Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 ✝ GuðmundurSæmundsson var fæddur á Seyðisfirði 27. maí 1931. Hann lést á Borgarspítalanum 17. september 2014. Foreldrar Guð- mundar voru Sæ- mundur Símonar- son símritari frá Selfossi, f. 22.3. 1903, d. 11.1. 1980, og Svan- hildur Guðmundsdóttir hús- móðir frá Litlu-Sandvík, f. 7.1. 1906, d. 7.4. 1995. Guðmundur var elstur þriggja bræðra 1) Þorvarður, f. 31.1. 1947, kvæntur Ástu Láru Leósdótt- ur, f. 21.7. 1948. Börn þeirra eru a) Leó, f. 20.7. 1968, börn hans eru Ingólfur Hannes, f. 1988, Snædís Erla, f. 1994, og Alexander, f. 1996. ari, f. 3.7. 1902, d. 14.8. 1966, og Sigurbjörg Júlíana Guð- mundsdóttir, f. 17.2. 1909, d. 5.11. 1985. Börn Guðmundar og Kristínar eru Sigurbjörg Bára, f. 29.7. 1960, d. 12.11. 2003, og Sæmundur, f. 24.9. 1965. Guðmundur eyddi fyrstu ár- um ævinnar á Seyðisfirði og varð þar m.a. vitni að hernám- inu. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum frá Seyðis- firði til Reykjavíkur 1941. Hann var í mörg ár í sveit hjá móðurbróður sínum Lýði Guð- mundssyni bónda og hrepp- stjóra í Litlu-Sandvík í Flóa og heimsótti Litlu-Sandvík reglu- lega eftir það. Guðmundur starfaði hjá tryggingafélaginu Sjóvá í yfir 50 ár, lengst af við farmtrygg- ingar. Hann var virkur í Fram- sóknarfélagi Kópavogs um árabil og eins starfaði hann um langt skeið fyrir Veiðifélag Árnesinga. Útför Guðmundar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 3. október 2014, og hefst athöfnin kl. 15. b) Haukur Þór, f. 3.9. 1977, kvæntur Hanan Azhi, f. 20.5. 1968. c) Gunnar Snorri, f. 3.12. 1980, sambýlis- kona hans er Hjördís Logadótt- ir, f. 13.7. 1983. Synir þeirra eru Logi Þór, f. 2009, og Atli Hrafn, f. 2012. 2) Gunnar, f. 14.12. 1951, d. 6.8. 2007. Dóttir Gunnars er Helga, f. 1.7. 1975, synir hennar og eig- inmanns hennar Baldvins Esra Einarssonar, f. 9.10. 1979, eru Styrkár, f. 2007, og óskírður drengur, f. 2014. Eiginkona Guðmundar var Kristín G. Eyjólfsdóttir, f. 11.2. 1934, d. 25.10. 2007. Foreldrar hennar voru Eyjólf- ur Eyjólfsson skósmíðameist- Guðmundur mágur minn eða Dúddi eins og hann var ávallt kallaður innan fjölskyldunnar andaðist miðvikudaginn 17. sept- ember sl. eftir þriggja daga legu á sjúkrahúsi. Andlát hans kom okkur í fjölskyldunni nokkuð á óvart enda þótt hann hafi þurft að búa við þverrandi heilsu síð- ustu árin. Dúddi féll í stiganum heima hjá sér og handleggsbrotnaði illa fyrir tæpum tveimur árum og dvaldist lengi á sjúkrahúsi eftir það en síðasta árið hefur hann búið heima og notið dyggrar að- stoðar Sæmundar sonar síns svo og þeirrar þjónustu sem Kópa- vogsbær veitir öldruðum. Þegar ég kynntist manninum mínum kynntist ég fljótlega Dúdda og Kiddý konu hans og börnum þeirra þeim Báru og Sæmundi. Þá bjuggu þau á Snorrabrautinni og var gaman að koma til þeirra. Seinna keyptu þau hús að Reynigrund í Kópavogi og bjuggu þar síðan. Kiddý lést 2007 og Bára 2003. Dúddi fæddist á Seyðisfirði og bjó þar fyrstu árin með for- eldrum sínum þeim Svanhildi og Sæmundi. Á stríðsárunum sett- ust breskir hermenn að í bænum og höfðu mikil áhrif á allt bæj- arlífið. Hændust forvitin börnin að þeim enda þótti þeim aug- ljóslega spennandi að skoða þessa framandi gesti