Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Það hefur ekki farið
framhjá neinum um-
ræða í fjölmiðlum í
nokkurn tíma um
rakamyndun í húsum
og gríðarleg vandamál
fólks sem býr í húsum
með raka og myglu í
veggjum. Rakamynd-
un verður til við
snertingu heitra og
kaldra flata. Þá þétt-
ist loftið og vatn verður til. Leki er
annað vandamál og þar er um að
kenna óvönduðum vinnubrögðum
og lélegu viðhaldi.
Þar sem ég hef rekið verktaka-
fyrirtæki frá 1975 tók ég oft að
mér að innrétta hús frá fokheldu
til fullnaðar frágangs, þar með er
talið einangrun lofta og veggja.
Þar sem ég var í námi í Tækni-
skóla Íslands frá árinu 1968 til
1971 hafði ég þekkingu á raka-
myndun því við gerðum tilraunir
með slíkt í rannsóknarstofum und-
ir leiðsögn Helga Gunnarssonar
tæknifræðings. Þar voru gerðar
tilraunir með rakaþéttingar.
Reynsla mín var því
sú að kaldur efnis-
hlutur mætti ekki
snerta heitan efnishlut
því við snertinguna
myndaðist raki. Þetta
var alveg klárt og
sannað með til-
raunum. Það var því
farið eftir þessu lög-
máli þegar verið var
að einangra hús hvort
sem það var stein- eða
timburhús. Það var
því aldrei sett ein-
angrun nema gera fyrst bil frá
steinútvegg eða krossvið-
arklæddum útvegg.
Í báðum þessum tilfellum eru
venjulega stoðir innan á veggj-
unum. Í steinhúsunum eru stoð-
irnar venjulega festar með vinklum
svo stoðirnar leggist ekki að steini
í útvegg. Í krossviðarklæddum
timburhúsum eru stoðirnar fastar
við krossviðinn sem er venjulega
fyrsta lag sem sett er á að utan.
Til að einangrun myndi ekki
raka má hún ekki koma við ytri
kæðningu eða stein, svo setja þarf
lista á stoðirnar um 3 cm frá stein-
vegg eða veggklæðningu. Á þessa
lista er síðan heftur vindpappi.
Einangrunin er síðan sniðin þétt á
milli uppistaða. Með þessu mynd-
ast bil sem kemur í veg fyrir
snertingu heits og kalds flatar sem
myndi annars mynda raka og síðan
myglu.
Innan á einangrunina er sett
svokölluð rakasperra sem er bygg-
ingarplast, 0,10 mm, þar skal allt
vera þétt með kítti með gluggum,
lofti og við gólf. Þessi vinnubrögð
virðast ekki almennt hafa tíðkast
og reyndur byggingameistari sagði
að þetta væri aukakostnaður og
ekkert stæði um þetta í bygging-
arreglugerð. Röng vinnubrögð við
svona frágang hefur skapað gríð-
arlegt vandamál í þjóðfélaginu og
það er augljóst að það þarf að
auka eftirlit og gera reglugerð og
setja í byggingarreglugerð svo
menn haldi ekki áfram þessum
stórhættulegu vinnubrögðum. Var-
anleg lausn er að einangra húsin
að utan, þá færast hitaskilin út
fyrir íbúðina og ekki er hætta á
rakamyndun.
Rakavandamál í húsum
Eftir Árna Björn
Guðjónsson »Reynsla mín var því
sú að kaldur efnis-
hlutur mætti ekki
snerta heitan efnishlut
því við snertinguna
myndaðist raki.
Árni Björn Guðjónsson
Höfundur er húsgagnasmíðameistari.
Þegar þessi átök um
Ríkisútvarpið Rás 1
standa yfir, þá minnist
ég orða míns gamla
lærimeistara og vinar,
dr. Jónasar Gíslasonar,
prófessors og vígslu-
biskups, en hann sagði
við okkur nemendur
sína og brýndi fyrir
okkur, að hvar sem við
færum að vinna í
kirkjum, sem prestar,
djáknar eða almennir leikmenn, þá
skyldum við varast að umbylta öllu í
safnaðarstarfinu á einu bretti, ef við
teldum þörf á breytingum, því að
það væri vænlegasta leiðin til að fá
allan söfnuðinn upp á móti okkur.
