Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Tilfærsla á gjalddaga endurspeglar auðvitað erfiða lausafjárstöðu og meiriháttar skuldsetningu. Ef engar breytingar verða, mun félagið á end- anum ekki geta greitt skuldir. Það mun þó ekki gerast á næstu mán- uðum eða í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórn- arformaður Rík- isútvarpsins. RÚV sendi frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem fram kom að RÚV hefði samið við eiganda skuldabréfs um að fresta gjald- daga afborgunar upp á 190 milljón- ir króna, frá 1. október til 31. desember 2014. Skuldabréfið er í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og er með rík- isábyrgð. Að sögn Ingva Hrafns er staðan á bréfinu núna hátt í þrír milljarðar. „Við sendum út tilkynninguna þar sem bréfið er skráð á skuldabréfa- markað. Það þarf því að upplýsa um allar breytingar á gjalddögum með tilkynningu í Kauphöll,“ skýrir Ingvi frá. „Við töldum einnig eðlilegt í ljósi þess að þetta er opinbert hlutafélag, að gerð væri góð grein fyrir stöðu mála.“ Erfið lausafjárstaða og skuldir Hann neitar því að vanskil séu á bréfinu, þar sem tekist hafi að semja við skuldabréfaeigandann um til- færslu gjalddaga. Félagið sé því gjaldfært. Ingvi Hrafn telur að RÚV muni takast að greiða afborgun af bréfinu í lok árs. „Við eigum ágætis samstarf við okkar viðskiptabanka. Á síðustu árum hefur lausafjárfjármögnun verið sótt þangað eftir þörfum.“ Hann segir félagið hafa kosið að óska eftir tilfærslu á gjalddaga í stað þess að draga á lánalínu hjá Lands- bankanum. „Sá möguleiki er alltaf til staðar til að fleyta félaginu yfir erf- iðan tíma og yfirvinna skammtíma- lausafjárþörf. Félagið kaus að gera það ekki í þetta skiptið, heldur eiga þann möguleika inni síðar.“ Afborganir næsta rekstrarárs nema um 444 milljónum króna en Ingvi Hrafn kveðst ekki hafa sér- stakar áhyggjur af þeim. „Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að félagið geti staðið straum af skuld- bindingum sínum í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Uppsagnir skiluðu litlu Hann bendir á að RÚV sé, til lengri tíma litið, yfirskuldsett. „Til að bregðast við því þarf auðvitað að grípa til ráðstafana. Stjórnin vinnur að aðhaldi og sölu eigna en aðrir þættir eru í höndum Alþingis og fjár- veitingarvaldsins.“ Hann segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana til að minnka rekstrarkostnað og vísar m.a. til fjöldauppsagna síðastliðið haust. „Þáverandi framkvæmdastjórn tjáði okkur að þær aðgerðir ættu að spara hálfan milljarð á ársgrundvelli og að félagið ætti með tímanum að komast í jafnvægi. Það hefur svo komið í ljós í framhaldinu að þessar aðgerðir hafa ekki skilað tilskildum árangri. Ný framkvæmdastjórn hefur hins vegar ráðist í alls kyns breytingar á skipulagi og fækkað stöðugildum til að lækka rekstarkostnað.“ Bregðast við með sölu eigna Þá sé unnið að undirbúningi eigna- sölu til að lækka skuldirnar en það var ákveðið nú í vor. „Verðmætasta eign félagsins er fólgin í húsnæðinu og lóðinni umhverfis hana og við vinnum að því að koma henni í sölu,“ greinir Ingvi Hrafn frá. Hann kveðst ekki geta nefnt neinar dagsetningar í því sambandi. „Verkefnið er stórt og það tekur tíma að vinna það.“ Aðspurður um verðmæti eigna og hverju salan myndi breyta, svarar hann: „Við viljum ekki nefna neinar tölur á þessu stigi. Sala mun hafa það markmið að grynnka á skuldum, minnka fjármagnskostnað og gera félagið þannig betur í stakk búið til að standa að rekstri sínum áfram.