með sín hernaðartæki og tól. Var gaman að hlusta á hann segja sögur af þessum kynnum og þeim ævin- týrum sem börnin upplifðu á þessum tíma. Einnig sagði hann okkur sögur af því þegar hann brunaði niður brekkurnar á skíðum en í minningu hans var alltaf mikill snjór á veturna á Seyðisfirði. Dúddi var mikill áhugamaður um veiðar og ég minnist þess að þegar strákarnir mínir voru litlir var oft farið austur í Litlu Sand- vík og veitt í læknum á Kotferju við Ölfusá en tengdaforeldrar mínir áttu þá laxveiðijörð en þar var stunduð netaveiði sem bræð- urnir í Stóru Sandvík sáu um. Hann var sumarstrákur í Litlu Sandvík fjölmörg sumur og undi hag sínum þar ákaflega vel. Minntist hann alltaf þess tíma með mikilli ánægju og bar mik- inn hlýhug til frændfólks síns þar. Fór hann reglulega á meðan heilsan leyfði í heimsókn þangað svo og á Selfoss þar sem hann átti stóran frændgarð. Allan sinn starfsferil sem spannaði yfir hálfa öld vann hann sjá vátryggingafélaginu Sjóvá, lengst af við farmtrygg- ingar og veit ég að á því sviði hafði hann afburðaþekkingu. Bar hann ávallt hlýjan hug til vinnu- staðar síns og þess stóra hóps fólks sem var honum samferða þar meira og minna öll þess ár. Trúmennska hans var og slík að eftir var tekið. Í mínum huga einkenndi það mág minn hvað mér fannst hann góður maður. Hann hafði einkar góða skapgerð og mikið jafnar- geð. Hann var ávallt umtalsgóð- ur og lá aldrei illt orð til nokkurs manns. Hann var undantekning- arlaust innilega þakklátur ef honum var rétt hjálparhönd og honum sýnt gott viðmót. Sparaði hann ekki orðin á þeim stundum. Nú á útfarardegi hans er kom- ið að mér að þakka fyrir kynnin og samverustundirnar en minn- inguna um Dúdda og það góða sem hann gaf mér mun ég ávallt geyma með mér. Hann hefur verið stór hluti af fjölskyldunni og við munum sakna hans mikið. Hvíli hann í friði. Sæmundi syni hans votta ég mína innilegustu samúð. Þín mágkona, Ásta Lára. Fallinn er frá öðlingurinn Guðmundur Sæmundsson. Hann var einn tryggasti máttarstólp- inn í flokksstarfi Framsóknar- flokksins um langt skeið. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman í starfi framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, sem síðar varð Suðvesturkjördæmi. Guð- mundur tók virkan þátt í kjör- dæmisþingum og flokksþingum og var ötull í allri þeirri vinnu sem til féll í félagsskap fram- sóknarmanna. Hann tók mjög virkan þátt í starfinu í Kópavogi og maður hitti hann nánast und- antekningarlaust á morgunkaffi- fundunum á laugardögum í hús- næði flokksins á Digranesveginum. Við munum sakna Guðmundar sárt á þessum laugardagsfundum nú í vetur. Hann lagði alltaf gott til málanna við borðið og fylgdist vel með því sem fram fór í samfélaginu á hverjum tíma. Sjálfboðavinna af því tagi sem innt er af hendi í stjórnmálafélögum verður seint þökkuð. Guðmundur vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Fram- sóknarflokkinn og fyrir það vil ég sérstaklega þakka. Við fram- sóknarmenn munum sakna hans úr flokksstarfinu og minnast hans með hlýju og virðingu. Fjöl- skyldu Guðmundar, vinum og ættingjum votta ég mína innileg- ustu samúð vegna fráfalls hans. Megi Guð blessa minningu Guð- mundar. Siv Friðleifsdóttir. Guðmundur Sæmundsson ✝ Sjöfn Zophoní-asdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Droplaugar- stöðum 27. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Zophonías Sigfússon pípu- lagningarmeistari, f. 27.7. 1901, d. 11.4. 1974, og Lilja Bjarnadóttir húsfreyja, f. 31.10. 1906, d. 16.7. 1985. Sjöfn átti þrjú systkini. Þau eru Soffía, f. 27.12. 1934, maki Örn Þór Karlsson, f. 23.10. 1926, d. 11.6. 2014, synir þeirra eru Karl Friðjón og Úlfar Snær; Bjarni, f. 11.7. 1942, maki Erla Gjermundsen, f. 26.4. 1943, syn- ir hans eru Jón Trausti, Bjarki Valur og Davíð; Herdís, f. 9.4. 1948, maki Páll Tryggvason, f. 1966, maki Hróðný Njarðar- dóttir, f. 21.3. 1972, dóttir þeirra er Kristrún Sjöfn, f. 12.7. 2012. 2) Lilja Anna Gunnars- dóttir, f. 28.5. 1973. Sjöfn fæddist í Reykjavík og bjó þar alla sína ævi ef undan eru skildar náms- og starfs- dvalir í Danmörku á yngri ár- um. Sjöfn var leikskólakennari, hún lauk prófi frá Uppeldis- skóla Sumargjafar 1952 og stundaði nám fyrir leikskóla- kennara við Hindholmhøjskole í Danmörku 1954 og við Dan- marks lærehøjskole 1964 auk þess að sækja ýmis námskeið í sínu fagi. Sjöfn vann við sitt fag alla sína starfsævi. Lengst starfaði hún sem leikskólastjóri við Grænuborg 1958 til 1972, sem umsjónarfóstra með dag- mæðrum í Reykjavík 1977 til 1989 og sem forstöðukona skóladagheimilisins Völvukots 1989 til 1995. Hún lauk starfs- ferli sínum sem aðstoðarleik- skólastjóri á Fellaborg 1995 til 1997. Sjöfn verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. október 2014, kl. 13. 29.7. 1953, börn þeirra eru Orri Gautur, Dís, Tryggvi Zophonías og Björn Páll. Eft- irlifandi eigin- maður Sjafnar er Gunnar Moritz Steinsen, verk- fræðingur, f. 28.3. 1928. Foreldrar hans voru Steinn Steinsen verkfræð- ingur, f. 20.6. 1891, d. 19.2. 1981, og Anna Steinsen hús- freyja, f. 30.6. 1893, d. 7.7.1965. Bróðir Gunnars var Eggert Steinsen, f. 5.12. 1924, d. 15.1. 2010, maki Steinunn Steinsen, f. 7.1. 1930, d. 1.3. 2014. Börn þeirra eru Rúnar Hans, Steinn, d. 12.5. 2014, Anna, Ragnheiður og Jón d. 9.2. 1995. Sjöfn og Gunnar eignuðust tvö börn. 1) Snorri Gunnarsson, f. 17.10. Sjöfn var Stóra systir mín. Þó ég hefði fengið að velja mér stóru systur úr fjöldanum hefði ég ekki getað valið betur. Hún var alltaf til staðar, bæði í minni barnæsku og á fullorðinsárum og úr sjóði minninganna er af mörgu af taka og margt að þakka. Sem langyngsta barn foreldra minna var ég heppin að eiga Sjöfn sem stóru systur. Mínar fyrstu minningar eru frá því þegar hún, þá nemi í Fóstru- skólanum eins og hann hét, tók mig með sér á hina ýmsu leik- skóla til að létta undir með full- orðinni móður okkar. Vestur- borg, Drafnarborg, Laufásborg. Ég man enn hvað mér fundust það miklir viðburðir þegar ég fékk að fylgja með í tryggu skjóli hennar, því ekki tíðkaðist þá að börn giftra foreldra fengju að fara á leikskóla. Sjöfn brúaði kynslóðabilið sem var á milli mín og foreldra minna og var vakin og sofin yfir því að ég færi ekki á mis við tísku og aðrar upplifanir. Það var hún sem krullaði mig með krullujárninu sem var hitað á gasinu. Það var hún sem keypti á mig nýstárleg föt í útlöndum þar sem hún dvaldi sem ung kona. Það var hún sem kom og horfði á uppákomur