Við skyldum frekar taka eitt fyrir í
einu og rökstyðja breytingarnar vel,
annars yrði stríð, enda mætti aldrei
gera breytingar bara breytinganna
vegna. Þetta er öldungis laukrétt,
og er nú að koma fram varðandi út-
varp allra landsmanna þessa dag-
ana. Við dyggir hlustendur Rásar 1
erum sá söfnuður, sem strákarnir í
Efstaleitinu virðast kappkosta að
efna til stríðs við, öll þjóðin, hvorki
meira né minna, en
ekki bara það, heldur
erum við að auki eig-
endur þess fjölmiðils,
sem drengirnir eru að
gjörbylta, og þá sann-
ast orð dr. Jónasar, að
þegar efnt er til hall-
arbyltingar, þá rís
söfnuðurinn upp og
þykir nóg komið og
meira en það. Það hef-
ur sannað sig að und-
anförnu.
Nýi útvarpsstjórinn
og hans nótar segja
þetta eiga að verða menningar-
útvarp, og tala líka um metnað í því
sambandi, en þá er það spurningin,
sem ég spyr enn: Hvað er það eig-
inlega, sem þeir kalla menningu?
Eru það þessar leiknu, amerískætt-
uðu útvarpsauglýsingar af Rás 2,
sem öllum finnst hundleiðinlegar, og
sífellt er verið að troða upp á okkur
hlustendur Rásar 1 fyrir fréttir, en
eiga betur heima í sjónvarpi? Er
metnaður í að hafa slíkt efni? Ég
hugsa nú að flestir myndu segja
ekki. Hvers eigum við hlustendur
Rásar 1 þá að gjalda að fá þetta yfir
okkur? Í grein hér í blaðinu um dag-
inn var líka talað um Sagnaslóðina,
sem alltaf var á dagskrá á föstu-
dagsmorgnum mörgum til ánægju.
Hvers vegna mátti hún ekki halda
sér? Er upprifjun á gömlum sagna-
þáttum og aldafari þjóðarinnar ekki
menning að áliti strákanna í Efsta-
leiti? Líklegast ekki eftir þessu að
dæma, þótt ég hefði nú sagt, að svo
væri.
Svo voga þessir strákar sér að
henda í burtu dagskrárlið, sem hef-
ur verið í dagskránni nánast frá
upphafi, og heitir „síðasta lag fyrir
fréttir“, þar sem helstu söngvarar
þjóðarinnar fyrr og síðar hafa sung-
ið hugljúf lög áður en fréttalest-
urinn hefst, og láta það verða síð-
asta lagið fyrir auglýsingar. Hver er
meiningin með þeirri breytingu og
láta þetta auglýsingaglamur dynja
yfir okkur í staðinn? Fyrir hverja er
það gert? Eða eru strákarnir
kannski að gera þetta, af því einu
saman, að þeim sjálfum finnst þetta
svo skemmtilegt efni, og hitt úrelt,
að allir aðrir verði að láta sig hafa
það, hvort sem þeim líkar það betur
eða verr? Að fara í svona breytingar
að gamni sínu er dýrt spaug. Hvers
vegna má Rás 1 ekki fá að halda
séreinkennum sínum, frekar en að
verða eins og allar þessar 20 glam-
urstöðvar, sem enginn hefur í raun
gaman af að hlusta á? Sér er nú
hver metnaðurinn.
Þeir ætluðu svo að taka út út-
varpsklukkuna klukkan sjö á morg-
ana, en ég vakti athygli umsjón-
armanna þessa hundleiðinlega
morgunþáttar á því að sú góða út-
varpsklukka væri eitt af einkennum
útvarpsins og hefði vakið þjóðina
kynslóð fram af kynslóð í þau 84 ár,
sem útvarpið hefði verið til staðar,
og ef hún hætti að hljóma, þá vissi
maður ekkert hvaða útvarpsstöð
maður væri að hlusta á.
Morgunþátturinn sá og þetta
hringl með morgunþætti útvarpsins
yfirleitt er nú kapítuli út af fyrir sig.
Upphafsþátturinn var svo hundleið-
inlegur og stressandi strax frá upp-
hafi, að hann minnti mann einna
helst á stöðina, þar sem allt er að
gerast, og var verið að gera grín að í
útvarpsleikriti fyrir nokkrum árum.