“ Vaxtaberandi skuldir 5,5 milljarðar Ný úttekt endurskoðendafyrir- tækisins PriceWaterhouseCoopers (PWC) sýnir að RÚV er yfirskuld- sett en vaxtaberandi skuldir félags- ins nema 5,5 milljörðum króna. Af því nemur umrætt skuldabréf um þremur milljörðum. PWC segir RÚV ekki skapa nægilegt sjóð- streymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna. Því sé nauðsynlegt að minnka skuldir og auka veltufé til þess að tryggja rekstrarhæfi félags- ins. Skuldir RÚV eru að mestu leyti vegna gamalla lífeyrisskuldbindinga auk þess sem lánsfjármögnun hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Að sögn Ingva Hrafns hefur ekki verið ákveðið hvenær úttektin verði gerð opinber. Hann bendir þó á, að niðurstaða úttektarinnar hafi komið fram með tilkynningu RÚV til Kauphallarinnar. Tap á fyrri hluta rekstrarárs Í árshlutaskýrslu RÚV fyrir rekstrartímabilið 1. september 2013 til 28. febrúar 2014 kemur fram að tap RÚV á reikningstímabilinu hafi numið 219,2 milljónum króna. Þá uppfyllir RÚV ekki lánaskil- mála sem eru í lánasamningum fé- lagsins við Landsbankann um 8% eiginfjárhlutfall. Lán RÚV hjá Landsbankanum nema um 1,1 millj- arði króna. Landsbankinn gaf út yf- irlýsingu í mars um að hann myndi ekki á því rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, nýta gjaldfellingarheimild í lánasamningum, fari bókfært eigin- fjárhlutfall undir 8%. Ingvi Hrafn segir ljóst að bankinn muni ekki grípa til slíkra aðgerða. Erfið lausafjárstaða og skuldsetning plagar RÚV Morgunblaðið/Ómar Skuldabréf Ríkisútvarpið þurfti að semja um tilfærslu gjalddaga á afborgun á skuldabréfi í eigu lífeyrissjóðs.  Stjórnarformaður telur félagið geta mætt skuldbindingum næstu mánaða Skuldsetning RÚV » RÚV samdi um tilfærslu gjalddaga við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem er eigandi skuldabréfs upp á þrjá milljarða króna. » Lán sem stofnað var til áður en RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007 eru með ríkisábyrgð. Það á til að mynda við um umrætt skuldabréf. »Vaxtaberandi skuldir RÚV nema 5,5 milljörðum króna. Af- borganir og vaxtagjöld á næsta rekstrartímabili nema 444 milljónum króna. Ingvi Hrafn Óskarsson ● Viðsnúningur varð á rekstri Frétta- tímans á síðasta ári og var 5,5 milljóna króna taprekstri árið 2012 snúið í 25 milljóna króna hagnað á árinu 2013, samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags blaðsins, Morgundags ehf. Eignir félagsins námu liðlega 97 millj- ónum króna í árslok 2013 og var bók- fært eigið fé tæpar 43 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 44% í árslok. Rekstur Fréttatímans skilar hagnaði                                     ! "" "## $#$  $!#  #  $"" % &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "# !# "$%# "!# $ #  #!  " " #$  "$ # "$  "# $##  #$  !! $ #! # "#! ● Það verður að vera forgangsverk- efni stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins að stilla betur saman strengi og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði, segir í nýrri umfjöll- un Samtaka at- vinnulífsins. Á árinu megi ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem sé einsdæmi á síðustu 15 árum, að undanskildu árinu 2007. Hröð hjöðnun verðbólgu beri ár- angri síðasta kjarasamnings glöggt vitni, þar sem hóflegar launahækkanir hafi stuðlað að stöðugra verðlagi og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Í umfjöllun SA segir að þrátt fyrir góð- an árangur sé staðan á vinnumarkaði tví- sýn og að óbreyttu gæti stefnt í víðtæk- ari verkföll á almennum vinnumarkaði en um áratugaskeið. Ástæðurnar megi rekja til kjarasamninga opinberra starfs- manna, samskiptaleysis stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar og ósamstöðu um áherslur í efnahagsmálum. SA segir það verða að vera sameig- inlegt markmið allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undan- förnum misserum, með áframhaldandi uppbyggingu kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika. Þar verði allir að axla ábyrgð. Kalla eftir sameiginlegri ábyrgð á stöðugleika Þorsteinn Víglundsson STUTTAR FRÉTTIR ... E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.