Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Prins Póló, sem í vor gaf út breið- skífuna Sorrí, heldur tvenna tónleika í Bæjar- bíói í Hafnarfirði, klukkan 21 í kvöld og klukkan 14 á morgun. Dr. Gunni verður með í för báða dagana. Miðasala og allar nánari upplýsingar eru á midi.is. Prinsinn og dokt- orinn í Bæjarbíói Gleði Prins Póló verður í Hafnarfirði. Hafnfirska þungarokksveitin Alchemia efnir til útgáfutónleika í kvöld á Gauknum en plata hennar, Insanity, kom út 24. júlí síðastlið- inn. Platan er önnur breiðskífa sveitarinnar og verður hún flutt í heild sinni fyrir gesti. Að sögn sveitar verður það í eina skiptið sem slíkt tækifæri býðst. Húsið verður opnað klukkan 20 og sér hljómsveitin Black Desert Sun um upphitun. Hljómleikar Alchemia hefjast síðan klukkan 22.30. Sveit- ina skipa þeir Birgir Þór Hall- dórsson, Egill Fabien Posocco, Gabríel Örn Erlingsson og Gott- skálk Daði Reynisson. Þungarokki fagnað á Gauknum Fjör Efnt verður til tónleika á Gauknum. Það gerist örsjaldan að auka-tónleikar við klassískafimmtudagstónleika SÍeru ákveðnir fyrir fram á vetrardagskrá. Voru tónleikarnir s.l. miðvikudag eina dæmið á þessari vertíð; væntanlega til marks um þá stóraðsókn er ráðamenn væntu af samefldu segulafli Kissins & As- hkenazys í tveim vinsælum verkum eftir Brahms og Rakhmaninoff. Benti þéttskipaður Eldborgarsal- urinn á miðvikudag ekki til annars en að skipuleggjendur hefðu reynzt sannspáir. Það endurvakti gamla löngun eft- ir að vita hvað eiginlega ræður vali almennings á verkum og flytj- endum. Tónlistarhollusta er breyt- um háð sem ástir meyja í Háva- málum, og meðan enn stendur á hlustendakönnun SÍ, munu því að- eins reyndustu hljómplötusalar luma á slíkri vitneskju ef að líkum lætur. Dagskráin var að því leyti óvenju- leg að einleikskonsertinn var hafður eftir hlé. Hefði í fljótu bragði e.t.v. mátt tengja nýbreytnina við for- dæmi ofan úr Efstaleiti, þar sem ku verið að varpa ýmsum hefðum fyrir róða í nafni uppbrots og endurnýj- unar ríkisljósvakans. Hitt virtist þó sennilegri skýring sem fram kom í RÚV sama dag, nefnilega að einleik- arinn gaf ekki kost á að útvarpa konsertupptöku af sér. Já, vinsældir geta vissulega verið hverfular. Jafnvel í sígildri tónlist – eins og gamalreyndir plötusafnarar kannast við þegar eftirlæti yngri ára dofna sum með tímanum og önnur taka við. Það lýsti sér einnig í fyrsta atriði miðvikudagskvöldsins þegar 3. sinfónía Brahms var á boðstólum. Af hverju veit ég ekki svo gjörla, enda lét meirihluti áheyrenda sér greinilega vel líka. Í mínum eyrum ætlaði hin í sjálfu sér prýðilega út- færsla Ashkenazys hins vegar aldrei að komast á flug, þó hitnaði að vísu ögn undir kolunum í lokaþætti. Svipað var uppi á teningi eftir hlé þegar Evgeníj Kissin galdraði töfra „Rakh 2“ af gómum fram. Rúss- neski slaghörpusnillingurinn lék nú í fyrsta sinn með SÍ (hafði að vísu leikið einleikstónleika í Háskólabíói á Listahátíð 1996), og var mér sem mörgum því nokkur upplifun að heyra hann af sviði. Áferð verksins bauð að vísu ekki alltaf upp á jafn- gott næði til einleikstúlkunar – fyrir nú utan hvað hljómburðarstilling Eldborgar virtist, líkt og í Brahms, heldur grautarleg á háværustu köfl- um. Né heldur var samhæfing ein- leikara og hljómsveitar alls staðar eins og bezt væri á kosið. En víð- feðmir snillingstaktar virtúósins létu samt hvergi að sér hæða þegar tækifærin loks gáfust. Undirtektir voru funheitar með tilheyrandi ópum, blístrum og klappi á fæti að leikslokum. Kissin þakkaði fyrir sig með tveim auka- lögum, fyrst með cís-moll prelúdí- unni alkunnu eftir Rakhmaninoff. Morgunblaðið/Kristinn Einleikari og stjórnandi Evgeny Kissin og Vladimir Ashkenazy í Hörpu. „… víðfeðmir snillingstaktar virtúósins létu … hvergi að sér hæða þegar tækifærin loks gáfust,“ skrifar rýnir en finnur að samhæfingu á tónleikunum. Víðfeðm píanósnilld Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbnn Brahms: Sinfónía nr. 3 í F Op. 90. Rak- hmaninoff: Píanókonsert nr. 2 í c Op. 18. Evgeníj Kissin píanó og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vla- dimir Ashkenazy. Miðvikudaginn 1.10. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 13:00 10.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 5/10 kl. 13:00 11.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/10 kl. 16:30 12.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Mán 6/10 kl. 20:00 aukas. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fös 21/11 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Lau 22/11 kl. 20:00 Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22 Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! Gaukar (Nýja sviðið) Sun 5/10 kl. 20:00 4.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00 Kameljón (Aðalsalur) Sun 5/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 12/10 kl. 14:00 All Change hátíðin (Aðalsalur, kaffihús, önnur rými) Lau 4/10 kl. 14:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Sun 5/10 kl. 11:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00 Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00 The FORERUNNER (Aðalsalur) Þri 7/10 kl. 20:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.