Þarna var verið að tönglast á helstu
fréttum dagsins á mínútufresti milli
fréttatímanna, og minnti einna helst
á páfagaukafréttastagl, sem enginn
nennir að hlusta á til lengdar, og er
svo stressandi og leiðinlegt, að sá,
sem þarf ekki að vera mættur ein-
hvers staðar klukkan átta, fer að
geispa og sofa aftur. Ekki var tón-
listin skemmtilegri. Þetta hefur þó
skánað eitthvað, eftir að ég gerði
mínar athugasemdir við þáttinn, en
Morgunglugginn var þó miklu betri
og skemmtilegri og margir sakna
fréttaritaranna erlendis frá. Við alla
er líka talað aðra en fréttaritara
landsins í Danmörku, sem flestir Ís-
lendingar hafa mest tengslin við og
þekkja best. Þess utan er alltof mik-
ið endurtekið efni í útvarpinu sem
einhvers konar uppfyllingarefni,
þegar þessar leiknu auglýsingar eru
ekki í því hlutverki.
Hver er eiginlega meiningin með
þessu öllu? Á að sameina alveg rás-
irnar tvær? Ég er sammála Guð-
mundi Andra, sem skrifaði um dag-
inn í Fréttablaðið að það verði að
vera landamæri milli rásanna
tveggja. Annað gengur ekki. Það
mundu líka fáir af dyggum hlust-
endum Rásar 1 nenna að hlusta á
þetta útvarp til lengdar, sem strák-
arnir í Efstaleiti þykjast vera að búa
til, líklegast meira fyrir þá sjálfa en
okkur, ef þeir ætla að halda svona
áfram. Nei, látið nú af þessum
skemmdarverkum á Rás 1, enda er
meira en nóg komið!
Enn um Ríkisútvarpið
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur » Við dyggir hlust-
endur Rásar 1 erum
sá söfnuður, sem strák-
arnir í Efstaleitinu virð-
ast kappkosta að efna til
stríðs við …
Guðbjörg Snót
Jónsdóttur
Höfundur er guðfræðingur og fræði-
maður og dyggur hlustandi Rásar 1.
Á dimmum dögum
þegar heim þig sækir
súld eða sorg, depurð,
kvíði eða vanlíðan, ang-
ist eða ótti. Þá er gott
að eiga samtal við ein-
hvern sem þú treystir.
Finna fyrir samstöðu
og kærleika, umhyggju
og uppörvun.
Þá er líklega fátt
betra en að láta biðja
fyrir sér. Að vita til þess að eftir
manni sé munað og beðið sé fyrir
manni. Því bænin færir sálinni fró og
friður streymir í hjartað. Hún stillir
kvíða, losar streitu og er að mínu mati
besta áfallahjálpin.
Traustir vinir
Traustir vinir eru ekki sjálfgefnir,
þeir eru Guðs gjöf. Englar sem kall-
aðir eru til að létta undir og geta
sannarlega skipt sköpum um líðan
fólks í bráð og lengd. Einkum í
hremmingum, þegar heilsan svíkur
eða á efri árum þegar fjaðrirnar taka
að reytast af hver af annarri. Því þá
fyrst kemur fyrir alvöru í ljós hverjir
eru vinir í raun.
Kvíði, depurð og vanlíðan
Þegar myrkrið sækir á er svo dýr-
mætt að mega varpa áhyggjum sín-
um á höfund og fullkomnara lífsins.
Signa sig og bara að andvarpa til
Guðs í hljóðri bæn. Þá gáttir himins-
ins okkur opnast og
englarnir stíga niður til
að umvefja okkur, leiða
og gæta. Því finnst mér
fátt betra en að fá að
njóta þess að meðtaka
friðinn og lausnina sem
bæninni fylgir og leyfa
hinum heilaga anda
Guðs að leika um mig.
Þannig lærum við að ná
djúpri slökun og öðl-
umst óútsýranlegan
himneskan frið í hjarta.
Horfðu í augun á Jesú
Þegar þér finnst þú lítils virði, líður
illa, ert umkomulaus – horfðu þá í
augun á Jesú. Eftir því sem þú horfir
lengur og dýpra, munt þú finna að þú
ert elskaður af ómótstæðilegri ást. Þú
munt finna hve óendanlega dýr-
mætur þú ert. Elskaður út af lífinu.
Elskaður af sjálfu lífinu!
Með kærleiks- og friðarkveðju! Lifi
lífið!
Á dimmum dögum
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Á dimmum dögum
þegar heim þig sæk-
ir súld eða sorg, depurð,
kvíði eða vanlíðan, ang-
ist eða ótti. Þá er gott að
eiga samtal við einhvern
sem þú treystir
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og áhugamaður um lífið.
Aukablað alla
þriðjudaga
Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – takk@takk.is www.takk.is