl- ast ríkisborgararétt í gegnum þau tengsl sem þær hafa myndað í land- inu. Málið er ekki einfalt af ýmsum ástæðum en fjölmargar konur sem til landsins koma til að starfa sem „au pair“ sýna því áhuga að dvelja lengur í landinu en þau tvö ár sem samning- urinn gerir ráð fyrir. Stubberud hefur í rannsókn sinni tekið viðtöl við fjölmargar konur sem verið hafa í þessum sporum og tekist á við þá erfiðleika sem geta fylgt tengslamyndun án borgaralegra rétt- inda innan þjóðfélagsins. Hádegisrabb í Þjóðminjasafninu Hádegisrabb Stubberud mun fjalla um „au pair“ og félagslega þátttöku þeirra. Um möguleika „au pair“ til félagslegrar þátttöku Að fara til útlanda er alltafgaman. Það er gott að fáfrí frá íslenskum veru-leika. Að ferðast er hins- vegar alveg voðalega leiðinlegt. Ég skellti mér til Lundúna um síð- ustu helgi til að fagna 60 ára af- mæli mömmu og pabba og 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Ferðin sjálf var stórkostleg en ferðalagið sjálft hroðalegt. Sko, ef við byrjum á byrjuninni. Leifsstöð er orðinn að ömurlegri byggingu sem hefur misst allan sjarma. Allt sitt hjarta og það er búið að rífa sál hússins í tætlur. Ísköld bygging þar sem öllum er sama. Svona eins og N1 í Staðar- skála sem er álíka ömurleg bygg- ing. Einu sinni var gaman að koma í Leifsstöð, það var allt ódýrara, þar fékkst M&M og maður gekk um gangana brosandi. Núna er dýrara í byggingunni en í venju- legri búð, M&M er komið í búðar- hillurnar í Reykjavík og brosið er horfið. Það er engin ástæða lengur til að mæta þrem tímum fyrir flug til að fá sér einn bjór fyrir flugið. Bjórinn kostar þúsundkall og þú þarft að vaska glasið upp á eftir. Ég mæli með að ferðast með handfarangur og mæta eins seint og mögulegt er. Reyna bara að labba í gegn. Talandi um að mæta snemma. Til hvers er það? Árið 2014 er tæknin held ég enn sú sama eins og þegar við fjölskyldan fórum með Arnarflugi til Hollands. Það þarf að tékka stóru töskuna inn, það þarf að skoða útprent og það þarf að sanna að ég haldi á vegabréfinu mínu. Það þarf að merkja töskuna með límmiða. Svona mætti lengi telja. Þetta er svo hallærislegt að það er með ólíkindum. Eftir að maður er bú- inn að tékka sig inn kemur síðan stórkostleg- asti hluti ferðalagsins. Vopnaleitin. Það er mögnuð sena. Þar þarf að fjarlægja úr og alla málmhluti, fara úr skónum, taka fartölvu úr töskunni, beltið skal tekið af og ef það pípir á gamlar tannfyllingar þá ertu dreginn til hliðar eins og aumingi. Svo fer handfarangurinn í gegn og viti menn. Ég var með rollon, eða svitalyktareyði. Bara svona eðli- legan 8X4 sem kostar 399 í Krón- unni. Þar er vökvi og því skal þessu stórhættulega vopni fargað í votta viðurvist. Ég er látinn opna töskuna mína þannig að allir aðrir geti kíkt á hvað ég pakkaði fallega. Systir mín, prjónakona mikil, kom á eftir mér. Hún var með vatn sem var að sjálfsögðu bannað. Því varð að henda. En hún mátti fara með prjónana sína! Svona hringprjón meira að segja. Nú er ég ekki morðingi eða flugræningi en ef ég ætlaði að ræna flugvél þá myndi ég þykjast vera prjónari. Flugið yfir hafið er síðan eins og það er. Það þarf enn að slökkva á símum í flugtaki og lendingu, sem er alltaf jafn asnalegt. Einhvern tímann ætla ég að prófa að kveikja á símanum mínum og athuga hvort ég lendi í Beirút! Þegar til Lundúna er komið þarf svo að handtína allar töskur úr vélinni, setja þær á litla vagna og aka þeim að færibandinu þar sem töskunum er kastað á færiband. Á meðan bíður maður. Þetta getur ekki átt að vera svona árið 2014. Síminn sem ég á er öflugri en tölvurnar sem sendu menn til tunglsins. Að ferðast er skemmti- legt en ferðalagið sjálft er leiðinlegt. Það er stað- reynd sem ég held að sé auðvelt að breyta. Sér- staklega í Meistaramán- uði. »Nú er ég ekki morð-ingi eða flugræningi en ef ég ætlaði að ræna flug- vél þá myndi ég þykjast vera prjónari. HeimurBenedikts Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Barnabækur Guðrúnar Helgadótt- ur hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og má þar nefna dönsku, eistnesku, ensku, finnsku, færeysku, hollensku, ítölsku, japönsku, kóresku, norsku, sænsku og þýsku. Margar bóka hennar hafa verið tilnefndar til verðlauna og ellefu bækur unn- ið til verðlauna. Fyrstu verðlaunin fékk Guðrún fyrir bókina um tví- burana þá Jón Odd og Jón Bjarna árið 1975 en það voru Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur. Svo dæmi sé tekið um fleiri verðlaun má nefna að fyrir bókina Undan illgresinu hlaut hún Nor- rænu barnabókaverðlaunin árið 1992. Þýðingar og verðlaun ATHYGLISVERÐAR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.