sem ég tók þátt í og bauð mér á kaffihús. Það var hún sem fór með mig á skemmtanir sem henni fannst ég ekki mega missa af. Það var hún sem bauð mér á vinsæla tónleika sem hún vissi að mig langaði á. Það var hún sem bauð mér í leikhús, útilegur og fjallgöngur og þannig mætti lengi telja. Sjöfn var lengst af forstöðu- kona í Grænuborg, þar sem ég á mínum unglings- og mótunarár- um vann á sumrin. Þar lærði ég mikið og þá ekki bara að snýta og hugga, heldur voru það við- horfin sem Sjöfn hafði í háveg- um sem voru mér eftirminnileg. Barnið setti hún í forgang og það fór ekki framhjá neinum sem hún vann með. Hún sýndi þeim áhuga, elsku og hlýju og laðaði að sér öll börn. Þar var lagður grunnur að mínu starfi sem kennari. Síðar þegar ég sjálf átti börn og stofnaði mína fjölskyldu var örlæti Sjafnar og elskusemi óendanleg. Við bjuggum stutt frá hvor annarri til að byrja með, hún studdi mig í móður- hlutverkinu og var mín fyrir- mynd í uppeldi barnanna og til hennar sótti ég ráðin. Þær eru ófár stundirnar sem hún tók á móti okkur í mat og kaffi, pass- aði Orra elsta barnið okkar og það gekk svo langt að Lilja Anna teiknaði hann sem einn af fjölskyldunni. Meðan við dvöldum í útlönd- um við nám og eftir að við flutt- um heim, í annan landshluta, var heimili Sjafnar og Gunnars okk- ar athvarf. Faðmur Sjafnar þar sem hún stóð á tröppunum í Vesturberginu og tók á móti okkur gleymist seint. Þegar við komum heim í frí með hópinn var stórfjölskyldan mætt í Vest- urbergið í boði Sjafnar. Hún stuðlaði að því að fjölskyldan héldi saman, gestrisin og örlát. Sjöfn starfaði sem leikskóla- kennari allan sinn starfsferil og það er óhætt að fullyrða að þar hafi verið rétt manneskja á rétt- um stað. Það duldist engum að Sjöfn elskaði börn og sagði að sér þættu öll börn falleg og góð. Ég kveð Sjöfn systur mína með þakklæti fyrir allt. Innileg- ar samúðarkveðjur til Gunnars, Lilju Önnu og Snorra. Herdís Zophoníasdóttir. Þegar leiðir skilja lýsa minn- ingarbrotin sem leiftur: Það er síðla föstudags. Vinnuviku lokið, búið að sækja frumburðinn á barnaheimilið og versla til helg- arinnar. Tími til að halda heim – þó oftar en ekki með viðkomu í Vesturbergi, bara í smá kaffi- sopa. Heimsóknin lengdist oft og eftir kaffisopann kom kvöldmat- ur og svo kvöldstund með Sjöfn, Gunnari og börnum þeirra. Grunnur lagður að sambandi milli frændsystkina. Að kveldi og áður en haldið var heim með sofandi barn var ekki óvenjulegt að boðið væri til kvöldverðar síð- ar um helgina. Þannig liðu margar helgar námsárin í Reykjavík en þar með er aðeins lítill hluti sögunnar sagður. Sjöfn var gestrisnasta mann- eskja sem ég hef þekkt. Það vafðist ekki fyrir mágkonu minni að búa mér rými og lána mér, þá í námi, besta herbergi hússins til lestrar um lengri tíma. Og ekki var gestrisni hennar minni eftir að ég og fjöl- skylda mín fluttist frá Reykja- vík. Sjöfn mágkona mín var mér sem tengdamóðir og börnum mínum meira en frænka. Heimili hennar og Gunnars var okkur annað athvarf og í gegnum tíð- ina var Vesturbergið fastur við- komustaður, ætíð griðastaður fyrir stækkandi fjölskyldu um lengri og skemmri tíma, hvort sem komið væri um lengri eða skemmri veg, sumar sem vetur, jól, áramót eða páska. Alltaf rými og hvert tækifæri notað til að kalla saman stórfjölskylduna til að fagna ferðalöngum og treysta fjölskylduböndin. Sjöfn lét ekki fjarlægðir hindra sig í því. Hún heimsótti okkur hvar sem við bjuggum, erlendis sem innanlands, sum- arfrí áttum við saman erlendis og hún lét sig ekki vanta í af- mæli, fermingar og stúdents- veislur. Nú skilja leiðir. Þakklátur kveð ég mágkonu mína vitandi að ég fæ henni seint fullþakkað. Gunnari svila mínum, Snorra og fjölskyldu og Lilju Önnu votta ég samúð mína. Páll Tryggvason. V fyrir velkomin. Vesturberg 19, heimili Sjafnar og Gunnars, hefur alltaf verið eins og annað heimili fyrir okkur systkinin. Við höfum oft dvalist í Reykjavík á leið okkar eitthvert og þá hefur Vesturberg alltaf verið sam- komustaður móðurfjölskyldunn- ar og í okkar huga óumdeilan- legur miðpunktur höfuðborgarinnar. Sjöfn var einstök manneskja og var okkur innilega kær. Við munum alltaf minnast hennar fyrir alla þá hlýju og alúð sem hún sýndi okkur. Takk fyrir allt. Við sendum okkar hlýjustu hugsanir til Gunnars, Snorra og Lilju Önnu. Orri Gautur Pálsson, Dís Pálsdóttir, Tryggvi Zop- honías Pálsson, Björn Páll Pálsson. Í dag kveðjum við flotta konu. Brosið hennar, kímnin og hlát- urinn er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Sjöfn var hlý kona og með eindæmum gestrisin. Enginn fór svangur frá henni, alltaf var passað upp á að diskur eða bolli væri ekki tómur. Börn voru henni mjög hugleikin og alltaf stoppaði fyrrverandi leik- skólakennarinn þegar hún sá barn til að tala við það. Stórt bros færðist yfir andlit hennar þegar ömmustelpan kom í heim- sókn. Hún var listræn og tók ætíð eftir því sem fallegt var, hvort sem það voru hlutir eða klæði. Kímnin var aldrei langt undan hjá Sjöfn og þá sérstak- lega í garð eiginmannsins Gunn- ars. Hún glotti þegar hún sagði sögur af honum, „Hann Gunnar, hann sveltur ef ég gef honum ekki mat, hann kann ekkert að elda, gott ef hann ratar í ísskáp- inn.“ Það var greinilega mikil væntumþykja á milli þeirra hjóna og þau gerðu góðlátlegt grín hvort að öðru. Gunnar: „Sjöfn ræður öllu, ég er algjör- lega undir hæl hennar.“ Sjöfn hristi þá höfuðið og undirbjó skot á Gunnar. En alltaf voru skotin grunn og stutt í hláturinn. Sjöfn var fljót að svara. Við vorum eitt sinn að versla og ég var að velja á milli tveggja jakka. Þá segir Sjöfn, „Kauptu bara báða, fínt fyrir jarðarfarir.“ Elsku Sjöfn, það var yndislegt að fá að kynn- ast þér, ég er ríkari fyrir vikið. Ég kveð þig með fallegu vísunni úr Dýrunum í Hálsaskógi: Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk) Hróðný. Sjöfn Zophoníasdóttir ✝ Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, DÓRA ÁSTVALDSDÓTTIR (Stella) lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. október. Sólveig Ástvaldsdóttir, Jóhannes Ástvaldsson, Ásta G. Thorarensen, Ásta Ástvaldsdóttir, Gunnar Guðmannsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja á Bálkastöðum á Heggstaðanesi, Gilsbakka 9 á Laugarbakka, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 22. september síðastliðins. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Austur- Húnvetninga. Fjölskyldan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.